Tíminn - 29.09.1974, Side 1
Stjórnventlar
Olíudælur
Olíudrif
Landvélarhf
íslenzkur
flugvirki á
Grænlandi
Helgi Haraldsson
segir fró
— bls. 14-15
*
Hesta-
spjall
rætt við
Þorkel
Bjarnason
á Laugarvatni
— bls. 8, 9 og 10
*
Karlinn
í tunglinu
— orkumóla-
stjóri ó
Breiðafirði
Menn og mdlefni
bls. 12
*
Offjölgun
- mannfæð
sjó leiðara
á bls. 13
*
Busavígsla
í Kópavogi
bls. 20
*
Skortur á
sykri
fyrirsjáan-
legur
sjá Erlent yfirlit
bls. 13
Dömur!
Nýjung!
DRESSFORM íatnaöur loks á
tslandi
Pantið bækling núna
33373
Nú safnar Náttfari
En Sigurbjörn lánaði okkur
mynd, sem tekin var af hestin-
um, eins og hann kom honum
fyrir sjónir á landsmótinu
fyrir noröan.
Hestamönnum til
glöggvunar skulum viö rifja
upp það, sem um Náttfara
segir i sýningarskrá mótsins.
Þar stendur:
,,Nr. 27. Náttfari 776 frá Y-
Dalsgerði. Brúnn f. 1970. Mál:
141-156-29-15-( 6.21/132-125-132-
62-140/37-46-43. Eigandi:
Jakobina Sigurvinsdóttir .
Akureyri. Faðir: Sörli 653 frá
Sauðárkróki. Ff. Fengur 457
frá Eiriksstöðum, A-Hún. Fff.
Jarpur, Brandsstöðum, A-
Hún. Ffm. Skessa, Finns-
tungu, A-Hún., Fm. Siða 2794
Sauðárkróki. Fmf. Sokki 332,
Y-Vallholti, Skag. Fmm.
Ragnarsbrúnka 2719, Sauðár-
króki. Móðir: Elding, Y-
Dalsgerði. Mf. Snúður (Geisli)
frá Akureyri. Mfm Steinka
Akureyri u. Svip 385. Mm.
Hremsa. Y-Dalsgeiði, Mm.
Hremsa Y-Dalsgerði, Mmf.
Bleikur, S-Dalsgerði, u. Þyt
Mmm. Elding, Y-Dalsgerði, u.
Gylfa.
Það er athyglisvert, að
Náttfari fær lika hæsta meðal-
einkunn i sinum flokki, en er
þó með þeim lægri i einkunn,
hvað byggmgu snertir. Slikir
eru afbui ðakostir hans.
En litum nánar á stiga-
gjöfina.
Bygging: Yfirsvipur 8.0,
Samræmi 8,0. Fætur 7,5.
Einkunn 7,80.
Kostir: Tölt 8.5 , Brokk 7,5,
Skeið 8,5. Stökk 8.0. Vilji 8,5,
Geðslag 9,0, Fegurð i reið 8,0.
Einkunn 8,38. Meðaleinkunn:
8,09.
Þessar tölur segja
kunnáttumanninum sitt af
hverju.
■<—----------
Þannig kom Náttfari
núverandi eiganda
sinum fyrst fyrir
sjónir— og hann varð
stórhrifinn.
Verður flúor blandað
í drykkjarvatn okkar?
— Okeypis skólatannlækningar fyrir 13-16 óra fró óramótum
kröftum til vors
BH-Reykjavik. — Sá
hesturinn, sem hvað mesta at-
hygli hefur vakið undanfarið,
skagfirzki graðfolinn dýri,
Náttfari, er kominn suður i
vörzlu sins nýja ciganda. Nýi
eigandinn er Sigurbjörn
Eiriksson, hestabóndi að Alfs-
nesi, og hittum við hann að
máli fyrir skömmu og inntum
hann eftir gripnum.
— Ég varð strax hrifinn af
honum, þegar ég sá hann,
sagði Sigurbjörn. — Við fórum
með nokkra hesta norður á
landsmótið á Vindheima-
melum, og ég átti þarna i
sama flokki fjögurra vetra
stóðhest, Dreyra, og var
ánægður með hans frammi-
stöðu. En þegar Náttfari kom
fram, varð ég stórhrifinn. Ég
skrifaði „stórglæsilegur” við
hann i sýningarskrána, og þá
einkunn fékk enginn annar hjá
mér.
— En þú hefur ekki keypt
hann þarna á staðnum?
— Nei, kaupin fóru fram
siðar. Þetta var ekki gert i
neinum fijótheitum. Konan,
sem átti hann, kom suður til
min, valdi sjálf hestana, sem
hún fékk i inilligjöf, og ég held
ég megi fullyrða, að við séum
bæði ánægð.
