Tíminn - 29.09.1974, Side 13

Tíminn - 29.09.1974, Side 13
Sunnudagur 29. september 1974. TÍMINN 13 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof- ur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð í lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Offjölgun — mannfæð Um fátt er nú meira talað i fjölmiðlum heimsins en fólksfjölgunina, mengunina og sóun þeirra auðlinda, sem eyðast þegar af er ausið og virðist nú svo freklega á gengið, sumar hverjar, að til þurrðar horfi. Það er eðlilegt, þvi að þarna eru samandregin þau vandamál veraldarinnar, sem geigvænlegust eru og torveldust viðfangs. Andspænis þeim er næsta skoplegt að berjast um það af heift, hvort þessi eða hin stjórnin eigi að sitja að völdum i Saigon, þótt Vietnam-striðið hafi á hinn bóginn ekki verið neinn skopleikur i grimmd sinni, eða gera blóðtappann i fæti og lunga Nixons að máli málanna. En svo iskyggileg sem mannfjölgunin i hungruðum heimi er að fleira en einu leyti, geta viðhorf manna ekki alls staðar verið hin sömu. Samtimis óhæfilegri mannfjölgun viða um lönd, bæði vegna fæðuskorts, sem litlar líkur eru til, að fram úr verði ráðið, og mengunar og ofneyzlu, sem ekki er enn séð, hvernig spornað verður gegn, getur mannfæð verið öðrum þjóðum til trafala. Svo er ástatt hér á okkar landi, að við kysum þjóðina liklega langflest eða öll fjöl- mennari heldur en fámennari. Fróðum mönnum og lærðum hefur reiknazt svo til að æskilegasti mannfjöldi á íslandi frá hagrænu sjónarmiði myndi vera sex til sjö hundruð þúsund manns, miðað við nýtingu þeirra orkulinda, sem nú eru kunnar og hagkvæmt er talið að nýta. Með vaxandi fjölda landsmanna myndi hver og einn þurfa minna fram að leggja til þess að standa undir stofnunum margs konar og stjórnsýslu, samgöngum i allstóru og fjöllóttu landi og mörgu öðru, sem við verðum sam- eiginlega að sinna, ef við viljum menn heita i reynd. Þá myndi og styrkur okkar til dýrra fram- kvæmda aukast. En lifið er ekki reikningsdæmi fyrst og fremst, þótt sumir þættir þess geti verið það. í veröld, þar sem mannmergðin er miklu meiri en landrými og landkostir, og eykst stöðugt, getur sú stund runnið upp, að þröngbýlisfólk taki að renna augum til landsvæða, sem strjálbýl eru eða jafnvel litt byggð að þess mati enda þótt þau séu norður undir heimskautsbaug. Þannig getur það verið viðsjárvert, þegar fram i timann er horft, ef tiltölulega viðlent land hefur fáu fólki á að skipa. Óboðnir gestir gætu hugsað: Hér er olnbogarými. Og þá kynni einhverjum þykja þrengjast fyrir dyrum sinum á óæskilegan hátt, likt og Einar Þveræingur spáði, að verða myndi, ef Noregs- konungi yrði léð fangstaðar á Grimsey. Af þessum sökum og fleiri erum við ekki i hópi þeirra þjóða, sem verða að láta sér annt um að sporna gegn mannfjölgun heima fyrir. Það er okkur bagalaust, þótt þjóðinni fjölgi heldur enn um alllangt skeið. Við þörfnumst hóflegrar mannfjölgunar næstu áratugi. Vitanlegt er þó það, að mannfjöldinn einn skiptir ekki öllu máli, heldur jafnvel enn frekar hitt, hvernig hver og einn skipar sitt rúm. En það er upp og ofan meðal íslendinga, likt og meðal þjóða, sem á svipuðu menningarstigi standa. í mannfæð okkar verðum við þvi miður fyrir afföllum, sem rekja má til veilna i uppeldisháttum okkar og samfélagskerfi, og þótt órannsakað sé, verður að teljast hæpið, að þeim dæmum hafi fækkað hlutfallslega með batnandi kjörum. —JH Philip Foster, The Scotsman: Sykursölusamningar standa yfir í Briissel Skortur á sykri er fyrirsjáanlegur, og verðið er afar hátt