Tíminn - 29.09.1974, Side 15

Tíminn - 29.09.1974, Side 15
14 TÍMINN Sunnudagur 29. september 1974. Sunnudagur 29. september 1974. TÍMINN 15 Helgi Haraldsson. Tlmamynd Jim Maður er nefndur Helgi Haraldsson. Hann hefur nú um eins árs skeið dvalizt á Græn- landi, nánar tiltekið i Góðvon, eins og sá staður myndi vera kallaður á voru máli, en heitir reyndar Nuuk (með löngu ú- hljóði), á tungu innfæddra. Spémynd af dönsku þjóðlifi Helgi Haraldsson skrapp til Reykjavlkur fyrir skömmu og á meðan hann stóð hér við, leit hann inn á ritstjórn Timans og varð þá góðfúslega við þvi að svara nokkrum spurningum. Það, sem fyrst kemur i hugann, er eftirfarandi spurning: — Hvað hefur þú verið að gera þarna á Grænlandi, Helgi? — Ég hef unnið sem flugvéla- virki hjá Grönlandsflöj i Góðvon. Þar hef ég verið i eitt ár, og verð að minnsta kosti annað ár i við- bót. — Og hvernig hefur þér nú likað hjá þessum nágrönnum okkar i vestri? — Alveg ljómandi vel, þetta er mesta sómafólk. Það er ekki Grænlendingum að kenna, að dönsk pólitik á Grænlandi er mis- heppnuð og hefur misheppnazt þar árum saman. Vist er ekki neinn hörgull á mönnum, sem telja sig búa yfir einhverjum ,,patent”-lausnum á vandamál- um Grænlendinga, en þvi lengur sem maður er i landinu, þeim mun sannfærðari verður maður um það, að þjóðfélagsleg vanda- mál Grænlendinga verða ekki leyst með einu pennastriki. — Hefur þú kynnzt þjóðlifi Grænlendinga að ráði, þennan tima, sem þú ert búinn að vera þar? — Ekki öðru lifi en þvi, sem lifað er þarna i Góðvon. Og hræddur er ég um, að Tule-Græn- lendingar, og eins þeir, sem búa á Suður-Grænlandi, myndu ekki vilja kalla það sérlega grænlenzkt þjóðllf. í Góðvon er fjöldi Dana, og vist einir þrir Islendingar. Það „grænlenzka” lif, sem þar er lif- að, er lika orðið svo mengað — ef ég má nota þetta þvælda orð — að fremur mun það minna á spé- mynd af dönsku þjóðlífi en sanna mynd af þvl grænlenzka. Klósettskálin full, parketgólfið brotið i eldinn — Hvað telur Nuuk — Góðvon — marga íbúa? — Manntalið segir þá vera rúmlega átta þúsund, en i raun- inni eru þeir talsvert fleiri, varla undir tlu þúsundum. Fólk kemur þangað og sezt þar að, hvaðanæva að af Grænlandi, og er þá kannski ekkert að hafa fyrir þvi aðjáta skrá sig, enda skiptir þaö litlu máli, ekki verða hús- næðisvandræðin neitt minni fyrir það, þótt menn láti skrásetja sig. — Er það ekki óbærileg röskun á lifi þessa fólks að flytjast úr strjálbyli sinu i tiu þúsund manna bæ? — Þegar hagfræðingar telja sig hafa komizt að raun um, að ekki borgi sig fyrir fólk að reyna að lifa mannlifi I einhverjum tiltekn- um soðningarstað, þá er þetta blessað fólk einfaldlega tekið upp, flutt til Góðvonar og sett þar inn i blokkir, sem búnar eru öllum þeim þægindum, sem okkur þykja sjálfsögð, svo sem vatns- salerni, baðherbergi, og nauðsyn- legum heimilistækjum. En fólk- inu er ekki kennt að notfæra §ér þessi þægindi, og þegar klósett- skálin er orðin full, er gjarna haft samband við umsjónarmanninn og beðið um nýja skál. (Það hafði nefnilega gleymzt að kenna þeim að hleypa niður). Ég held, að flestir Grænlendingar