Tíminn - 29.09.1974, Side 17
Sunnudagur 29. september 1974.
TÍMINN
17
. !! -
iiilhiiiliiilliiiihii
MICHELLISTINN
MICHEL — Þýzkaland 1975.
480 bls, 32300 verblagningar,
5600 myndir. Verð DM. 7,50.
Schwaneberger Verlag
GmbH, 8 Miinchen 45.
Hinn 3. ágúst kom Þýzka-
landslisti Michel á markaðinn.
Michellistinn er löngu heims-
þekktur, og þvi raunar óþarfi
að mæla sérstaklega með hon-
um. En litum frekar á, hver
hefur orðið helzta breytingin
frá siðasta ári.
Verð þýzkra merkja féll
ekki alls fyrir löngu, og marg-
ir hugðu, að nú væri litið vit i
að safna þeim. En siðan hefur
það stöðugt stigið, og er mikil
hækkun á mörgum merkjum
frá siðasta ári. Verðlagning
Michel, sem og annarra verð-
lista, ræðst af framboði og
eftirspurn. Þetta veldur þvi,
að mörg betri merkin hafa
hækkað mikið. Betri merkin
verða alltaf eftirsótt og stiga
þvi stöðugt i verði.
Nú eru teknar upp verðlagn-
ingar á fyrstadagsbréfum fyr-
ir Bundesrepublik og Berlin.
Samstæður fyrir sömu og
D.D.R. og árganga. Er þetta
góð viðbót við listann frá fyrri
árum. Auk þessa er svo verð-
lagning á ýmsum öðrum sam-
stæðum.
Teknar eru með allar sam-
stæður eins langt og hægt er,
en nýjungar verða siðan
kynntar jafnóðum og þær
koma, i Michel-Reudschau.
Þá má benda á hinn góða
fræðilega formála verðlistans
og skýringar á skammstöfun-
um á mörgum tungumálum.
MICHEL — Póstbréfsefna-
verðlisti — Þýzkaland — 1975.
280 siður með 1500 myndum af
áprentun kortanna og bréfa,
yfirprentunum, viðbótar-
prentunum, vatnsmerkjum.
Burðargjaldatöflur o.fl. Bók
hlöðuverð DM. 24,50.
Schwaneberger Verlag
GmbH, 8 Miinchen 45.
Þessi verðlisti tekur til
sömu svæða og Þýzkalands-
verðlistinn. 1 honum er skrán-
ing á umslögum, bréfkortum,
umbúðum um prent, póstkort-
um og póstávisunum. Að
miklu leyti er notuð tölusetn-
ing dr. Ascher frá 1925.
Það er sama um þennan
verðlista að segja, að verð-
lagning hefur að mun hækkað
frá siðasta verðlista.
Þetta er ómissandi listi fyrir
þá, sem safna þýzkum póst-
bréfsefnum.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Vaka eða víma
Hvert
stefnum við?
Ók svertingja,
dæmd í sekt
Reuter Durban — Hvit kona sem
er leigubilstjóri i Durban var á
föstudag dæmd i 50 punda sekt
fyrir að aka þeldökkum manni.
Konan heitir Petronella Kruse,
og taldi hún sig ekki seka, en
sagði við réttinn, að hún hefði
ekki tekið eftir þvi að annar
mannanna, sem hún hafði verið
að aka væri blökkumaður.
— Það er útilokað að taka eftir
öllum sem maður ekur, sagði
hún.
Dómarinn dæmdi hana seka
eins og fyrr segir, og neyddist
Petronella til að borga fimmtiu
pund I sekt.
I **
Lofum
þeim aö lifa
••••••••••
Tímínn er
peningar
j Auglýsicf
iTímanum
Það er alkunnugt, að á sið-
ustu árum hafa drykkjuvenjur
hér á landi þokazt i þá átt, að
áfengisneyzla verður
almennari með ungu fólki og
unglingar byrja áfengisneyzlu
fyrr. Þetta er i samræmi við
það, sem átt hefur sér stað i
öllum nálægum löndum
siðustu 60 ár, og er þar enginn
munur á, hvort þau voru
einhvern tima bannlönd eða
ekki. Að svo miklu leyti sem
unnt er að vita, hefur þessi
óheillaþróun haldið áfram allt
til þessa.
í Noregi var gerð athugun á
drykkju unglinga árið 1971 og
aftur 1973. Það er allt annað en
glæsilegt, sem sú athugun
leiðir i ljós. Samkvæmt henni
hefur áfengisneyzla unglinga
15-19 ára aukizt um fjórðung.
I sömu átt stefnir i Finn-
landi, en þar liggja fyrir
nýlegar athuganir úr höfuð-
borginni, Helsinki. Samkvæmt
þvi má það kallast undan-
tekning, ef ungl. 16-18 ára
hefur aldrei neytt áfengis, og
83% af 14 ára unglingum hafa
byrjað áfengisneyzlu. Þrir af
hverjum 5 14 ára drengjum
höfðu neytt áfengs öls,
brenndra drykkja og léttari
vfna. Þar virðast 14 ára
unglingar nú drekka meira en
18 ára unglingar fyrir 13
árum.
Árið 1960 var það algengt, að
unglingar byrjuðu áfengis-
neyzlu i félagsskap foreldra
sinna. Nú virðist það mjög
aukast, að drukkið sé i félags-
skap jafnaldranna einna.
Þessar upplýsingar er að
finna i skýrslu áfengiseinka-
sölunnar finnsku um árið 1973.
Áþekk þessu er breytingin
viða annars staðar i nálægum
löndum.
Þetta verður að vonum ærið
áhyggjuefni. Þó að sumir hafi
talið, að bezt myndi vera að
umgangast áfengi frjálslega
og þvingunarlaust og venjast
neyzlu þess snemma, vita
menn nú, að það er alls engin
trygging fyrir hófsemi eða
einhvers konar áfengis-
menningu. Drykkjuskapur á
barnsaldri þykir hvarvetna
hættulegur. Menn hafa jafnvel
vaknað við vondan draum i
vinyrkjulöndunum, þar sem
þvivartrúaðtilskamms tima,
að ekkert áfengisvandamál
væri til.
Hvers vegna er þetta svona? ■
Hér kemur sjálfsagt margt
til greina. Aðalatriðið er þó
það, að unglingar temja sér nú
fyrr en áður siði og hætti full-
orðinna. Afengismálin eru þar
engin undantekning.
Þar sem þorri fullorðinna
getur ekki hugsað sér góða
skemmtistund án áfengis, er
alls ekki við öðru að búast en
svona fari.
Vilji hinir fullorðnu ekki að
unglingarnir haldi áfram eins
og nú horfir, t.d. i Finnlandi,
skulu þeir temja sjálfum sér
meiri bindindissemi en nú er
lenzka.
H.Kr.
BRAUTARHOLTI 4, SÍMAR: 28340-37199