Sykurreyr skorinn. SYKURRÆKTENDUR frá vanþróuðu rikjunum og Efna- hagsbandalagi Evrópu ætla i haust að kveða á um, hvar evrópskir neytendur skuli fá sykur keyptan næstu árin. Undirbúningsviðræður hófust IBrussel 18. september. Gangi þær að óskum, ætti að nást jafnvægi milli hagsmuna sykurrófnaræktenda i Efna- hagsbandalagsrikjunum og sykurreyrsræktenda i öðrum heimsálfum, sem vilja tryggja samninga til langs tima um sykursölu til Efnahagsbanda- lagsrikjanna við fyrirfram ákveðnu verði. Þegar þessar samningavið- ræður hefjast, stendur svo á, að vöntun á sykri er fyrirsjá- anleg. SUMIR haida þvi fram, að Efnahagsbandalagsrikin ættu að fullnægja sykurþörf sinni með sykurrófnarækt heima fyrir. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að Efnahagsbanda- lagsrikin eigi að taka verulegt tillit til þeirra, sem hafa full- nægt sykurþörf þeirra um langt skeið, einkum þegar i hlut eiga vanþróuð riki, sem áður voru nýlendur Evrópu- rikja, enda hefir þeim verið gefið fyrirheit um aðgang að hinum sameiginlega markaði. Viðræðurnar ættu að geta leitt til málamiðlunar milli þess- ara sjónarmiða. Samkvæmt sykursölusamn- ingi Brezka samveldisins hafa Bretar flutt inn 1,4 milljónir smálesta af svkri frá rfkjum við Karibahaf, i Afriku og á Kyrrahafi. Þessi sykursala er eitt af þvi, sem þungt verður á metum i viðræðunum i Brussel, en sykursölusamn- ingur Brezka heimsveldisins rennur út um næstu áramót. SAMNINGAR verða eflaust erfiðir og langvinnir. Fyrr á þessu ári náðist óformlegt samkomulag milli sykur- rófnaræktenda i Evrópu og sykurreyrsræktenda frá þeim rikjum, sem sykursölusamn- ingur Brezka samveldisins nær til. Sykurrófnaræktendur féllust á að amast ekki við áframhaldandi innflutningi til Evrópu frá samningssvæðinu, en seljendur þess sykurs sam- þykktu að viðurkenna aukn- ingarþörf sykurræktarinnar i Evrópu. Eftir að þetta samkomulag var gert, kom á daginn, að helztu sykurframleiðendur við Karibahaf ætluðu að synja Bretum um umsamið magn. Þeir hafa einnig tvivegis knúið fram verðhækkanir með þvi að hóta að senda sykur sinn á hagstæðari markaði. Þessir framleiðendur hafa selt Bandarikjamönnum og öðrum hæstbjóðendum nokkuð yfir 350 þúsund smálestir af þeim sykri, sem þeir áttu sam- kvæmt samningum að selja Bretum. ÞESSU verður eflaust hampað I samningaviðræðun- um i Brussel. Til þess verður sjálfsagt vitnað til stuðnings málstað þeirra.sem telja fá- vislegt að hamla gegn sykur- rófnarækt Efnahagsbanda- lagsrikjanna, þegar sýnt sé, að þau geti fullnægt eigin þörf- um, og að öllum likindum flutt út sykur, þegár fram liði stundir. Skammtima sjónarmið munu einnig hafa sitt að segja i viðræðunum. tbúar Efna- hagsbandalagsrikjanna hafa fengið að kenna á sykurskort- inum, ekki siður en aðrir. Sykurframleiðendur munu hampa honum i viðræðunum. Þeir munu halda fram, að hag Efnahagsbandalagsrikjanna sé bezt borgið með þvi að halda áfram innflutningi frá aðildarrikjum að sykursölu- samningi Brezka samveldis- ins, og auka jafnframt sykur- rófnaræktina heima fyrir. SYKURSKORTSINS varð vart snemma á árinu 1972. I byrjun þess árs keyptu Sovét- menn feikna mikið af sykri, og þau kaup hækkuðu sykursmá- lestina á frjálsum markaði úr 40 stertingspundum i 90 ster- lingspund. Offramleiðsla hafði verið á sykri, en eftir kaup Sovét- manna varð skortur fyrirsjá- anlegur, og svo er enn. Sykur- neyzlan i heiminum eykst um sem næst hálfa þriðju milljón smálesta á ári. Uppskeru- brestur i sumum sykurfram- leiðslurikjum, einkum Kúbu, hefir svo valdið þeim skorti, sem