Tíminn - 29.09.1974, Side 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 29. september 1974.
Tveir strákar i erfiðleikuni ineð einn kvenmann. Þaö þætti stundum
saga til næsta bæjar. Timamyndir: Kóbert.
Innritun stendur yfir
í síma 8-32-60 frá kl. 10-12 og 1-7
TÖKUM YNGST TVEGGJA ÁRA
Kennt veröur:
Barnadansar — Táningadansar — Stepp —
Jazzdans — samkvæmis- og gömlu dansarnir —
Jutterbug og Rokk.
Kennslustaðir í Reykjavík:
Safnaðarheimili Langholtssóknar— Ingólfskaffi —
Lindarbær (uppi)
Akranes:
Innritun og af hending skírteina í Reyn sunnudaginn
22. september kl. 1-3. Sími 1630.
Borgarnes:
Innritun og afhending skírteina í Samkomuhúsinu
sunnudaginn 22. september kl. 1-3. Sími 7287.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
# f •••
fyrst þeir vilja ekki af
frjálsum og fúsum vilja
rr
— Busavígsla í AAenntaskólanum í Kópavogi
Gsal—Reykjavík. — Busavígslur
eru þessa dagana nær daglegt
brauö. í gærdag var ein slik hald-
in og nú áttu i hlut nemendur
Menntaskólans i Kópavogi.
Við Timamenn fórum auðvitað
strax á kreik, og þegar við kom-
um að skólanum, heyrðum við
strax mikil hróp og köll. Inn á
skólalóðinni, fyrir framan and-
dyri skólans virtist i fyrstu allt
loga i slagsmálum en við nánari
athugun sáum við, að þau voru
ekki alvarlegs eðlis.
Við einn húsvegginn, stóð einn
nemandi með gjallarhorn. Sagð-
ist hann heita, Ingólfur Gislason,-
og væri þriðjibekkingur.
— Við förum þannig að þessu,
að við setjum busana i poka. Þeg-
ar þvi erfiðisverki er lokið, teym-
um við þá upp á Þinghól, þar sem
ég hef verið valinn til að halda yf-
ir þeim smá tölu. Þegar þvi er
lokið verða busarnir að drekka úr
vizkubrunninum.
— Vizkubrunninum?
— Já, það er stór tunna, með
ákveðnum legi i, og við íátum
busana súpa af þessum legi.
Á lóðinni tókum við strax eftir
tvenns konar búningum, sumir
voru i svörtum plastpokum og
fóru þeir ófriðlega.
— Það eru böðlarnir, upplýsir
Ingólfur.
...en hinir voru i strigapokum
og létu enn ófriðlegar.
— Það eru busarnir og á pok-
unum er letrað: Busar MK.
Athöfnin fór vægast sagt litt
friðsamlega fram. Busarnir létu
böðlana ekki ,,poka” sig án fyrir-
hafnar, og þvi þurfti oft marga
böðla til að geta sett pokann yfir
busana. Ég minntist á þessar
óvægu aðferðir.
— Já, fyrst busarnir vilja ekki
af frjálsum og fúsum vilja ganga
inn I okkar samfélag verðum við
að beita hörku. Þeir eru margir
svo voðalega óþroskaðir og erfið-
ir greyin.
Ingólfur upplýsti að busarnir
væru 72, böðlar 6, — en þeim hef-
ur auðsjáanlega fjölgað siðustu
minúturnar, sagði hann og átti
við böðlana.
Súrmjólkurhyrna lá á vellinum
og þöktu súrmjólkursletturnar
stórt svæði.
— Busarnir hafa eflaust vopn-
að sig með þessu áleit Ingólfur.
Trommuleikur var hafður I for-
grunni þessarar merku og mikil-
vægu athafnar i lifi busanna og
börðu húðirnar ýmist piltar eða
stúlkur.
Innan dyra i sjálfu anddyri
skólans stóð stæðilegur drengur i
dyrunum og stjórnaði hann þeim,
er um dyrnar fóru eða vildu fara.
I anddyrinu voru hópar
nemenda, og var okkur sagt, að
þar væru mest óvigðir busar, en
vegna böðlafæðar var ekki hægt
að senda alla busana út á lóðina i
einu.
Allt i einu kemur stór og þrek-
inn drengur til stæðilega manns-
ins i dyrunum.
— Ég ætla að fara út.
— 1 hvaða bekk ertu?
— 2. bekk.
— Nei, þú ert i 1. bekk.
— Ég þarf nauðsynlega að
komast út, þvi ég á alveg eftir að
læra fyrir mánudaginn!!
Ogn nú hlógu allir. Stæðilegi
drengurinn sagði, að það kæmi
alls ékki til greina að hleypa hon-
um út.
Hinn lét sér ekki segjast, og
greip þvi til þess ráðs, að freistast
til að komast út um glugga.
En viti menn! Kemur þá ekki
sjálfur Ingólfur Þorkelsson,
rektor.
Gekk rektor með snáða til
dyravarðarins stæðilega og
sagði:
— Hleyptu honum út, það á að
,,poka” þá úti en ekki inni.
Eins og nemendur vissu, þýddi
ekki að þrátta við rektorinn — og
þvi ,,fékk” strákurinn fyrir náð
og miskunn að fara i gegnum
greipar þess stæðilega, sem eðli-
lega undi málalyktum fremur
illa.
— Það sem sérstaklega skortir
á þessa busavigslu er meiri
skipulagning og betri hernaðar-
tækni, sagöi Ingólfur Þorkelsson
rektor við nemendur sina og
hvarf siðan augum þeirra, — en
vigslan hélt áfram eins og ekkert
heföi i skorizt.
Eftir mikil og hörö átök lá businn
á jöröinni og þá var eftirleikurinn
auðveldur.
Sumir voru bara „góðir” og þá áttu böölarnir tiltölulega auövelt aö ljúka ætlunarverki sinu.