Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 47
litu nákvæmlega út eins og jóla- húsið okkar.“ Þau hjónin hafa ætíð haft það að leiðarljósi að fara heldur ótroðnar slóðir en feta annarra spor. „Við fórum út í að láta hanna fyrir okkur 13 jólasveinastyttur og var það Sunna Björk Hreiðars- dóttir sem gerði það. Þessar stytt- ur eru merktar með heitum ís- lensku jólasveinanna en einnig létum við gera styttur sem sýna Grýlu og Leppalúða annars vegar, og Jólaköttinn hins vegar. Þessar styttur eru steyptar í tveimur stærðum í Kína og eru þær okkar vinsælastu vörur í dag.“ Bangsalegur jólasveinn Því verður trauðla neitað að Bene- dikt svipar óneitanlega til þeirrar ímyndar af jólasveininum sem býr í hugskotum flestra; krúttlega bangsalegur með þétt og mikið skegg. Blaðamaður beinir því tal- inu, tvístígandi og varfærnislega, að skegginu. „Ég er jólasveinninn og þess vegna er ég með svona mik- ið skegg. Þann 12. desember ár hvert, 13 dögum fyrir jól, þá breyt- ist liturinn á skeggi og hári mínu og hvort tveggja verður alhvítt. Ég kem sjálfur þar hvergi ná- lægt en hvíti lit- urinn helst fram í janúar og þá verður hár mitt og skegg svart á ný. Börnin hafa gaman af að hitta alvöru jólasvein og daginn eftir að hár mitt og skegg verður hvítt í ár á ég von á 150 leik- skólabörnum í heimsókn hér úr sveitinni og frá Akureyri,“ Jólagarður- inn er opinn allt árið. Á sumrin er opið frá kl. 10 á morgnana til 22 á kvöldin, í desember frá kl. 14 til 22 en á tímabilinu janúar til maí er opnunartíminn styttri, frá kl. 14 til 18. Þar sem Benedikt er jóla- sveinninn í Jólagarðinum þarf hann að vera þar flestum stundum. Jólin hafa því staðið hjá honum lát- laust frá miðju ári 1996 og þess vegna mun hann nú um miðjan desember halda upp á þrjúþúsund eitthundrað og fimmtánda í jólum. Allan þann tíma hafa jólalög ómað um Jólagarðinn og því eðlilegt að spurja hvernig hægt sé að komast óskemmdur í gegnum allt þetta jólahald. „Eflaust gæti ég þetta ekki nema af því að ég er mikið jólabarn í hjarta mínu. Sumir halda kannski að við fjölskyldan setjum ekki upp mikið jólaskraut heima hjá okkur en það er ekki rétt. Við skreytum mikið en hins vegar er ekkert af því skrauti úr verslunni okkar heldur er það keypt í öðrum verslunum. Við höf- um komið okkur upp eigin jólasið- um og hefðum, eins og flestir, og þó jólasveinsstarfið sé atvinna mín allan ársins hring þá hlakka ég alltaf til jól- anna,“ segir Benedikt, sem hyggst að sjálf- sögðu setja skó- inn sinn út í glugga nú um helgina því þá er von á Stekkjarstaur til byggða. ■ SUNNUDAGUR 12. desember 2004 31 MEÐ ALLT Á HORNUM SÉR Akureyringurinn Jón Haukur Stefánsson skoðar gaumgæfi- lega hreindýrshaus sem er á vegg í Jólahúsinu. MIKIÐ VÖRUÚRVAL Allt pláss Jólahússins er vel nýtt undir þær vörur sem eru til sölu. Á það bæði við um veggi, gólf og loft. VINSÆLASTA VARAN Benedikt með jólasveina- styttur sem steypt- ar eru sérstaklega fyrir Jólagarðinn í Kína. Jóhann Már Jóhannsson var að rýja kindurnar í fjárhúsinu sínu í Skaga- firði þegar blaðamaður sló á þráð- inn til hans, en tók sér hlé frá störf- um til að ræða um nýjan geisladisk, Frá mínum bæjardyrum séð. „Það eru 16-18 ár síðan ég söng síðast á plötu, þess utan hef ég sungið eitt og eitt lag á plötu með öðrum flytjendum,“ segir Jóhann Már. „Ætli það hafi ekki aðallega verið hræðsla sem olli þessum langa biðtíma. Síðast sendi ég frá mér vínylpötu og gaf hana út sjálfur og það var heilmikill kostnaður. Síð- an varð geisladiskabyltingin. Vinir og kunningjar fóru að suða í mér að gefa út en ég ræddi ekki við útgef- endur. Svo liðu árin. Geirmundur vinur minn Valtýsson átti nokkurn þátt í því að nú varð af útgáfu. Hann bað mig að syngja eitt lag inn á disk sem hann gaf út á afmæli sínu í vor. Skífumenn heyrðu það og þar með fór boltinn að rúlla, þeir hringdu í mig og buðu mér að gera disk og þarna er hann kominn.“ Á disknum eru 16 lög sem Jó- hann Már segir að séu sér virkilega kær. „Mörg af þessum lögum hef ég sungið fyrir fólk, bæði í sorg og í gleði. Þegar til tals kom að gera diskinn skrifaði ég þessi lög á blað og sýndi útgefendum. Þeir gerðu engar athugasemdir við valið.“ Lagið Liðin tíð samdi Geirmund- ur Valtýsson sérstaklega fyrir Jó- hann Má og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson samdi textann. Jó- hann Már sneri sér einnig til Magn- úsar Kjartanssonar og bað hann um lag á diskinn. Magnús átti í fórum sínum lagið Hin eina sanna ást sem hann lét Jóhann Má hafa en textann á Kristján Hreinsson. „Til að kanna viðbrögð lét Magnús syngja lagið í brúðkaupi sonar síns í vor og undir- tektir voru góðar,“ segir Jóhann Már. ■ JÓHANN MÁR JÓHANNSSON Gefur út diskinn Frá mínum bæjardyrum séð. Sungið í sorg og gleði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 340. tölublað (12.12.2004)
https://timarit.is/issue/265145

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

340. tölublað (12.12.2004)

Aðgerðir: