Tíminn - 29.09.1974, Side 12

Tíminn - 29.09.1974, Side 12
12 TÍMINN Sunnudagur 29. september 1974. Menn og máUfni Karlinn í tunglinu — orkumálastjóri á Breiðafirði Leifar stlflugarösins og mannvirkjanna I Brokey, þar sem Vigfiis Hjaltalin rak kornmyllu i um þaö bil aldarfjóröung. Hitinn í skauti jarðarinnar UM ÞETTA leyti eru sjötiu ár sið- an jarðgufa var fyrst virkjuð til rafmagnsframleiðslu. Það gerð- ist á Italiu árið 1904. Lengi var samt litið skeytt um nýtingu jarð- varma, enda komst tækni á fyrstu árum aldarinnar ekki i hálfkvisti við það, sem nú er. Sá galli var lika á gufurafstöðvum, að mikið af orkunni fór forgörðum. Nú i seinni tið hefur aftur á móti viða verið ráðizt i gufuvirkjanir, enda er þar nýtt orka, sem ekki gengur til þurrðað eins og olia og kol. Hérlendis voru heitar upp- sprettur eða volgrur einungis notaðar til baða eða sem þvotta- laugar, og sums staðar voru brauö seydd f heitum jarðvegi. Virðast baðlaugar hafa viða verið og mikið notaðar i fornöld, og á stöku stað liklega langt til óslitið alla tið. Sundlaugagerð, fátækleg og frumstæö að visu, hófst að nýju fyrir siðustu aldamót, að minnsta kosti i sumum héruðum, er aftur kviknaði áhugi á likamsmennt á borð við sundiþrótt. Fyrstur manna til þess að nota jarðvarma til upphitunar húsi sinu varð borgfirzkur bóndi, Erlendur á Sturlureykjum, svo sem alkunna er. Nú er hitaveita komin i niu kaupstöðum, bæjum og þorpum landsins, auk margra skóla- hverfa, garðyrkjuhverfa og ein- stakra sveitabýla, og á einhverju stigi framkvæmda, áætlana og könnunar er hitaveita i fast að tuttugu byggðarlögum. Hag- nýting jarðhita i gróðurhúsum hefurlengi verið mikil i allnokkr- um héruðum, sem bezta aðstöðu hafa, og fyrir fáum árum var gufurafstöð komið upp i Náma- skarði i Mývatnssveit. Mesti trúmaður inn í hópi stjórnmólamanna Það mun ekki véfengt, að markviss barátta fyrir stórfelldri nýtingu jarðhitans hófst, þegar rikisstjórn Tryggva Þórhallsson- ar settist að völdum áriö 1927. Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti og mesti trúmaðurinn i hópi stjórnmálamanna á þann auð, er jarðhitinn gæti orðið þjóðinni, og árið 1927 fékk hann tækifæri til þess að sýna þessa trú sina i verki. ísinn hafði að sjálfsögðu verið brotinn áður, svo sem dæmi hafa verið nefnd um, bæði af áræönum og hugkvæmum ein- staklingum og ung- mennafélögum. Einn skóli, Laugaskóli, hafði verið reistur á heitum stað og hitaður samkvæmt þvi, og Kristneshæli verið komið upp. En nú hófst hin mikla og hreðusama barátta, sem varð undanfari þeirrar viðtæku jarðhitanýtingar, er við nú þekkj- um, svo undarlegt sem fólki nú á dögum kann að virðast, að jafn- sjálfsögð hagnýting landsgæða skyldi valda hatrömmum og ill- vigum deilum — meira að segja svo illvigum, að öldurnar i stjórn- málasennunum hafa ekki oft hærra risið. Það er til dæmis ekki vist, að allir, sem ganga fram hjá sund- höllinni við Barónsstig, er var einn þátturinn i baráttu Jónasar fyrir hitavæðingu og aukinni lik- amsmennt, skyldi um fjölda ára vera heiftarlegt ágreiningsefni milli hans og andstæðinga hans, og byggingin látin langtimum saman standa fokheld með hverja rúðu brotna af grjótkasti. En tónninn i þeirri styrjöld, sem háð var um sundhöllina og skólana á jarðhitastöðunum, má nokkuð marka af þvi, að jafnvel gagn- merkur þingmaður úr liði and- stæðinga Framsóknarmanna og þeirra, sem þá studdu á þessum árum, komst