Tíminn - 29.09.1974, Side 9

Tíminn - 29.09.1974, Side 9
Sunnudagur 29. september 1974. TÍMINN 9 af hafa verið sniðinn eftir þörf- inni, hverju sinni. f Austur- Skaftafellssýslu eru vatnsföll mikil, og þvi þurfti þar trausta vatnahesta og jafnframt duglega ferðahesta. Það er eðlilegt, að við slikar aðstæður séu hestar hafðir heldur af stærra taginu, þegar verið var að velja til uppeldis, þvi að þeim mun lengur gátu þeir krakað niðri i djúpum vatnsföll- um. Og af sjálfu leiðir, að betra var að þeir væru sæmilega fóðraðir. Allt þetta hefur sett sitt mark á hornfirzka hestinn, hann ber þess merki enn i dag. A Norðurlandi, aftur á móti, eru gifurleg landflæmi vafin i grasi og eyðisandar varla til. Þar hefur það vafalaust tiðkazt frá alda öðli að hafa miklu fleiri hross en nauðsynlega þurfti til bústarfa. Menn áttu stóð. Þessar hrossahjarðir þurftu oft að bjarga sér mestan part af sjálfsdáðum, en nytjahestarnir —- búhrossin — nutu þeirra forréttinda að vera heima við hús, þar sem aðhlynn- ing manna náði til. Stóðið timgaðist, og nýjar kyn- slóðir hrossa urðu smávaxnari, þéttbyggðari, lágfættari og bol- meiri og á allan hátt þannig gerð, að þau ættu tiltölulega auðvelt með að bjarga sér i illviðrum og harðæri. Hér höfum við dæmi um tvenns konar þróun, þar sem hross mót- ast sitt i hvora áttina, eftir þeim aðstæðum sem fyrir hendi voru. Þegar hrossaræktin var endurskipulögð — En hrossaræktin á okkar dögum, hvað eru mörg hrossa- ræktarsambönd starfandi i land- inu núna? — Ég vil hefja svar við þessari spurningu á að minna á það, að rétt eftir siðustu aldamót voru stofnuð hrossaræktarfélög viðs vegar um landið. Þeim fór fjölg- andi allt fram um 1930, og voru þá orðnir nokkrir tugir félaga starf- andi. Voru þau bundin við ein- staka hreppa. Það var heilmikil gróska i þessu starfi, og félögin nutu fjárframlaga frá hinu opin- bera, bæði til stóðhestakaupa og eins fóðurstyrkja. Að visu var hér ekki um miklar fjárhæðir að ræða, en það var þó viðurkenning á gildi þessarar starfsemi. Það voru liRa haldnar sýningar og veitt verðlaun. En þegar fjórði áratugurinn var liðinn og vélaöldin var um þáð bil að ganga i garð, breyttist þetta. Þá kom sú lægð i hrossa- ræktina, sem ég minntist á fyrr i þessu spjalli, og þá dóu mörg þessara félaga. Stóð svo um nokkur ár, að litið var aðhafzt i þessum málum. En siðar, þegar menn fóru að reisa rönd við deyfðinni, tóku sig til nokkrir menn, sem reynslu höfðu i bú,f járrækt og landbúnaði yfirleitt, og komu á fót hrossa- ræktarsamböndum. — Hvenær var svo fyrsta hrossaræktarsambandið stofnað? — Það var stofnað á Suðurlandi árið 1949, og var samband þeirra félaga, sem þá voru starfandi i mörgum hreppum á Suðurlands- undirlendinu á svæði Búnaðar- sambands Suðurlands. Þessi félög bundust samtökum um það að leggja hesta sina, eða andvirði þeirra, til nýstofnaðs hrossaræktarsambands, en sam- bandið starfaði á miklu breiðari grundvelli en félögin höfðu áður haft, og brátt voru upp risin sterk t ' 1 . ' V Rætt við Þorkel Bjarnason hrossaræktarrdðunaut um margt, sem varðar íslenzka hestinn, bæði fyrr d öldum og í nútímanum - Sindri á Laugarvatni og eigandinn, Þorkell Þorkelsson, við tamningu siðla vetrar 1966. Ljósm. Þ.B. samtök, sem fær voru um að axla það verkefni, sem hrossaræktar- félögin höfðu haft heima i sveitunum. Og hér fór sem oftar, þegar góð lausn'finnst á einhverju máli, að þá breiðist hún út. Nú má segja, að hrossaræktarsambönd