Tíminn - 18.12.1973, Síða 27

Tíminn - 18.12.1973, Síða 27
Jólablað 1973 TÍMINN '27 Christian III. Maleri paa Frederiksborg. Kristján III. Danakonungur. Ilann fæddist áriö 1503, sonur FriOnks I Dánakonungs. Eiríkur III rlkti yfir Danmörku og islandi 1536-1559. „Islandsförum'' að senda fóget- ana eða gera á hluta sinn, biðr konung að hlýða ekki rógburði Hannesar Eggertssonar. Týli var Flensborgari, en Hamborgurum var illa við hann, þvi hann dró taum Englendinga, og veitti þeim lið i öllum skærum og róstum á Islandi, þegar hann gat þvi við komið. Og er mál þeirra Hannes- ar var fyrir rétti i Höfn, lagði Týli fram ýms meðmælingarbréf frá Englandi. Er þvi engin furða, þó Laurids Bruun, skipstjóri Kristjáns, i bréfi dagsettu 23. marz 1521, beri Týla á brýn, að hann hafi ætlað sér að svikja ls- land undan konungi i hendur Eng- lendinga. Espólin segir (Arb. III. 64), að ögmundr biskup hafi borið fram bréf frá Englandi til lið- sinnis við Týla. Hannes fékk hirð- stjórn yfir öllu tslandi 6. okt. 1521. Nú segir Espólin (III. 72, 80), að Týli hafi þá gerst vikingr, rænt á Bessastöðum 1523, handtekið Hannes og haldið hálfan mán., en farið siðan til Sviþjóðar með herfang sitt, komið svo aptur 1524 og rænt á Bessastöðum, en þá hafi Hannes safnað að sér Is- lendingum og þýzkum kaupmönnum og handtekið Týla og afhöfðað. Finnr biskup fer ekki mörgum orðum um Týla (Hist. Eccles. II. 255-6, 258). Nú er Týli, samkvæmt dönskum og lágþýzk- um bréfum frá og til og um hann, optast i Flensborg frá þvi haustið 1521 til vorsins 1523, og er i met- um hjá Kristjáni. Kristján hefr, um leið og hann flýði land, gert Týla aptur höfuðsmann á Islandi. Týli fer þá til tslands að vinna landið frá Hannesi Eggertssyni, sem hann telur uppreistarmann, af þvi hann fylgir Friðriki fyrsta, móti hinum lögvalda konungi. Hann rekur erindi herra sins og er enginn vikingur. Ekki hefur hann heldur gert áhlaup á Bessa- staði 1524, þvi hann er ekki á lifi i desember 1523. Hann hefur þá gert áhlaupin, eða áhlaupið, á Bessastaði sumarið 1523. Má ráða það af bréfi frá Nikulási Péturs- syni kansellera, til Kristjáns ann- ars, dagsettu i Mecheln 12. des. 1523. Segir hann Hans Herold, sendiherra, flytja þau skilaboð frá Englandi , að Hinrik konungr vilji ekki eiga neitt við Island, siöan Englendingar færðu honum fréttir þaðan um aftöku Týla Péturssonar og annara Kristjáns- manna, og vilji hann þvi ekki lána fé upp á tsland. Hinrik hefr ætlað sér að ná tslandi með aðstoð Týla, meðan allt var i uppnámi i Danmörku, en Þjóðverjar og höfuðsmaður komu honum i hel, áður til þess kæmi, og Hinriki varð ekki kápan úr þvi klæðinu. Týli á betra eptirmæli skilið en hann hefr fengið hjá tslendingum. Finnr Magnússon hefr sýnt, að verzlun Englendinga var lands- mönnum hagstæðari en annara þjóða, og niðurdrep landsins af siðbótarinnar völdum hefði ekki átt sér tað, hefði Týli haft sitt fram, þvi hin enska kirkja breytt- ist litið við siðabótina. En Islands óhamingju verður allt að vopni. Kristján hélt, eptir sem áður, áfram að nauða á Hinriki um Is- landssölu eða lán, og fór sjálfr til London að semja um það og annað við þá Wolsey, i júni 1523. Semja þeir 13. júni, að Eng- lendingar megi verzla og fiska við