Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 56
Djass, blús, leikhús- og kvikmyndatónlist, suður-amerísk tónlist og íslensku þjóðlögin eru meðal þess sem heyra má í gítartónlist Gunnars Reynis Sveinssonar sem nú er komin út á geisladiski. Einn af þeim geisladiskum sem tilnefndir eru til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna sem „plata ársins“ er Glíman við Glám, sem hefur að geyma gítarverk eft- ir Gunnar Reyni Sveinsson. Á diskinum leikur gítar- leikarinn Símon H. Ívarsson verk Gunnars, auk þess sem þýski gítarleikarinn Jörgen Brilling er með í einu verki sem er fyrir tvo gítara. Símon segir verkin afrakstur fjórtán ára sam- vinnu þeirra Gunnars Reynis, en hann sé það ís- lenska tónskáld sem hefur samið mest fyrir gítar. „Mörg tónskáld hafa samið eitt eða tvö verk,“ segir Símon, „en það má kannski segja að í gegnum þessa samvinnu, sem hefur verið mjög náin, hafi þetta mörg verk orðið til eftir Gunnar. Gítarinn hefur ver- ið hans uppáhaldshljóðfæri, þótt hann hafi ekki leik- ið á það sjálfur.“ Tónlistin á diskinum er mjög fjölbreytt og falleg, tónlist sem gaman er að hlusta á. „Hún kemur úr öll- um áttum,“ segir Ívar, „og það sem vekur athygli er hve hún er lýrísk og melódísk, en um leið koma sterk áhrif úr djassi og blús – og jafnvel frá Suður-Amer- íku.“ Gunnar er faðir djassins á Íslandi, ásamt Jóni Múla. Hann var í gamla daga í KK-sextettinum og festi þá rætur í þessari tónlist sem lifir með honum enn þá. En hann hefur einnig haft mikinn áhuga á ís- lenskri tónlist og það gætir oft áhrifa frá íslenskum þjóðlögum, eins og í Íslenskri rapsódíu. Sérstaklega í Mansöng í því verki, þar sem til dæmis koma fyrir samstíga fimmundir. Í Glímunni við Glám er íslenskur keimur á yfir- borðinu í bland við djass en undir niðri er suður-am- erískur rytmi. Þegar maður fer að skoða feril Gunnars kynnist maður manni sem hefur farið víða. Hann hefur samið óheyrilega mikið fyrir leikhús og kvikmyndir – en mest hefur hann samið fyrir söngvara og kóra. Það er svo sérkennilegt að kannski varð þessi tón- smíðaaðferð Gunnars til þess að hann varð ekki al- veg í tísku, því hann leyfir sér að vera lýrískur og vel skiljanlegur – sem féll kannski ekki vel í kramið hjá þeim sem voru að fást við tilraunatónlist og þeim sem voru að fást við djass fannst hann of klassískur. Hann lenti því á milli hópa og það er kannski ekki fyrr en í dag sem menn mega semja svona. Þetta hef- ur verið í ákveðnum deildum. Símon segir það eitt af hlutverkum íslenskra hljóðfæraleikara að spila íslenska tónlist en viður- kennir um leið að stundum geti það verið snúið. „Þeg- ar íslenskt tónskáld semur verk fyrir eitthvert hljóð- færi, semur hann með tiltekinn hljóðfæraleikara í huga – sem síðan fylgir verkinu eftir. Ókosturinn er kannski sá að öðrum finnst viðkomandi hljóðfæra- leikari eiga dálítið í verkinu og halda sig því til hlés.“ Hvað gítartónlist varðar, segir Símon í rauninni ekki svo mikið til af henni. „Það mætti vel auka við þann sjóð. En þar kemur upp það vandamál að gítar- inn er svo flókið hljóðfæri í einfaldleika sínum að það þarf að kalla til þetta samstarf hljóðfæraleikarans og tónskáldsins. Stundum er hægt að semja eitthvað sem hentar mjög illa fyrir hljóðfærið og þá er það ekki örvandi að takast á við það.“ ■ SÍMON H. ÍVARSSON Gítarinn er svo flókið hljóðfæri í einfald- leika sínum að það þarf að kalla til þetta samstarf hljóðfæraleik- arans og tónskáldsins. 