Tíminn - 29.09.1974, Side 23

Tíminn - 29.09.1974, Side 23
Sunnudagur 29. september 1974. TÍMINN 23 Asninn hrein, hundurinn gelti, kötturinn mjálm- aði og geithafurinn jarmaði. ingum í lófa Jakobs. Hann var þvi i léttu skapi og hugsaði með hrifningu um það, hve foreldrar hans yrðu glaðir, þegar hann af- henti þeim alla þessa peninga. Jakop og dýrin gengu lengi, lengi, unz þau komu að glæsilegu stór- hýsi með fögrum garði allt i kring. Þar bjó auðugur og voldugur höfðingi, Angus að nafni. Konan hans hét Anna, og þau áttu eina gjafvaxta dóttur, sem hét Eva. Aður fyrr hefði þetta verið ákaflega ham- ingjusöm fjölskylda, en nú voru þau öll döpur i bragði, þvi að þau höfðu orðið fyrir mikilli óham- ingju. Eva var fögur stúlka, og hún var eins góð og hún var fögur. Hún var heitbundin ung- um og myndarlegum pilti, sem hét óskar, og framtiðin virtist brosa við þeim. En þá dundi ógæfan yfir. Dag nokkurn, skömmu fyrir brúð- kaupið, var Eva á gangi ásamt Brid og Siobhan, sem voru vinkonur hennar. Þær gengu i hægðum sinum eftir krókóttum vegi, sem var kallaður Nornabraut, vegna þess að þar bjó gömul og vond galdra- norn. Allir i nágrenninu óttuðust mjög nornina, þvi að hún beitti hvern þann göldrum, sem vog- aði sér að nálgast bústað hennar. Þegar stúlkurnar nálguðust hús nornar- innar, sneru þær Siob- han og Brid við, en Eva hélt áfram göngunni. — Ég er ekki hrædd við þessa gömlu, ljótu norn, sagði hún. Ekki hafði Eva gengið lengi, þegar nornin birt- ist. Hún hafði kræklótt- an staf i hendi, og með honum sló hún Evu, um leið og hún sagði: — Mæli ég um og legg ég á, að héðan i frá verð- ir þú mállaus. Málið færðu ekki aftur fyrr en undarleg hljómlist og söngur berst að eyrum þér. Að svo mæltu stökk hún hlæjandi og skrækj- andi á brott. í illgirnis- legri ánægju sinni gætti hún ekki að sér og féll i djúpan pytt, sem var þarna nærri. Árangurs- laust reyndi hún að krafla sig upp á þurrt land, en það var eins og eitthvað niðri i vatninu togaði hana til sin. Siðan hefur ekkert til hennar spurzt. Unnusti Evu vildi, að brúpkaupið færi fram, eins og ekkert hefði i skorizt, en hún mátti ekki heyra á það minnzt. Nú vikur sögunni aftur að Jakobi og dýrunum, sem einmitt voru komin að húsi Angusar-fjöl- skyldunnar. Þetta var á sólrikum sumardegi, fuglarnir sungu og trén stóðu i fullum skrúða. Eva og fjölskylda hennar sátu við mið- degisverðarborðið, þeg- ar undarleg tónlist barst að eyrum þeirra. Eva hafði mikið yndi af tón- list, og hún stökk strax af stað til þess að at- huga, hvaðan hún bær- ist. Óskar og foreldrar hennar héldu i humátt á eftir henni. Þau stað- næmdust furðu lostin, þegar þau komu auga á Jakob og dýrakórinn hans. Þetta var sannar- lega það skrýtnasta og skemmtilegasta, sem þau höfðu á ævi sinni séð. Öll voru dýrin orðin dauðþreytt af langri göngu, en þau sungu samt eins og þau ættu lifið að leysa. Foreldrar Evo og ósk- ar hlustuðu hrifin á sönginn, en allt i einu tóku þau eftir þvi, að Eva skellihló, svo að tárin runnu niður kinnarnar á henni. Og mikil var gleði þeirra, þegar hún sneri sér að þeim og hrópaði: — Pabbi, mamma, óskar! Þetta er tónlistin, sem nornin talaði um, nú hef ég fengið málið aftur. Meðan á þessu stóð dreif að fjölda fólks, og allir voru svo glaðir og þakklátir, að fyrr en varði var Jakob búinn að fá fangið fullt af pen- ingum. Angus spurði nú Jakob, hvað hann hygð- ist gera i framtiðinni. — Nú ætla ég að fara heim til foreldra minna, svaraði Jakob. — Er heimili þitt langt héðan? spurði Angus Já, sagði Jakob. Þangað er góður spotti. — Við getum ekki látið þig og dýrin ganga svo langa leið, sagði Angus áhyggjufullur. Við verð- um að finna ráð til þess að koma ykkur sóma- samlega á leiðarenda. — Ertu búinn að gleyma stóra vagninum i hlöðunni, pabbi minn? sagði Eva. Hann er svo stór, að Jakob og öll dýr- in komast hæglega fyrir i honum. Eftir marga kossa og faðmlög hélt Jakob af stað heimleiðis með dýr- in sin, og ekki þurfti hann að kvarta yfir mót- tökunum heima fyrir. Nágrannar hans og vinir flykktust að til þess að bjóða hann velkominn heim, og foreldrar hans voru frá sér numdir af gleði. Nú brosti lifið við Jakobi og fjölskyldu hans. Þau áttu nóga peninga til þess að geta látið sér liða vel, og faðir hans hresstist smátt og smátt, unz hann náði fullri heilsu á ný. Og ekki gleymdu þau dýrunum, sem þau áttu alla þessa velgengni að þakka. (írskt ævintýri) Húsbyggjendur — Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunarplast á Stdr-Reykjavikur- svæðið með stuttum fyrirvara. — Afhending á byggingar- stað. Hagkvæmt verð. — Greiðsluskilmálar. BORGARPLAST H.F. — Borgarnesi — Simi 93-7370. Suðurlandsbrant Bjarnarylur með VARHAPLAST plasteinangrun Verksmiðjan Armúla 16 Þb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Suðurlandsbraut 6 sími 38640 S. Gunnarsson h.f., Meiabraut 24, Hafnarfirði, simi 53343 — 53510. Frystihús - Útgerðarmenn Framleiðum roðflettivélar og varahluti i margar gerðir fiskvinnsluvéla. Framleiðum einnig færibönd, rúllubönd og stigabönd úr rústfriu stáli eða áli. Fyrirliggjandi sem stendur rústfriir aðal- valsar i roðflettivélar, ásar, tannhjól o.fl. „.varÁhlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Gipsy - Willys - Volkswagen - Cortina Hillman- Imperial - Saab - Benz -Volvo Fiat - Opel - BMC - Gloria - Taunus Skoda - Moskwitch - Vauxhall Renault R8 og R4 Höfðatúni 10 • Sími 1-13-97 BÍLA- PARTASALAN Opið fró kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.