Tíminn - 29.09.1974, Side 18

Tíminn - 29.09.1974, Side 18
18 TÍMINN Sunnudagur 29. september 1974. gömul dragkista með brotnum spegli. Milli hennar og stóarinnar var lítill eldiviðarkassi, sem negldur var við vegginn. Katrin settist á annan stólinn og virti þetta ömurlega og fátæklega herbergi fyrir sér. Það var eins og heljar- þung byrði hefði verið lögð á herðar henni. Fæfurnir voru þungir sem blý, og henni fannst vera eitthvert undarlegt óbragð i munni sér. Hún varð að einbeita allri orku sinni til þess að rifa sig upp úr þessu. Hún staulaðist þó á fætur og fór að laga til í herberginu. En hreyf ingar hennar allar voru seinar og þyngslalegar, eins og þarna væri gömul kona að verki. Hún fann stóra tréskjólu og burðaðist með hana út að leita að vatnsbóli. En það fannst enginn brunnur á bæ hennar. Hún snuðraði kring- um næsta kofa, er virtist álíka reisulegur og hús Jó- hanns, en þar var ekki heldur neitt vatnsból. Loks fann hún brúnn við götuna, drjúgan spöl frá kofanum. Þar fylti hún skjóluna af vatni. Hún tók sængurfötin og breiddi þau á sólheita klöpp. Hún rogaðist einnig út með allar húsgagnanefnurnar og hlóð þeim fyrir framan dyraþrepið. Síðan kveikti hún upp í qrenisprekum, sem voru i eldiviðarkassanum, hit- aði vatnið og þvoði allt draslið og raðaði þvi til þerris á klöppina. Hún fann ekkert, sem hún gæti þerrað það með. Þessu næst þvoði hún sjálf húsakynnin, og að lok- um bar hún húsmunina inn affur og gerði sér eins hagan- legt ból á slagbekknum og unnt var. Þegar þessu var lok- ið, settist hún þar, lét hendurnar síga í keltu sina og litað- ist um. Víst var allt orðið þokkalegra, en um hvilíka fá- tækt vitnaði þó ekki sérhver hlutur! Hún leit út um gluggann. Sólin var sigin til vesturs. Henni datt í hug, hvað klukkan myndi vera. Á þilinu hékk gömul klukka, og þegar hún dró hana upp, fór hún að ganga meðódæma skrölti. En hún gatekki sett hana fyrr en hún vissi, hve framorðið var í raun og veru. Hún batt því skýlu yf ir höf uð sér og arkaði að næsta húsi, sem var enn minna, en mun betur hirt. Þar vottaði jafnvel fyrir rauðri málningu á stafninum. Á leiðinni gekk hún fram hjá litlum og tötralega bún- um dreng, sem lék sér að ofurlitlum barkarbáti á polli við götuna. Hún staðnæmdist hjá honum og spurði: „ Hvað heitir þú?" „Öbet". „Jæja, heitirðu Róbert. Er gaman að lifa?" „Það hriktir í, en miðar samt, sagði karlinn", svaraði snáðinn og gat varla kveðið að orðunum. Katrin hló, því að nú vissi hún þó, að hún var á Álandseyjum. En hlátur- inn sá var kjökri líkastur. Fimm eða sex berfætt börn, seyrð og sultarleg á svip, voru að leikjum inni í kofa grannanna. Katrín gaf sig að stálpaðri telpu, sem dillaði kornbarni í keltu sér. ,, Klukkan min stanzaði. Getur þú sagt mér, hve f ram- orðiðer? — Ég bý hérna í húsinu fyrirofan". „Jú. Klukkan hangir nú þarna á veggnum, en hún er víst hálftíma of fljót", svaraði stúlkan og leit forvitnis- augum á Katrínu. „Ég þakka kærlega fyrir", svaraði hún og flýtti sér brott. Hún var að setja klukkuna og sneri baki að dyrunum, þegar hún heyrði skræka karlmannsrödd fyrir aftan sig. Þar var allt í einu kominn feitlaginn og kubbslegur mað ur, rauður í andliti og kringluleitur, smáeygur og voteyg- ur. Hann kreppti feita fingurna um skrautlegt handfang á dýrum göngustaf. „Nú, þetta er þá nýja konan hérna í byggðinni Ég býð þig velkomna við Vesturbæjar", skrækti hann. „Ég þakka", svaraði Katrin kuldalega Maðurinn hélt áfram jafn skrækróma og áður: ,, Ég leyf i mér að kynna mig. Ég er Svensson kapteinn. Þú átt að vera hjá mér um sláttinn. Við byrjum að slá i f yrramálið". „Já, en það er annar..Norðkvist kapteinn er búinn að koma hingað", stamaði Katrín undrandi. „Djöfullinn sjálfur! Hef ég orðið of seinn?" Svo íhugaði hann málið. „Þá kemur þú til mín, þegar við förum að þreskja. Mundu það!" Síðan haltraði hann brott og studdi sig við staf inn. Konan