Tíminn - 29.09.1974, Side 28

Tíminn - 29.09.1974, Side 28
Timinner peningar Auglýsicf iTUnamim SÍS-FÓDIJR SUNDAHÖFN fyrir f/óöiin mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS „Hve glöð er vor æska" Þessar myndir tók Ijósmyndari Timans á göngu sinni um bæinn núna einn daginn, er hann kom þar, er lif og fjör var hjá ungu kynslóöinni. — Timamynd: Róbert. „ÞETTA ER UNGT- og leikur sér”, er oft sagt, og guði sé lof, að það er sannmæli. Nógur er timi til þess að ergjast og fyllast áhyggj- um, þegar á ævina liður. öllum er mikils virði að eiga skemmtilega bernsku, ekki aðeins vegna liðandi stundar, heldur einnig ókomins tima. Og nú þegar skólarnir eru teknir til starfa má viða sjá glatt ungviði i fjögurgum leik i góðviðri > friminútunum. Það sannaöi ljós- ndari Timans, þegar hann n að Austurbæjarskólanum á dögunum. Náttúrlega stóðst hann ekki freisinguna, mundaði myndavélina, sina góðu og smellti af. Og hér sjáum við það aftur, er auga myndavélarinnar festi á filmu. Strákarnir, sem vitaskuld eru hraustir piltar, voru hópum saman i riddaraleik, og varð þar atgangur mikill eins og nærri má geta, og lauk svo sennunni, sem mynduð var, að flestir lágu i valnum. En það gilti löngum hér á riddaratimum, að slikum mönnum var hætt, og eins virðist þetta vera i riddaraleiknum. En sem betur fór risu þó allir úr valnum þarna við Austurbæjar- skólann, rétt eins og þetta væru Einherjar úr sjálfri ValhöilV Ungu stúlkurnar gáfu sig aftur á móti ekki að svona grófum og harðneskjulegum leik. Þær mynduðu hring, nokkrar saman, sungu kvæðið um Þyrnirós með viðeigandi hreyfingum. Og á myndinni hér að neðan sjáum við, er þær voru þar komnar i leik og söng er segir: „Og þyrnigerði hóf sig hátt”. Við sjáum það á hand- hreyfingunum, hvernig það hafði þotið upp. Neyðarbillinn. Myndin var tekin stuttu eftir að hann hafði verið afhentur Rauða krossinum. Hjartabíllinn er neyðarbíll — tvö mikilvæg tæki bílsins hafa enn ekki verið tekin í notkun því fdir kunna að meðhöndla þau,segir slökkviliðsstjóri slys ellegar bráða sjúkdóma. — t bilnum eru mörg og margvisleg tæki, m.a. raf- loststæki og hjartalinurit. Þessi tvö tæki, sem ég nefni, hafa enn ekki verið notuð i bilnum. Hver er ástæðan, Rúnar? — Ástæðan er sú, að hér á landi kunna allt of fáir á þessi tæki. Og ég verð að segja, að ég vona að þau verði aldrei notuð i bilnum, vegna þess að það er nær ógjörningur að vinna með þeim inni i bilnum. Hins vegar geta þau komið að góðu gagni, t.d. i heimahúsum eða á götum úti. Ef læknir er staddur heima hjá sjúklingi og þarf á þessum tækjum að halda, þá er óneitanlega gott að geta ekið þeim til hans á nokkrum minútum. Sagði Rúnar, að það væri augljóst, að ekki væri hægt að vinna með þessi tæki i bilnum á ferð. — Billinn hefur verið nefnd- ur hjartabill. Er þessi nafngift að þinum dómi rangnefni? — Já, það sem eru raun- verulegir hjartabilar eru nokkurs konar skurðstofur á hjólum. Þeir bilar eru svona á stærð við minni gerðina af strætisvögnum. Þar eru alla jafna við störf læknir, hjúkrunarkona, og einn eða tveir hjálparmenn. Það er skemmst frá þvi að segja, að þessi bill er ekkert i likingu við þá. — Er billinn þannig útbúinn, að til þess sé ætlazt, að læknir starfi við hann? — Nei, það held ég sé ekki rétt athugað. Sams konar bil- ar, hvar sem þeir eru i notkun, eru yfirleitt ekki mannaðir á annan hátt en þessi bill. Hins vegar eru möguleikar á þvi, að læknir sem kvaddur hefur veriö á vettvang, — segjum t.d. næturlæknir, — geti annað hvort beðið um afnot af tækja- kosti bilsins og notað þau á staðnum, ef svo ber undir, eða fylgt sinum sjúklingi eftir i bilnum. En ég get ekki séð, að ástæða sé til þess, að hafa allt- af lækni reiðubúinn við þennan bil, enda er mér kunnugt um, að i allt að tuttugu sinnum stærri byggðarlögum en hér, — hafa menn gefizt upp á sliku. Sagði Rúnar, að tveir menn væru alltaf i bilnum, bilstjóri og aðstoðarmaður. Sagði Framhald á bls. 27 Gsal-Reykjavik — Eins og ibúar á Reykjavikursvæðinu hafa eflaust tekið eftir, hefur bfll sá er Blaðamannafélag ls- lands festi kaup á og gaf Rauöa krossinum, til minn- ingar um Hauk Hauksson blaðamann, verið mikið á þön- uin um borgina I sjúkra- og neyðartilfellum að undan- förnu. Tlmanum lék forvitni á að vita, hvernig billinn hefði reynzt, þann tima er hann hef- ur verið i notkun, og þvi leituð- um við til Rúnars Bjarnason- ar, slökkviliðsstjóra. — f5g álit, að fenginni nokk- urri reynslu, að billinn sé mjög fullkominn og góður sjúkrabill. Það var sérstak- lega mikilvægt að fá bilinn til þess hlutverks, sem hann hef- ur núna, þ.e. sem sjúkrabils i öllum neyðartilfellum, hvort sem um er að ræða alvarleg

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.