Tíminn - 18.12.1973, Page 51
Jólablað 1973
TÍMINN
51
Rósa Þorsteinsdóttir, höfundur sögunnar. Þurr augu rauð.
sólskin þennan dag. Það er vist
ekki alveg rétt, Mig minnir að
stúlkurnar hafi kallað, að nú
yrðum við að koma okkur heim,
þvi bráðum færi hann að rigna. i
huga minum er þetta samt sól-
riaksti dagur ævi minnar.
Um kvöldið sagði biskupsfrúin,
að við skyldum ganga snemma til
náða, þvi að daginn eftir áttum
við að fara aftur og safna jurtum,
ef veður leyfði. Ekki veit ég,
hvort stöllur minar hlýddu þessu.
Ég gerði þaðekki, heldur stalst út
og flýtti mér að komast i hvarf frá
bænum.
Við Daði höfðum ekki mælt
okkur mót, en hann kom, ég veit
ekki hvaðan. Hann kom bara, og
tók i höndina á mér. Svo hlupum
við saman þangað til við vorum
viss um, að enginn gæti séö
okkur.
Ég ætla ekkert að lýsa ástar-
fundum okkar Daða, sem upp frá
þessu urðu tiðir, en oftast mjög
stuttir, þvi að enginn mátti um
þetta vita. Faðir minn komst að
þvi, og varaði mig við, en ég full-
vissaði hann um að við gerðum
ekkert ósæmilegt. Það var lika
alveg rétt, að svoleiðis var það
fyrst i stað, en þegar kaldur vetur
var liðinn, og vorið kom, þá
breyttist þetta.
Það er ekki óalgengt, að stúlka
sem er i Skálholti veriði barns-
hafandi. Þá er hún venjulega
send heim til sin, a.m.k. send
burtu. Seinna giftist hún oft
barnsföður sinum, þegar búið er
að ganga frá öllu, sem i kring um
þetta er, og foreldrar eða venzla-
fólk hefur komið sér saman um
ráðahaginn. t barnaskap minum
hélt ég, að ef ég yrði barns-
hafandi, þá mundi Daði giftast
mér, Raunar var ég þess fullviss,
að Daði myndi giftast me'r ein-
hverntima, þó að við töluðum
aldrei um það. Til þess var aldrei
timi, og svo hafði ég heldur engan
kjark til að spyrja Daða um
nokkuð þessháttar, það hefði
verið að sýna honum vantraust .
Þó hugsaði ég um þetta fram og
aftur. Ég vissi vel, að Daði var
ekki einráður um val á eiginkonu,
og eins að það var ekki jafnræði
með okkur. Það er talsverður
munur a' að vera próffastssonur
frá Hruna, eða dóttir staðarsmiðs
i Skálholti. Samt er þaö
virðingarstaða, sem faðir minn
hefur, og hann er ' talsvert
menntaður maður, annars gæti
hann ekki verið i þessari stööu.
Það er mikils krafizt, og i svona
stöðu getur enginn verið nema sá,
sem nýtur virðingar annarra.
Starfið er umsvifamikiö.
Haust og vor er eftirlit með
húsum staðarins. Þá fylgir faöir
minn biskupnum og ráðsmanni
Skálholtsstaðar i eina vistar-
veruna eftir aðra. Biskup og
ráðsmaður ákveða hvað gera
skal, en oft spyrja þeir föður minn
um, hvernig bezt sé að fram-
kvæma það, og svo er það hann,
sem sér um að þetta sé gert.
Stundum þarf hann menn til
hjálpar, en allt sem þarf mikillar
nákvæmni við, gerir hann sjálfur.
A sumrin fer biskup i yfirreið
um landið. Þá verður faðir minn
að hafa til nægar skeifur undir
allan þann fjölda hesta, sem hafa
þarf i slika ferð. Hann þarf lika að
yfirlita reiðverog klifbera, og svo
auðvitað útbúnað tjaldanna i
samráði við þá, sem hafa með
þetta að gera i ferðinni.
Fyrir veizlur er fjarska mikið
að gera. Þa er það biskupsfrúin,
sem segir til um, hvernig hún vill
hafa borð og bekki, og þar verður
að lagfæra og bæta við eftir
þörfum. Það er heldur ekki sama
hvernig veizlutjöld eru set.t upp.
Þau verða að standa af sér hvaða
veður sem er, og oft hefir faðir
minn verið svefnlitill siðustu
nóttina fyrir stórveizlur. Hann
vill ekki vita af föllnu tjaidi eða
fólki sitjandi á brothættum
bekkjum.segir hann.
Þannig ber faðir minn meiri
ábyrgð en flestir aðrir. Samt er
staða hans ekki sambærileg við
stöðu mikilsmetins prófasts hvað
virðingu snertir. Þar að auki er
heimanmundur minn lítill.