i Góðvon kunni að nota eldavélar, en þó svo fremi að þær séu ekki rafknúnar. En eldavél með eldholi þarfnast eldiviðar, og það mun ekki vera dæmalaust, að parket-gólfið i stofunni hafi verið brotið upp og notað i eldinn á meðan það entist. — Táknar þetta, að Græn- lendingum sé kastað inn i hina svokölluðu menningu, án þess að kenna þeim nokkurn skapaðan hlut þar að lútandi? — Ég hef séð á Grænlandi miða, sem festir hafa verið uppi yfir salerniskössum. Þar hefur mátt lesa notkunarreglur, bæði á grænlenzku og dönsku. Nú þori ég að fullyrða, að Grænlendingar eru allir læsir, svo þetta ætti að koma að fullum notum, aðeins ef þess er gætt að láta þetta hvergi vanta. — En þetta gæti stundum hafa gleymzt? — Já, vel getur það verið, og hitt getur líka átt sér stað, að sagan, sem ég var að segja um klósettskálina, sé að einhverju leyti ýkt. En hvort sem hún er bókstaflega sönn eða ekki, þá er hún ágætt dæmi um það, hvernig fer, þegar fólk er kippt upp úr aldagömlum farvegi sinum og kastað inn i gerólíkt umhverfi, sem það þekkir ekki. Það þarf enginn að halda að heilli þjóð verði hent inn I það sem við köll- um menningu á einum degi. Þá yrðu kajak og umiak aðeins safngripir Fyrstu tvö hundruð árin var vist aðaláherzlan lögð á að græða SJÁLFS ER HÖNDIN HOLLUST RÆTT VID HELGA HARALDSSON, SEM DVELST Á GRÆNLANDI OG HEFUR KYNNZT ÝMSUM ÞEIM VANDAMÁLUM,_ SEM ÞAR ER VID AD GLÍMA á Grænlendingum — já, og svo auövitað að kristna þá, kristni- boðar skutu alls staðar upp kollinum, enda eru Græn- lendingar nú hættir að trúa á dúbilakka. — Er Dúbilakki þeirra guð? — Nei, þetta eru litlar stein- skessur, sem þeir búa til sjálfir. Mér skilst, að dúbilakk hafi verið andamagnari. Það er vist til annað nafn á andamagnaranum, en ég man ekki hvernig það er, enda er ég ekki sterkur I græn- lenzkunni. — Jafngildir þetta ekki þvi, að verið sé að drepa gamla menn- ingu, þegar slik unturnun er gerð á lifnaðarháttum fólks? — Ég veit ekki, hvort við eigum beinlínis að nota það orð, en hér er á ferðinni sú stóra spurning, hvort á að keppa að þvi að vél- væöa Grænlendinga. Sjálfsagt verður að gera það, ef jafnmikil olia er við Grænland og sagt er að sé. Þá verða kajak og umiak auðvitað ekki annað en safn- gripir, en vélbátar koma i þeirra stað. Að sjálfsögðu eru vélbátarn- ir miklum mun hraðskreiðari, en þeir eru ekki það sama. Þeir eru ekki hluti af aldagamalli menn- ingu Grænlendinga, eins og kajakinn. — Heldur þú að Grænlendingar vilji sjálfir þennan tilflutning? Langar þá I „menninguna”? — Jah, langar og langar ekki — ég veit varla hverju svara skal. Svo mikið er vlst, að grænlenzkir stjórnmálamenn, þeirra á meðal Móses Olsen og Lars Emil Johan- sen leggja mikla áherzlu á að nota grænlenzk örnefni, og að grænlenzka sé töluð i skólum. En hér er enn eitt vandamálið, þvi að Grænlendingar hafa ekki verið fúsir til þess að fara i kennara- skóla, en það hefur aftur hitt i för með sér, að kennarar Græn- lendinga eru I flestum tilvikum Danir. Þeir læra yfirleitt alls ekki grænlenzku, enda er hún erfitt mál. Það þarf meira en þá hrafl- kunnáttu, sem ferðamenn