svo að orði, að þarf- laust væri að verja almannafé til þess, að menn skoluðu skitinn af löppunum á sér. Og það eru ekki nema eitthvað um fjörutiu ár siðan þetta var. Svona var ihaldiö þá rammt ihald. Við upphaf mikillar sögu A siðustu misserum hefur hin mikla verðhækkun á oliu mjög ýtt undir, að sem mest verði hraðað öllum framkvæmdum, er lúta að nýtingu innlendrar orku. Það er þjóðinni mikið hagsmunamál, en jafnframt mun það einnig draga úr hættu á mengun, sem óhjá- kvæmilega fylgir oliuflutningum og oliunotkun. Þetta lýturbæði að virkjun vatnsfalla — hvitu kol- anna, sem einu sinni voru kölluð, þegar kol voru notuð til allrar upphitunar — og hitaveitugerð og virkjun gufuafls. Eins og áður er að vikið er þegar komin gufurafstöð i Náma- skarði, en annað slikt orkuver er fyrirhugað við Kröflu. Þvi miður hefur undirbúningsframkvæmd- um seinkað þar nokkuð vegna þess, hve hart er keppt um ónóg tæki til borunar. En þess getum við verið full- viss, að á næstu árum og áratug- um mun nýting jarðhitans auk- ast, ekki aðeins um allan helm- ing,heldurtrúlega miklu meira en það. Hiti okkar kalda lands er ómetanleg gjöf náttúrunnar, og þó að aðdragandi að stórfelldri nýtingu hans yrði langur, og um skeið einkennilega strangur, þá er ekki um það að sakast. Stór- brotin nýmæli og kostnaðarsam- ar framkvæmdir gerast sjaldnast eins og hendi sé veifað. Um næstu aldamót geta þeir, sem þá verða ofan moldar, vafa- litið rakið mikla og merka sögu, er að þessu lýtur. Það, sem enn hefur gerzt, er aðeins upphafs- kapitulinn — kannski nánast eins konar forþáttur sjálfrar sögunnar um nýtingu jarðhitans i þágu lands og þjóðar. Orkan í sjávarföllunum Orkulindirnar, sem við eigum, kunna þó að vera fleiri og meiri en við höfum yfirleitt gert okkur i hugarlund, og viöar fólgnar en i ám og fljótum og hita úr iðrum jarðar. Sá timi kann að vera i nánd, að stórfelld virkjun sjávar- falla til rafmagnsvinnslu hefjist. Slik orkuver hafa þegar verið reist, og hafa Sovétmenn til dæmis á prjónunum áætlun um sex þúsund megawatta sjávar- fallaorkuver á þeim stað, er heit- ir Menenskaja við Hvitahaf. Þar á að loka inni og virkja sjó á 850 ferkilómetra svæði með afar- löngum stiflugöröum, um sextán metra háum. Þvi er jafnframt spáð, að virkjun sjávarfalla til orkuvinnslu muni ná hámarki i kringum 1990 og það eru nota bene ekki nema rúm fimmtán ár, þar til það ártal skrifast. 1 Frakklandi er þegar rekin sjáv- arfallastöð, sem að kveður, og mun svo raunar viðar gert. Hér á Islandi er eitt dæmi urri virkjun sjávarvalla, þótt ekki væri til raforkuvinnslu. Bóndinn i Brokey á Breiðafirði, Vigfús Hjaltalin, beizlaði fyrir eitthvað sjötiu árum sjávarstrauma eyja á milli og rak þar um langt skeið kornmyllu, sem sjávarföll knúðu — malaði þar korn handa heimili sinu og granna sinna. Mun láta nærri, að þessi nýstárlega korn- mylla Vigfúsar hafi verið notuð i fjórðung aldar, og sjást enn i Brokey, að ég ætla, menjar þessa mannvirkis, og þótt meginhluta þess — og þar með þvi, sem merkilegast þætti nú að eiga óskemmt — hafi timans tönn grandað. Nafn Vigfúsar má þess vegna nefna samhliða nafni Sturlu- reykjabóndans, er minnzt er frumlegra og áræðinna braut- ryðjenda, sem ekki létu sér fyrir brjósti brenna að gera þá þætti náttúrunnar sér undirgefna, er aðrir höfðu ekki treyst sér til að koma á beizli. Breiðaf jörður mesti orkugjafinn Nú skal engum getum að þvi