Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 6
6 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Breyting á samþykkt um hundahald: Eftirlit með ræktunarhundum HUNDAR Umhverfis- og heilbrigð- isstofu er nú heimilt að telja fjölda hunda hjá þeim sem stunda ræktun og sölu til að sannreyna fjölda undaneldishunda og hunda sem ræktaðir eru til sölu. Þetta er meðal breytinga á reglum um hundahald í Reykja- vík, sem samþykktar hafa verið hjá umhverfis- og heilbrigðis- nefnd. Í samþykktinni er hunda- ræktun skilgreind svo að um sé að ræða starfsemi þar sem tvö eða fleiri kvendýr sem hafa átt afkvæmi séu haldin til undaneldis og ætlunin er að hafa áfram til undaneldis. Heimilt er að skrá hunda sem undaneldishunda við hundarækt og eru þeir undanþegnir árlegum eftirlitsgjöldum. Þessa hunda er óheimilt að flytja frá athafnasvæði hunda- ræktunarstöðvar og skal þeim haldið þar og mega aldrei ganga lausir né á meðal almennings, nema með undanþágu Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hunda sem ræktaðir eru til sölu skal skrá þegar þeir ná fjög- urra mánaða aldri og hvílir á eig- endum upplýsingaskylda til Um- hverfis- og heilbrigðisstofu. ■ Amerískir vísindamenn á slóð gamalla sanninda Bandarískir vísindamenn þykjast hafa fundið nýjan sannleik varðandi eldingar í gosstrók eldgosa. Íslenskur vísindamaður hjá Veðurstofu Íslands telur kollega sína ef til vill hafa gleymt gömlum sannindum um rafhleðslu gufu sem myndast við hvellsuðu. JARÐHRÆRINGAR Breska dagblaðið Guardian greindi í síðustu viku frá nýjum uppgötvunum um þrumur sem myndast í gosstrók eldgosa. Í greininni er vitnað til rannsókna vísindamannanna Earle Williams hjá MIT og Steph- ens McNutt hjá Alaskaháskóla, sem segja að í stað hefðbundinna hugmynda um að rafhleðsla myndist þegar aska nuddast saman álíti þeir að vatn og ís í bergkviku geti af sér „skítug þrumuveður“ í g o s s t r ó k n u m . Vísindamennirn- ir ætla að kynna rannsóknir sínar á þingi banda- rískra jarðeðlis- fræðinga í San Francisco í vik- unni. Bandar ísku vísindamennirn- ir telja að íslag myndist á öskuögnum sem stíga upp af eldgosum þegar raki þétt- ist í gosstróknum. Þetta telja þeir sanna að meira magn vatns sé í bergkviku en áður hafi verið talið og því kunni að þurfa að breyta hættumati vegna eldgosa. „Í eldgosum er alveg haugur af eldingum, rétt eins og nú síðast í Grímsvatnagosinu,“ segir Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sér- þjónustudeild veðursviðs Veður- stofu Íslands. „Sérstaklega er það ef vatn og kvika ná að snertast að einhverju leyti eins og í gosum undir jökli eða sjó. Þá verður mik- ill eldingagangur, en það á líka við um önnur gos því alltaf er nokkur raki í jarðskorpunni og í kvik- unni.“ Þórður segist hafa séð grein- ina sem birta á á ráðstefnu amer- íska jarðeðlisfræðifélagsins í San Francisco og þótt menn þar fara villur vegar. „Vitað er að ef vatni er skvett á kviku, eða þess vegna glóandi járnplötu, verður sprenging eða hvellsuða á vatn- inu. Þessa tilraun er auðvelt að gera og kemur þá í ljós að hleðsluaðskilnaður verður í guf- unni. Vatnsgufan verður jákvætt hlaðin,“ segir Þórður og bendir á að þetta hafi verið vitað í mörg hundruð ár. „Fyrstu tilraunir manna með rafmagn voru raunar þannig að menn bjuggu til raf- magn með því að skvetta vatni á glóandi kol. Þetta hefur verið margreynt, en menn, sem hafa kannski ekki heyrt af þessu, síð- an verið að koma með einhverjar útskýringar.“ Þórður segir hafa komið fram við mælingar í gosmekki Surtseyjargossins, 1963 til '67, að aska hafi verið neikvætt hlaðin og vatnsgufa já- kvætt. olikr@frettabladid.is Hálka á vegum: Bílveltur við Borgarnes LÖGREGLUMÁL Ung kona missti með- vitund í nokkrar mínútur þegar bíll sem hún var farþegi í valt á Snæ- fellsnesvegi við Urriðaborgir vestan Borgarness. Ökumaðurinn, einnig ung kona, slapp ómeidd. Þær sátu fastar í bíln- um þar til lögreglan kom á vettvang. Hún kom ungu konunni undir læknishendur. Um sjö leytið í gærmorgun valt einnig fólksbíll á Borgarfjarðar- braut í Árdal við Hvanneyri. Öku- maður slapp með skrámur og mar. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Lögreglan í Borgarnesi telur að bílbeltin hafi bjargað konunum. - gag ESB: Veiðisvæð- um lokað SJÁVARÚTVEGUR Talið er að ákvörð- un Evrópusambandsins um að loka stórum veiðisvæðum í Norð- ursjó, Írlandshafinu og út af vest- urströnd Skotlands muni leiða til sextíu prósenta samdráttar í síld- veiðum, 34 prósenta í þorskveið- um og 27 prósenta samdráttar í makrílveiðum. Þetta kemur fram á vefsíðu IntraFish. Ákvörðun Evrópusambandsins hefur mætt harðri andstöðu með- al hagsmunaaðila í sjávarútvegi og því er haldið fram að ákvörð- unin muni leiða til þess að þorsk- veiðar verði í reynd bannaðar í Norðursjó. - ghg ■ ASÍA ■ ASÍA VEISTU SVARIÐ? 1Hvenær kemur Alþingi aftur saman? 2Hvert eru skrifstofur og ritstjórnMorgunblaðsins að flytja? 3Hvenær er Lúsíumessa? Svörin eru á bls. 54 Verðgildi 2.190 kr. Jólasveinar athugið! Fullur pakki af fjörefnisem fer vel í flesta skó! Verðgildi 2.490 k r. Jólafjör! Í VINNU Um 3.885 voru skráðir á atvinnuleysisskrá í nóvember. Atvinnuleysi: Minnkaði í nóvember ATVINNUMÁL Atvinnuleysi í nóv- ember var um 2,6 prósent sam- kvæmt tölum Vinnumálastofn- unar. Þá voru skráðir 85.377 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 3.885 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið minnkaði um 0,1 prósent á milli mánaða. Það er óvenjulegt þar sem atvinnu- leysi eykst yfirleitt á þessum tíma. Að mati Vinnumálastofn- unar er skýringanna einkum að leita í minnkandi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á að atvinnuleysið verði á bilinu 2,6 til 2,9 prósent í desem- ber. - ghg Óvænt gjöf á Akureyri: Fékk mandarínu í jólasokkinn JÓLIN Svo virðist sem fyrsti jóla- sveinninn, eða að minnsta kosti undanfari hans, sé kominn til Ak- ureyrar því fjölskylda í Norður- götu fékk óvæntan glaðning síð- astliðinn fimmtudag. Bragi Jónsson og Íris Þor- steinsdóttir höfðu sótt jólaskraut- ið í geymsluna og ákváðu að viðra jólasokk og hengdu hann utan á glugga. Var hann þar í nokkrar klukkustundir en þegar hans var vitjað kom í ljós að einhver hafði sett mandarínu í sokkinn þar sem hann hékk utan á glugganum. Í samtali við blaðið sögðust þau engan gruna um góðverkið annan en jólasveininn sjálfan. Svo ánægð voru þau með hina óvæntu gjöf að þau eru að velta því fyrir sér að hafa sokkinn hangandi á glugganum fram að jólum og sjá hver uppskeran verður. - kk FYRSTA FLUG Í 30 ÁR Rauðum dregli var rennt út og hljóð- færaleikarar fluttu tónlist þeg- ar tekið var á móti fyrstu bandarísku farþegaflugvélinni til að lenda í Víetnam frá lokum Víetnamstríðsins, eða í tæp 30 ár. Flugvélin lenti í höfuðborg- inni Ho Chi Minh sem á tímum Víetnamstríðsins mátti þola sprengjukast bandarískra her- flugvéla. SJÖ MYRTIR Íslamskir uppreisn- armenn réðust á lögreglustöð í indverska hluta Kasmír og skutu fjóra lögreglumenn til bana. Um svipað leyti voru þrír óbreyttir borgarar myrtir annars staðar í héraðinu. HUNDARÆKTUN Í samþykkt um hundahald eru nú komin ákvæði um hundaræktun og sölu. GRÍMSVATNAGOS Í VATNAJÖKLI Eldingar mynduðust í gosstróknum frá Grímsvatnagosinu í byrjun síðasta mánaðar. „Loftið í svona gosmekki er mjög drullugt, heit gufa og aska í bland,“ segir Þórður Arason jarð- eðlisfræðingur en við þær aðstæður á elding auðveldara með að hlaupa af stað en ella. ÞÓRÐUR ARA- SON JARÐEÐLIS- FRÆÐINGUR Þórður segir lengi hafa verið vitað að væri vatni skvett á glóandi flöt yrði hleðsluaðskilnaður í gufunni sem upp stigi við hvellsuð- una. FJÖLSKYLDAN Í NORÐURGÖTU Íris Þorsteinsdóttir, Soffía Margrét Bragadóttir og Bragi Jónsson. Íris heldur á mandarínunni góðu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Atlanta: Hugað að flutningi FLUGSAMGÖNGUR Ákveðið verður síðar í vikunni hvort höfuð- stöðvar flugfélagsins Atlanta muni flytjast í Hlíðarsmára í Kópavogi. Að sögn Ómars Bene- diktssonar, forstjóra Íslands- flugs og verðandi forstjóra Avion Group, standa viðræður yfir, en ekki verður tekin ákvörðun fyrr en jafnvel á mið- vikudag. Nú um áramót verður Atlanta dótturfélag Avion. Ís- landsflug er nú með höfuðstöðv- ar sínar í Hlíðarsmára en flug- félagið Atlanta er með höfuð- stöðvar sínar á Höfðabakka í Reykjavík. - ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.