Mig langaði oft að tala um
þetta allt við Daða, en er til kom,
gat ég aldrei komið orðum að þvi.
Veturinn var harður, og oft
blásið i kaun til að halda hita, en
mér fannst hann samt liða allt of
fljótt. Ég kveið fyrir að Daði færi
heim til sin, en það gerði hann
alltaf á vorin, og var i Hruna þar
til hann fór með biskupi i yfirreið.
Þetta vor átti þó eftir að færa
mér óvænta gleði. Af tilviljun fór
eg að heimsækja frænku
mina,sem bjó góðu búi með
manni sinum stutt frá Hruna, og
var þar i nokkra daga. Það vildi
svo til, að þegar ég fór aftur heim
i Skálholt, varð ég samferða
Daða, og tveim öðrum mönnum
sem ég vissi hverjir voru, en var
ekkert kunnug. Þeir hresstu sig
allir á ferðapelum sinum, og Daði
reið óhræddur við hlið mér og
talaði við mig. Engin kona, nema
sú sem reynir, veit hve unaðslegt
það er að riða góðum hesti sam-
hliða manninum sem hún elskar,
vitandi að hún er nógu smekklega
klædd til að hann liti hana
aðdáunaraugum, og það var ég.
Hempan min var ný og falleg,
krækt saman með gyltum
spennum i hálsinn. Pipukraginn
var snjóhvitur, og stóri hatturinn
minn fallega svartur. Sööullinn
var látúnssleginn, og söðulklæðið
litrikt og vel unniö, en hvort-
tveggja erfði ég eftir móður
mlna.
Fótabandið mitt var spjaldofiö,
og það hefi ég gert sjálf. Frænka
min, sem er elskuleg kona, batt
það svo snyritlega, að á þvi var
enginn snúningur. Hempan og
pilsið lágu i jöfnum fellingum,
miðja vega milli hnés og ökla.
Jarpur reiðhestur okkar föður
mins, var svo heimfús, að eg réð
stundum ekki við hann. Daði tók
þá i tauminn, og hélt aftur af
honum. Samferðamenn okkar
kölluöu, og spurðu Daöa, hvort
hann gæti litið af hnátunni á
meðan hann fengi sér tár af
pelum þeirra, en hann svaraði
um hæl, að biskupsfrúin myndi
varla þakka honum fyrir, ef hann
léti hestinn æða með mig áfram,
og að ég dytti af baki. Eftir það
létu þeir okkur i friði.
Þarna hefði verið gott tækifæri
til, að tala við Daða um fram-
tiðina, en hann var svo kátur og
ræðinn, að ég bara hlustaði.
Hann var fyrir skömmu kominn
úr löngu og erfiðu ferðalagi sem
hann fór ásamt foreldrum slnum.
Þau fóru alla leið austur i Skafta-
fellssýslu, en móðir hans,
maddama Halldóra Einarsdóttir
er frá Hörgslandi á Siðu, og þar
býr bróðir hennar nú. Það
var látið heita svo, að maddömu
Halldóru hefði langað svo mikið
til að sjá frændfólk sitt þarna
austur frá, og þessvegna hefðu
þau farið þessa ferð, en Daði
sagði mér, að aðalerindi þeirra
hefði verið að athuga, hvort
nokkur möguleiki væri á að hann
gæti orðið aðstoðarprestur þarna
a\;stur frá, þvi að haiin átti fljót-
iega að taka vigslu. Prófastur
Skaftfellinga, sr. Magnús
Pétursson, er tengdur þeim i
Hruna, þvi að fyrri kona hans,
sem er dáin fyrir löngu, var systir
maddömu Halldóru.
Það er mikill vinskapur þarna á
milli, og mér heyrðist á Daða, að
málaleitan þeirra hefði verið vel
tekin af prófasti, en i svipinn er
ekki þörf fyrir aðstoðarprest i pr-
ofastsdæminu.
Ég spurði Daða, hvernig honum
heföi litizt á sig þarna. Hann lét
vel yfir þvi, og for svo að segja
mér ýmislegt austan að. Mér
fannst eins og hann væri að tala
um sameiginlega framtiö okkar,
og fylgdist þvi mjög ákaft meö
þvi, sem hann var aö segja.
Við faðir minn eigum frændfólk
þarna fyrir austan. Ég kann nú
ekki mikil skil á ættum okkar, en
veit þó, að fyrri kona Eiriks
Sigvaldasonar lögrettumanns
á Búlandi var mikið skyld okkur.
Hann talaöi alltaf viö okkur föður
minn, þegar hann kom i Skálholt,
og ég var talsvert hreykin af að
vera tengd honum, af þvi hann
var svo virðulegur maður.