leitt, hvað kilówattstundin frá hugsanlegu sjávarfallaorkuveri kostaði, og þarf aðra og færari menn til þess að fara nærri um slika hluti. En komi sá timi hér- lendis, að sjávarföll verði virkj- uð, sem raunar er mjög trúlegt, að einhvern tima verði, næstum hvað sem um orkuverðið verður að segja, þá er vist, að Breiða- fjörður verður helzti orkugjafinn. Raunar er munur flóðs og fjöru ekki mikill hér, miðað við það sem sums staðar er i öörum lönd- um, en hann er þó hvað mestur vestan lands, jafnvel einmitt á Breiðafirði, og hefur flóðalda fyrir mynni Hvammsfjarðar mælzt um sex metra i stór- straum, ef rétt er munað. Þar vestra koma bæði til greina mjóir og þröngir firðir á Snæfells- nesi og i Barðastrandarsýslu, og hinir miklu straumar eyja á milli, sem eru margir og fallþungir, og mun engum bjóða i grun, nema þá helzt karlinum i tunglinu, sem þessu öllu stjórnar, hversu mörg hestöflin, kilówöttin eða meta- wöttin eru i öllum þeim hafsjó, er þar byltist fram og til baka. Þeir eru margir, sem ekið hafa brúna yfir Hraunsfjörð -- fyrsta fjörð- inn sem við brúuðum — og séð beljandi fossaföllin, sem þar veröa, þegar sjórinn streymir út og inn, og er það þó aðeins litið sýnishorn alls þess fallþunga, er fella mætti i farveg með nægri tækni og fjármunum á Breiða- firði. Til samanburðar við fyrirætl- anir Sovétmanna getum við nefnt, að um 360 ferkilómetra uppistöðulón fengist á Hvamms- firði, ef honum væri lokað með stiflugarði. Menn geta gert sér i hugarlund, að þar yrði buslu- gangur, er sjórinn ryddist i gegn- um flóðgáttirnar um aðfall og út- firi, úr þvi að Hraunsfjörður veldur svo striðum straumi sem raun ber vitni. ,,Reist skal sjávarfalla- orkuver..." Visast er, að það verði hvorki i dag né á morgun, að landshluta- samtök á Vesturlandi og Vest- fjörðum fari að knýja á um sjáv- arfallavirkjun á Breiðafirði, eða stjórnmálaflokkar taki það mál á stefnuskrá og frambjóðendur leiti sér kjörfylgis og orðstirs á vett- vangi stjórnmálanna og i þjóðar- sögunni með þvi að tala fyrir sliku nýmæli. En þó að það eigi sér oft langan aðdraganda, að nýjar hugsanir taki á sig áþreif- anlega mynd fullskapaðs veru- leika, geta viðhorf lika stundum tekið stökkbreytingum og undra- skammt verið á milli hugmynda og framkvæmda. En beri framtiðin það i skauti sinu, nálæg eða fjarlæg, að mikil- fengleg orkuver af umræddu tagi risi við og á Breiðafirði, er skemmtilegt til þess að hugsa, þótt raunar sé það ekki tilviljun, ef að er gáð, heldur afleiðing nátt- úruskilyrða, að einmitt þar var bóndinn, sem réðst i að virkja strauminn i sundinu sinu til korn- mölunar og taka hann þannig i það, sem i vöntun á öðru orði má hér heita vinnumennska. Það væri jafnvel ekki óhugsandi að orkumálastjórn þess tima þætti við eiga að reisa honum minnis- varða við einhvert orkuveriö eða grópa honum mynd inn i stöövar- vegg, likt og myndir listamanns hafa veriö felldar i stöðvarvegg orkuversins við Búrfell. Maður og mold Snúum okkur svo að öðru og óskáldlegra efni, er siður reynir á hugarflugið: Moldinni okkar góðu og mönnunum, sem ganga með langerfða löngun til þess að kom- ast að minnsta kosti endrum og sinnum i snertingu við hana. Þeir eru ófáir, sem eiga heima i bæjum og kaupstöðum, sem gjarna vilja hafa til umráða garð- blett, þar sem þeir geta ræktað kartöflur, rófur, kál og annað, er þá fýsir að láta vaxa undirhand- arjaðri sér. Þessi löngun nýtur þeirrar