40 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR LAUGARDAGUR 18/12 BÓKAKYNNING OG LEIKLESTUR Í samstarfi Borgarbókasafns og LHÍ Kristín Ómarsdóttir og Bragi Ólafsson lesa úr nýju bókunum. Flutt brot úr 3 leikritum þeirra. Forsala á SEGÐU MÉR ALLT, 2. - 5. sýningu - kl 14:00 - Aðgangur ókeypis - SUNNUDAGUR 19/12 SKÁKMÓT HELLISINS KL. 11:00 JÓLASÝNING LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS KL. 16:00 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST - Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafakort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 AUKASÝNING mið. 29.12 kl. 20 LOKASÝNING fim. 30.12 kl. 20 Uppselt ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. sun. 19. des. kl. 14- sun. 26. des kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini 20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafkorts. Gjafakort seld í miðasölu. Tosca – Frumsýning 11. febrúar – Uppselt – 2.sýning 13. febrúar 3. sýning 18. febrúar – 4. sýning 20. febrúar Miðasala á netinu: www.opera.is Mán. 27. des. kl. 20 Mið. 15. des. kl. 16.00 og 20.00 Fös. 17. des. kl. 12.00 Lau. 18. des kl. 14.00 Sun. 19. des. kl. 18.00 og 20.00 Mán. 20. des. kl. 16.00 Þri. 21. des. kl. 14.00 og 20.00 Mið. 22. des. kl. 16.00 Fim. 23. des. kl. 14.00 og 20.00 Jólin syngja Mið. 22. des. kl. 22 Tónleikar: Ragnheiður Gröndal með hljómsveit Mán. 20. des. kl. 20 Guðrún og Javier Mezzó og gítar » FA S T U R » PUNKTUR Tónlist úr öllum áttum Ellen Kristjánsdóttir verður með útgáfutónleika í Grafarvogskirkju í kvöld þar sem hún ætlar að flytja öll lögin af nýútkomna geisladiskin- um sínum, sem heitir Sálmar. Á diskinum eru íslenskir sálmar frá ýmsum tímum í nýjum útsetningum Ellenar og Eyþórs Gunnarssonar. Hún segist hafa farið að hlusta á þessa sálma í kirkjum þegar hún var að koma þar fram ásamt K.K., bróður sínum, og smám saman hafi hana farið að langa til þess að gera eitthvað við þessi lög, sem mörg hver eru afar falleg. „Fyrst verður maður reyndar svolítið feiminn við þessa músík,“ segir Ellen. „En svo fann ég að þetta er bara lífið. Þetta eru mikið til lög sem fólk söng í gamla daga, saman í baðstofunni.“ Á diskinum eru vel þekktir sálmar á borð við Guð gaf mér eyra, Heyr himnasmiður, Ó, faðir gjör mig lítið ljós og Ó, Jesú bróðir besti. Ellen segir það hafa verið ákaf- lega gaman að takast á við þessi lög og reyna að vekja þau til lífs í öðrum búningi. Sér til fulltingis á tónleikunum í kvöld hefur Ellen fengið alla þá tíu hljóðfæraleikara sem leika með henni á diskinum. Eyþór Gunnars- son leikur á hljómborð, Lárus Sig- urðsson á sveimgítar, K.K. á gítar, Sigurgeir Agnarsson á selló, Matthías Hemstock á slagverk, Guðmundur Pétursson á gítar, Sigurður Flosason og Jóel Pálsson á bassaklarinett, Ólafur Jónsson á klarinett og Óskar Guðjónsson á sópransaxófón. Þá munu þrjár dæt- ur Ellenar syngja með henni eitt lag og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir flytja inngangsorð. „Ég er ekki frelsuð eða neitt svo- leiðis,“ tekur Ellen fram. „Það er alls konar misskilningur í gangi. Ég trúi bara á Guð og allt það góða, eins og svo margir gera. Engar öfgar.“ Hún segist líka vera á móti þeirri hugsun að fólk verði að tilheyra ákveðnum hópum til þess að geta flutt ákveðna tegund af tónlist. „Þetta er fyrst og fremst svo falleg tónlist sem við höfum öll alist upp við. Þessi lög eru fyrir löngu orðin þjóðaraeign.“ ■ ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR Flytur íslenska sálma ásamt Eyþóri Gunnarssyni og fleiri hljóðfæraleikurum í Grensás- kirkju í kvöld. Ellen syngur sálmana í Grafarvogi FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.