Fréttablaðið - 20.12.2004, Page 58

Fréttablaðið - 20.12.2004, Page 58
Engin bók í sögu náttúruvísind- anna hefur markað önnur eins tímamót og „Uppruni tegundanna“ eftir Charles Darwin. Bókin kemur nú út í flokki lærdómsrita Bók- menntafélagsins. Þýðandi er Guð- mundur Guðmundsson, flokkunar- fræðingur á Náttúrufræðistofnun, en Örnólfur Thorlacius ritar inn- gang. Uppruni tegundanna, eða On the Origin of Species by Means of Natural Selection, or the Pres- ervation of Favoured Races in the Struggle for Life eins hún hét á frummálinu, kom fyrst út um þetta leyti árs í Lundúnum og seldust öll 1.200 eintökin upp á fyrsta degi. Ís- lenska útgáfan mun vera gerð að mestu eftir 2. útgáfunni. Nokkru áður en bókin kom út var greint frá kenningu Darwins á fundi í Linné- félaginu í Lundúnum, ásamt kenn- ingum Wallace sem voru á sömu lund, en reyndar að þeim báðum fjarstöddum. Þessi kynning var að frumkvæði vina Darwins sem töldu að ekki væri hægt að bíða lengur með að koma þessum bylt- ingarkenndu hugmyndum á fram- færi. Fyrirlesturinn vakti ekki mikla athygli, svo litla raunar að forseti félagsins sagði í skýrslu sinni um árið sem hann var haldinn að ekkert markvert hefði komið fram á fundum félagsins. Um bók- ina gegndi öðru máli. Darwin var lengi að undirbúa útgáfu hennar og er talinn hafa verið búinn að móta kenninguna fimmtán árum fyrr. Tímamótin hringdu í Örnólf Thor- lacius og forvitnuðust hjá honum um bókina og kenninguna. Við spurðum hvernig hún hefði staðist tímans tönn. „Það má segja að þróunarkenn- ingin hafi með tímanum verið staðfest í öllum grundvallaratrið- um. Þegar bókin kom út voru sum- ar greinar auðvitað ekki búnar að slíta barnsskónum eða alls ekki til og þess vegna voru til dæmis veikir hlekkir í röksemdafærslu Darwins. Þar er helst að nefna erfðafræðina, þótt segja megi að Darwin hefði átt að geta kynnt sér greinar Mendels sem birtast 1865- 66, en 6. útgáfan af „Uppruna teg- undanna“ kom út 1876, sex árum fyrir lát Darwins. En hann gerði það ekki. En kenningar Mendels, rétt eins og niðurstöður sam- eindaerfðafræðinnar sem koma löngu löngu seinna, hafa einungis staðfest þróunarkenningu Darwins. Darwin var fjölmennt- aður náttúrufræðingur. Hann var auðvitað barn síns tíma og beitti klassískum aðferðum þess tíma en allar síðari tíma rannsóknir hafa staðfest niðurstöður hans. Og raunar er alls ekki ástæða til þess að gera lítið úr hinum klass- ísku aðferðum. Athugunin er enn grundvallaraðferð náttúruvísind- anna. Núorðið efast enginn nátt- úrufræðingur um þróunarkenn- inguna og náttúruvalið.“ ■ Þennan dag árið 1974 féllu snjó- flóð í Neskaupstað. Þau eru Guðmundi Bjarnasyni, núver- andi bæjarstjóra Fjarðabyggð- ar, fersk í minni. „Á þessum tíma var ég kennari við gagn- fræðaskólann en átti auk þess sæti í ritnefnd héraðsfrétta- blaðsins Austurland og var þennan dag að búa jólablað Austurlands undir dreifingu. Fyrstu fréttir af flóðunum fékk ég með þeim hætti að Jóhannes heitinn Stefánsson kom hlaup- andi til mín á skrifstofu Austur- lands og sagði með skelfingar- svip: „Það hefur eitthvað hræði- legt gerst inn við bræðslu!