afla sér, ef menn ætla að vera kennar- ar á þá tungu. — Hvernig er kennslumálum annars hagað á Grænlandi? — Um þau mál veit ég I raun- inni ekki annað en það, að á Grænlandi eru starfandi skólar, og að börn eru þar skólaskyld, eins og i Danmörku, enda er skólakerfiö byggt upp á likan hátt. Kennslan fer að einhverju leyti fram á báðum málunum, dönsku og grænlenzku, og danska er beinlinis kennd, þegar þau eru búin með annan bekk. En sem sagt: Ég þekki ekki svo mikið til þessara mála, að ég þori að ræða nánar um þau. Drykkjuskapur er langstærsta vandamálið — En heilbrigðismálin, hvað um þau? — Yfirleitt er heilbrigðis- þjónusta góð. Læknishjálp er ókeypis, að tannlækningum ekki undanskildum. Sjúkrasamlag er ekkert, heldur fellur allur kostnaður beint á rikiskassann. Berklar, sem máttu heita land- farsótt á Grænlandi á árunum upp úr 1950, mega nú heita horfn- ir: ég held, að það sé að minnsta kosti orðið ákaflega litið um þá. Það gengur skip á milli hafna á Grænlandi, og það er fljótandi berklavarnarstöð. Hitt er annað mál, að Græn- lendingar eru ekki lausir við sjúkdóma. Kynsjúkdómar, syfilis og lekandi, eru talsvert áberandi, en annars held ég að segja megi, að flest eða allt sé gert, sem i mannlegu valdi stendur, til þess að halda uppi heilbrigðisþjónustu I landinu. — Hvað er það þá, sem helzt 'angrar grænlenzku þjóðina? — Það er alveg tvimælalaust áfengið — bjór og brennivin. Ég get sagt sem dæmi, að I borginni Nuuk, þar sem búa um tiu þúsundir manna, mun hafa verið teygað úr rösklega einni milljón (1,2) bjórdósa i desembermánuði siðast liðnum. Þessi bjór er það sem Danir kalla pilsner, og hann er dálitið áfengur. Svo var auð- vitað drukkið talsvert af sterkari bjór i þessum desembermánuði, — að sjálfu brennivininu ógleymdu. Eins og allir hljóta að sjá, þá er þetta glfurlega mikil drykkja, þvi að ekki drekka allir i tiu þúsund manna bæ, og Grænlendingar eru barnmargir. — En kannski drekka flestir, sem komnir eru á fullorðins ár? — Það er misjafnt. Mér eru i minni fjórar gamlar konur, sem ég sá einu sinni á gangi úti við i Góðvon. Þær voru allar kóf- drukknar, blessaðar, og á meðan ég sá til þeirra, var alltaf einhver þeirra á fjórum fótum. Það var ekki alltaf sú sama, en alltaf einhver þeirra. Þær voru aldrei allar uppréttar i einu. Og þetta er ekki nýtt. Drykkju- skapur hefur verið tiður meðal Grænlendinga, allt frá þvi að landið varð amt i Danmörku, „Norður-danmörk”. Það er ekki hægt að taka bjórinn frá Dansk- inum og áreiðanlega hefur hann borizt til Grænlands með þeim. Ef til vill hafa Grænlendingar i fyrsta skipti þefað af flöskustúti hjá þeim fræga norska trúboða, Hans Egede, þótt raunar hafi ég ekki neina beina sönnun fyrir þvi. Meira segja Pillan er komin til þeirra — Þú nefndir áðan, að Græn- lendingar væru barnmargir. Hefur okkar margrómaða menning ekki getað kennt þeim að hafa stjórn á fjölguninni? — Jú, það fer sjálfsagt að draga úr viðkomunni hjá þeim, þvi að nú er „Pillan” konin þangað I allri sinni dýrð, og ég veit ekki betur, en að henni sé út- býtt ókeypis til þeirra kvenna, sem hana vilja. En þvi