Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 52
FÓTBOLTI Bayern München er vetrarmeistari í þýsku Bundes- ligunni í knattspyrnu eftir 2-2 jafntefli við VfB Stuttgart í toppslag þýsku deildarinnar í gær. Þýska deildin er komin í sex vikna vetrarfrí eins en það leit lengi vel út fyrir það í gær að Bæjarar væru að missa toppsætið eftir að Stuttgart komst í 2-0 með mörkum Silvio Meissner og Kevin Kuranyi. En Perúbúarnir Claudio Pizarro og Paolo Guerrero skor- uðu báðir á síðustu tuttugu mínút- um og tryggðu Bayern 2-2 jafn- tefli og þar með toppsætið á betri markatölu en Schalke 04, sem gerði einnig jafntefli í gær, gegn SC Freiburg sem hafði fyrir leik- inn tapað sjö leikjum í röð. Tvítug hetja frá Perú Bayern og Schalke hafa þremur stigum meira en Stuttgart. Hinn tvítugi Paolo Guerrero, sem byrj- aði tímabilið með varaliði Bayern í þýsku 3. deildinni, lagði einnig upp fyrra mark liðsins sem landi hans Pizarro skoraði en jöfnunar- markið kom tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Guerrero var á réttum stað til að fylgja eftir skalla Michaels Ballack. Strákurinn hefur skorað mikil- væg mörk fyrir liðið eftir að hann fékk tækfærið og það þykir ör- ugglega flestum furðulegt að í þessu stórliði skuli það vera tveir leikmenn frá Perú sem eru að skora mörkin. „Við vorum mjög heppnir í dag,“ sagði Uli Höness, einn for- ráðamanna Bayern, en liðið fékk aðeins tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum, sem held- ur mikilli spennu í toppbaráttunni þegar keppni hefst aftur í lok janúar. -ooj 36 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Við skorum á ... ... alla körfuboltaáhugamenn að fjölmenna í Ljónagryfjuna í dag þegar gömlu kempurnar í Ljónunum taka á móti Skallagrími í bikarnum. Leikmenn Ljónanna eru búnir að lofa fyrstu flugelda- sýningu desembermánaðar og því full ástæða til að láta sjá sig. sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Sunnudagur SEPTEMBER Við hrósum.... ...íslensku markaskorurum dagsins í ensku fyrstu deildinni, Heiðari Helgusyni og Ívari Ingimarssyni, fyrir að halda uppi heiðri Íslendinga í erlendri grundu. FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Lee Carsley var hetja Everton í 200. nágrannaslagnum gegn Liverpool í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins með skoti af 25 metra færi á 68. mínútu. Með sigrinum komst Everton upp fyrir ensku meistarana í Arsenal í 2. sætið en Arsenal á leik inni í dag gegn toppliði Chelsea. „Mínir menn vörðust gríðar- lega vel þegar við átti í þessum leik. Við fengum ekki mörg tæki- færi til þess að fagna í fyrra og við fögnum því vel hverjum sigri og hverju marki sem við skorum,“ sagði David Moyes, sem hefur náð ótrúlegum hlutum úr úr Everton- liðinu sem fáir spáðu velgengi eftir söluna á Wayne Rooney. Everton, sem var spáð í fall- baráttu fyrir mót, vann sinn fyrsta sigur á nágrönnum sínum í fimm ár og hefur nú unnið 11 af 17 leikjum sínum í ensku úrvals- deildinni, þar af sjö þeirra með því að skora eina mark leiksins. Þýðingarmikill sigur „Þetta er mjög þýðingarmikill sig- ur fyrir okkur og þá sérstaklega stuðningsmennina, sem við feng- um sterk viðbrögð frá eftir leik. Þetta er stór dagur fyrir alla í Ev- erton. Það eru allir að bíða eftir að við gefum eftir en við höldum ótrauðir áfram enda höfum við frábæran liðsanda sem ber okkur langt,“ sagði Carsley eftir leikinn en þetta var fyrsti sigur Everton á Liverpool á heimavelli sínum Goodison Park í heil sjö ár. Middlesbrough skoraði tvisvar á lokamínútum gegn Southampton og tryggði sér 2-2 jafntefli en Southampton-liðið lék þar sinn fyrsta leik undir stjórn Harry Redknapp. Sjálfsmark tveimur mínútum fyrir leikslok og sigur- mark Stewarts Downing í upp- bótartíma spilltu deginum en Boro-liðið sótti stíft í lokin og átti stigið skilið. Portsmouth, gamla félag Red- knapps, er enn taplaust eftir brotthvarf karlsins en liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle í gær. Frederic Kanoute tryggði Tottenham þriðja sigur sinn í röð með glæsilegu marki á útivelli gegn Manchester City og er Spurs-liðið á hraðri leið upp töfl- una en fyrir þessa þrjá góðu sig- urleiki hafði liðið farið stigalaust frá sex deildarleikjum í röð. Bolton að gefa eftir Bolton er hins vegar að gefa eftir og hefur nú ekki unnið í síðustu sex leikjum. Liðið tapaði 2-3 fyr- ir nýliðum Norwich í gær og það dugðu liðinu skammt að komast tvisvar yfir í leiknum. Mathias Svensson tryggði Norwich sigur- inn sex mínútum fyrir leikslok með sínu öðru marki í leiknum. Matt Holland sá til þess að WBA fékk ekkert út úr leik sínum gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum hans í Charlton en Bryan Robson á enn eftir að stjórna sín- um mönnum í sigurleik. ooj@frettabladid.is SIGURMARKINU FAGNAÐ Lee Carsley tryggði Everton fyrsta sigurinn á erkifjendunum og nágrönnunum í Liverpool í heil fimm ár. Hann fagnaði markinu líka vel. AP FIMMTA MARKIÐ Í VETUR Paolo Guerrero skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar Bayern München tryggði sér jafntefli í toppleiknum gegn Stuttgart. AP Everton upp í 2. sætið Everton-menn unnu 200. nágrannaslaginn við Liverpool og halda sínu striki í toppbaráttunni, Tottenham er að vakna og Harry Redknapp rétt missti af sigri í fyrsta leiknum sem stjóri Southampton. ■ ■ LEIKIR  12.00 A-lið Keflavíkur og B-lið Keflavíkur mætast í Keflavík í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í kvennaflokki í körfubolta.  13.00 Víkingur og ÍBV mætast í Víkinni í DHL-deild kvenna í handbolta.  13.00 ÍA og Höttur mætast á Akranesi í 1. deild karla í körfubolta.  14.00 Stjarnan og Haukar mætast í Garðabæ í DHL-deild kvenna í handbolta.  14.00 Valur og Grótta/KR mætast á Hlíðarenda í DHL-deild kvenna í handbolta.  16.00 Valur og Þór Ak. mætast á Hlíðarenda í 1. deild karla í körfubolta.  16.30 Ljónin og Skallagrímur mætast í Borgarnesi í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í karlaflokki í körfubolta.  17.00 FH og Fram mætast í Kaplakrika í DHL-deild kvenna í handbolta.  18.00 KFÍ og Grindavík mætast á Ísafirði í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í karlaflokki í körfubolta.  19.15 Keflavík og Haukar mætast í Keflavík í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í karlaflokki í körfubolta.  19.15 Hamar/Selfoss og Tindastóll mætast á Selfossi í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í karlaflokki í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.00 Hnefaleikar á Sýn. Sýnt frá bardaga Vitalis Klitschko og Danny Williams.  12.00 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn.  13.00 Enska úrvalsdeildin á Skjá einum. Bein útsending frá leik Aston Villa og Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  13.50 Ítalska knattspyrnan á Sýn. Bein útsending frá leik AC Milan og Fiorentina í ítölsku a-deildinni.  15.50 EM í handbolta á RÚV. Sýndur verður leikur Frakka og Ungverja á EM kvenna í handbolta í Ungverjalandi.  15.55 Meistaramörk á Sýn. Markaveisla úr lokaumferð riðlakeppni meistaradeildar.  16.00 Enska úrvalsdeildin á Skjá einum. Bein útsending frá leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  16.25 World Series of Poker á Sýn.  17.55 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Madrid og Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni.  20.00 Evrópska PGA-mótaröðin á Sýn. Sýnt frá Volvo China Open golfmótinu.  20.50 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn.  21.20 NFL-tilþrif á Sýn.  21.50 Helgarsportið á RÚV. Íþróttaviðburðir helgarinnar.  21.55 Ameríski fótboltinn á Sýn. Bein útsending frá leikPittsburgh Steelers og New York Jets. Enska úrvalsdeildin CRYSTAL PAL.–BLACKBURN 0–0 EVERTON–LIVERPOOL 1–0 1–0 Carsley (68.). MAN. CITY–TOTTENHAM 0–1 0–1 Kanoute (57.). NEWCASTLE–PORTSMOUTH 1–1 1–0 Bowyer (3.), 1–1 Stone (30:). NORWICH–BOLTON 3–2 0–1 Okocha (víti 19.), 1–1 Svensson (19.), 1–2 Hierro (23.), 2–2 Huckerby (víti 69.), 3–2 Svensson (84.). SOUTHAMPTON–M’BORO 2–2 1–0 Phillips (45.), 2–0 Crouch (64.), 2–1 Higginbotham (sjálfsm. 89.), 2–2 Downing (90.). WEST BROM–CHARLTON 0–1 0–1 Holland (30.). Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton. STAÐAN CHELSEA 16 12 3 1 31–6 39 EVERTON 17 11 3 3 21–14 36 ARSENAL 16 10 4 2 42–20 34 MAN UTD. 16 8 6 2 22–10 30 M’BORO 17 8 5 4 29–22 29 A. VILLA 16 6 7 3 21–17 25 LIVERPOOL 16 7 3 6 24–18 24 CHARLTON 17 7 3 7 19–27 24 BOLTON 17 6 5 6 26–25 23 PORTSM. 16 6 4 6 22–23 22 T’HAM 17 6 4 7 16–17 22 NEWCASTLE 17 5 6 6 28–32 21 MAN CITY 17 5 5 7 21–18 20 FULHAM 16 5 2 9 18–27 17 NORWICH 17 2 9 6 17–28 15 B’HAM 16 2 8 6 12–18 14 C PALACE 17 3 5 9 17–24 14 BLACKBURN17 2 8 7 16–30 14 S’HAMPTON 17 2 7 8 17–26 13 WEST BROM 17 1 7 9 15–32 10 Enska 1.deildin BURNLEY–PRESTON 2–0 CARDIFF–SUNDERLAND 0–2 DERBY–NOTT’M FOREST 3–0 LEICESTER–READING 0–2 Ívar Ingimarsson skoraði seinna mark Reading á 82. mínútu leiksins með skalla. ívar spilaði allan leikinn en Jóhannesi Karl Guðjónssyni hjá Leicester var skipt útaf á 64. mínútu leiksins. MILLWALL–BRIGHTON 2–0 QPR–IPSWICH 2–4 ROTHERHAM–SHEFF. UTD. x–x STOKE–COVENTRY 1–0 Akinbiyi (21.). WATFORD–WOLVES 1–1 Heiðar Helguson kom Watford yfir á 4. mínútu en það dugði ekki nema til eins stigs. Bæði Heiðar og Brynjar Björn Gunnarsson spiluðu allan leikinn með Watford. WIGAN–GILLINGHAM 2–0 CREWE-PLYMOUTH 3-0 STAÐA EFSTU LIÐA IPSWICH 23 13 8 2 43–15 47 WIGAN 23 13 7 3 46–27 46 SUNDERL. 23 13 4 6 31–17 43 READING 23 12 5 6 32–22 41 WEST HAM 23 11 5 7 29–25 38 QPR 23 11 3 9 34–35 36 Þýska úrvalsdeildin B. MÜNCHEN–STUTTGART 2–2 Pizarro (67.), Guerrero (90.) - Meissner (26.), Kuranyi (65.). HANNOVER–HERTHA 0–1 Rafael (54.). ROSTOCK–DORTMUND 1–1 Allback (32.) - Kehl (41.). MAINZ–NURNBERG 0–1 Scroth (10.). SCHALKE–FREIBURG 1–1 Krstajic (24.) - Antar (86.). BOCHUM–HAMBURG 1–2 Bachmann (84.) - Barbarez (25.), Benjamin 34.). W. BREMEN–KAISERSL. 1–1 Borowski 60.) - Jancker (49.). STAÐAN BAYERN 17 10 4 3 33–20 34 SCHALKE 17 11 1 5 26–21 34 STUTTGART 17 9 4 4 32–19 31 W.BREMEN 17 8 4 5 36–19 28 HERTHA 17 7 7 3 28–15 28 HANNOVER 17 8 4 5 24–16 28 Stuttgart missti niður tveggja marka forystu í toppslagnum í Þýskalandi: Bayern vetrarmeistari í Þýskalandi GLÆSIMARK Frederic Kanoute tryggir hér Tottenham þriðja sigur sinn í röð með þessu glæsilega marki á útivelli gegn Manchester City. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.