Tíminn - 29.09.1974, Side 8

Tíminn - 29.09.1974, Side 8
8 TÍMINN Sunnudagur 29. september 1974. Hlutverki hestsins í íslenzku þjóðlífi lýkt jr aldrei, þótt verkefni hc ins séu breytileg f A • • •• I fra einni ol Id til annarrar ÞORKELL B JARNASON, hrossaræktarráðunautur Búnað- arfélags íslands, leit inn á rit- stjórn Timans fyrir nokkru. Það er alltaf ánægjulegt að fá heim- sókn góðra gesta, og þvi var tæki- færið notað, Þorkeli var boðið sæti og strax farið að spyrja hann um hrossaræktina i landinu. Við byrjuðum að tala um fortiðina. Fyrsta spurningin var vist eitt- hvað á þessa leið: Fyrstu sporin — Hvenær er talið að skipuleg hrossarækt hefjist á Islandi? — Ráðunautastarfsemi á veg- um Búnaðarfélags Islands hófst upp úr siðustu aldamótum. En þetta fór hægt af stað, enda ekki fjölmenninu fyrir að fara fyrsta sprettinn. Fyrst var aðeins einn ráðunautur, en svo fjölgaði þeim, þótt þá hefði hver maður fleiri verkefni á sinni könnu en nú ger- ist. Nú hefur hver ráðunautur yfirleitt aðeins sina grein, og jafnvel ekki dæmalaust að fleiri en einn maður sé starfandi i sömu greininni, og gildir það bæði um búfjárrækt og jarðrækt. t upphafi var hrossaræktinni aðeins sinnt við hlið annarra starfa hjá ráðunautum Búnaðar- félagsins,-en upp úr 1920 fór að komast meiri skriður á þau mál. Þá fór hrossarækt að fá sterkari hljómgrunn, enda var það einmitt á þessum árum, sem Theodór Arnbjörnsson var ráðunautur hjá Búnaðarfélagi tslands og sinnti þessum málum af mikilli kost- gæfni. Hæfileika hans og þekking- ar naut við i hvorki meira .né minna en tuttugu ár, eða rösklega það, enda mótaðist hrossaræktin i landinu mjög á ráðunautsferli hans. — Og siðan hefur þetta auðvit- að allt gengið i rétta átt? — Já, þvi vil ég halda fram, en hitt er annað mál, að á þessum tima hafa verið uppi ýmsar stefn- ur i hrossaræktarmálum, enda ekki óeðlilegt, svo fjölþættu hlut- verki sem hesturinn hefur gegnt i islenzku þjóðfélagi. Það var þvi ekki annars að vænta, en að nokk- urrar stefnubreytingar yrði vart á þrjátiu til fjörutiu ára timabili. Þá rann upp mikil hættustund Eins og allir vita, var hesturinn notaður til allra hugsanlegra hluta á landi hér fyrr á öldum og allt fram á okkar daga. Hann var buröarhestur, reiðhestur og dráttarhestur, hann brúaði allar ár og var eina farartækið sem um var að ræða, að þvi undan skildu að ferðast fótgangandi og þegar skipi var siglt. Það er óneitanlega löng leið frá þvi að vera slikur þarfagripur, sem engin leið var án að vera, og að gerast tóm- stundagaman bæjarmanna (og sumra sveitamanna reyndar lika), eins og orðið hefur nú á sið- ustu timum. — Hverjar eru þær megin- breytingar sem orðið hafa á stefnunni i hrossarækt siðustu áratugina? — A timabili beindust hugir manna mjög að þvi að breyta hestinum þannig að hann yrði hæfari til dráttar. Þetta var á þeim árum, þegar erlend jarð- vinnslu- og flutningatæki fóru að flytjast hingað, þvi að þá varð að sjálfsögðu meiri þörf fyrir þunga og sterka dráttarhesta. Menn fóru nú að reyna að rækta hesta, sem gætu tekið rösklega i plóg — að erlendri fyrirmynd, en það stóð ekki lengi, þvi að brátt kom nýtt tæki til sögunnar. Það var dráttarvélin. Hún leysti dráttar- hestana að mestu leyti af hólmi, og þegar kemur fram um miðjan fimmta áratuginn, er hlutverk hestsins orðið mjög minnkandi i sambandi við almennan búrekst- ur i sveitum. Að mörgu leyti var ekki nema gott eitt um það að segja, að létt væri af hestinum aldalöngu striti, en um leið rann upp mikil