Ég segi var, þvi aö Eirlkur
Sigvaldason andaðist á Þing-
völlum voriöeftir aö ég fæddi litlu
börnin min. En voriö sem Daði
reið þarna austur ásamt for-
eldrum sinum, var hann þeim
samferða vestur aftur, ásamt
fleiri, sem voru að fara til Þing-
valla, og eins og vant var talaði
hann smástund við föður minn.
Ég sagði Daða frá þvi, og það
gerði samtal okkar enn liflegra,
þvi að þá fór Daði að lýsa fyrir
mér hvernig umhorfs er á
Búlandi. Hann lýsti þvi svo vel, aö
ég hugsaði mér, að við værum
prestshjón þarna einhversstaðar,
og riðum vökrum gæðingum
áleiðis að Búlandi i heimsókn.
Draumurinn um þetta entist
mér út sumarið, og raunar
nokkru lengur, þvi að hann yljaði
mér i neyö minni um veturinn
þegar ástandi minu varð ekki
leynt lengur, og ég varð að fara
burt úr Skálholti til að fjarlægja
hneykslið.
Nú er ég hissa á, að ég hafði
meiri áhyggjur af, hvort Daði
myndi fá vigslu um sumarið, en
af minu eigin ástandi. Það hefir
sjálfsagt komið til af þvi, að Daði
var sjálfur svo hræddur. Ég taldi
aftur á móti vist, að viö Daði
myndum giftast, þegar storminn i
kringum þetta lægði.
Faðir minn efaðist, sagði að
trúlega ætlaði biskup Daða eitt-
hvað meira, átti þar við rikara
kvonfang. Innst inni vissi ég, að
það var mikið hæft i þessu, en ég
neitaði að trúa þvi.
Við Daði kvöddumst ekki áður
en ég fór úr Skálholti. Allt gekk i
svo miklum flýti. Frændi minn,
sem býr i annarri sókn, kom til
kirkju i Skálholti á sunnudegi.
Faðir minn sagði, að ég yröi að
taka mig til meðan stæöi á messu,
og fara með honum, þvi að hann
ætlaði að vera svo góður að taka
mig inn á heimili sitt fyrst um
sinn. Ég hlýddi, það var ekki um
annað að ræða.
Seinna vissi ég, að faðir minn
haföi komið þessu i kring án
minnar vitundar og e.t.v. hefir
það verið bezt þannig.
En siðan hef ég aldrei hitt
Daða. Ég get ekki farið i Skálholt,
og hann kemur ekki hingað.
Börnunum minum var komið i
fóstur á vegum prófastshjónanna
I Hruna, eins og siður er, er
heldra fólk á i hlut. Vist var ég
sorgbitin, þegar ég varö að skilja
við þau, en ég grét ekki svo mikið
fyrr en ég frétti, að fólk fór að
orða Daða við biskupsdótturina i
Skálholti.
Allir vissu, að biskupsdóttirin i
Skálholti, Ragnheiður Brynjólfs-
dóttir, fekk allt sem hún vildi.
Það var þvi ekkert undarlegt, þó
fólk teldi það vist að hún myndi fá
Daða, ef hún vildi eiga hann.
Svona talaði fólk, Enginn
minntist á, hvort Daði myndi
vilja eiga biskupsdótturina, það
töldu allir vist, og ei að ástæðu-
lausu. Allt haföi veriö gert til að
gera hana að bezta kvenkosti
landsins. Stax i bernsku var lagt
mikið kapp á að kenna henni að
bera sig rétt. Svona átti hún aö
taka upp pilsin þegar hún gekk.
Svona átti hún aö hneygja sig, og
heilsa svona. Þannig átti hún aö
standa, þegar hún var i marg-
menni, og þannig þegar hún sagði
fyrir verkum. Svona átti hún að
brosa, og þetta átti hún að segja
við hin og önnur tækifæri, eftir þvi
sem bezt átti viö.
Hvað klæönaö snerti, bar hún af
okkur hinum eins og gull af eir,
enda hvergi til sparaö. Hún gat
lika veriö vel klædd alla daga,
snerti ekki á annarri vinnu en
prjónlesi, hannyröum og finum
fatasaum.
Hún var ekki nærri alltaf heima
i Skálholti, en var komið öðru
hvoru til helztu heföarkvenna
landsins til að læra allt sem hægt
var i góðum siðum. Þegar hún
kom heim aftur, vildi hún oft
breyta ýmsu, og fékk þá að
ráðska meö okkur, svona til aö
æfa sig I að stjórna.
Sumir sögðu, aö biskup gæti
sjálfum sér um kennt, aö dóttir
hans og uppáhalds sveinn fóru aö
ltta hvort annaö hýru auga. Hann
lét Daða, þetta kvennagull, sitja
timunum saman einan með dótt-
ur sinni, og kenna henni ýmis
fræði, sem hann sjálfur biskup-
inn, hafði áður kennt Daða, eða
látið kenna honum. Enginn þorði
þó aö segja svona lagað nema i
hálfum hljóðum, en mikið var
talað um þetta.
Svo sór biskupsdóttirin af sér
óorð, sór að hún hefði aldrei
komið nálægt Daða eða neinum
öðrum karlmanni á ósæmilegan
máta, en væri hrein mey eins og
þegar hún fæddist. Um þaö leyti
var varla um annað talað. Ég
hafði mig frá, en heyrði þó oft
hvað sagt var, og auðvitað var ég
vonglöð um þetta leyti. Frænka
min var þá lika mjög elskuleg við
mig. Ég held hún hafi talið, að
nú væri nokkur von til að eitthvað
rættist úr fyrir mér. Hún spurði
mig meira að segja hvort mig
langaði aö riða til kirkju að Skál-
holti þann dag, og ég var ekki
fjarri þvi. Sóknarprestur okkar
taldi það þó ekki rétt, en frændi
minn, sem er varkár maður, mun
hafa spurt hann ráða. Eftir á var
ég þakklát þeim fyrir þessa
ákvörðun, þó að ég brynni af þrá
eftir að vera ein af hópnum,
þegar fólk þyrptist að Skálholti
þennan dag. A eftir töluðu allir
um, hve biskupsdóttirin hefði
borið sig vel og verið fallega
klædd, rétt eins og þetta hefði
verið einhver leikur.
Er ég beisk? Það má vel vera,
en hversvegna þurfti það endi-
lega að vera Daði, sem lenti i
þessu?
Hann var búinn að vá vigslu
þetta vor, og gerðist aðstoðar-
prestur fööur sins, sr. Halldórs
Daðasonar i Hruna. Þá hafði
hann auðvitað leyfi til að fara
hvert sem hann vildi, og ég hélt
að hann mundi koma hingað til
min, en hann gerði það ekki.
Þá var mér ljóst, að Daöi kærði
sig ekkert um að hitta mig.
t vonleysi minu fór ég að gráta.
Ég reyndi að láta ekki bera á þvi,
og fór einförum, en ég gat ekki
annað en grátið. Þá tók út yfir,
þegar það fréttist hingað,
skömmu fyrir páskana i fyrra, að
Ragnheiður Brynjólfsdóttir heföi
eignast barn, sem hún kenndi
Daða Halldórssyni. Þá gat ég alls
ekki haldið tárum minum, en grét
alltaf si og æ.
Frænka min atyrti mig, sagði
að. ég mætti ekki láta svona
kjainalega, en það var aðeins
verra. Eg gat ekki hætt að gráta,
hvernig sem ég reyndi.
Allt i einu átti ég ekki fleiri tár.
Þau voru þrotin, og ég varð sjálf
hugsunarlaust rekald i tilgangs-
lausri veröld.
Það var um þetta leyti,sem
faðir minn kom og sagði, að bóndi
nokkur, sem fyrir skömmu var
búinn að missa konuna sina, hefði
beðið min. Faðir minn var svo
glaður yfir þessu, að ég lét sem ég
væri lika glöð. Hann var búinn að
liða nóg min vegna.
„Ætlarðu ekki að taka honum,
Gudda min?” spurði hann fullur
eftirvæntingar.
,,Jú”, svaraöi ég, rétt eins og
hann hefði beðið mig að hlaupa
fyrir kindur, eöa eitthvað þess-
háttar.
Tilkomandi eiginmáöur minn
kom svo nokkru seinna ásamt
föður minum og fleiri til að ganga
frá festum. Ég fór i sparifötin
mln, eins og vera bar, og speglaði
mig i vatnsbala, svo þetta sem ég
setti utan á mig færi sæmilega, en
ég varaðist að grandskoða andlit
mitt.
Ég vissi, að ef ég gerði það,
myndu stara á móti mér þurr
augu rauö.
Brúðkaup okkar verður haldið i
vor. Mér er ljóst, að eins og Daði
heföi tekið niður fyrir sig, ef hann
hefði kvænzt mér, tek ég nú niður
fyrir mig, hverf niður i almúg-
ann, þar sem allir gleymast.
Mér hefur verið kennt að vera
skyldurækin, og ég hirði jarpa
hárið mitt vel, svo að þaö geti
prýtt koddann á brúökaups-
nóttina, en ég ætla að loka
augunum.
ílaíLSsgíEi©
Banki allra kmdsmamta