Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 28
28 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Lagið sem kemur mér í jólaskap Hvaða lag er það sem fær þig til að taka fram hrærivélina, hveitið og vanilludropana eða storma af stað á Laugaveginn og kaupa gjafir handa fjölskyldumeðlimum? Fréttablaðið tók nokkra tónlistarmenn tali og fékk að vita hvert þeirra uppáhaldsjólalag væri. Margrét Eir Hjartardóttir söngkona er önnum kafin við ýmiss konar jólastörf og er núna á Akureyri að æfa fyrir leikritið Óliver Twist sem er frumsýnt þann 28. desem- ber. Hún er einnig á fullu að kynna ýmsa jólatónleika og til dæmis voru hinir árlegu tónleikar þeirra Frostrósakvenna á föstudaginn. „Ég þarf ekkert að hugsa mig um. Lagið er The Christmas Song með Nat King Cole, það byrjar á orðunum „Chestnuts roasting on an open fire....“ Þetta er yndislegt lag og ég verð svo meyr þegar ég hlusta á það. Það hríslast um mig einhver notaleg tilfinn- ing og ég fer að hugsa um alla þá sem mér þykir vænt um. Ég hef ekki ennþá heyrt ís- lenskan texta sem jafnast á við þann enska og enginn jafnast á við Nat King Cole, það er alls ekki sama hver syngur lagið.“ Magnús Jónsson eða Maximum eins og hann kýs að kalla sig er rappari í hljómsveitinni Ant Lew/Maximum sem gaf nýlega út disk. Þeir drengir eru nú önnum kafnir við að kynna plötuna með tónleikahaldi og þess háttar. „Lagið Each Christmas Is the Same Ol’ Shit er uppáhaldsjólalagið mitt. Þetta er gott lag og það er líka heil- mikil merking í textanum. Lagið fjall- ar ekki einungis um það góða við jólin heldur alvöruna líka. Til dæmis þá staðreynd að það er nauðsynlegt að eiga fullt af pening á jólunum. Sænska hiphop-hljómsveitin Time- bomb á þetta lag sem er frá árinu 1991 held ég og það kemur mér alltaf í jólaskapið.“ Bjarni Arason, söngvari og dagskrárstjóri Bylgjunnar, er nú á fullu á Bylgjunni eins og vanalega og segir vera mikið fjör þar á þessum árstíma. Þrátt fyrir það er ekkert jólastress að finna í Bjarna. „Ég held ég verði að nefna lagið It’s Beginning to Look a Lot Like Christmas, með Johnny Mathis. Þetta er svo ótrúlega flott útsetning og vel sungið. Það er ekki sama hver tekur þetta lag og hann gerir það best. Jólin eru ekki komin fyrr en þetta lag hljómar í eyrum mér. Ég er annars mjög rólegur á jólunum og örlar ekki fyrir jólastressi á mínum bæ. Ragnheiður Gröndal söngkona er úti um allt land þessa dagana að syngja og kynna nýju plötuna sína Vetrarljóð. Hún heldur næst jólatónleika í Iðnó 22. desember ásamt Hauki Gröndal, Ásgeiri Ás- geirssyni, Róbert Þórhallssyni og Eric Quick. Þar munu þau spila jólalög og lög af plötunni auk þess að bjóða upp á jólaglögg og pip- arkökur. „Uppáhaldsjólalagið mitt núna er lagið Einmana á jólanótt sem er nýtt lag með strákunum í Brooklyn Five. Þetta er gífurlega fallega sungið, flott raddað lag og rosalega falleg túlkun hjá strákunum. Það yljar manni um hjartaræturnar og róar mann niður í jólagír- inn. Ég er nú reyndar ekkert að stressa mig rosalega á jólunum en það er mikið að gera í tengslum við vinnuna og plötuna.“ hilda@frettabladid.is Daníel Þorsteinsson, trommari í hljómsveitinni Maus, er þessa dagana að taka jólaundirbúninginn með trompi auk þess sem þeir fé- lagar í Maus eru hafa verið að kynna safnplötuna sína. Hann er að vinna á leikskóla á milli þess sem hann kaupir jóla- gjafir, slappar af og bakar Frú Hoydens jólasmákökur. „Uppáhaldsjólalagið mitt er Ég hlakka svo til með Svölu Björgvins. Við í Maus gerðum reyndar okkar eigin útgáfu af þessu lagi þar sem hún söng með okkur. Þetta lag tengist einhverjum gömlum æsku- minningum og gefur manni svona jólafiðring í magann. Hún er með frábæra rödd stelpan og þetta lag er geð- veikt flott jólalag!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.