Tíminn - 29.09.1974, Side 7
Sunnudagur 29. september 1974.
TÍMINN
7
Vetraráætlun
Flugfélagsins
innanlands
Vetraráætlun Flugfélags Is-
lands i innanlandsflugi gengur i
giidi 1. október n.k. Allt áætlunar-
flugiö verður nú framkvæmt með
Fokker Friendship skrúfuþotum.
Til stærri staða innaniands verð-
ur svipaður ferðafjöldi og i fyrra-
vetur. Til minni staðanna fjölgar
ferðum hins vegar verulega. Þá
verða teknar upp sérstakar vöru-
flutningaferðir til Isafjarðar,
Akureyrar, Egilsstaða og Vest-
mannaeyja og er hér um nýmæli
aö ræöa, nema til isafjarðar en
þangað hafa verið áætlunarferðir
með vörur undanfarin ár. Vegna
aukins flugvélakosts i innanl,-
flugi eru nú möguleikar til að
framkvæma flugið á styttri tima
dag hvern. Þannig mun flug hefj-
ast kl. 0900 að morgni og flugvél
koma úr siöasta flugi kl. 20:20.
Hér er um talsverða hágræðingu
að ræða, sérstaklega hvað áhrær-
ir þá staði, þar sem nýta verður
dagsbirtu til flugsins.
1 aðalatriðum er flugáætlunin
sem hér segir:
Til Akureyrar verður flogið
þrisvar á dag alla daga. Fyrsta
brottför frá Reykjavik er kl. 0900
á virkum dögum og kl. 1100 á
sunnudögum. Siðasta brottför frá
Reykjavik er kl. 1800 og kl. 1925
frá Akureyri.
Til Vestmannaeyja verða tvær
ferðir á dag alla daga. Brott-
farartimar frá Reykjavik kl. 0830
og 1500.
Til Isafjarðar verða niu ferðir á
viku. Daglegt flug kl. 1030 frá
Reykjavik og einnig kl. 1200 á
mánudögum og föstudögum.
Til Egilsstaða verða niu ferðir á
viku. Daglegt flug og tvær ferðir á
mánudögum og föstudögum.
Til Hornafjarðár verða fjórar
ferðir á viku, á þriðjudögum,
fimmtudögum, laugardögum og
sunnudögum. Brottför til Horna -
fjarðar frá Reykjavik er kl. 1130 á
virkum dögum en á sunnudögum
kl. 1700.
Til Húsavikur verður flogið á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum og einnig á laugar-
dögum frá 16. nóv. til 18. janúar
og frá 22. marz fram að sum-
aráætlun.
Til Sauðárkróks verður flogið á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum og einnig á laugar-
dögum frá 16. nóv. til 18. janúar
og frá 22. marz til 26. april.
Til Patreksfjarðar verða þrjár
ferðir i viku. A mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum.
Til Norðfjarðar verða nú i
fyrsta sinn þrjár ferðir á viku að
vetri til og verður flogið á þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugar-
dögum.
Til Raufarhafnar og Þórshafn-
ar verða tvær ferðir á viku alla
vetraráætlunina á þriðjudögum
og fimmtudögum og þriðja ferðin
á laugardögum frá 16. nóv. til 18.
janúar.
Til Þingeyrar verður flogið
tvisvar á viku á miðvikudögum
og laugardögum.
Milli Akureyrar og Egilsstaða
verða tvær ferðir á viku fram og
aftur, á mánudögum og föstudög-
um. Milli Akureyrar og tsafjarð-
ar verður flogið á mánudögum og
föstudögum fram og aftur. Milli
Akureyrar og Raufarhafnar og
Þórshafnarverður flogið á þriðju-
dögum og fimmtudögum.
Eins og á undanförnum miss-
erum verða ferðir áætlunarbif-
reiða milli ýmissa flugvalla og
nærliggjandi byggðarlaga i sam-
bandi við áætlunarflugið.
VÖRUFLUTNINGAR t LOFTI
Auk þess að flytja vörur milli
staða innanlands á hinn hefð-
bundna hátt þ.e.a.s. I áætlunar-
flugi með farþega, verða nú tekn-
ar upp sérstakar vöruflutninga-
ferðir frá Reykjavik til Isafjarð-
ar, Akureyrar, Egilsstaða og
Vestmannaeyja. Aætlað er að
þessir flutningar hefjist 1.
nóvember. Þá verða vörur fluttar
á vörupöllum og verður hagað
þannig: Frá Reykjavik til Vest-
mannaeyja og Akureyrar verður
flogið á þriðjudögum. Til Egjls-
staða á miðvikudögum og til Isa-
fjarðar á fimmtudögum.
Lancia Beta 1800 5 manna.
Vél 1 10 din. 10 lítr. pr. 100 km.
Framhjóladrif.
Verð 1.021.000 —
Fiat 132 GLS 1600 — 1800
5 manna.
Vél 107 din. 10 lítr. pr. 100 km.
Varð 1600: 798.000.—, 1800: 823.500,—
Fiat 125 P. station 5 manna.
Vél 80 din. 9 lítr. pr. 1 00 km.
Verð 658.000
Fiat 128 Rally 5 manna.
Vél 67 din. 9 lítr. pr. 1 00 km.
Framhjóladrif.
Verð kr. 644.000.—
Fiat 127 Berlina 5 manna.
Vél 47 din. 7 lítr. pr. 1 00 km.
Framhjóladrif.
Verð 2ja dyra 504.500. —, 3ja dyra 528.500.—
Fiat 126 Berlina 4ra manna.
Vél 23 din. 5,5 lítr. pr. 100 km.
Verð 453.000. — .
Fiat 238 Van.
Vél 46 din. 8 lítr. pr. 100 km.
Framhjóladrif.
Verð 660.000 —
Fiat 125 P. 5 manna.
Vél 80 din. 9 lítr. pr. 1 00 km.
Verð 618.000,—
Fiat 128 Berlina 5 manna.
Vél 55 din. 8 lítr. pr. 1 00 km.
Framhjóladrif.
Verð 2ja dyra 560.000. —, 4ra dyra 587.500.—
Station 605.000.—