horfði á eftir honum gegnum gluggann. „Þá kemur þú til mín, þegar við förum að þreskja", tautaði hún. Var hún ekki lengur sjálfri sér ráðandi? Hún sat lengi hreyfingarlaus á stólnum við gluggakrílið. Sólin gekk undir, og kvöldroðinn fölskvaðist. Það dimmdi æ meira. Hún var máttfarin og fann, að hún var svöng. En hvaða máli skipti það? Hvað átti hún til bragðs að taka? Leita á náðir föður síns heima í Austurbotnum? Hún gat ekki snúið heim eins og umrenningur og látið fólk sjá eymd sína. Hún átti aðeins einn kost: að fara til Norð- kvists og lú garða hans, vera þar í heyvinnu um sláttinn og fara síðan til Svenssons, þegar þreskitíminn kæmi. Hún varð að af la sér lífsviðurværis með vinnu sinni. Það var hennar framtíðarvon. Frú Parker var að r taka til i kiallaranum hjá sér og gaf mér v þetta dót. ’ Hvað ætlar \/Ég verðr að byrja þú að gera 1 á að fela það svo við það. Amamma sjáiþað ^ ekki. Hllli Í:flMffii I SUNNUDAGUR 29. september 8.00 Morgunantlakt. Séra Pétur Sigurgeirsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Gordon Jenkins, Billy May, Ai Cai- ola og fleiri ieika lög frá ýmsum löndum. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. - 10.10 Veðurfregnir). a. Hljóm- sveitarsvita nr. 3 i D-dúr eftir Bach. Filharmóniu- sveitin i Berlin leikur: Her- bert von Karajan stj. b. Messa i C-dúr (K 317) eftir Mozart. Pilar Lorengar, Agnes Giebel, Marga Höff- gen, Josef Traxel og Karl Christian Kohn syngja með Sinfóniuhljómsveit Berlinar og kór Heiðveigarkirkj- unnar i Berlin. Wolfgang Meyer leikur á orgel. Kari Forster stjórnar. c. Sónata i g-moll op. 19 fyrir selló og pianó eftir Rakhmaninoff. Eileen Croxford og David Parkhouse leika. 11.00 Prestvigslumessa i Dómkirkjunni, Biskup Is- lands vigir þrjá guðfræði- kandidata, Auði Eir Vil- hjálmsdóttur til Staðar- prestakalla i Sugandafirði, Jón Þorsteinsson til Set- bergsprestakalis i Grundar- firði og Kristján Val Ingólfsson til Raufarhafn- arprestakalls. Vigslu lýsir séra Magnús Guðmundsson. Vigsluvottar auk hans: Séra Sigurður Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað, sr. Sigurður Kristjánsson prófastur á Isafirði og séra Frank M. Halldórsson. Séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari með biskupi. Organleikari: Ragnar Björnsson. Einn hinna ný- vigðu presta, Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, prédikar. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Mér datt það i hugEinar Kristjánsson frá Her- mundarfelli rabbar við hlustendur. 13.45 íslensk einsöngslög. Guðrún Tómasdóttir syngur. Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. 14.00 Það herrans ár I874.Jón- as Jónasson litur I gömul blöð og dregur upp smá- mynd af árinu. Einnig kem- ur Árni óla rithöfundur fram i þættinum. 14.45 Miðdegistónleikar: Frá erlendum útvarpsstöðvum a. Serenata úr „Concentus musico instrumentalis” eftir Johann Joseph Fux. b. Sinfónia i E-dúr nr. 25 eftir Haydn. Kammersveit út- varpsins i Stuttgart leikur bæði verkin: Paul Angerer stj. c. „Sonetto del Petr- arca” op. 104 og „Mefistó- vals” eftir Liszt. James Tocco leikur á pianó. d. Són- ata i G-dúr fyrir fiðlu og pianó op. 30 nr. 3 eftir Beet- hoven. Itzhak Perlman og Vladimir Ashkenazy leika. (Hljóðritanir frá tónlistar- hátiðum i Schwetzingen og Bergen i sumar). 16.00 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 16,55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Kristin Unnsteinsdóttir og Ragn- liildur Ilelgadóttir stj. a. Skólabókasöfn.Kynnt verða markmið þeirra og starf- semi. Sk ól a b ók a s a f n L^ugarnesskóla heimsótt og rætt þar við kennara og nemendur. b. útvarpssaga barnanna: „Stroku- drengirnir” eftir Bernhard Stokke, Sigurður Gunnars- son heldur áfram lestri þýðingar sinnar (12). 18.00 Stundarkorn með bassa- söngvaranum Ezio Pinza, sem syngur itölsk lög.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.