Tíminn - 29.09.1974, Side 6

Tíminn - 29.09.1974, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 29. september 1974. Nebri- (t.v.) og Efri-Brettingsstaöir á Flateyjardal (1955) Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga xxxxi Brettingsstaöakirkja (1938) „Asbjörn nefna fer ég fyrst, Flateyjar í dalnum, Knarrar byggöi eyri yzt, öldu nærri saln- um”. Svo stendur i Finnbogarimum Ásmundar Sigurðssonar. Á Flateyjardal var björguleg byggö, en nú er „Bleik brugð- iö”. Árni G. Eylands kvað: „Haustið er komið, tómt er i tröðum, til hvers er sumarsins gróður alinn?” Siðasti bóndinn á Brettings- stöðum „bjó sig að heiman og kvaddi dalinn.” Jú, Flateyjar- dalur fór i eyði fyrir rúmum tveimur áratugum. Flateyjar- dalur skerst suður i fjöllin upp af Skjálfandaflóa. Flatey liggur um 2,5 km undan landi. Or Fnjóskadal er jeppafært til dalsins og er sveigt á leiðinni þangað hjá Þverá i Dalsmynni. Grösugt þykir á Flateyjardal, en óþurrkasamt. Snjóþungt á vetrum. Beitarland i hliðum og inná Flateyjardalsheiði. Fjörubeit mikil á vetrum. Berjaland er ágætt. Stilungs- veiði i ám og Vikurvatni, sem er allstórt. Stutt á allgóð fiskimið, en fremur brimasamt. Hrogn- kelsaveiði oft mikil og fyrrum selveiði. Reki talsverður. Dálitið kjarr er inn til hliða og i giljum, en viðast lágt og bælt af snjóþyngslum. Um siðustu aldamót bjuggu 50 manns i dalnum á 5 bæjum, það er: Knarrareyri, Hofi, Brettings- stöðum, Vik og Jökulsá. Liggja þeir allir út undir sjó. Smám saman tók byggðin að dragast saman. Vik fór i eyði 1935, Hof 1937, Eyri 1941, Jökulsá 1946 og Brettingsstaðir 1953. Brettings- staðir voru stórbýli frá fornu fari. Þar var tvibýli og kirkja. Voru siðustu bændurnir tveir sjötugir og einn hálfsjötugur, er þeir fluttu til Flateyjar og Akur- eyrar. Talið er að sama ætt hafi búið á Brettingsstöðum i tvær aldir eða lengur. Kirkjan var flutt úr Flatey að Brettings- stöðum árið 1897 og stóð hún þar til 1957, er hún var flutt til Flat- eyjar aftur. En nú er einnig Flatey farin i eyði. Tún voru lengi litil og þýfð á Flateyjardal Menn lifðu mest á sauðfé og sjófangi. Loks var þó tekið að stækka túnin og var túnið á Brettingsstöðum orðið 10 ha. Kúm var þá einnig fjölgað. Bæði á Brettingsstöðum og Jökulsá voru byggð steinhús langt fyrir 1930 tvö á Brettingsstöðum, enda var þar tvibýli. Veggir voru tvöfaldir og torftróð á milli til skjóls. Fjós var undir stofu i báðum Brettingsstaðahúsunum. A neðri-Brettingsstöðum gengu kýrnar upp útitröppur, og niður aðrar tröppur i fjósið. Þetta var bráöabirgðaráðstöfun, þvl ætl- unin var að lengja húsið, og gera þægilegri inngang i fiósið. Arið 1929 var gerð allstór raf- stöð að Brettingsstöðum, lýst, eldað og hitað við rafmagn. En eftir að bærinn lagðist i eyði voru vélarnar fluttar til Akur- eyrar. Fjárhús voru með torf- klæddu bárujárnsþaki. Hús eru enn stæðileg á Brett- ingsstöðum og Jökulsá, en á hinum bæjunum mun vera húsalaust. Fólk, tengt dalnum, heimsækir hann og dvelur jafnvel i sumarfrii sinu á Brett- ingsstöðum, undir Selfjalli, Hánef og Mosahnjúk. Hánefur (fyrir miðju á myndinni) er hæsta fjallið, rúmlega þúsund metra hátt. Mörgum hefur blessast búskapur á Flateyjar- dal. Siðustu hjónin á Knarrar- eyri ólu upp 14 börn. Siðustu ibúarnir á Brettingsstöðum, og þar með i dalnum, voru: Guðmundur og Þórhallur Páls- synir, Petrina Sigurgeirsdóttir kona Þórhalls og fjögur börnþeirra.Og á hinum jarðar- helmingnum Gunnar Tryggva- son, Emilia Sigurðardóttir og fimm börn þeirra. Brettings- staðafólkið þraukaði lengst, þ.e. fóruburt 1953. Erla Björnsdóttir húsmæðrakennari hefur léð myndirnar og gefið ýmsar upp- lýsingar. Hún dvelst með fjöl- skyldu sinni á Efri-Brettings- stöðum á sumrin. Mikla fræðslu um Flateyjardal og Flateyjar- dalsheiði er að fá i blaði Ferða- félags Akureyrar „Ferðir” 1964 og 1966. Höfundur ritgerðanna, Grlmur Sigurðsson, siðasti bóndinn á Jökulsá. í siðasta þætti misritaðist föðurnafn Elisabetar Elinar og á að vera Arnór Arnason. Hann var prestur á Felli og siðar i Hvammi. Konan i peysufötun- um, sem mynd var birt af i þættinum siðast er Jensina Björg Matthiasardóttir, móðir Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrv. for- seta og þeirra systkina. Þau Jenslna Björg og Ásgeir maður hennar bjuggu fyrst i Holti i Reykjavik, en siðar i Kóranesi á Mýrum. Ctimjaltir á Brettingsstöðum (1949) Veriö að herfa á Brettingsstöðum 1946 Heyi ekið heim á Brettingsstöðum (1946)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.