Island, fremur öðrum, þ.e. verzl- un Hansastaðanna átti að bola burtu. Hinn 30. júni endurnýja þeir samning feðra sinna, 1490, um verzlun milli landanna. Hin- rik kvaðst eigi geta lánað fé upp á Island, þvi hann ætti fullt i fangi með Skota og Frakka. En þá var Týli enn á lifi. Kristján sendi frá Hollandi, þarsem hann sat, hvern sendimanninn á fætr öðrum að bjóða Hinriki Island, 1523-24. Hinn 11. janúar 1524 ritar hann kansellera sinum frá Berlin, að þó að Hans Herold færi þá fregn, að Englakonungr vilji ei lána upp á tsland, þá hafi samt Baker, sendiherra Hinriks, ritað sér, að Hinrik mundi þiggja eyna fyrir fé, biðr hann kansellerann að senda Antonius strax til Englands og leggja sig i lima. Kansellerinn ritar 3. og 27. april, að hann hafi nú talað við Baker um þetta. Kristján biðr þá kansellerann að fara sjálfan til Englands og reyna. Hinrik áleit reyndar Kristján en ekki Friðrik vera lög- mætan konung Danmerkur, en skelltiþó við skollaeyrunum.enda hafði hann ærið að starfa i ófriði við Frakka. Voru likur til að Is- land mundi laust fyrir meðan inn- anlands ófriður var i Danmörku. En þegar Kristján var orðinn þreyttur á að nauða á Hinriki, veitti hann þýzkum aðalsmanni, Klaus van Hermelinck, Island að léni, ef lén mætti kalla. I enskum bréfum frá þessum tima er opt minnst á „tslandsflot- ann” svo kallaðan (Iselond fleet), þvi England hafi þá heilan skipa- stól við tsland, og varðskip til að gæta þeirra fyrir skotum og Frökkum. Sumarið 1524 voru 7 tslandsför og eitt varðskip tekin af Skotum. Surrey, skáldið, ritar Wolsey i júni 1523, að Skotar sitji fyrir Islandsflotanum með her manns. Ef þeir nái honum, þá biða Norfolk og Suffolk óbætan- legan skaða, og allt England verður fiskilaust næsta ár. Biðr hann um leyfi að senda 4 herskip að verja flotann, og efast ekki um að konungr fái góðan bikar vins fyrir það (að það borgi sig). Wolsey segir 17. ágúst sama ár að flotinn sé kominn með heilu og höldnu. I reikningum enska flot- ans, 1524, eru 20shillings borgaðir Thomas Chapman fyrir að riða frá Hull til Yarmouth og kveðja herskipin að sigla norður að verja Islandsflotann. 1 september 1524 er sendiherra Englendinga á Skotlandi að reyna að fá Skota- drottningu til að skila aptur tveim Islandsförum, er Skotar höfðu unnið. Wolsey segir 2. sept. 1524, að konungr sé bálreiður út af töku Islandsfara. Verði með einhverju móti, góðu eða illu, að ná þeim aptur, og fiskiafla þeirra, ella verði fiskiekla mikil. Árið 1526 sést, að konungr áskildi sér að fá tiltekinn fjölda af þorski og löngu af hverju skipi, á borð sitt, þvi is- lenzkr fiskr var talinn mesta sæl- gæti, enda kemur hann opt fyrir i reikningum klaustra frá þessum tima. Island var aðalfiskistöð Englands, og litlar fiskiveiðar voru enn við Newfoundland. Englendingar óðu uppi á Islandi, meðan Danir voru að berjast heima fyrir, borguðu enga tolla og gjöld og ráku Dani og Hamborgara úr höfnum og fiskiverum, þegar þeir komust höndunum undir. Kvarta Hamborgarar yfir þvi við Hinrik 16. sept. 1528, að Nicholas Buck- brock hafi tekið skip fyrir þeim við Island. Höfuðsmaður og Ham- borgarar gerðu Englendingum aðsúg i Grindavík, 1532, og drápu fjölda af þeim. I bréfi til Hinriks dagsettu Gottorp, 13. okt. 