Tíminn - 18.12.1973, Síða 75

Tíminn - 18.12.1973, Síða 75
Jólablað 1973 TÍMINN 75 í/f/ '(í^fcp3)(ÉO Jólaleikrit Jólamyndir Jólaleikrit Jólamyndir - ^^_...-4C^.^.^^^._.J^.--- ^x^—---ak-'~ ~=gM5s NÝJA BÍÓ MEÐ HALLÓ DOLLY! Söngleikinn heimsfræga um jólin ö1& ?-^X? "'*-"•'*’,'>A‘"Ir5® Jólaleikrit Jólamyndir Jólaleikrit gC, ' - sig. Cornilius fer inn i fataskáp, en Barnaby undir borð. Dolly setur allt i gang, sér i hag. Allt kemst upp, og Valdergelder verður hinn snúðugasti, hættir við að biðja Irene og hraðar sér út. Dolly er ekki af baki dottin. Hún lofar Vandergelder að út- vega honum rika konu, og segir honum að hitta hana i Harmóniu- garðinum um kvöldið. En þangað ætla einnig Cornilius og Barnaby, ásamt Irene og Minnie.og fyrir eru Ermegarde og Ambrose. Vandergelder kemur og hittir ,,riku konuna,” sem er afdönkuð, hálfleiöinleg og Ijót leikkona, sem Dolly hefur útvegað i þeim tilgangi að tefja fyrir Vander- gelder, þar til hún sjálf geti mætt. Loksins kemur að þvi, að Dolly birtist i slnu bezta skarti, og er núheldurbetur tekið velá móti henni af starfsfólki staðarins. Meira að segja tekur hljóm- sveitarstjórinn sjálfur (Louis Armstrong) lagið með henni. Það sem á eftir fer er heil flækja af misskilningi, slagsmál- um og eltingarleik, en þegar Dolly er að þvi kominn að gefast upp, fellur allt i ljúfa löð, þvi að Vandergelder sér nú, að hann elskar enga aðra en Dolly, og það stendur ekki á þeim að koma sér I heilagt hjónaband með pomp og pragt. Úr jólamyndinni hjá Nýja biói, en hún er söngleikurinn frægi, HALLÓ DOLLY! Nýja bió sýnir um jólin HALLÓ DOLLY, sem er heimsfræg og mjög skemtileg amerisk stór- mynd frá 20th Century Fox. — Myndin ter tekin i litum og Todd- Ao. Söngleikurinn, sem myndin er gerð eftir, er einn sá alvinsæl- asti, sem sýndur hefur verið á sviði I New York, og er hann byggður á leikritinu ,,The Match- maker” eftir Thornton Wilder. Leikstjóri: Gene Kelly Hlutverkaskipan: DollyLevi ...Barbra Streisand Horace Vandergelder....Walter Matthau Cornilius....Michael Crawford Irene Molloy.........Marianne McAndrew Minnie.............E. J. Peaker Ermengarde Joyce Ames Ambrose TommyTune Gussie.............Judy Knaiz Hudolfp, yfirþjónn Ðavid Hurst Fritz, þjónn Fritz Feld Lögregluþjónn ...J. P. O’Malley. Efnisþráðurinn Dolly Levi, vel þekktog opinská ung ekkja, hefur gerzt einskonar hjúskaparmiðlari, eftir að maður hennar féll frá. Meðal annars annars hefur hún tekið að sér að finna eiginkonu fyrir ^Horace Vandergelder, sem er rikur og duglegur kaupmaður i bænum Yonker. Hann tilkynnir tveim uppburðar 1 i11 u m ungum mönnum, sem vinna hjá honum, Cornilius og Barnaby, að hann ætli sér að kvænast Irene Molly, sem rekur hattaverzlun i New York. Þótt Dolly hafi upphaflega kynnt Vandergelder fyrir Irene, er hún nú búin að ákveða að giftast honum sjálf. Þegar hann svo segist vera að fara til New York til að biðja Irene, verður Dolly einhvern veginn að koma i veg fyrir það. Hún heyrir á tal þeirra Corniliusar og Barnabys, þar sem þeir eru að ráðgera að brjóta af sér fjötra hversdagsleikans og fara til borgarinnar og koma ekki aftur.fyrr en þeir séu búnir að eyða öllum peningum sinum og kyssa að minnsta kosti hvor sina stúlkuna. Dolly segir þeim, hvar þeir geti hitt tvær fallegar stúlkur, en það er einmitt Irene og aðstoðarstúlka hennar, Minnie. Vandergelder hefur bannað frænku sinni, sem heitir Ermegarde, og býr hjá honum, að giftast Ambrose félausum, ung- um málara. Dolly heyrir til Ambrose, þar sem hann stendur uppi i stiga og er að biðja Ermegarde að hlaupast á brott með sér. Dolly skerst i leikinn og segist skuli sjá um allt. Hún ætlar að fara með Ermagarde til New York, eins og hún hefur lofað Vandergelder, svo að stúlkan muni frekar gleyma Ambrose, en ákveður nú, að Ambrose komi með. Dolly segir þeim, að fara i Harmóniu- garðinn, en það er stór skemmti- staöur, er hún og maður hennar voru vön að sækja á hverju föstu- dagskvöldi, og voru mjög vel þekkt og vinsæl þar á sinum tina. Hún segir þeim, að þau eigi að taka þátt i danskeppni, og muni hún sjá um að þau vinni fyrstu verðlaun, þvi að þá fái þau peningaverðlaun og geti siðan gift sig. Ungu hjónaleysin eru mjög efablandin og kviðin, en að lokum láta þau undan. Dolly biður þau að skila til yfirþjónsins, sem heitir Rudolf, að hún ætli sjálf að koma þangað eftir langa fjarvist. Uppi verður fótur og fit hjá starfsfólkinu i Harmoniu- garðinum, þegar það fréttir, að Dolly sé aö koma. Nú vikur sögunni að Corneliusi og Barnaby, þar sem þeir eru komnir til borgarinnar og standa fyrir utan búðargluggann hjá Irene, og þora varla inn. Irene sér þá og segir við Minne, að hún ætli að daðra við þá, ef þeir koma inn,og einnig segir hún, að hún ætli að giftast Vandergelder ef hann biðji hennar, þvi hún sé orðin hálfleið á hattasaumaskap. Ungu mennirnir koma inn og fer vel á með þeim og stúlkunum, en þá koma þau Vandergelder og Dolly, svo að þeir verða að fela WREYFILL Simi 85522 Er stærsta bifreiðastöð landsins Hreyfill veitir yður þjónustu allan sólar- hringinn. TALSTÖÐVARNAR i bifreiðum vorum gera kleift, að hvar sem þér eruð staddur i borgmni er IIREYFILS-bill nálægur. Þér þurfið aðeins að hringja i sima 8-55-22 WWEYF/ÍI ÖNDVEGI H.F. sendir starfsfólki sínu og viðskiptavinum beztu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þakkar jafnframt samstarf og viðskipti á liðnum árum. ÖNDVEGI H.F. Lyngósi 8. endin tuutabma Hlutafjárútboði Samvinnubankans er nú lokið og hlutabréfin tilbúin til afhendingar. Þeir híuthafar, sem gert hafa full skil á hlutafjárloforðum sín- um, geta fengið hlutabréf sín afhent hjá aðalbankanum og útibúum hans víðsvegar um land, eða fengið þau send í ábyrgðarpósti. SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, REYKJAVÍK, SÍMI: 20700

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.