Fréttablaðið - 12.12.2004, Side 27

Fréttablaðið - 12.12.2004, Side 27
„Það er alveg ljóst að tilflutningur kvóta frá Vestfjörðum hefur haft afdrifarík áhrif á íbúaþróun á svæðinu. Íbúum hefur fækkað samhliða því að kvótinn hefur minnkað,“ segir Haraldur L. Har- aldsson hagfræðingur, sem var bæjar- stjóri á Ísafirði á árunum 1981 til 1991. Hann gefur lítið fyrir málflutning manna sem segja kvótakerfinu ekki um að kenna. „Það er einkennilegt að segja kvótann skipta litlu sem engu máli. Ef skip með kvóta fer af svæðinu þá missir áhöfnin vinnuna og flytur í burtu ef ekki er aðra vinnu að hafa.“ Haraldur tekur ekki sérstaka afstöðu til kvótakerfisins en telur að sú ríka skoð- un að kerfið hafi ekki áhrif á búsetu- þróun hafi haft sín áhrif. „Ég tel að hefðu menn strax viðurkennt að þetta hefði þessi áhrif þá hefði kannski verið farið í það fyrr að sporna við fólksfækk- un með því að bjóða upp á önnur at- vinnutækifæri.“ En kvótinn bæði tekur og gefur. Um leið og sumar byggðir hafa veikst hafa aðrar styrkst og Haraldur nefnir Reykja- nesið sem dæmi. „Sjávarútvegurinn er mjög öflugur í Grindavík þar sem veiði- heimildir hafa aukist verulega og íbú- um fjölgað. Í Reykjanesbæ og Sand- gerði, þar sem kvótinn hefur minnkað, eru alltaf vandamál með atvinnu.“ Ekki einasta fækkar störfum við veiðar og vinnslu þar sem kvótinn er seldur í burtu heldur tapast líka afleidd störf. Að sama skapi skapar kvótinn ýmis óskyld tækifæri þar sem almenn eftir- spurn eykst. „Mér finnst eðlilegt að framsalið fái að halda sér en menn verða að viður- kenna hvaða afleiðingar það hefur og bjóða þá upp á önnur atvinnutækifæri í staðinn. Ég trúi því ekki að það sé bjargföst skoðun manna að kvótinn hafi ekki haft nein áhrif byggðaþróun- ina. Trú þeirra hefur hins vegar orðið til þess að ekkert hefur verið gert til að sporna við þessu með einhverju öðru heldur en sjávarútvegi.“ SUNNUDAGUR 12. desember 2004 27 Fu llt n af n: H ei m ili sf an g: Pó stn úm er : Sv ei ta rfé la g: Sí m i: D æ m i u m n ýj un g frá O sta - o g sm jö rs öl un ni á á rin u 20 04 : Steingrímur Hermannsson þekkti ágætlega til stöðu sjávarútvegsins þegar kvótakerfið var til meðferðar á Alþingi haustið 1984. Kjörtímabil- ið áður var hann sjávarútvegsráð- herra og um árabil þingmaður Vest- fjarða, þar sem veiðar og vinnsla voru uppistaða atvinnulífs. Stein- grímur segir sóknardagakerfið hafa verið komið í þrot og nauðsynlegt að grípa til annarra ráða. „Ef við hefðum haldið okkur við sóknar- dagakerfið hefðum við þurft að tak- marka veiðarnar sífellt meira þar til þær væru bundnar við þrjá mánuði á ári eða svo,“ segir Steingrímur þegar hann rifjar upp ástandið fyrir tuttugu árum. Vandamálið kom inn á borð Stein- gríms í sjávarútvegsráðherratíð hans og hann greip til sinna ráða. „Ég út- bjó kvótakerfi sem var bundið við byggðarlög. Hugmyndin fékk víða stuðning en ekki hjá útgerðinni, þar sem vilji stóð til að kvótinn yrði bundinn við skip en ekki byggðir. Halldór Ásgrímsson lét svo vinna slíkt kerfi og því var komið á.“ Steingrímur telur að nýtt fiskveiði- stjórnunarkerfi hafi sett mark sitt á byggðaþróunina. „Ég held að kvóta- kerfið eigi stóran þátt í því að fólki hefur fækkað úti á landi. Að minnsta kosti þar sem ég þekki til vestur á fjörðum þar sem sum byggðarlög sem voru mjög blómleg hafa verið skilin eftir í miklum erfið- leikum.“ Af þessu hafði hann áhyggjur á sínum tíma og reyndi að spyrna við fótum. „Ég var hræddast- ur við framsal kvóta á milli skipa. Þegar það var lögleitt 1990 setti ég þau skilyrði að sveitarfélögin hefðu forkaupsrétt á kvótanum því ég ótt- aðist að annars yrðu mörg sveitar- félög skilin eftir kvótalaus. Menn áttuðu sig ekki á þessum miklu fjar- hagslegu hagsmunum sem voru í spilinu þegar kerfið var sett á en þá var framsal milli skipa ekki löglegt. En þetta brást algjörlega því menn keyptu bara skipin og fengu kvót- ann með í sína höfn og fluttu hann svo í rólegheitunum á milli skipa.