Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 22
H öfuðstöðvar Mosaic Fash-ions bera ekki með sér aðþær hýsi tískufyrirtæki. Rétt utan við fjármálahverfið City í London blasir byggingin við. Það er líklegra að hún hýsi Gildismat ríkisins en tískukeðjur. Hér skiptir innihaldið máli. Mosaic hugsar um útlitið og innandyra eru hönnuðir og mark- aðsfólk að móta næstu vor- og sumartískuna. Fötin sem við- skiptavinir Oasis, Coast, Karen Millen og Whisles munu klæðast í vor- og sumarblíðunni. „Við þurf- um alltaf að hugsa fram á við,“ segir Derek Lovelock, forstjóri Mosaic. Hráslaginn umlykur gráa bygginguna, sem að innan iðar af litum sumarsins. Snýst um sterkar persónur Derek Lovelock er gamalreyndur í breska tískuheiminum, hefur starfað við verslun í yfir þrjátíu ár. „Ég hafði áhuga á tísku þegar ég var unglingur á sjöunda ára- tugnum og ég var heppinn að komast inn í þennan heim. Ef ég hefði fæðst fimm árum fyrr væri ég sennilega í einhverju öðru. Tískubransinn er þess eðlis að maður annað hvort hatar hann eða elskar. Það er hvergi hægt að læra á hann, það er engin formúla um að komast inn í hann og hvort sem manni líkar betur eða verr þá snýst hann um sterka einstak- linga. Einstaklinga sem þurfa að vera áræðnir og djarfir, því það eru engin skýr svör til.“ Vikuritið Drapers velur árlega áhrifamesta fólkið í tískuheimin- um. Á toppnum trónir Philip Green, keppinautur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í kaupum á Arcadia-verslunarkeðjunni . Derek Lovelock er gamall sam- starfsfélagi Greens og núverandi meðeigandi Baugs í Mosaic. „Þeir hafa einkenni þeirra sem ná langt í þessum heimi. Báðir sterkir persónuleikar og hafa þann kjark sem þarf í þessum heimi,“ segir Derek. Hvert vörumerki er með sitt lið, og ferð á milli hæða og deilda er eins og ferð milli heima. Það er meira að segja mismunandi lykt á hverri hæð í fyrirtækinu. Sam- eiginlegt er að litir, efnisbútar, málbönd og skæri eru á lofti hjá starfsfólki allra vörumerkjanna. „Þó að afgerandi einstaklingar ráði miklu um tískufyrirtækin er það svo að bestu fyrirtækin eru þar sem góður hópur hefur unnið saman um tíma. Það skiptir miklu að vera með rétta fólkið, réttu stefnuna. Þetta er að mörgu leyti skyldara list en viðskiptum.“ Derek segir að miklu skipti fyrir fyrirtækið að vera með fjög- ur vörumerki á sínum snærum. „Það getur alltaf hent að vörulína hitti ekki í mark og menn eigi slæmt tímabil. Með því að vera með fjórar keðjur dreifist sú áhætta.“ Útrás og skráning Fjárfestar á markaði krefjast ríkulegrar ávöxtunar af áhætt- unni. Þróun á smásölumarkaði í Bretlandi hefur verið sú að smærri verslunarfyrirtæki hafa verið skráð af markaði. Mosaic er áhættudreifðara fyrirtæki og því liggur beint við að velta því upp hvort stefnan sé tekin á að skrá fyrirtækið á markað. Derek hlær og hikar pínulítið til þess að vanda sig. „Svarið við þessu er að miðað við þann stað sem við erum á nú er það líklegasta þróunin. Við erum safn vörumerkja, sem gerir okkur fýsilegri en ef fyrirtækið ræki aðeins eina keðju. Þar fyrir utan er hagkvæmara að reka fjór- ar keðjur og samnýta stoðdeildir í fyrirtækinu.“ Mosaic er ein af fjárfestingum Íslendinga í útlöndum. Smæð inn- lends markaðar hér heima kallar á útrás vilji menn vaxa. Þrátt fyrir margfalt stærri markað í Bretlandi stefnir Mosaic að vexti í öðrum löndum og rekur þegar skrifstofur og verslanir utan Bretlands. Stefnan er á vöxt. „Oasis er tiltölulega þroskað og reynt merki í Bretlandi. Þar sem smekkur og fatastærðir eru svip- uð og hér rekum við okkar eigin verslanir. Lengra í burtu svo sem í Asíu leitum við samstarfs við þarlenda aðila. Þar þarf að hanna öðruvísi föt. Þetta er mikill sam- keppnismarkaður og menn mega aldrei missa athyglina, ekki einu sinni eitt prósent af henni.