séu starfandi i öllum landsfjórðung- um. Að visu hefur Austurland verið utan við, enn sem komið er, en þar er aftur á móti starfandi sterkt hestamannafélag, sem haft hefur hrossarækt mjög á sinni stefnuskrá. A Norðurlandi, Vesturlandi og á Suðurlandi hafa verið starfandi hrossaræktarsambönd. Sam- bandið á Norðurlandi hefur skiptzt i smærri einingar, en það stafar fyrst og fremst af land- fræðilegum orsökum. Þar eru nú starfandi þrjú sambönd, svo eitt á Vesturlandi og eitt á Suðurlandi, þannig að i heild eru samböndin fimm. Vil láta efla stofnræktarfélögin — Þessi endurskipan málanna hefur þá gefizt vel? — Mjög vel, að minum dómi. Þetta var á sinum tima ágæt lausn, og ég tel að hún geti enzt enn um ókomna framtið. Ég skal ekki kveða upp neinn dóm um það á þessari stundu, hversu lengi þessi skipan muni henta — nýir tlmar koma með nýjar aðstæður — en ég er alveg sannfærður um það, að þetta fyrirkomulag sem við búum við núna, má nota enn um sinn. — Nú dreifast graðhestar vitt og breitt um landið. Ertu ekki neitt hræddur við þá blöndun? — Nei. Ég er alveg sannfærður um það, að góðan hest má nota hvar sem er, en hins vegar getur verið nauðsynlegt að gera ýmsar hliðarráðstafanir, og um það hef ég ákveðnar skoðanir. — Hverjar eru þær? — Ég vil i fyrsta lagi láta efla stofnræktarfélög, sem eru farin að láta til sin taka. Þrjú slik eru nú þegar starfandi, og þeim mun fara fjölgandi á næstu árum. — Hvert á þá hlutverk þeirra að vera? — Þau eiga að sérrækta vissa eiginleika og vissar hrossaættir til nánari skyldleika og meiri kynfestu. Takist að rækta þannig, segjum átta slika stofna viðs veg- ar um landið, tel ég að þar með sé búið að ná saman ýmsum sér- kennum i ákveðna stofna, sem siðan er hægt að nota með góðum árangri, þegar kynfestan er oröin næg. — Áttu við, að I þessa stofna sé hægt að sækja eiginleika eftir vild og þörfum? — Þannig þyrfti það að verða. Það er engin leið að ætlast til þess, að hver og einn bóndi geti sérræktað hross eftir vild sinni, slikt er i rauninni óframkvæman- legt. En allir vilja eiga góðan hest, eða hesta. Nú skulum við hugsa okkur bónda, sem vill fá inn i hross sin nýjan eiginleika. Hann kaon að vilja láta þau stækka, ef til vill er hann að sækj- ast eftir meiri ganghæfni, hærra fjöri, betra geðslagi, eða bara nýjum lit eða litum. Hvort sem það nú eru fleiri eða færri þessara eiginleika, sem bóndinn er að leita eftir, þá á hann að geta kynnt sér. hvar. það er að finna, sem hann vill fá inn i hrossakyn sitt, en siðan á hann að geta feng- ið þar kynbótahross til þess að bæta hesta sina. Þannig er hægt að hafa hið mesta gagn af sér- ræktuninni, og með þessu móti er ég alveg sannfærður um að hægt er að koma upp hinni glæsilegustu hrossarækt i landinu. Upprætum ókostina, eflum kostina — En er ekki miklum erfiðleik- um bundið aðrækta svona „dreifð einkenni”, ef ég má taka svo til orða. Einn bóndi vill kannski rækta ákveðinn gang, annar ákveðinn lit, hinn þriðji eitthvað enn annað? — 1 raun og veru er hér ekki um það að ræða að dreifa eiginleikun- um. Við getum hugsað okkur, að langt sé á milli bændanna þriggja, sem þú nefndir i spurn- ingu þinni, þeir gætu jafnvel verið sinn i hverju héraðinu. Þeir eiginleikar, sem bændurnir eru að leita að, eru nefnilega til i stofninum, flestir, ef ekki allir, en að visu i mjög misjafnlega rikum mæli. Við skulum hugsa okkur bónda, sem hefur lengi átt ágætt hrossa- kyn, falleg hross og hæfileika- mikil, en