Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 22
HJÁLPARSTARF ABC-barnahjálp veit-
ir hjálp sem kemur að varanlegu
gagni, fyrst og fremst með mennt-
un barna. „Við erum með 4.350
börn á okkar framfæri. Börnin
eru inni á heimilum í Úganda og
svo eru um 1.900 þeirra á heimil-
um okkar á Indlandi þar sem þau
fá fulla framfærslu og menntun.
Hin ganga í skóla þar sem þau fá
kennslu og í flestum tilfellum mat
og læknishjálp. Þetta er byggt á
sjálfboðastarfi. Fólk tekur að sér
að styrkja börn sem það fær svo
að fylgjast með. Það er bara einn
aðili með hvert barn. Öll framlög
fara 100 prósent út,“ segir Guðrún
Margrét Pálsdóttir, framkvæmda-
stjóri ABC-barnahjálpar.
„Þetta er íslenskt fyrirbæri. Þetta
kom þannig til að ég fór í hnatt-
ferð árið 1985 og var ein að þvæl-
ast. Þegar ég var komin til Mið-
Ameríku kviknaði hugsjón. Þá sá
maður börn sofandi á götum og
allt þetta fólk sem er ólæst. Það er
mikil fötlun að geta ekki lesið. Ég
ákvað því að gera eitthvað. Fyrst
hafði ég allt aðra hugmynd og ætl-
aði bara að klára hnattferðina og
fara svo ein aftur út í heim að
kenna fólki að lesa og skrifa,“ seg-
ir hún.
„En þegar ég var komin heim
aftur komu aðrar aðstæður upp og
ég fór ekkert út aftur. Svo vorum
við sjö til tíu í undirbúningshópi
sem setti barnahjálpina á fót.
Lengst af var starfsemin hér ein-
göngu í sjálfboðavinnu en nú
erum við með tvö launuð stöðu-
gildi og allt annað í sjálfboða-
vinnu. Þetta er mitt hjartans mál,“
segir hún.
ABC-barnahjálpin er með
starfsemi á Indlandi og í Úganda,
bæði skóla og svo líka starf með
kornabörnum. Verið er að byggja
kornabarnahús á öðru heimilinu
af tveimur á Indlandi. Guðrún
Margrét segir mörg börn búa við
ólíklegustu aðstæður og gjörólík-
ar því sem við þekkjum hér á Ís-
landi. Sum þeirra séu á götunni og
komi inn í skólana og barnaheim-
ilin eftir að hafa jafnvel lagt sér
til munns mold og málningu af
veggjum. „Það er mikil þörf fyrir
þessi heimili fyrir börn í erfiðum
og skelfilegum aðstæðum. Þetta
er kannski það svæsnasta sem við
þekkjum,“ segir hún.
Börnin koma til barnahjálpar-
innar með ýmsum hætti. Oft er
lögreglan beðin fyrir börn eða þá
að tilkynnt er um að börn séu í
vandræðum og beðið um skjól
fyrir þau. Í öðrum tilfellum hefur
kannski félagsmálastarfsmaður
rekist á börnin. Á Indlandi búa
börnin á heimili innfæddra í 80
prósentum tilfella þó að þau séu
skilgreind munaðarlaus. Þau geta
þá búið hjá einstæðu foreldri,
ömmu sinni og afa eða þá að ein-
hver hefur tekið þau að sér. „Við
gefum þeim fyrir skólagöngu,“
segir hún.
Í Úganda er svo rekinn skóli og
þar lauk skólaárinu einmitt ný-
lega með samræmdu prófi.
Krakkarnir í skóla ABC-barna-
hjálpar náðu frábærum árangri.
Af 90 börnum sem voru að út-
skrifast úr sjöunda bekk voru öll
með fyrstu eða aðra einkunn,
langflest reyndar með fyrstu ein-
kunn. „Og það þó að þau búi við
þær aðstæður að flestir sem ann-
ast þau séu ólæsir og ekkert raf-
magn heima. Þetta er frábær ár-
angur,“ segir Guðrún Margrét.
