Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 14
14 Virða Íslendingar flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna? Ísland á aðild að flóttamannasamningn- um og samkvæmt honum skuldbinda ríki sig til að veita þeim sem flýja ofsóknir vernd að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á síðustu árum hefur einum einstaklingi verið veitt hæli hér á landi utan þeirra flóttamannahópa sem koma fyrir milli- göngu flóttamannahjálparinnar. Hælisveit- ingum af mannúðarástæðum hefur einnig hlutfallslega fækkað síðustu ár og því má velta þessari spurningu fyrir sér. Hver var niðurstaða málþingsins? Þetta er málaflokkur í mótun, bæði hvað varðar úrræði og löggjöf. Margt er vel gert en annað mætti betur fara. Til dæm- is er æskilegt að úrskurðirráðuneytis og útlendingastofnunar séu birtir til að auka réttaröryggi þessa hóps. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir er fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Ís- lands. Málefni flóttafólks og hælisleit- enda var rætt á opnu málþingi á föstu- daginn. Reglum ábótavant FLÓTTAFÓLK OG OFSÓKNIR SPURT & SVARAÐ Í vikunni lauk spennandi aðalmeðferð og málflutningi í máli Barkar Birgissonar sem meðal annars er sakaður um tilraun til manndráps á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Þar á hann að hafa ráðist á sitjandi mann og barið í höf- uðið með exi. Börkur heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu og lýsir at- burðarás með allt öðrum hætti en ungi maðurinn sem ráðist var á og félagar hans á staðnum. Gæti Börkur hafa verið að verja hendur sínar? Sjálfur segir Börkur að á sig hafi verið ráð- ist á veitingastaðnum. Hann hafi snúið vopn úr hendi mannsins sem áverka hlaut og beitt því. Vopnið hafi svo orðið eftir. Verjandi Barkar lætur að því liggja að vinir meints fórnarlambs hafi komið því undan. Dómararnir eru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu að fá rétta mynd af at- burðum eftir framburði vitna, sem sum hver hringla með framburð sinn og virðast ekki meira en svo traustvekjandi. Önnur sönnunargögn eru ótrygg. Atburðurinn átti sér stað á fullum veitingastað og er vettvang- ur lítið rannsakaður. Ákæruvaldið þykist reyndar hafa fundið öxina sem var beitt, en á henni fannst samt ekkert blóð, þrátt fyrir blóðbað á staðnum. Hún stendur því ekki undir sakfellingu ein og sér. Vitni hafa breytt framburði sínum frá skýrslugjöf við lögreglu. Einn dreng- ur um tvítugt sagðist hafa sagt lög- reglu hluti sem aðrir höfðu séð, því í hugaræsingi hafi einhverjir kunn- ingjar viljað tryggja að Börkur fengi dóm. Hann mætti fyrir dóminn með föður sínum, sem hann sagði hafa áminnt sig um að greina satt og rétt frá ... og ekki öðru en því sem hann hefði sjálfur séð. Hann sá mest lítið. Dómaranna er að leggja mat á trúverðug- leika vitna og þeir ekki öfundsverðir af því. Til allrar lukku var í vitnahópnum að minnsta kosti einn utanbæjarmaður sem hvorki þekkir til árásarmannsins né fórnar- lambsins. Sá var að skemmta sér með vinnufélögum í Reykjavík. Framburður hans er greinargóður og virðist styðja þá atburðarás að Börkur hafi ráðist á sitjandi manninn að fyrra bragði. Vitnið veitti þó ekki atburðum eftirtekt fyrr en skarkali árásarinnar barst honum til eyrna og því spurning hvað dómurinn getur byggt mik- ið á þeim vitnisburði. Ætli málið endi ekki fyrir Hæstarétti, hvernig sem fer. Skortur á sönnunargögnum eykur vægi vitna FBL GREINING: MANNDRÁPSTILRAUN MEÐ EXI 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Þorsti, hungur og hroðalegar pestir eru hlutskipti þeirra 400 milljónir barna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og um 100 milljónir búa við alvarlega vannæringu. Á meðan við undirbúum gleðileg jól hafa yngstu íbúar fátækustu landanna fátt til að hlakka til. Ársskýrsla Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna UNICEF, sem birt var í vikunni, dregur upp dökka mynd af hag barna um víða veröld. Niðurstaða hennar er sú að bernskan er hörmuleg lífs- reynsla fyrir helming allra barna á jörðinni, þessi mikilvægu ár eru eyðilögð af fátækt, stríðsátökum og HIV-veirunni sem veldur alnæmi. Fátækt er á margan hátt rót beggja hinna meinsemdanna og því hlýtur það að vera for- gangsverkefni að ráða niðurlög- um hennar. Fátækt vítahringur Að mati UNICEF er fátækt í bernsku ávísun á örbirgð á full- orðinsárum. Fátæk börn eru föst í vítahring og munu sjálf eignast örsnauð börn. Því telja skýrslu- höfundar nauðsynlegt að alþjóða- samfélagið beini sjónum sínum sérstaklega að örbirgð barna ef efnahagslegar framfarir eiga að verða í heimkynnum þeirra. Hefðbundnar skilgreiningar á fátækt ganga út frá því að fólk hafi innan við einn Bandaríkjadal á dag sér til viðurværis. Þessi mælikvarði á ekki endilega vel við börn því þau eru talin upplifa fátækt á annan hátt en fullorðnir. Í staðinn miðar UNICEF við skort á nokkrum þáttum sem nauðsyn- legir eru til að geta vaxið og dafnað á eðlilegan hátt. Skortur á mat, drykk, húsaskjóli, hreinlæti, menntun, heilbrigði og upplýsing- um jafngildir fátækt að mati UNICEF. Nýleg rannsókn, sem UNICEF lét tvo virta breska háskóla vinna fyrir sig, leiðir þann nöturlega sannleik í ljós að meira en helm- ingur barna í þróunarlöndum býr ekki við þau gæði sem nauðsynleg eru talin þeim. Sjö hundruð millj- ónir barna búa við skort á fleiri en einum ofangreindra þátta. Svöng og þyrst Rúm sextán prósent barna undir fimm ára aldri sem lifa í þróunar- löndunum búa við alvarlega vannæringu, helmingur þeirra er í S-Asíu. Mörg þessara barna eru blóðlítil, veikburða og varnarlaus gagnvart sjúkdómum. Flest voru langt undir kjörþyngd við fæðingu og búast má við að þau muni eiga við námsörðugleika að stríða í framtíðinni, ef þau á annað borð komast í skóla. Þessi börn munu að líkindum sitja neðst í þjóðfé- lagsstiganum alla sína ævi. Hér um bil fimmtungur barna í þróunarlöndunum, um 400 millj- ónir, fer á mis við aðgang að hreinu vatni en vandamálið er sérstaklega alvarlegt í Afríku sunnan Sahara. Í löndum á borð við Eþíópíu, Rúanda og Úganda þarf þorri smáfólksins að reiða sig á yfir- borðsvatn eða að ganga í að minnsta kosti stundarfjórðung að næsta örugga brunni. Skortur á hreinu vatni er orsök margra alvarlegra sjúkdóma en hefur einnig áhrif á námsgetu. Án heilsugæslu og hreinlætis Eitt af hverjum þremur börnum sem elst upp í þróunarlöndunum hefur engan aðgang að hreinlætis- aðstöðu. Ekki þarf að fjölyrða um hættuna á sjúkdómum þar sem hreinlæti er ábótavant og þeir draga úr möguleikum barnanna á að skapa sér viðunandi lífskjör, til dæmis með skólagöngu. Þannig eru milljónir barna á skólaaldri með iðraorma af ýmsu tagi en slík kvik- indi eru talin draga úr getunni til náms. Tvö hundruð og sjötíu milljónir allra barna í þróunarlöndunum, eða fjórtán prósent, njóta engrar heilsu- gæslu. Í S-Asíu og Afríku sunnan Sahara fer fjórðungur barna á mis við allar nauðsynlegar bólusetning- ar gegn hættulegum sjúkdómum og fær enga meðferð gegn niðurgangi sem þurrkar líkama þeirra upp og getur dregið þau til dauða. Skólaganga fjarlægur draumur Samkvæmt skilgreiningu UNICEF búa rösklega 640 milljónir barna í þriðja heiminum í kytrum þar sem fleiri en fimm deila herbergi og bert moldargólf blasir við. Enn og aftur eru þeir sem lifa í löndunum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í verstri stöðu þótt aðstæður séu einnig bágar í S-Asíu, Mið-Austur- löndum og N-Afríku. Meira en 140 milljónir barna á skólaaldri hafa aldrei stigið fæti sínum inn í slíka stofnun og að líkindum munu fæst þeirra nokkurn tímann gera það. Miklu fleiri stúlkur en piltar eru sviptar möguleikanum á skólagöngu. Þrjú hundruð milljónir barna komast aldrei í tæri við fjölmiðla af neinu tagi og þannig fara þau á mis við það sem er að gerast í þeirra umhverfi, bæði nær og fjær. Aðgerða er þörf Talsmenn UNICEF benda á að það sé þjóðum heims í sjálfsvald sett hvort bilið verði brúað á milli þeirra sem ekkert eiga og okkar sem lifum við allsnægtir. Til að byrja með verði alþjóða- samfélagið að viðurkenna að börn búi við skort og bregðast við með hliðsjón af því að þarfir barna eru aðrar en fullorðinna. UNICEF sting- ur upp á að ríkisstjórnir sem verja fé til þróunaraðstoðar taki sérstakt tillit til barna í áætlanagerð sinni. Fyrst og síðast ætti þó hvert okkar og eitt að finna til ábyrgðar og bregðast við þannig að líf okkar minnstu bræðra og systra verði ör- lítið bærilegra. ■ NýttLíf Stærsta blað ársins! 244 síður af frábæru efni er komið út SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING BÖRN OG FÁTÆKT UNGVIÐIÐ Á MADAGASKAR Lífið í Afríku er ekki tekið út með sældinni. Talsverðar líkur eru á að þessi börn búi við skort á nauðsynlegum lífsgæðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.