Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 29
5MIÐVIKUDAGUR 15. desember 2004 Lítil og sæt jólatré Cypress plantan er falleg á jólunum. Þetta er útiplanta í Evrópu þannig að henni líður ekkert alltof vel í heitu og þurru stofulofti. Því er mikilvægt að hafa hana í birtu og eftir því sem er svalara því betra. Hún hún má ekki skrælþorna og verður alltaf að vera að- eins rök, þá lifir hún af veturinn og hægt að setja hana út á svalir á vorin í stærri pott. Strangt til tekið gerir ekkert til þó þær frjósi en ef við setjum þær út núna við leiði eða eitthvað slíkt þá hugs- um við þetta sem skraut og heldur hún græna litnum frameftir vetri þangað til að vorsólin skemmir þetta. Sólin þurrkar barrið en jörðin er frosin og ræturnar frosnar. Vel er hægt að setja cypress plöntuna út á tröppur sem skreytingu fyrir jólaboðið en hinsvegar geta hin snöggu umskipti, að taka hana innan úr hitanum og setja út í kuldann farið illa með hana og því ekki ráðlegt fyrir þá sem vilja halda henni á lífi að minnsta kosti fram á vorið. Cypress plantan er falleg í potti á borði yfir jólin. Jólaborgara með reyktri skinku, ferskjum, karamellugljáðum lauk og osti. Borið fram með frönskum og salati. kr. 1.290 Hreindýraborgara, 140 gr. með villtum kryddjurtum, gráðostadressingu og rifsberjasultu. Borinn frem með frönskum og salati. kr. 1.490 Kalkúnabringu borin fram með gravisósu, grænmeti með hetum og kartöflum sem rokka. kr. 1.990 Jólahangikjöt með grænum baunum, hvítum kartöflum og jafningi. kr. 1.990 Nú er hægt að senda jólakort raf- rænt á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is, er hægt að finna samansafn gam- alla korta sem hefur verið safnað á undanförnum árum á Borgarskjala- safni Reykjavíkur. Á reykjavik.is er hægt að velja og senda þessi jóla- kort rafrænt til ástvina um jólin og aðgangur að kortasafninu er ókeypis. Afskaplega einfalt er að senda jóla- kort á vefsíðunni. Farið er inn á reykjavik.is og smellt er á tengil fyrir kortin. Því næst er kort valið og sendandi og texti skráður inn. Síðan er ýtt á hnappinn senda og kortið er farið af stað í tölvupóstfang þess sem hugsað er til um jólin. Þessi gömlu jólakort gefa góða mynd af samtíma sínum og þeim hefðum og stíl sem ríkt hefur á hverjum tíma og því tilvalið að senda þau til vina og vandamanna erlendis. Elstu kortin á vefnum eru frá um 1920 og er þetta kort frá þeim tíma. Gömul, krúttleg jólakort Grýla á fleiri börn en jóla- sveinana 13. Í öllum umræðum um jólasvein- ana, sem nú tínast til byggða einn af öðrum, vill gleymast að Grýla á fleiri börn sem aldrei fara til byggða svo vitað sé. Þau hanga í kringum mömmu sína sem sýður handa þeim jólamat- inn, væntanlega óþekkubarna- uppskeru ársins en eins og allir vita þá tekur Grýla óþekk börn með sér upp í fjall og étur þau með bestu lyst. Hún hefur lifað tvo eiginmenn en Leppalúði er hennar þriðji maður og fékk hún í kaupbæti með honum soninn Skrögg. Annars eru börnin henn- ar Grýlu þessi samkvæmt þulum frá sextándu öld: Leppur, Skreppur, Lápur, Skrápur, Langleggur, Skjóða, Völustakkur (eða stallur) og Bóla, Þröstur, Þrándur, Böðvar, Brynki, Bolli, Hnúta, Koppur, Kyppa, Strokkur, Strympa, Dall- ur, Dáni, Sleggja, Sláni, Djangi, Skotta, Sighvatur og Syrpa. For- eldrum sem ætla sér að skíra um jólin er sérstaklega bent á þenn- an nafnalista þó ekki sé vitað hvort mannanafnanefnd sam- þykkir öll nöfnin. Á FIMMTUDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Börnin hennar Grýlu Jólasveinarnir eru hvergi nærri einu börnin hennar Grýlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.