á einhvern hátt gölluð, til dæmis skaphörð og erfið i tamningu, eða jafnvel svo ódæl, að ekki verði af þeim full ánægja, eftir að þau eru fulltamin. Það er ekkert liklegra, en að þessi bóndi gæti bætt hross sin mjög með þvi að sækja sér fola af kyni, þar sem glöð og blið lund væri rikjandi einkenni. Og þetta er aöeins eitt litið dæmi. Með skynsamlegri blóðblöndun á að vera hægt að uppræta ókostina, en efla og auka kostina, þvi að viðast hvar eru þeir fyrir hendi, einhvers staðar i ættinni, þótt litið kunni að bera á þeim i þeim einstaklingum, sem maður er með á milli handanna i það og það skiptið. — Er eitthvað dálitið til af starfandi hrossaræktarbúum? — Þau eru aðallega tvö, en þeim fjölgar óðum. Það er mér mjög mikið gleðiefni, hve margir taka virkan þátt i hrossaræktinni og hve áhuginn á þessu sviði fer vaxandi. Hrossaræktarbúin — Hvaða tvö hrossaræktarbú eru þetta, sem nú eru starfandi i landinu? — Elzt er kynbótabúið á Hólum i Hjaltadal, sem er rikisbú. Þar eru nú ræktuð skagfirzk hross og önnur, sem lika eru af þeim slóð- um, en eru kölluð „austan-vatna- hross”, eða austurskagfirzk hross. Vona ég, að lesendur okkar skilji, hvað ég á við, þótt ég lofi þessum orðum úr mæltu máli hrossaræktarmanna fyrir norðan að halda sér hér. A þessum hross- um er kannski ekki ýkjamikill munur, en segja má, að hér sé um að ræða tilraun i þá átt að halda einhverjum hlutum aðskildum og út af fyrir sig. Þá má nefna Kirkjubæjarbúið i Rangárvallasýslu, sem búið er að starfa um þrjátiu ára bil. Það er lika með sina sérstöku ræktun. Þetta eru tvö elztu hrossa- ræktarbúin I landinu, en til eru stofnar að nýjum búum, og sum þeirra eru nú þegar tekin til starfa. — Ég bind ákaflega miklar vonir við öll þessi bú, þvi að það er einmitt slik starfsemi, sem mótað hefur stefnuna i hrossaræktarmálum, og mun gera það i siauknum mæli á kom- andi árum, en einmitt stefnumótunin — að gera sér grein fyrir þvi hvað maður vill gera —- hlýtur að vera ein af meginstoðunum undir allri kyn- bótastarfsemi, svo hrossa sem annars búpenings. — Hversu mörg hross eru á þess- um kynbótabúum, sem þú nefnd- ir? — Siðan 1963 hefur Hólabúið starfaö með það sérstaka mark- mið fyrir augum að rækta austur- skagfirzk hross. Þaö á nú um áttatiu hross. Þetta bú var stofnað 1942 og hefur starfað siöan, að visu með misjafnlega miklum glæsibrag, eins og geng- ur. Siðan skipulagsbreyting varð á búinu 1963 hefur starfið þar gengið nokkuð vel. Ég vil ekki segja, að staðan þar sé neitt sér- lega glæsileg um þessar mundir, en hún er að minnsta kosti mjög þokkaleg. Einn áratugur er ekki langur timi, þegar um ræktun og kynbætur er að ræða, og þótt ég fyrir mitt leyti gæti vel þegið það að þeir góðu einstaklingar, sem komið hafa frá þessu búi, væru enn fleiri, þá held ég að þetta horfi allt til réttrar áttar á Hólabúinu, og við verðum að muna, að ræktun er ekki eitthvað, sem maður getur hrist fram úr erminni á svipstundu. — En Kirkjubæjarbúið? — Þar hefur verið unnið mark- visst áð ræktun rauðblesóttra reiðhrossa, og hefur sú starfsemi staðið siðan 1942, enda er árang- urinn sá, að um áttatiu af hundraði allra foralda, sem þar t Laugardai á páskum 1966. Þar I sveit er það siöur manna að koma saman á páskunum, leggja á hesta og stiga á bak. Er siðan riöið um sveitina að gömium og góðum siö. — Hér er verið aö leggja á foia, sem nú kynnist hnakknum i fyrsta skipti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.