hættu- stund i lifi hans, — ný og áður óþekkt hætta i lifi þessarar dýra- tegundar á Islandi. Draumur ungra bænda var nú ekki lengur að eiga gæðing eða góðan brúkunarhest, heldur dráttarvél og bil. Það var ekki annað sýnna um stund en að hesturinn ætlaði að hverfa i skuggann fyrir þess- um nýju, vélknúnu tækjum, sem vissulega voru þörf og góð, út af fyrir sig. Og hvi skyldu menn vera að leggja það á sig að rækta og kynbæta hestinn, ef hlutverki hans var að verða lokið? En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. A réttri stundu opn- uðust augu manna, sem höfðu yndi af reiðhesti, fyrir þvi, að við svo búið mátti ekki standa. Þessir menn mynduðu með sér samtök i þvi skyni að vinna að bættum reiðhesti og bættri hestamennsku i landinu. Þetta hafði fljótt áhrif, og þegar ég tók við starfi hrossaræktar- ráðunauts Búnaðarfélagsins árið 1961, voru menn ekki lengur i neinum vafa um það, hvað ætti að rækta. Þeir vildu rækta reiðhest, þýöan og viljugan, skapgóðan og fallegan. Þetta var sem sagt markmiðið, sem islenzkir hesta- menn höfðu ákveðið að stefna að, þegar ég tók við þessu skemmti- lega starfi, og siðan hefur þessari stefnu verið haldið, bæði I Búnaðarfélaginu, á búnaðarþingi og i félögum og samtökum hesta- manna viðs vegar um landið. Aðeins um tvö þúsund hryssur lifðu hörmung- arnar af — Hvar heldur þú að mótun is- lenzka hestsins hafi verið komið, um það leyti sem þinn þáttur i þessu merkilega starfi hefst? — Hin breytilegu viðhorf, sem ég drap á áðan, gerðu strik i reikninginn með að betrumbæta þann hest, sem við höfðum handa á milli um það leyti, sem hrossa- rækt hófst i landinu. Hér er ekki timi til þess að rekja forsögu islenzka hestsins, en á þvi er þó ekki neinn vafi, að hesturinn hefur borizt hingað til lands með landnemunum á sinum tima, fyrir um það bil ellefu öld- um. Eftir landnámsöld hefur vafalaust ekki verið um innflutn- ing hesta að ræða, svo að af þeim norrænu hestum, sem til landsins fluttust, hefur myndazt hér hesta- kyn, sem ræktast hér að mestu leyti af sjálfsdáðum næstu ald- irnar, án nokkurrar iblöndunar frá hestakynjum annarra landa. Þetta eitt út af fyrir sig, er merki- legur hlutur, sem nauðsynlegt er að hafa i huga, þegar rætt er um þessi mál. Auðvitað þarf ekki að lýsa þvi, hvers konar kjör islenzki hestur- inn bjó við. Bæði hann og mann- fólkið i landinu lifðu við ákaflega misjafnan kost, eftir þvi, hvernig árferðið var. Það komu góð ár, jafnvel heilar aldir, sem heita máttu góðar mönnum og skepn- um, en það komu lika ákaflega hörð ár, stundum mörg ár eða áratugir i röð, þegar sulturinn svarf að mönnum og skepnum. 1 móðurharðindunum —fyrir tæpum tvö hundruð árum — hrundu menn og skepnur niður, eins og alkunnugt er og oft er vitnað til. Fróðir menn telja að átta til niu þúsund hross hafi ver- ið eftir i landinu, þegar þeim ósköpum létti, og að af þeim fjölda hafi ekki verið nema um það bil tvö þúsund hryssur, ef til vill nokkuð á þriðja þúsund — i mesta lagi. Auðvitað er þetta sorgarsaga en ræktunarlega séð er þessi vitneskja ákaflega mikilvæg, þvi að ekki fer á milli mála að út af þessum tiltölulega örfáu hryssum er komin öll hrossaeign nútima Islendinga. Þetta hefur lika haft veruleg áhrif á mótun islenzka hestsins, þvi að ekki fer á milli mála, að upp úr þessu hefur orðið mikil skyldleikarækt i stofninum. Sá smávaxni, þolni og harðgerði hestur, sem við höfum átt hér sið- ustu tvær aldirnar eða svo, er af- komandi þeirra hrossa, sem lifðu af hörmungar Skaftárelda og móðuharðinda. Þessi hestur hef- ur fremur verið ræktaður af land- inu sjálfu en fólkinu sem byggði það, þótt áreiðanlega hafi menn- irnir lika haft nokkuð að segja, þvi að á öllum timum hafa verið til hestamenn, sem höfðu gott vit á hestum og höfðu áhuga á rækt- un hans. Augljós einkenni óbliðra lifskjara — En eru merki um óblið lifs- skilyrði sýnileg i byggingu Is- lenzka hestsins eða annarri gerð hans? — Já, já, alveg tvimælalaust. 