Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 46
„Mér fannst það fáránlegt að það væri hægt að mismuna fólki á þennan hátt og það fauk bara í mig,“ segir Davíð Scheving Thorsteinsson um það þegar hann reyndi að taka með sér bjór til landsins á þessum degi fyrir 25 árum síðan. Á þessum árum ríkti bjórbann en flugáhafnir máttu hins vegar kaupa ákveðið magn af bjór og flytja með sér inn í landið. Davíð var að koma frá Lúx- emborg þegar hann keypti ölið og hafði löngu fyrr ákveðið að reyna að flytja það inn í landið. „Þetta var klár ákvörðun af minni hálfu þegar ég fór frá Íslandi. Dóttir mín vann sem flugfreyja á sumrin og hún mátti koma með bjór til landsins af því að hún vann hjá öðru fyrirtæki en ég. Mér fannst það út í hött, því ég hélt að stjórnar- skráin kæmi í veg fyrir svona mismunun, en þegar ég las hana fann ég ekkert ákvæði sem beinlínis bannaði mismunun þegnanna. Ég taldi hins vegar að andi hennar bannaði mismun- un af þessu tagi og vísaði til þess.“ Davíð keypti því sex flöskur af bjór í Fríhöfninni í Lúxem- borg og á Keflavíkurflugvelli lagði hann þær ofan á ferðatösk- ur sínar og gekk að tollhliðinu. „Tollgæslan bauð mér að gera sátt því ég hafði reynt að smygla bjór. Ég neitaði að gera nokkuð slíkt enda hafði ég engu reynt að smygla, heldur lágu flöskurnar ofan á töskunum. Þá gerðu þeir bjórinn upptækan og sögðu að ég yrði kærður og ég sagði að það yrði þá svo að vera,“ segir Davíð, sem aldrei sá bjórflöskurnar sínar sex aftur. Málið fór þó aldrei fyrir dóm- stóla. Þegar málið var kannað reyndust forsendurnar fyrir því að leyfa einungis flugáhöfnum að flytja bjór inn í landið hæpn- ar. Sighvatur Björgvinsson, þá- verandi fjármálaráðherra, lét í kjölfarið vinna reglugerð sem heimilaði öllum að flytja tiltekið magn af bjór inn í landið, þrátt fyrir að almennt bjórbann ríkti enn hér á landi í níu ár í viðbót. ■ 30 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR DON JOHNSON Leikarinn og töffarinn, sem var á hátindi frægðar sinnar í sjónvarpsþáttunum Miami Vice á árunum 1984-1989, er 55 ára í dag. DAVÍÐ SCHEVING : REYNDI AÐ FLYTJA BJÓR TIL LANDSINS „Leyndardómurinn á bak við velgengni jafnt í kvenna- sem fjármálum liggur í því að vita hvenær maður á að hætta. Ég ætti að vita það. Ég er fráskilinn og á hausnum.“ - Fólk kom ekki að tómum kofanum þegar það sótti speki til Dons Johnson í hlutverki löggunnar Sonny Crocket í Miami Vice. timamot@frettabladid.is DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON Fannst það ekki standast stjórnarskrá að mis- muna fólki líkt og gert var og greip til sinna ráða. Þennan dag árið 1961 var Adolf Eichmann dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyni. Eichmann var fæddur í Solingen i Þýskalandi árið 1906. Árið 1932 gekk hann til liðs við SS-sveitir nasista og komst fljótt til met- orða innan þeirra og árið 1939 var hann skipaður í stöðu innan deildar SS í Berlín sem átti að taka á gyðingum. Árið 1942 sat Eichmann fund ásamt öðrum framámönnum þriðja ríkisins í Wannsee þar sem „lokalausnin á gyðingavandan- um“ var rædd. Á fundinum var ákveðið að gyðingum í Evrópu skyldi útrýmt og var Eichmann falin framkvæmdin. Áður en seinni heimsstyrjöld var úti höfðu milljónir gyðinga látið lífið í út- rýmingarbúðum nasista. Eichmann var handsamaður af Bandaríkjamönnum eftir stríð en slapp úr haldi fyrir Nürnberg-rétt- arhöldin. Árið 1950 flutti hann til Argentínu þar sem margir stríðs- glæpamenn földust. Á seinna hluta sjötta áratugarins komst ísraelska leyniþjónustan á snoðir um hann og rændi honum árið 1960. Árið 1961 hófust réttarhöld yfir Eichmann í Jerúsalem sem lyktaði með að hann var dæmd- ur til dauða og hálfu ári seinna var hann hengdur. 