— En er þetta nú ekki alltaf
nokkurt happdrætti?
— Jú, auðvitað er það happ-
drætti, þegar hestur er ekki
eldri en þetta. Raunverulega
er ekki hægt að vita, hvernig
kynbótahestur er, fyrr en
komin er einhver veruleg
reynsla á afkvæmin, og það
veit maður ekki fyrr en eftir
allt að tiu ár.
— En allt um það, þá keyptir
þú folann.
— Já, hvort tveggja var, að
hann er stórfallegur, og þetta
kyn frá Sauðárkróki, sem
hann er af, er alveg prýðilegt,
— ég held, að það sé það bezta
á landinu núna.
— En áttirðu ekki nóga og
góða fola fyrir?
— Það má kannski segja
það, en svona fola hlýtur
maður að sækjast eftir. Ég er
sannfærður um, að til kynbóta
verður hann að miklu liði, og
það eru kynbæturnar, sem við
erum alltaf að hugsa um.
Náttfari er nú kominn i
vetrarhaminn, og Sigurbjörn
sagði, að við fengjum ekki að
mynda hann fyrr en voraði og
hann væri orðinn spengilegur
og glæstur, að nýju. Náttfari
er lika kominn i vetrar-
búðirnar og safnar kröftum
, rn”—*v _
HJ — Reykjavik. Tannsjúkdómar
og tannskeinmdir eru án alls
vafa meðal útbreiddustu sjúk-
dóma hjá öllum aldursflokkum
bæði hér á landi og erlendis. Ný-
verið skýrði Heilbrigðisstofnun
Evrópuráðsins, frá viðamiklum
rannsóknum, sem fram hafa farið
á hennar vegum i Evrópu. Rann-
sóknir þessar beindust aðallega
að þvi, hvernig bezt mætti koma i
veg fyrir tannskemmdir og tann-
holdssjúkdóma.
1 ljós kom, að meginhluta tann-
skemmda- og tannholdssjúkdóma
má rekja til vanhiröu á tönnun-
um. Ekki er nægilega kynnt fyrir
fólki, hvað gera þarf til að halda
tönnunum heilum og i góðu lagi.
Mikill skortur er alls staöar á
upplýsingastarfsemi og kennslu i
þvi, hvernig bezt megi varðveita
tennurnar. Bent er á nauðsyn
þess, að reglulega sé farið til
tannlæknis a.m.k. einu sinni á ári
til skoðunár, og einnig lögð á-
herzla á þörfina á þvi aö rétta
skakkar tennur.
Ahrifamesta leiðin til að koma i
veg fyrir tannskemmdir er að
hafa visst flúormagn i öllu
drykkjarvatni og er 1 mg á hvern
litra vatns talið ákjósaniegasta
magnið. Ef ekki eru tök á að fá
drykkjarvatn með flúor i, er ráð-
lagt að nota salt meö flúor i,
flúcrtannkrem og sérstakar
flúortöfiur til inngjafar og verða
þá tennur mun sterkari.
Mesti og hættulegasti óvinur
tannanna er sykurinn, og bendir
Heilbrigöisstofnunin á nauösyn
þess, að bönnuö sé sala sælgætis
og gosdrykkja i skólum, og einnig
að auglýsingar á þessum vöru-
tegundum verði takmarkaðar.
Blaðið hafði samband við Hauk
Clausen, tannlækni, formann
tannlæknafélagsins, og spurðist
fyrir um, hvernig þessum málum
væri háttað hér á landi.
Það hefur verið mjög mikið til
umræðu hér, bæði hjá Tann-
læknafélaginu og öðrum aðilum,
hvort ekki bæri að setja flúor i
drykkjarvatn. Siikt hefur verið
reynt i mörgum rikjum Banda-
rikjanna og komið hefur i ljós, að
það fólk, sem alizt hefur upp við
flúorblandað vatn, hefur a.m.k.
60% betri tennur en almennt ger-
ist. Hitt er annað mál, að viss
hætta er þvi samfara, að blanda
drykkjarvatnið flúor, magnið
þarf að vera mjög nákvæmt og
ekkert má út af bera, þvi að eins
og flestum er kunnugt, er flúor
hættulegt eitur sé hans neytt i of
miklu magni. 1 þvi sambandi má
bendaá, að i vissum héruðum i
Bandarikjunum er vatn blandið
fiúor frá náttúrunnar hendi og er
flúorskammturinn i þvi vatni
nokkuð miklu hærri en hollt getur
talizt. Þar hefur hann valdið
Framhald á bls. 27