“ Ágreiningur ólíklegur Derek segir mikilvægast að missa aldrei sjónar af rekstrinum, aðrir sjái um fjárfestingar. „Við erum ekki að skipta okkur af því hvað Baugur kaupir. Karen Millen féll fullkomlega að okkar starfsemi, við unnum saman að því, en þeir sáu um kaupin og við um rekstur- inn. Þannig á það að vera. Við vilj- um ekki bæta við okkur fimmtu keðjunni og við skiptum okkur ekki af því hvað þeir kaupa þar fyrir utan.“ Derek Lovelock á stóran hlut í fyrirtækinu með Baugi. Hann segir að eins og í öðrum fyrir- tækjum séu stjórnendur ábyrgir fyrir stefnunni og kynni hana stjórn til samþykktar. „Við erum með einn óháðan stjórnarmann komi til ágreinings, en það er afar ólíklegt því framtíðarsýn okkar er skýr og allir sammála um hana. Markmið okkar er að hámarka afrakstur fjögurra verslanakeðja. Stefna hverrar um sig getur verið ólík.“ Derek er tregur til þess að gefa upp hver fjárhagsleg markmið Mosaic séu. „Þú ættir að tala um það við Jón Ásgeir. Hann er með ákaflega skýrar hugmyndir um fjárhagsleg markmið okkar næstu þrjú árin. Á borði fjármála- stjórans eru þrjár tölur sem eru það sem við stefnum að. Ég ætla ekki að segja þér hverjar þær eru,“ segir Derek og hlær. Ritar- inn sækir blaðið inn til fjármála- stjórans. Það er ekki hægt annað en að reyna að kíkja snöggt áður en Derek tekur við blaðinu og tryggir að ekkert sjáist. 65 og 57. Maður getur giskað á að annað sé fjöldi nýrra búða og hitt EBITDA- framlegð í milljónum punda. 65 milljónir punda, það eru tæpir átta milljarðar króna. Lítill fugl hefur líka hvíslað því að stefnt sé á 500 milljóna punda veltu næsta ár eða 60 milljarða. 57 gæti verið fjölgun búða. Rússar og fótboltaeiginkonur Oasis höfðar til kvenna á aldrin- um 18 til 30 ára. „Þegar Coast kom til liðs við okkur var línan að vera í þægilegum og venjulegum fötum. Það getur stundum verið hollt að horfa í aðrar áttir en allir hinir. Við töldum að það væri gat á markaðnum fyrir fínni föt.“ Derek segir að markaðurinn í fatnaði fyrir aldurshóp Oasis sé mjög harður og í miklum vexti. „Þegar maður komst af þeim aldri tóku við föt fyrir „fullorðna“. Þessi kynslóð sem var komin yfir þennan aldur ólst upp við tísku og er ekki tilbúin til þess að gefa yfirlýsingar í klæðaburði um að 22 12. desember 2004 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Viðskiptin snúast um að vera skapandi og vita hvað fólk vill. Við erum með mjög skap- andi fólk, en við þurfum líka fólk í aðrar deildir sem heldur utan um rekstur. Þetta eru ólíkar sálargerðir og það skiptir gríðarlega miklu að setja saman réttan hóp af skapandi fólki annars vegar og greinandi og skipulögðu fólki hins vegar.“ Mósaíkin í heimi tískunnar Derek Lovelock er gamalreyndur jaxl í breska tískuheiminum með yfir þrjátíu ára reynslu af tískuverslun. Hann er forstjóri Mosaic, sem er í eigu Baugs og hans sjálfs. Markmið fyrirtækisins eru að vaxa og hámarka arðsemina af fjórum tískukeðjum. KJARKMIKIÐ FÓLK Derek Lovelock, forstjóri Mosaic Fashions, segir tískuheiminn snúast um kjarkmikið fólk. Engin skýr svör séu til og menn verði að hafa áræðni til þess að taka ákvarðanir. Ekki sé hægt að læra á þennan heim nema þá af honum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.