“ Steingrímur Hermannsson er þess fullviss að kvótakerfið hafi haft mjög mikil áhrif á íslenskt samfélag en segir erfitt að meta hversu mikil þau séu. Í heildina telur hann kerfið þó hafa verið gæfuspor. „Ég held að þegar á heildina er litið, og þá sér í lagi efnahagslega, vegi hið jákvæða meira en hið neikvæða en hvað einstök byggðarlög varðar hefur þróunin tvímælalaust verið nei- kvæð.“ TROLLIÐ SKOÐAÐ Æ minni hluti þjóðarinnar starfar við fiskveiðar eða fiskvinnslu í landinu. Deilt er um hvort kenna megi kvótakerfinu um fólksflutninga af landsbyggðinni. Steingrímur Hermannsson: Vildi að kvótinn væri bundinn við byggðir ÚTHLUTAÐ ÞORSKAFLAMARK Í ÞÚSUNDUM TONNA Á FIMM ÚTGERÐARSTÖÐUM OG HLUTFALL AF ÚTHLUTUÐUM KVÓTA Á LANDSVÍSU 1991-1992 2000-2001 2003-2004 Úthl. kvót % Úthl. kvóti % Úthl. kvóti % Vestmannaeyjar 14,07 7,00 10,54 5,80 11,84 6,80 Patreksfjörður 3,36 1,70 3,08 1,50 2,68 1,50 Ísafjörður 9,72 4,80 3,10 1,70 4,18 2,40 Akureyri 14,00 7,00 18,17 10,00 19,32 11,00 Stöðvarfjörður 1,40 0,60 0,83 0,40 0,29 0,10 Heimild: Fiskistofa. Tölur miða við slægðan afla. Kristján Ragnarsson: Útvegurinn á ekki að halda uppi byggð „Búferlaflutningar af landsbyggðinni stafa ekki af kvótakerfinu,“ fullyrðir Kristján Ragnarsson, fyrrverandi for- maður og framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. „Ég er sjálfur alinn upp úti á landi og veit að fólk flytur af öðrum ástæðum. Það eru fleiri atvinnutækifæri fyrir fólk sem hefur menntað sig, afþrey- ing og slíkt sem fólk sækist eftir. Það er ekki bara úr sjávarþorpum sem fólk flytur í burtu heldur líka úr sveit- unum. Þetta er bara þróun sem ekki verður litið framhjá þó vissulega sé hún óttalega hröð. Við megum ekki gleyma því að kvótinn er á lands- byggðinni. Óneitanlega hafa viss byggðarlög farið illa út úr kvótakerf- inu, en við megum ekki ætla sjávar- útvegnum það að halda uppi byggð- um í landinu, þá verður hann ekki rekinn á markaðsforsendum.“ Guðjón Hjörleifsson: Eyjarnar sterkari „Kvótakerfið hefur haft mjög góð áhrif á byggð í Vestmannaeyjum,“ segir Eyja- maðurinn Guðjón Hjörleifsson, sem var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður sjávarútvegsnefndar Al- þingis. „Kerfið hefur styrkt byggðina enda hafa Eyjamenn, ásamt Akureyr- ingum, verið hvað duglegastir við að starfa í kerfinu, þeir hafa fjárfest í því og passað að halda aflaheimildum í héraði. Vestfirðingarnir höfðu fullt af aflaheimildum á sínum tíma en seldu frá sér.“ Guðjón er hrifinn af kvótakerfinu enda tilgangur þess að vernda stofnana, ná sem mestri arðsemi út úr greininni og skila auðlindinni þannig að börnin njóti hennar seinna meir. Hann segir hins vegar óhjákvæmilegt að kvóti fær- ist milli byggða með þeim afleiðingum sem slíkt getur haft. „Það getur alltaf skapast hætta á frjálsum markaði. Þeg- ar kvóti er keyptur og seldur milli byggðalaga þá gerist ýmislegt. En það hefur orðið mikil hagræðing í sjávarút- vegi, alveg eins og í öðrum greinum. Sjáðu til dæmis verslunina, kaupmað- urinn á horninu er svo að segja horf- inn,“ segir Guðjón og bætir við að fleira hangi á spýtunni. „Ný tækni hefur verið tekin upp við vinnsluna og skipin sjálf eru orðin öflugri.“ Það hafi leitt af sér færri störf án þess að sjálfu kvóta- kerfinu sé um að kenna. Guðjón hrósar þeim mönnum sem stóðu í stafni sjávarútvegsfyrirtækjanna í Vestmannaeyjum og ákváðu frá fyrsta degi að vinna eftir kvótakerfinu. „Það er hægt að taka ofan fyrir þessum mönnum. Bæði hafa þeir varið afla- heimildir heima í héraði og keypt við- bót. Og það er mikið undir, menn hafa tekið lán fyrir fjárfestingunum og einnig þurft að þola miklar skerðingar á kvóta.“ Og formaður sjávarútvegsnefndar Al- þingis er þess fullviss að kvótakerfið verði áfram við lýði. „Ég tel að það sé búið að loka kerfinu og nú eiga menn bara að vinna eftir því, allir sem einn.“ Haraldur L. Haraldsson: Hefði mátt sporna við fólksfækkun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.