Tíminn - 29.09.1974, Side 22

Tíminn - 29.09.1974, Side 22
22 TÍMINN Sunnudagur 29. september 1974. Jakob og dýrin hans í þeim hluta írlands, sem nú nefnist Tyrone- hérað, bjó fyrir langa löngu maður að nafni Lorcan. Konan hans hét Brid, og þau áttu einn son, sem þau nefndu Jakob. Þau voru ákaf- lega hamingjusöm og bjuggu við sæmileg kjör, þar til Lorcan missti heilsuna. Hann hafði alla tið unnið hörðum höndum til að búa i hag- inn fyrir fjölskyldu sina, en nú voru kraftar hans skyndilega á þrotum, hann hafði lagt of hart að sér við vinnuna. Jakob var góður og hugulsamur piltur. Þeg- ar hann eltist, fannst honum hann verða að finna einhver ráð til þess að létta foreldrum sin- um lifið. Honum þótti ákaflega vænt um dýr og hafði til að bera óvenju- lega hæfileika til að temja þau og hæna að sér. Dag nokkurn sagði hann við móður sina: — Mamma min, nú hefur mér loksins hugkvæmzt leið til þess að afla pen- inga, svo að ykkur pabba geti liðið betur. Ég ætla að nota dýrin okkar til þess. — Meinarðu asnann, hundinn, köttinn og geit- hafurinn? spurði móðir hans undrandi. Hvað i ósköpunum ætlastu fyr- ir, Jakob minn? — Eins og þú veizt, hef ég kennt þeim að leika ýmsar listir, og mér datt i hug, að ef til vill gæti ég unnið mér inn peninga með þvi að láta þau skemmta fólki. — Auðvitað, Jakob! Þetta er snjallræði, sagði Brid, eftir að hafa hugsað sig um stundar- korn. Og það bezta við þetta er, að dýrin virð- ast njóta þess að leika listir sinar. — Jæja, sagði Jakob. Ég ætla að leggja af stað undir eins. Og ég lofa þér þvi, að ég kem heim eins fljótt og ég mögu- lega get. Jakob tindi siðan sam- an föggur sinar og hélt af stað ásamt dýrunum sinum. Og hann tók lika með sér flautuna sina. Foreldrarnir stóðu við gluggann og veifuðu, þegar hersingin hélt úr hlaði. Jakob og dýrin gengu lengi, lengi. Loks stað- næmdust þau i útjaðri litils þorps. Jakob rað- aði dýrunum upp í ein- falda röð, tók upp flaut- una og hóf að leika á hana. Og dýrin létu ekki á sér standa. Asninn fór strax að hrina af hjart- ans lyst, hundurinn að gelta, kötturinn að mjálma og geithafurinn að jarma. Ekki leið á löngu, þar til allir sem vettlingi gátu valdið i nágrenninu voru komnir á vettvang til þess að hlýða á dýra- kórinn. Og allir skemmtu sér konung- lega. Þegar þessum merki- legu tónleikum lauk, kom gömul kona til Jakobs og bauð honum, ásamt öllum dýrunum, heim til sin. Þar fengu þau dýrlega máltið og talsverða peningaupp- hæð sem greiðslu fyrir skemmtunina. Siðan bauð gamla konan Jakobi gistingu, en hann þakkaði gott boð og hélt ferð sinni áfram. Næst kom Jakob að allstóru þorpi. Allt fór á sama veg og áður. Fólk þyrptist að til þess að hlusta á þennan undar- lega kór, og engu var likara en allir þorpsbúar væru komnir á vettvang, svo mikill var mann- fjöldinn. Þarna réð kátinan rikjum, og allir skemmtu sér hið bezta, en enginn þó betur en dýrin sjálf. Meðal áheyrenda var flugrikur maður, sem hét Feilim. Konan hans hún Finola var þarna lika og sjö ára dóttir þeirra, sem hét Maeve. — Heyrðu, pabbi, sagði Maeve litla. Hvert ætlar flautumaðurinn að fara með dýrin sin, þeg- ar hann er búinn að skemmta okkur? Jakob svaraði spurn- ingu litlu stúlkunnar sjálfur. — Við höldum áfram þar til við komum að skógi, þar sem við get- um sofið undir trjánum. — Það er nú ekki nógu gott, sagði Feilim. Það gæti farið að rigna, og þá hafið þið ekkert skjól. — Á bak við húsið okk- ar er skúr, sagði þá Finola. Hann er tómur um þessar mundir, og þar geta dýrin þin verið i nótt. Og i húsinu sjálfu er nóg af rúmum, svo að þess vegna þarftu ekki að hýrast úti i skógi. Jakob og dýrin voru siðan i góðu yfirlæti hjá Feilim-fjölskyldunni þar til snemma næsta morg- una. Þau fengu öll góðan morgunverð, og siðan örkuðu þau af stað. Feilim og Finola og Maeve stóðu i hliðinu og veifuðu, en áður en þau kvöddu, stakk Maeve litla poka fullum af pen- DAN BARRV • 'yý Þarna er Skorpi y Það er ég viss 11 árásarskipið Villi. um að þessi 9 Með lendingarpallinn viðbjóðslegu Skorpi opinn. menn eru rétt áÆ ^________^BBÉeftir okkur.gdP^ Við komum hingað Y En Skorpi menn i Skorpi skipi, eru i einu af Verðum við? ) Hey, nú hjálpar/ H-hvernig? þú til Villi, segðu til hvernig ég á að lesa á þessa mæla. á meðan:Einhvern ,veginn hefur Y Nú' verðum við twl mm Uitla skipið okkar að eyðileggja // komist hingað /^_öryggisvélar HUH?!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.