nú hefir sagt til sin. Sykurframleiðslan I heimin- um I ár er um 80 milljónir smálesta og hrekkur nokkurn veginn til að fullnægja þörf- inni. Af þessum sökum hefir sykurverð hækkað meira en dæmi eru um áður. London er miðstöð hins frjálsa sykur- markaðs. Dagverð á sykri er skráð þar, og verðið á smálest hefir hækkað úr 143 sterlings- pundum, i byrjun þessa árs, i 370 sterlingspund, og er það langhæsta sykurverð, sem sögur fara af. FRAMLEIÐSLUSPA fyrir 1974-’75 gerir aðeins ráð fyrir 1,5-2 milljón smálesta aukn- ingu. Sennilegt er talið, að hið háa verð dragi eitthvað úr neyzlunni, en samt er gert ráð fyrir, að framboðið fullnægi ekki eftirspurninni. Venjulega eykst fjárfesting i sykurframleiðslu til muna, þegar verðið er hátt. 1 þetta sinn hefir fjárfestingin ekki aukizt eins mikið og þörf er á, og veldur það nokkrum áhyggjum. Horfur eru ekki betri i Efna- hagsbandalagsrikjunum en annars staðar. Þurrkar og jurtasjúkdómar hafa dregið verulega úr uppskeru sykur- rófna i sumum rikjanna. Gert er ráð fyrir, að uppskeran i ár verði i heild minni en i fyrra og framleiðsla sykurs nemi um 9,4 milljónum smálesta, en neyzlan er áætluð um 10 milljónir smálesta. Reynt hefir verið að draga úr útflutningi með skattalaga- ákvæðum, en samt er búizt við, að birgðir i árslok verði aðeins um 500 þús. smálestir, og það er sem næst hálfs mánaðar notkun. Fyrirsjáan- legt ástand i lok þessa árs og byrjun þess næsta mun segja til sin I viðræðunum i Brussel og ráða miklu um samnings- aðstöðuna. EFNAHAGSBANDALAGS- RIKIN þurfa á auknum sykri að halda, en hvað má hann kosta? Verðið verður vitan- lega aðal ágreiningsefnið. Heimsmarkaðsverð er nú um 350 sterlingspund smálestin, en framleiðendur munu sætta sig við mun lægra verð, svo fremi að kostur sé á langtima sölusamningi um tiltekið magn gegn verði, sem tryggi sanngjarnan hagnað, en fram- leiðslukostnaðurinn er mis- jafn i hinum ýmsu rikjum. Sölusamningar til langs tima gera framleiðslurikjun- um kleift að gera áætlanir um atvinnulif sitt en það veltur i mörgum rikjanna einkum á framleiðslu einnar vöruteg- undar, og allar gjaldeyristekj- ur stafa af útflutningi þeirrar vöru — eða sykurs. Við samn- inga verður að þræða þröngan meðalveg. Annars vegar eru kröfur framleiðendanna að handan, og hins vegar eru körfur sykurrófnaræktenda i Efnahagsbandalagsrikjunum um 30% aukningu framleiðsl- unnar við Efnahagsbanda- lagsverðinu, sem er 118 ster- lingspund á smálest. Þessi þröngi meðalvelur tryggir vonandi nægan sykur i nokkur ár. SYKURSKORTURINN i heiminum veidur þarna mikl- um vandkvæðum. Svo er að sjá, að 1,4 milljónir smálesta, sem kveðið er á um i sykur- sölusamningi Brezka sam- veldisins, hrökkvi naumast til þess að fullnægja þörfum Efnahagsbandalagsrikjanna á næsta ári. Á þvi ári er einmitt ráðgert að endurskoða hinn sameiginlega sykurmarkað þess. Vöntunin stafar meðal ann- ars af þvi, að Bretar urðu að ganga nokkuð á birgðir sinar i ár til þess að bæta upp það, sem vantaði á umsamda af- greiðslu frá sykurframleiðslu- rikjum við Karibahaf. Bretar sjá fram á 200 þús smálesta minni sykurframleiðslu en gert hafði verið ráð fyrir úr sykurrófnauppskerunni og krefjast þess, að þeim verði leyft að flytja inn 335 þús. smálestir að vestan 1975. Þeir hafa auk þess flutt inn sykur frá Astraliu, samkvæmt sykursölusamningi Brezka samveldisins, en sá sykur fell- ur utan þess, sem Efnahags- bandalagsrikin hafa fallizt á að heimila innflutning á frá vanþróuðum rikjum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.