viðurkenningar, að i Reykjavik, og liklega i flestum öðrum kaupstöðum landsins, hefur verið efnt til garðlanda, sem bæjaryfirvöld láta plægja á vorin og leigja fólki til afnota. Þetta er gott og blessað, svo langt sem það nær. En hængur er þó á, hér i Reykjavik að minnsta kosti og liklega viðar. A fárra ára fresti er fólk hrakið úr einum stað i annan, og vilji einhver koma verulegri rækt i blettinn sinn og halda þar illgresi i skefjum, er eins vist, að slikt sé unnið fyrir gýg. Einn góðan veðurdag koma þau boð, að hann geti ekki lengur haft ráð á gamia blettinum sin- um, og verði að leita á nýjar slóð- ir, ef hann ætli að halda moldar- sýsli sinu áfram. Stundum verða menn jafnvel hreint og beint fórnarlömb kosningabrellna, eins og gerðist eitt árið i garðlöndunum innan við Laugarnesveg, þegar borgar- stjórinn kom einn góðan veður- dag á vettvang með þáverandi biskup i för með sér og tjáöi viðstöddum i fjálglegri ræðu, að nú ætti að risa þarna æsku- lýðshöll. Fólk mátti auðvitað ekki rækta þar lengur auvirðilegar kartöflur, þegar annars vegar var, að, sjálfur vaxtarbroddur mannfélagsins fengi samastað. Skurðir voru grafnir fyrir aura, sem dregnir höfðu verið saman til æskulýðshallar, en þegar þeir voru þrotnir og kosningar um garð gengnar, var hætt við allt saman, og aldrei framar um rædd né áfram haldið verkinu. Nú, eftir marga áratugi, hafa þarna loks verið réistar bygging- ar, þarflegar, en af allt öðru tagi en sagt var forðum tið og af öðrum aðilum — það er að segja hús handa öryrkjum og lömuðu og fötluðu fólki. Griðland handa flóttafólkinu! Nú er það svo, að annaðhvort eiga garðlöndin rétt á sér eða ekki. Sé sú skoðun forráðamanna bæjarfélaganna, til dæmis Reykjavikur, þar sem menn hafa á undanförnum árum verið á stöðugum flótta með þau, að garðlöndin gegni nokkru hlut- verki, þá virðist lika einsætt, að tillit skuli til þess tekið. Þá á að gera ráð fyrir garðlöndunum i skipulagi bæjarlandsins, lofa þeim að vera i friði til frambúðar á sinum stað, gera um þau vegi, þar sem bilar geta klakklaust mætzt, og rækta þar skjólbelti, svo að uppskera geti orðið svo góð sem efni frekast standa til. Það væri liklegt til þess að stuðla að ræktunarmenningu. Og ég held, að yfirvöldin ættu að gera meira. Þau ættu að sjá fyrir vatnsleiðslu i garðlöndin og vatnshönum með hæfilegu milli- bili, þau ættu að annast út- rýmingu illgresis sameiginlega fyrir þá, sem það vilja, og þau ættu að stuðla að þvi, að fólk geti komiðhúsdýraáburði i bletti sina, kjósi þeir slikt. Jafnvel væri hugsanlegt, að þau hefðu einnig vörubila til heimaksturs á uppskerunni á laugardags- og sunnudagskvöldum um þær helgar, þegar flestir taka upp kartöflur sinar. Þetta getur auðvitað ekki verið bónbjargastarfsemi, heldur yrði slikt gjaldi að kaupast, enda þess virði, og skipulag á þessu yrði náttúrlega að vera i lagi. En umfram allt er alveg fráleitt að flæmast fram og aftur með þessa bletti, sem mönnum er gefinn kostur á, eins og tiðkazt hefur i Reykjavik, og visa mönnum jafn- vel allt að þvi á fjöll upp. Sem sagt, góðir hálsar: Látum okkur að minnsta kosti fá garð- lönd, sem eru til frambúðar, með sæmilegum vegum, skjólbeltum og vatni til þess að þvo hendurn- ar, áður en heim er ekið. Veitið flóttafólkinu samastað og grið- iand, þar sem jarðýtur og skurð- gröfur vofa ekki sifellt yfir þvi. — Jll.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.