Tíminn - 29.09.1974, Side 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 29. september 1974.
PRINSINN
í NÝJA
ÆVINTÝRINU
HENNAR
GINU
Hér um árið, þegar Gina
Lollobrigida skiídi við eigin-
mann sinn, Júgóslafneska
lækninn Milko Skofic, þá sór hún
og sárt við lagði að aldrei I lifinu
myndi hún gifta sig aftur. —
Eftir 21 árs hjónaband hef ég
fengið nóg, og ég ætla alls ekki
að bindast aftur — nei, ekki
nokkrum manni. Ég vil vera
frjáls!
Þetta var nú allt gott og
blessað, en konan er glæsileg,
og henni buðust ótal hjóna-
bandstilboð, en hún lét þau lönd
og leið, en skemmti sér eftir
föngum og átti vingott við ýmsa
menn, eftir þvi sem blöðin
sögðu, en ljósmyndarar fylgja
henni oft á röndum, þvi að
óneitanlega er hún gott mynda-
efni. Nú nýlega þá mátti sjá
hana á mörgum myndum með
sænskum vini, Bertil Lundgren.
Þau sögðu að aldursmunurinn
skipti ekki neinu, en Bertil er 17
árum yngri en Gina, eða á
svipuðum aldri og einkasonur
hennar frá hjónabandinu. Allir
— og þar á meðal Gina — héldu
að hjónabandið væri skammt
undan, og Bertil geislaði af
hamingju á myndunum með
Ginu sinni. Hann lýsti þvi yfir,
að hann ætlaði að verða leikari,
og var fullur áhuga á að mennta
sig til þess. Samböndin hafði
Gina, svo að hann var trúaður á
aö tækifærin kæmu fljótlega.
En á skammri stundu skipast
veður i lofti! Gina kynntist
spænskum prins, Adam
Czartonsky að nafni, og hún
varð svo hrifin af honum, að
aumingja Bertil Lundgren varð
að fara sina leið. Czartonsky
prins er frændi Juan Carlos á
Spáni, og einn af þeim, sem
gætu gert tilkall til konungs-
tignar á Spáni.
— Hann Adam er raunveru-
legur karlmaður, sagði Gina,
þegar þessi mynd var tekin af
þeim, en ekki vildi hún láta
neitt uppi um áform þeirra um
hjónaband eða sambúð. Það er
nógur timinn að tala um það,
sagöi hún. Ég ætla ekki að fara
aö gefa fljótfærnislegar yfir-
lýsingar eins og i sambandi við
Bertil. Annars var hann nú að-
eins góður unglingur með
leikaragrillur, sagði hún við
blaðamanninn að lokum.
Fyrir tuttugu árum kannaðist
hver Breti við barnið á
meðfylgjandi mynd. Myndin
var notuð á alls konar umbúðir
utan um barnapúður, i
auglýsingar i blöðum og tima-
ritum og i kvikmynda-
auglýsingum. Svo er farið að
auglýsa púðrið með einhverju
öðru barni og þetta gio-yndist,
þar til nú nýverið, að ungfrú
Lindsley Rudlan er aftur komin
I blöð og bió. Er hún nú orðinn 21
árs gömul og aftur orðin fyrir-
sæta, og sizt feimnari en i gamla
daga. Nú auglýsir hún
hárþvottalög.
ekki hitzt á morgun í staðinn? _ Ég get ekki boröað meira, þvl
að ég verð dauðþreyttur, þegar ég
hugsa um alla þessa pakka, sem
ég þarf að taka upp.
DENNI
DÆMALAUSI
„Eru þessar beljur alveg
ótæmandi.”