fylgir sá galli, að þá hætta menn að nota gamaldags getnaðarverjur, sem þóttu vel til þess fallnar að fyrir- byggja útbreiðslu kynsjúkdóma. — En hvað um siðferðið? Hafa Grænlendingar ennþá skipti á konum stund og stund, eins og tiðkaðist fyrrum? — Ekki vil ég fullyrða neitt um það. En Grænlendingar eru skemmtilegir og góðir heim að sækja og veita gestum vel, bæði mat og drykk, meðal annars hrátt hreindýrakjöt. Ég hef þvi miður ekki enn komið þar, sem veitt er hrá selslifur eða spik, maður þarf að fara lengra norður i landið til þess. Ég hef ekki heldur fengið að bragða á kæstum haftryðli, enda mun það hnossgæti ekki á boð- stólum sunnar en i Upernavík. Nú, en hvort heimilisfeður eru þar enn svo gestrisnir að bjóða ferðamanni konu sina — það veit ég ekki. Mér hefur að minnsta kosti aldreið boðizt slikt. Hins vegar hefur einn góðkunningi minn á Grænlandi sagt mér, að þetta hafi lengi verið alsiða. Hann sagði, að þetta hafi þótt jafnsjálf- sögð kurteisi eins og að draga vosklæði af þreyttum ferða- mönnum og gefa þeim að éta. Heimilisylurinn stóð ferðamann- inum líka til boða, — og hámark hlýjunnar var auðvitað I faðmi sjálfrar húsfreyjunnar. Veturinn var mildur — og norðurljósin fögur — Nú ert þú búinn að dveljast þarna i heilt ár. Hvernig likaði þér hinn margumtalaði græn- lenzki vetur? — Veturinn i fyrra var svo mildur, að elztu menn muna ekki annað eins. Sumarið hefur lika veriðmeðeindæmum gott. Veðrið er líka miklu stöðugra þar en hér, svo að öllu saman lögðu finnst mér ekki undan neinu að kvarta i þessu efni. Góðvon liggur næstum á sömu breiddargráðu og Reykja- vlk, enda hef ég ekki haft neitt af heimskautsnóttinni að segja. Dægraskil þar eru mjög lik og hér. í skammdeginu er orðið aldimmt klukkan fimm á daginn, en fjöllin þarna i grenndinni eru ekki hærri en svo, að það sér til sólar á hverjum degi, jafnvel á meðan dagur er stytztur. Auk þess er stjörnubjart og norður- ljós, eins og þetta getur fegurst orðið. — Þú hefur þá ekki heldur orðið svo frægur að ferðast á hundasleða? — Nei, ég hefði þurft að fara norður til Jakobshafnar til þess. Það eru fyrirmæli, að græn- lenzkir hundar mega ekki vera sunnar I landinu en það, og hygg ég að þau ákvæði stafi af hræðslu við hundaæði. Danir eru með tals- vert af kjölturökkum, en hvort sem það er af ótta við smithættu, eða hvort sem ástæðurnar eru fleiri, þá er það að minnsta kosti staðreynd, að grænlenzkur hundur má ekki koma sunnar en i Jakobshavn. — Þú hefur ekki heldur kynnt þér búskapinn hjá hinum nýja Eiriki rauða i Brattahlið? — Nei, þvi miður, en ég hef séð heim að bæ til hans, og mér er sagt, að þar sé vel búið. ,,...en niður skal hún..” Veiztu, hve Grænlendingar eru taldir vera margir um þessar mundir? — Það munu nú vera um fjörutiu og átta þúsundir manna i landinu öllu, en hversu margir af þeim eru Danir, veit ég ekki með vissu. Segja mætti mér þó, að Grænlendingar sjálfir séu ekki undir fjörutiu þúsundum, án þess þó, að ég hafi þessar tölur fyrir framan mig. — Og þeir lifa enn sinu fyrra lifi, að minnsta kosti viða i landinu? — Já, það held ég. Meira að segja i