ABC-barnahjálp og starfsmenn
hennar eru að undirbúa jólin fyrir
börnin á Indlandi og í Úganda. Í
Úganda voru keyptar 1.000 dýnur
fyrir börnin í jólagjöf og Guðrún
Margrét kímir þegar hún rifjar
upp lýsinguna að utan á því þegar
börnin voru að ganga heim með
dýnurnar upprúllaðar. Það segir
hún að hafi verið merkileg sjón.
Ef aukapeningar eru eftir er at-
hugað hver mesta þörfin er í
hverri fjölskyldu. Sums staðar
hafi t.d. verið keyptar geitur en
þær kosta 2.000 krónur stykkið.
Ýmislegt annað kemur líka til
greina, t.d. skór.
Á Indlandi er ekki enn búið að
ákveða hvað krakkarnir fá í jóla-
gjöf. „Það fer eftir því hversu
mikið kemur í sjóðinn. Þetta er yf-
irleitt ný jólagjöf því að það er
búið að gefa þeim dýnur. Það var
gert ein jólin. Þessi börn búa inni
á heimilum og aðeins betur er að
þeim búið en í þessum bláfátæku
fjölskyldum í Úganda,“ segir hún.
Krafturinn í ABC-barnahjálp
er mikill. Stöðugt bætast við nýir
stuðningsaðilar og þá er hægt að
bæta við fleiri börnum. Í Úganda
er verið að stækka við skólann,
byggja tvær hæðir til viðbótar
með tíu stofum þannig að fleiri
börn geti sest þar á skólabekk í
byrjun febrúar þegar nýtt skólaár
hefst. ■
22 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
ABC-barnahjálp veitir börnum í Úganda og á Indlandi menntun:
Börnin fá dýnur
og geitur í jólagjöf
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1. flokki 1989 – 57. útdráttur
1. flokki 1990 – 54. útdráttur
2. flokki 1990 – 53. útdráttur
2. flokki 1991 – 51. útdráttur
3. flokki 1992 – 46. útdráttur
2. flokki 1993 – 42. útdráttur
2. flokki 1994 – 39. útdráttur
3. flokki 1994 – 38. útdráttur
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 2005.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu
flokkunum birt hér í blaðinu í dag.
Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna
á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800
GEITUR Í JÓLAGJÖF Kabuye Ezra með geiturnar tvær sem fjölskylda hans fékk í jólagjöf frá stuðningsaðila hans. Hann er fæddur 17.
janúar 1997 og er því sjö ára. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna og móðirin sér ein fyrir sex börnum. Þau hafa sofið á þunnum mottum á
moldargólfi og hafa hvorki rennandi vatn né rafmagn. Stuðningsaðilinn sá þeim einnig fyrir dýnum fyrir þessi jól.
HLUTFALLSLEG RÁÐSTÖFUN
TEKNA 2003
Laun og launatengd gjöld 3%
Kostnaðarverð seldra vara 1%
Þóknun vegna greiðslukorta
og gíróseðla 1%
Annar rekstrarkostnaður 2%
Sent til hjálparstarfa erlendis 93%
HLUTFALLSLEG SKIPTING
FJÁRMUNA MILLI VERKEFNA
ERLENDIS 2003
Heimili litlu ljósanna á Indlandi 57%
El Shaddai barnaheimilið
á Indlandi 14%
Úganda 15%
Filippseyjar 8%
Mission of Mercy 6%
GUÐRÚN MARGRÉT PÁLSDÓTTIR
DÝNA Í JÓLAGJÖF Nabadda Lukiya er
fædd 14. maí 2000 og er því fjögurra ára.
Faðir hennar lést af slysförum og móðir
hennar úr alnæmi. Hún á eitt systkini og
búa þau hjá ömmu sinni. Þar er eldað við
opinn eld og vatn sótt úr brunni. Stuðn-
ingsaðili barnsins hefur einnig gefið þeim
aukagjafir, dýnu, skó og fleira.