1 hestinum okkar býr ákaflega mik ill þróttur. Þetta eru smáir hest- ar, saman reknir, tiltölulega djúpbyggðir, bolmiklir og nokkuð þungir, miðað við stærð. Allt eru þetta verk náttúrunnar og miða að þvi að gera hann þolinn og harðgerðan, vel til þess fallinn að standa af sér vetrarveður og ýmislega erfiðleika, sem á vegin- um urðu. Islenzki hesturinn getur umbreytt miklu af sinu og léttu fóðri og unnið úr þvi næringu til þess að halda lifi. Ef við vikjum aftur að byggingarlaginu, þá hef- ur hesturinn 'okkar mjög stuttan, sveran og djúpan háls, en það er náskylt getunni til þess að standa af sér illviðri og að brjótast áfram i ófærð. En þrátt fyrir þá miklu áherzlu, sem náttúran hefur lagt á að brynja Islenzka hestinn þreki og kjarki, þolinmæði og seiglu, þá hefur samt alltaf búið i honum neistinn, — undrið sem er djásn hans enn þann dag i dag: Fjör, fjölhæfur gangur, traustleiki og lipurð, ásamt glaðri lund — allt bjó þetta ikynstofninum, og alltaf voru til einstaklingar, sem þess- um hæfileikum voru gæddir. — Telur þú þá, að islenzki hest- urinn hafi gengið i gegnum svo harðvitugt náttúruval, að við eig- um ekki eftir nema tiltölulega mjög sterkan stofn út af örfáum hryssum, sem skrimtu af harð- rétti og hörmungar liðinna alda? — Já, hestar okkar, nútima- manna, eru að langmestu leyti mótaðir af náttúruvali. Margar ræktunaraðferðir, sem við höfum verið að reyna nú á siðari árum, benda eindregið til mikillar skyldleikaræktar i stofninum fyrr á timum. Þetta kemur meðal annars fram i þvi að þeir hestar sem nú eru á dögum, virðast þola skyldleikarækt alveg ótrúlega vel, þegar henni er beitt við þá. Undantekningalitið minnka is- lenzk hross ekki, þótt þau séu lát- in timgast mjög náið, hvað skyld- leikann snertir. Þó hefur slikt að- eins komið fyrir, ef skyldleika- timgunin er endurtekin æ ofan I æ, og ef hún er látin vera mjög náin, en hins eru lika dæmi, að árangurinn verði þveröfugur, og má þar til dæmis nefna horn- firzka hestinn. Hann þolir skyld- leikaræktina frábærlega vel, en það tel ég aftur stafa af hinu að forfeður hans hafi verið mjög náskyldir. Staðbundin mótun — Hefur þú orðið þess var að ræktazt hafi upp sérstakir hrossastofnar (og þá kannski á einhvern hátt ólikir öðrum stofn- um), i hinum afskekktari byggð- um landsins? — Já, það held ég að sé hafið yfir allan efa. Jafnvel þótt ég telji, að I megindráttum séu is- lenzk hross ákaflega skyld, þá er hitt jafnvist, að þau hafa mótazt talsvert eftir landshlutum. Hefur þar hver stofn að nokkru sin sér- kenni. Um hornfirzka stofninn er það að segja, að hann hefur náð vexti og þroska fram yfir mörg önnur hrossakyn. Þetta á sér eðlilegar orsakir: 1 Hornafirði hafa hross aldrei verið sérlega mörg, — ekki fleiri en svo, að hægt hefur verið að sinna tiltölulega vel um þau, enda mun fjöldinn oftast eða allt- Góður tamningamaður við afkvæmarannsókn, Reynir AOalsteinsson, Hvitárbakka. Hér situr hann á Brellu frá Múlastöðum, dóttur Kvists, 640, frá Hesti. — Ljósm. Þ.B.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.