Góðvon er það hátiða- viðburður, þegar skotinn er selur, þvi að þá er von um að fá nýja selslifur með spiki, volga, og auðvitað hráa. Og hrátt hrein- dýrakjöt þykir herramanns- matur. Ég hef sjálfur bragðað það, og það er langt frá þvi að vera vont, þótt betra þyki mér það léttreykt. En hrátt hangikjöt þykir mér miklu betra en soðið. Hráa selslifur hef e'g enn ekki borðað, en mig langar mjög mikið að reyna við hana, þvi að Græn- lendingar eru búnir að segja mér svo mikið af þvi, hvilikt lostæti hún sé. Nú, það getur svo sem vel verið að ég fái kllgju, og ef til vill kemur hún upp úr mér aftur — en niður skal hún. Munaði litlu, að við yrðum til athlægis — Þú nefndir áðan óvenju- mildan vetur. Var samt ekki allt á kafi I snjó? — Jú, mikil ósköp, það kemur aldrei svo mildur vetur á Græn- landi, að ekki sé mikill snjór. En frosthörkur voru ekki miklar. Ég held, að frostið hafi aldrei farið niður fyrir 34 gráður. Það var æfing hjá okkur i vor, við áttum að læra að bjarga okkur og lifa af, ef óhapp yrði I fluginu hjá okkur. Við grófum okkur snjóhús og höfðumst þar við, hafandi ekki annan mat en þann skorna skammt, sem jafnan er i flugvélum og gripa má til i neyðartilvikum. Jú, við lifðum á þessu I einn sólarhring, og frostið var 24 gráður um nóttina, en daginn eftir var komin hláka, og siðan hélt vorið áfram að koma. Þetta var i marzlok, sem við gerðum æfinguna, og ef við hefðum verið einum degi seinna á ferðinni, hefðum við orðið að athlægi. — Ekki hefur sumarið þó komið þarna i marzlok? — Það kom smá-hret júni, en annars hélt vorið sitt strik, allt frá aprilbyrjun, og sjálft sumarið var komið um miðjan mal. — Hvenær búizt þið svo við að haustið og veturinn heilsi upp á ykkur. — í fyrra var veturinn kominn um miðjan október, þá var snjór lagztur yfir. Hinn pólitiski vandi • — Við erum nú að visu ekki hér til þess að leysa þjóðfélagsleg vandamál Grænlendinga, en hver heldur þú að séu þeirra brýnustu pólitisku verkefni? — Þjóðfélagsleg vandamál Grænlendinga eru þess eðlis, að ekki er á okkar færi að leysa þau. Og reyndar held ég að það sé ekki heldur verkefni Dana, þótt þeir séu að velta vöngum yfir þeim og hafi gert það lengi. Þetta er mál Grænlendinga sjálfra, og það eru þeir og engir aðrir, sem verða að glíma við vandann. Við þurfum ekki ahnað en aö llta I eigin barm, til þess að skilja þetta. Sú var tiðin, að Danir veltu mikið vöngum yfir þvl, hvað ætti eiginlega að gera við þessa kotunga hér norður á íslandi, sem gengu á sauðskinnsskóm, bjuggu I torfkofum og áttu ekki einu sinni snæri i línu. Hér var ekkert gert af viti, fyrr en við fórum að sýsla við okkar málefni sjálfir, þótt mörg vlxlspor væru stigin og mörg mistök gerð. En hvort sem okkur tekst vel eða illa, þá verðum við að lifa og starfa á eigin ábyrgð. Og það er nákvæm- lega það, sem Grænlendingar verða að gera lika. —VS Fjallið Sermitsiak og höfnin i Nuuk. Ljósm. H.H. Hjortetakken — fjallstindur skammt sunnan við Nuuk. Ljósm. H.H. Kángeq — soðningarstaður, skammt frá Nuuk — fór I eyöi vorið 1974. Ljósm. H.H.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.