Fréttablaðið - 15.12.2004, Side 15

Fréttablaðið - 15.12.2004, Side 15
DÓMSMÁL 25 ára gamall maður og tengdamóðir hans voru í Héraðs- dómi Reykjavíkur dæmd í tíu og fimmtán mánaða fangelsi fyrir hassinnflutning í febrúar á þessu ári. Saman voru þau sakfelld fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Tengdamóðirin var ein ákærð og sakfelld fyrir að flytja inn fimm kíló af hassi. Hassið kom til landsins í tveimur sendingum og var í báðum tilfellum falið í fjölum sem hafði verið fræst úr. Tengdamóðir- in sá um tréverkið enda hafði hún lært trésmíði. Maðurinn játar að hafa falið tæp níu kíló af hassi í við- arfjölunum og að hafa látið senda það á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkni- efnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutn- inginn. Hin sendingin, með fimm kílóum af hassi, var send með flugfragt til Íslands frá Kaup- mannahöfn. Tengdamóðirin sá al- farið um þann innflutning en hún segist hafa keypt hassið af manni í Danmörku. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf sagðist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Þótti dómnum framburður tengdamóðurinnar mjög ótrú- verðugur enda hafi hún verið reikul í frásögnum og margbreytt framburði sínum. Hún hafi getað greint frá tegund, magni og kaup- verði hassins hjá lögreglu. Maður- inn játaði það sem honum var gefið að sök í ákæru. Maðurinn hafði áður gengist fimm sinnum undir lögreglu- stjórasáttir vegna umferðarlaga- brota og brota á lögum um ávana- og fíkniefni. Tengdamóðirin, sem er 37 ára, hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi og var litið til þess við ákvörðun refsing- ar. Níu daga gæsluvarðhald sem þau sættu kemur til frádráttar refsingu. hrs@frettabladid.is MIÐVIKUDAGUR 15. desember 2004 Mazda RX8 hefur fengið frábæra dóma fyrir aksturseiginleika og byltingarkennt útlit. Þá hefur Rotary-vélin fengið verðlaun víða um heim. Mazda RX8 var valinn sportbíll ársins á Íslandi 2004. Verð frá 3.680.000 kr. Mazda6 station 2 l, 141 hestöfl. Verð frá 2.500.000 kr. Leiga frá 43.110 kr. í 36 mánuði.* Mazda6 er einnig fáanlegur með 2 l, 136 hestafla díselvél. Mazda6 station er fáanlegur fjórhjóladrifinn. Jólin eru hátíð Mazda- fjölskyldunnar Söluumboð: Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ Mazda3 sedan 1,6 l, 105 hestöfl. Verð frá 1.805.000 kr. Leiga frá 31.663 kr. í 36 mánuði.* Mazda3 er einnig fáanlegur með 107 hestafla díselvél. Aukahlutir á mynd: álfelgur *Leigugreiðslur eru háðar gengi og því aðeins til viðmiðunar. Innifalið: akstur allt að 20.000 km á ári, olíuskipti og þjónusta samkvæmt þjónustubók. Hvaða meðlimur Mazda-fjölskyldunnar hentar þér? Komdu, reynsluaktu og berðu saman verð og gæði. Jólat ilboð ! Vetra rdek k á f elgu m fylgj a hve rjum keyp tum bíl f ram til 24. d esem ber. Á LEIÐ Í RÉTTARSAL Tengdamóðirin neitar að hafa komið nærri innflutningi á kílóunum níu. Hún játaði það samt hjá lögreglu en sagðist síðar hafa gert það sökum streitu og vegna hjálpsemi þar sem hún hefði viljað hjálpa tengdasyninum. Dæmdur í fangelsi ásamt tengdamömmu 37 ára kona var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á hassi. Tengdasonur konunnar hlaut tíu mánaða fangelsisdóm fyrir samsekt. ,,Tengda- móðirin, sem er 37 ára, hefur ekki áður gerst sek um refsi- verða hátt- semi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FERÐAMÁL „Vel menntaður, vel stæð- ur og hefur fyrst og fremst áhuga á náttúru Íslands.“ Svona er hinn dæmigerði erlendi sumarferðamað- ur, eftir því sem fram kemur í sum- arkönnun Ferðamálaráðs meðal er- lendra gesta. Frá 1997, þegar fyrsta könnunin var gerð, hefur orðið um 80 prósenta fjölgun erlendra gesta. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að þrátt fyrir fjölgunina hafi samsetning hópsins breyst sáralítið. Í könnuninni kemur fram að meðalaldur svarenda sem flugu með Iceland Express sé nokkuð yngri en þeirra sem flugu með Flug- leiðum. Þá eru tekjur þeirra sem fljúga með Flugleiðum heldur hærri en þeirra sem fljúga með Iceland Express. - ss GEYSIR GÝS Þingvellir og Geysir eru þeir staðir sem flestir erlendir ferðamenn sækja heim. Ferðamenn: Sækja í náttúruna BÓKSALA Afsláttur á bókum virðist meiri í ár en undanfarin ár, segir Hrannar B. Arnarsson, markaðs- stjóri bókaútgáfunnar Eddu. „Ég skýri það með því að jóla- bækurnar eru einfaldlega meira freistandi en oft áður og þar af leið- andi stífari ásókn smásöluaðilanna að ná af þeirri köku. Þeir virðast nota verðið til þess,“ segir hann. „Ég get staðfest að þess eru dæmi að endursöluaðilar hafi gefið meiri afslátt en þeir hafa verið að fá hjá okkur.“ Hrannar segir þetta hvorki koma niður á rithöfundum né bóka- útgáfum. „Þegar endursöluaðilarnir eru að gefa þetta af sinni álagningu og jafnvel gott betur þá eru það þeir sem bera kostnaðinn.“ - gag VERÐSTRÍÐ Í JÓLABÓKUM Dæmi eru um að verð á bókum sem koma út fyrir jólin sé lægra í verslunum en hjá útgefendum þeirra. Jólabækurnar í ár: Meiri afsláttur en í fyrra

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.