Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 41
Ástæða þess að ég sting niður
penna er grein Steindórs J. Erlings-
sonar hér í blaðinu síðasta föstu-
dag. Ég þekki ekki til félagsins Van-
trú og er ekki ætlunin að fjalla um
það. Ég er sammála Steindóri að sú
gagnrýni að trúarbrögð séu við-
brögð mannskepnunnar við tilvist-
arlegum ótta er í besta falli mikil
einföldun. Að teygja sig tugþúsund-
ir ára aftur í tímann til að sýna
fram á þetta er hins vegar að sækja
vatnið full langt yfir lækinn. Það
má hverjum vera ljóst er lítur yfir
trúarbragðasöguna að lykilhug-
myndir fjölmargra trúarbragða eru
alls ekki til þess fallnar að stuðla að
vellíðan, hvorki líkamlegri né and-
legri. Sem dæmi mætti nefna að í
Babýlon til forna trúði fólk því að
ýmsir miður skemmtilegir árar
sæktu að því daglega og hafði heil
stétt sérfræðinga þann starfa að
bægja þeim frá. Steindór gerir
einnig mannfræðinginn Pascal
Boyer að umtalsefni, en hann er
einn frumkvöðla hinnar svokölluðu
hugrænu trúarbragðafræði
(cognitive science of religion), sem
hefur umbylt fræðigreininni síðast-
liðinn áratug. Steindór virðist gefa í
skyn að Boyer sé að einhverju leyti
að verja þá hugmynd að manninum
sé það eðlilegt að vera trúaður,
þ.e.a.s. að hann sé það sem M. Eli-
ade kallaði forðum homo religiosus.
Það er hinsvegar ljóst af lestri síð-
ustu bókar Boyers (Religion Ex-
plained, 2001) að afstaða hans til
trúarbragða sver sig mjög í ætt við
þá gagnrýni sem víða finnst í hin-
um enskumælandi heimi, þ.e. að
þau séu rökleysur (t.d. Dawkins).
Í bókinni segir Boyer lítið sem
ekkert um trúarvitund. Það er hins
vegar rétt að hann telur trúarhug-
myndir að vissu leyti náttúrulegar.
Það sem hann á við er að slíkar hug-
myndir ganga samtímis gegn og
samsvara þeim væntingum sem við
berum til umhverfis okkar frá nátt-
úrunnar hendi: t.d. getur draugur
gengið í gegnum veggi (þvert á
væntingar til einstaklinga í um-
hverfi okkar) en samt sem áður er
hann persóna sem hugsar og skynj-
ar eins og ég og þú. Af þessum sök-
um, segir Boyer, eru trúarhug-
myndir sérstaklega grípandi fyrir
mannshugann og auðveldar að
leggja á minnið. Boyer líkir trúar-
hugmyndum við sníkjudýr sem
þrífast vel í mannshuganum sem sé
þeirra náttúrulega umhverfi. Það
er því ljóst sá homo religiosus sem
kemur fram hjá Boyer er annars
eðlis en sá sem Eliade hélt á lofti.
Samkvæmt Boyer þarf maður-
inn ekki á trúarbrögðum að halda.
Hann spjarar sig ágætlega í sínu
eigin umhverfi með öflugt heilabú-
ið að vopni. Trúarhugmyndir setj-
ast að í huga hans sem sníkill, sem
menningarleg yfirbygging sem er
óþörf þegar öllu er á botninn
hvolft. Þrátt fyrir lykiláhrif
Boyers innan áður nefndrar fræði-
greinar fer því fjarri að hugmynd-
ir hans séu viðtekin sannindi. T.d.
eru margir trúarbragðafræðingar
ósáttir við hve lítið rými menning-
ar- og félagslegir þættir hafa í
kenningum hans. Sá grunnur er
Boyer byggir hvað mest á er sú
þróunarsálfræði sem m.a. Steven
Pinker hefur boðað. Þeir taugalíf-
fræðingar sem ég hef rætt við gefa
lítið fyrir þessa undirstöðu og
verður það að teljast grafa nokkuð
undan kenningum Boyers. ■
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-F
LU
2
66
30
12
/2
00
4
Mikilvæg sending
hratt og örugglega
Jólatilboð fraktflugs Flugfélags Íslands gerir þér kleift að senda pakka
frá 1 – 10 kg, af hverju sem er, á alla áfangastaði fyrir aðeins 700 kr.
Tilboðið gildir frá 10. til og með 20. desember.
