Tíminn - 29.09.1974, Side 5

Tíminn - 29.09.1974, Side 5
Sunnudagur 29. september 1974. TÍMINN 5 „Þeir hafa skipti á konum eins og hrossum þar" 1 blaði frá Bandarikjunum sáum við nýlega, að verið var að skrifa um nýja tizku i sambúð fólks, en einkum ku hún vera vinsæl hjá ungum hjónum. Prinsessan megrar sig til að bjarga hjónabandinu Þessi tizka er fólgin i maka- skiptum, i þess orðs fyllstu merkingu: Sem sagt skipt er á eiginkonum eða mönnum eina kvöldstund, eða yfir helgi, og jafnvel i lengri tima. Félagsfræðingar við háskóla i Connecticut tóku þetta atriði til rannsóknar. Prófessor Duane Denfeld stjórnaði rannsókninni. Rannsóknarfólkið komst i sam- band við mikinn fjölda af hjónum, sem höfðu haft þetta tómstundagaman sér til skemmtunar stuttan eða langan tima, en einkum fengust félags- fræðingarnir við rannsóknir á þeim hjónum sem höfðu hætt i þessum félagsskap, og vildu vita hver ástæðan væri fyrir þvi, Flestir höfðu gefizt upp á þessu samfélagi, vegna þess að leið- indi og afbrýðissemi lét fljótt á sér bera, og það þótt fólk færi i þetta vitandi vits og af ásetningi. Tilgangur þess hjá háskólafólkinu, að taka þetta fyrirbrigði til rannsóknar var Margrét Bretaprinsessa dró sig i hlé frá öllu opinberu lifi i nokkrar vikur, en birtist svo skyndilega á frumsýningu i London, mun unglegri en hún var áður, og um fram allt grennri. Eiginmaður hennar Snowdon lávarður, var i fylgd með prinsessunni. Hjúin brostu blitt framan i alla, og jafnvel hvort annað, en það þykir sæta tfðindum i sam- komum fina fólksins i Bretlandi. Eftir frumsýningu héldu þau á næturklúbb með nokkrum kunningjum sinum og dönsuðu hvort við annað fram á rauðan morgun. Nánir vinir prinsessunar segja, að hún hafi horfið sjónum I nokkrar vikur meðan hún var i ströngum megrunarkúr. Svo er látið heita að hún hafi þurft á megrun að halda af heilsufars- sá, að komast að þvi, hvort eitt- hvað annað sambýlisform hentaði betur nútimafólki en hjónabandið góða og gamla, — en niðurstöður hafa ekki verið birtar enn um það. Það voru 1175 hjón, sem öll höfðu hætt i þessum félagsskáp og félagsfræðingarnir höfðu samband við. Þeir vildu fá upp- gefnar ástæðurnar fyrir þvi að þau hættu. t ljós kom, að 54% tilfellanna var það eiginkonan, sem vildi hætta, og sagðist hafa fengið ógeð á þessu fyrirkomu- lagi, en i 34% tilvika vildu karl- mennirnir hælta, og var það helzt vegna afbrýðissemi. Þeir undu þvi ekki, þegar þeir sáu hve öðrum mönnum leizt vel á konur þeirra, og 12% af hjú- unum voru bara sammála um að nú væri nóg komið af svo góðu. 29 hjón, sem fylgzt var með i sambandi við þessar rannsóknir skildu innan eins árs eftir að þau byrjuðu á þessum makaskiptum. ástæðum, en enn nánari vinir prinsessunnar hvisla, að hún hafi verið við beztu heilsu, en hafi puntað svolitið upp á vöxtinn til að manni hennar litist betur á hana. t Bretlandi er það opinbert leyndarmál, að lávarðurinn er ekki við eina fjölina felldur i kvennamálum og er iðulega að flækjast úti i bæ um miðjar nætur i fylgd ungra og fagurlimaðra stúlkna. En nú er Margrét sem sagt oröin nett og fin, og hamingjan blómstrar á ný i garði þeirra hjóna. echr Tveggja vikna fjör í Stövring Stövring heitir litið sveitaþorp á Jótlandi. Þorpið er ekki stærra en svo að þar þekkja allir alla og þar er maður manns gaman þvi að fátt er um aðrar skemmtanir. Ekkert kvikmyndahús eða sam- komuhús er i Stövring og ekki nema ein krá, þar sem karlarnir safnast saman og stytta sér stundirnar með þvi að skrafa saman yfir bjórglasi. Fyrir tæpum tveim árum færðist óvænt llf i þennan hversdagslega bæ og næturlifið og syndin blómstraði. Ein ung stúlka frá Kaup mannahöfn réði sig þá til þjónustustarfaá kránni. Þar starfaði hún i 14 daga og yfirgaf þá þorpið og kom þar ekki aftur fyrr en rétt nýlega og þá með ársgamlan strák með sér. Þegar Mai-Britt Nielsen starfaði i kránni þekktu allir karlar i Stövring hana, enda var hún i miklu uppáhaldi hjá þeim, en nú vill enginn þeirra við hana kannast. ’stæðan er sú að hún segir að litli pilturinn hafi komið undir i þorpinu og að faðirinn sé einhver af 21 (!) tilteknum manni i þorpinu, sem kynntust henni allnáið. Frúrnar i Stövring eru ekki beinlinis hrifnar. A sinum tima fengu þær einhverja nasasjón af þvi, sem fram fór vikurnar sælu en nú eftir að 21 af heimilis- feðrum þorpisns eru tilnefndir sem hugsanlegir barnsfeður hennar Mai-Britt, þá er meiri- hluti hjónabandanna i bænum að hrynja i rúst. Kvenfólkið segir, að það hafi verið óforskammað hvernig stúlkan hagaði sér þær tvær vikur, sem hún gekk um beina i kránni I Stövring. Hún gekk um i hræðilega stuttum kjólum, hnéykslanlega fleginni blússu og háum leðurstigvélum. En karlarnir voru hinir ánægðustu og kölluðu stelpuna „drottningu næturinnar”. En þeir eru ekki eins hrifnir núna, og vilja helzt gleyma að „drottning nætur- innar” hafi nokkru sinni stigið slnum syndugu fótum i rólega hversdagslega þorpið þeirra. Mai Britt segist ósköp vel vita hver af þessum 21 sé faðirinn, en hún er bara ekkert að segja frá þvi. Þetta hafi verið dásam- legar vikur sem hún eyddi i Stövring, og hún vill ekkert gera upp á milli karlanna þar. Um eiginkonurnar segir hún, að þær geti bara sjálfum sér um kennt. Þær vanræki menn sina og séu ósköp leiðinlegar, enda standi ekki á körlunúm að gripa gæsina þegar hún gefst. A stærri myndinni er Mai- Britt með strákinn sinn og karlanna i Stövring, en á hinni er hún með unnusta sinum, sem kærir sig kollóttan um hver faðir piltsins er, þvi hann ætlar að ganga honum i föður stað. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.