1532, af- sakar Friðrik fyrsti þetta, og kallar það neyðvörn. En Chap- uys, sendiherra Karls fimmta á Englandi, ritar honum 16. des. 1532, að sendimaðr frá Friðriki sé i London til að sýna, að dráp 40 eða 50 Englendinga á Islandi hafi verið þeim sjálfum að kenna. Englakonungr er reiðari Ham- borgurum en Dönum. Jacobus Deidonanus skrifar Kristjáni þriðja frá London 1. júni 1552, að 60 skip sigli árlega frá Englandi til Islands, svo ekki hættu þeir Is- landsferðum eptir Grindavikr- slaginn. Kristján þriðji reyndi að fara eins með tsland og Kristján annar. Pétur Suavenius, sendi- herra hans á Englandi, ritaði dagbók frá febrúar til júli- mánaðar 1535. Talaði hann við Cromwell, sem þá var hægri hönd Hinriks. Hinn 15. marz spurði Cromwell hann, hvað Danir gætu látið i aðra hönd fyrir hjálp Eng- lands gegn Hansastöðunum, hann hefði heyrt að Danmörk og Noregr ættu margar eyjar, gæti konungr (H.8.) eignast eina þeirra. Suavenius svaraði, að Skotakonungr hefði fengið Orkn eyjar til afnota fyrir fé þangað til Danakonungr borgaði mundinn og leysti þær út. Ef Englakonungr vill borga mundinn, munu þessar eyjar seldar honum i hendur til afnota, með sömu skildögum og Skotar hafa þær nú. tsland, er fjöldi af enskum og þýzkum kaupmönnum sækja, mun kannske selt i hendur hans Hátign að veði fyrir tiltekinni fjárupphæð um tima”. Aptur ritar Edmund Boner Suaveniusi i Janúar 1536, að þó að kansellerinn og Wolf Powys vilji, að Hinrik taki tsland og Færeyjar að veði fyrir hjálp þá, er hann kunni að veita Danakonungi, þá gangi hann ekki að þvi. Richard Cavendish ritar Suaveniusi 27. jan. 1536, að hann hafi talað við hertogann af Hol- setalandi (Kr. III., sem Hinr. 8. kallaði svo, þvi Kr. II. var hinn löglegi konungr i hans augum ) og samið við hann. Hann vildi fá 100.000 pund að láni, og lofi i staðinn liði á sjó og landi, endur- borgun og að gefa honum tsland og Færeyjar til marks um það (for a token). I dagbók sinni segist Cavendish hafa beðið um llöfn að veði, en kansellerinn hafi sagt, að herra sinn hefði ýmsar eyjar, svo sem tsland og Fær- eyjar, sem honum kynni að litast á. Næsta dag talar hann við Kristján þriðja, sem sagði honum, að Englakonungr gæti fengið tvö stór lönd, tsland og Færeyjar, og væru i öðru þeirra nl. Islandi, miklar gnægtir af brennisteini. Cavendish þótti veðið of litiö. Fór þá Kristján og ráðgaðist við ráðgjafa sina, og er hann kom aptur, kvaðst hann engum parti af riki sinu sleppa vilja nema þessum eyjum, sem hans Hátign skyldi fá i kaupbæti, auk endurborgunar lánsins. Nú var svo komið að Danir vildu láta Island af hendi rakna við England fyrir svo sem ekkert, en Hinrik hafði þá svo mikið að vinna innanlands, að hann sinnti þvi ekki. Þannig fórst það fyrir, að Hinrik áttundi eignaðist Island, en vist er um það, að ekki hefði hann sleppt tangarhaldinu á þvi, ef hann hefði tekið það að veði. Hitt er lika vist, að betra hefði verið fyrir tsland að komast undir England á öndverðri sextándu öld, áður en einokun og hrörnun og hnignun var byrjuð að neinu ráði, en sæta þeim kjörum, sem þeir urðu að búa við næstu aldirnar undir Dönum. Lundúnum, I janúar 1898. Tilvitnunum sleppt (Timinn)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.