Akureyri 460 7060 Egilsstaðir 471 1210 Ísafjörður 456 3000 Reykjavík 570 3400 www.flugfelag.is | 570 3030
1-10 kg á 700 kr.
til allra áfangastaða
Jólatilboð!
FRAKT
til og frá öllum áfangastöðum • fjöldi ferða daglega • hratt og örugglega • frysti- og kæligeymslur á helstu áfangastöðum
25MIÐVIKUDAGUR 15. desember 2004
Skuldasöfnun varhugaverð
Það er full ástæða til þess að vara fjöl-
skyldurnar í landinu við að skuldsetja sig
um of núna þegar vel árar. Skuldsetning
til 40 ára þar sem íbúðarhúsnæði er veð-
sett 100% er áhætta sem enginn ætti að
taka nema að vandlega athuguðu máli.
Verð á íbúðarhúsnæði tekur mið ef kaup-
getu á markaðnum og þegar dregur úr
kaupgetu lækkar verðið, það fer því sam-
an lág kaupgeta þess sem greiða á lánið
og lágt verð hins veðsetta.
G. Valdimar Valdemarsson á timinn.is
Óþægilegar hugsanir
Innrásinni í Írak er lokið, segja þeir. Nú
er bara endurreisnarstarf eftir. Nú er að
byggja skóla og sjúkrahús í stað þeirra
sem sprengd voru í loft upp og fara svo
að hlakka til jólanna. Senda plástra til
Írak til að skella á sárin – opna kampa-
vín á gamlárskvöld. „Svo gott að geta
hjálpað þessu fólki. Bakaðiru Sörurnar
sjálf?“ Ýta frá sér óþægilegum hugsun-
um um fortíð og vafasamar ákvarðanir
og velta fyrir sér hvort maður vilji
Birgittudúkkuna eða Nylonbókina í jóla-
gjöf. Horfa til framtíðar, smella sér í
Smáralind og hugsa um hvað það sé
frábært að Írakir fái bráðum að kjósa.
„Nú fær fólkið loksins að ráða. Nei,
gvöð, þarna er Einar Már að árita.“
Sigríður Víðis Jónsdóttir á sellan.is
Alvarlegasta vandamálið
Fátækt er eitt alvarlegasta vandamál
mannkynsins og þrátt fyrir sívaxandi auð
ríkustu ríkja heims virðist vandinn aðeins
aukast. Umfjöllun fjölmiðla um alvarlegar
afleiðingar fátæktar eru líka til skammar.
Hjálparstofnanir kvarta ítrekað undan því
að fjölmiðlar á Vesturlöndum hafi lítinn
áhuga á fátækt í heiminum. Helst sé að
ná athygli fjölmiðla ef hjálparstofnun er
að störfum þar sem vestræn ríki standa í
stríðsrekstri. Þannig hafi fjölmiðlar haft
áhuga á mannúðaraðstoð í Afganistan
og Írak en sýnt öðrum svæðum í heimin-
um engan áhuga. Og kannski er það
málið ñ ef við erum í því að murka lífið
úr almenningi í öðrum löndum þá skipt-
ir máli að hjálparstarfsfólk hlaupi út um
allt, en annars er öllum sama.
Huginn Freyr Þorsteinsson
á murinn.is
Lomberg og loftslagið
[Björn] Lomborg segir að þeir sem fundi
nú um loftslagsmál í Buenos Aires haldi
því fram að okkur beri siðferðileg skylda til
að gera baráttuna gegn loftslagsbreyting-
um að forgangsverkefni. Þeir haldi því
fram að baráttan gegn loftslagsbreyting-
um sé siðferðispróf okkar daga. Lomborg
segir þá hafa rangt fyrir sér. Hlýnun and-
rúmsloftsins sé vissulega til staðar og
skuldinni megi skella á koltvísýring. Hins
vegar sýni loftslagslíkönin að við þessu sé
lítið að gera jafnvel þótt allir, Bandaríkja-
menn þar með taldir, stæðu við Kyoto
samninginn út öldina væri aðeins verið að
seinka hlýnuninni um sex ár í lok aldarinn-
ar. Sú hlýnun sem væri orðin án Kyoto árið
2100 kæmi árið 2106 með Kyoto.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
GUÐMUNDUR INGI MARKÚSSON
TRÚARBRAGÐAFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
TRÚARBRÖGÐ
AF NETINU
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
Um trúargagnrýni og náttúrulega trú