15. DESEMBER 1961 Réttað yfir Adolf Eichmann í Jerú- salem. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1791 Fyrstu tíu viðaukar stjórnar- skrár Bandaríkjanna, sem jafnan eru nefndir einu lagi Réttindaskrá Bandaríkj- anna, gengu í gildi eftir að Virginíuríki hafði staðfest þá. 1890 Indjánahöfðinginn Sitting Bull fellur í átökum við indjánalögregluna ásamt 11 félögum sínum. 1916 Frakkar vinna sigur á Þjóð- verjum í hinni blóðugu orr- ustu við Verdun í fyrri heimsstyrjöldinni. 1945 Bandaríski hershöfðinginn Douglas MacArthur skipar svo fyrir að shinto-trúar- brögðin verði ekki lengur ríkistrú í Japan. 1989 Almenn uppreisn hefst í Rúmeníu gegn harðstjór- anum Nicolae Ceaucescu. Eichmann dæmdur til dauða Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Eiríkur Ísfeld Andreasen Kársnesbraut 94, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 17. des. kl. 13:00. Lilja S. Guðlaugsdóttir, Kristinn, Þorbjörn, Guðlaugur, Magnús og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Davíð S. Helgason Laufási 3, Egilsstöðum, áður til heimilis í Fellsási 5, Mosfellsbæ, er lést á heimili sínu laugardaginn 4. desember verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 17. desember kl 13.00. Þeim sem vildu minnast Davíðs, er bent á að stofnaður hefur verið reikningur til styrktar barna - og unglingastarfi Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs. Var það hans hjartans mál að koma því starfi vel af stað. Reikn. 0175 05 073042, kt. 500387 3199 Auður Ragnarsdóttir, Kristín Hrund Davíðsdóttir, Thron Alm, Dagný Davíðsdóttir, Edda Davíðsdóttir, Kristján B. Magnússon, Davíð Kári Kárason, Jónas Thornson Alm, Nora Iris Alm, Ingimundur Helgason. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför, föður okkar og afa, Magnúsar Sigurðssonar frá Hvammi, Fáskrúðsfirði. Guði gefi ykkur gleðilega jólahátíð. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. Yndislegur eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Ragnar Björnsson Efri-Reykjum, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn fimmtudaginn 16. desember kl. 13.00 frá dóm- kirkjunni í Reykjavík. Ásta Jónsdóttir, Björn R. Einarsson, Jón Davíð Ragnarsson, Björn Ingi Ragnarsson, Lovísa Rut Jónsdóttir, Jóhann Óskar Ragnarsson og Ásta Margrét Jónsdóttir. ANDLÁT Fjóla Kristín Sigurðardóttir, Naustum 1, Akureyri, lést sunnudaginn 12. des- ember. Lilja Ólafsdóttir, Sörlaskjóli 70, Reykja- vík, lést laugardaginn 11. desember. Stefanía Jóhanna Guðmundsdóttir, Mýrarbraut 6, Blönduósi, lést mánudag- inn 13. desember. Þórður Guðmundsson vélfræðingur, Reykjaborg, Mosfellsbæ, lést sunnudag- inn 12. desember. JARÐARFARIR 13.00 Björn Andersen, Efstasundi 41, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík Þegar Davíð keypti ölið „Ég geri bara það sem mér dett- ur í hug,“ segir Kristín Andrés- dóttir myndlistarmaður, sem kýs að nota listamannsnafnið K. And. Ýmist málar hún lands- lagsmálverk eða portrettmynd- ir, og svo hefur hún gert módel- myndir af fólki sem situr fyrir hjá henni. Um þessar mundir er hún með sýningu að Árskógum 4 í Breiðholti, þar sem félags- og þjónustumiðstöð aldraðra er til húsa. Þar sýnir Kristín 20 lands- lagsmyndir, allar unnar með pastellitum. „Ég hef farið víða til að mála, að Ófærufossi og Geysi, Þing- völlum, Snæfellsjökli og Skjald- breið.“ Á hverjum stað rissar hún upp myndir sem hún vinnur síðan úr heima hjá sér. Þetta er sjöunda sýning Kristínar, sem hóf myndlistar- nám við MHÍ aðeins sjö ára gömul. Sýningin stendur út des- embermánuð. ■ Landslag í fögrum litum KRISTÍN ANDRÉSDÓTTIR Sýnir tuttugu málverk í Árskógum. » FA S T U R » PUNKTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.