Tíminn - 29.09.1974, Side 11

Tíminn - 29.09.1974, Side 11
Sunnudagur 29. september 1974. TÍMINN 11 Einar Gislason „á Hesti” (eins og góðkunningjar hans komast gjarna að orði) hefur komið mjög við sögu hrossaræktar á iiðnum árum. Hann var formaður Skuggafélagsins I Borgarfirði fyrstu tiu árin,sem það starfaði. Hér situr hann Söru Nökkvadóttur. — Ljósm. Þ.B. meiri likur eru til þess, að þar sé bjart framundan. Mikilvægasta verkefnið — Það er kannski helzt til viðtæk spurning, en hvað telur þú, Þor- kell, að sé mikilvægasta verk- efnið, sem nú biður islenzkra hestamanna? — Ég hef ákveðna skoðun á þvi, hvað nauðsynlegast sé að gera i hrossaræktarmálum okkar eins og nú standa sakir. Það er að leggja mjög aukna áherzlu á bættan stóðhestakost i landinu á næstu árum. Við verðum að leggja allt kapp á að finna álitleg- ustu folana sem allra fyrst, halda þeim óvönuðum og vinna siðan jafnt og þétt og sleitulaust að þvi að varðveita og bæta þennan höfuðstól. — Hefur ekki eitthvað verið gert i þessa sérstöku átt? — Jú, ekki er þvi að neita. Stóðhestastöð Búnaðarfélags Is- lands, sem starfar á Eyrarbakka, er i rauninni fyrsta sporið i þessa átt. Ákaflega mikilvægt spor að visu, en betur þarf þó að gera. Hún var stofnsett fyrir aðeins einu ári og markmiðið var einmitt þetta, að þangað geti menn sent bezt ættuðu og glæsi- legustu unghestana sina, til þess að þeir hljóti þar fóðrun og meðhöndlun eins og bezt gerist til þess svo að nota þá til timgunar á sumrin. Það er min von Hestarnir, sem i stöðina koma, geta haldið áfram að vera eign bændanna, sem senda þá þangað, en hitt er lika til, að stöðin sjálf kaupi hesta, og eigi þá, að minnsta kosti þegar um það er að ræða að bjarga álitlegum stóðhestum, sem ella hefðu dottið úr sögunni, til dæmis ef eigendurnir hefðu hug á að vana þá og taka þá til heimanotkunar, eða ef aðrar slikar sérástæður væru fyrir hendi. Ég hef um alllangt árabil haft áhuga á þvi að hér yrði komið upp sæðingarstöð fyrir hross. En þetta er dýrt fyrirtæki, og sjálf- sagt biður það einhvern tima, að það komist á laggirnar, en á meðan verðum við að gera stóðhestastöðina að sterku fyrir- tæki. Við þurfum að leggja miklu meiri rækt við afkvæma- rannsóknir, en verið hefur hingað til, en þegar við verðum búnir að koma okkur upp sterkum stofni kynbótahesta, sem við getum notað með öryggi, getur sæðingarstöðin lika orðið veru- leiki. En þegar það er orðið, er ekki heldur neinn vafi á þvi, að þetta starf verði geysilega árangursrikt, og min framtiðar- von er sú, að það geti orðið áður en alltof langir timar liða, og að hrossaræktin i landinu standi með þeim blóma, að allir geti vel við unað. -VS,- IWilíWNWWIWIWWWI UMBOÐS- O G H EIL DVERZLUN Lækjargötu 2 (Nýja Bió) - Reykjavik - lceland ■ íei: 25590 - P. O. Box 28 3 Sá tryggir sinn hag, sem kaupir SKODA í dag! á Skoda TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. ÁUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KÚPAVOGI ótrúlega hagstætt verð mr Shee Hor&e er stólpa- gripur '('/iinmit "7'weibViOH l/.í. >ýy,, \ |ÍSÍ 'A'-' <uf/ . -. ' Akureyri • Glerárgötu 20 ■ Simi 2-22-32 Revkíavík •Suðurlandsbraut 16 • Simi 3-52-00 Vélsleði í sérflokki varðandi búnað og verð, því ALLT ER INNIFALIÐ í VERÐINU B3 Electrolux

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.