“ Meira vissi ég ekki þá og mín fyrstu viðbrögð voru að fara strax á vettvang. Þegar ég kom að flóðunum blasti alvaran við mér og þá frétti ég að menn væru týndir. Það æxlaðist svo þannig að strax næsta dag var mér falið af bæjaryfirvöldum að taka við fyrirspurnum frá fjölmiðlum.“ Hvílir skuggi snjóflóðanna enn á bænum? „Já auðvitað er það svo og þá fyrst og fremst út af því fólki sem þarna fórst. Þetta er hins vegar liðinn tíð og síðan þá höfum við Norðfirðing- ar fengið snjóflóðavarnir og reyndar var farið að huga að þeim strax eftir flóðin. Lengi vel gætti hins vegar skilnings- leysis hjá hinu opinbera og það var ekki fyrr en eftir snjóflóðin fyrir vestan sem skriður komst á þau mál. Finnur þú fyrir ótta hjá bæj- arbúum um frekari snjóflóð? „Nei ekki get ég sagt það og í könnun á meðal Norðfirðinga, sem gerð var í kringum 1997, kom í ljós að bæjarbúar voru ekki mjög kvíðnir vegna snjó- flóða. Það hefur verið gert ítar- legt hættumat fyrir bæinn og eftir snjóflóðin 1974 þróaðist byggðin þannig að einkum er byggt á s.k. bakkasvæði, sem er yst í bænum, en snjóflóðahætt- an eykst eftir því sem innar dregur. Hér er starfandi snjóa- eftirlitsmaður, sem fylgist grannt með snjóalögum í fjall- inu, og reynt verður að bregðast við í tíma ef hættuástand skap- ast. Það er hægt að verjast snjó- flóðum og Norðfirðingar eru nú komnir með öflugar varnir í fjallið ofan byggðar en þrátt fyrir það megum við aldrei sofna á verðinum,“ segir Guð- mundur ■ 26 20. desember 2004 MÁNUDAGUR MAX LERNER einn þekktasti dálkahöfundur Bandaríkjanna fæddist þennan dag 1902. Hann notaði fyrstur hugtakið McCarthyismi. Megum aldrei sofna á verðinum ÞRJÁTÍU ÁR FRÁ SNJÓFLÓÐUNUM Í NESKAUPSTAÐ „Depurðin í því að verða fimmtugur er fólgin í því að allt breytist en samt breytist ekkert.“ - Hann varð níræður og bar ekkert á depurð. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Ármann Örn Ármannsson tónlistar- hússfrömuður er sextugur í dag. Sunna Borg leikari er 58 ára. Flosi Eiríksson, bæj- arfulltrúi í Kópavogi, er 35 ára. Stefán Hjörleifsson tónlistarmaður er fertugur. JARÐARFARIR 13.00 Katrín Ingibergsdóttir frá Vík í Mýrdal verður jarðsungin frá Há- teigskirkju. 14.00 Emil Ófeigur Ámundason, Beru- götu 5, Borgarnesi, verður jarð- sunginn frá Borgarneskirkju. 15.00 Jón Sigurðsson, Hæðargarði 35, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju. 15.00 Guðrún Sigurðardóttir sjúkraliði, Hjallavegi 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 16.00 Guðrún M. Einarsson (Dysta) verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni. Þennan dag árið 1930 tók Ríkis- útvarpið til starfa með formleg- um hætti. Tilraunaútsendingar höfðu hafist tveimur mánuðum áður. Útvarpsstjóri var Jónas Þor- bergsson. Fyrsta dagskráin, sem á þessum tíma var á ábyrgð út- varpsráðs, var send út daginn eft- ir. Fyrst í stað var dagskráin ekki nema nokkrir tímar á dag en lengdist smátt og smátt. Frá upp- hafi var lagt kapp á að hátíðar- bragur væri á dagskránni og ekki mikið gefið fyrir glens og spaug. Heimildir um dagskrána er helst að finna í prentuðum yfirlitum, því sáralítið er til af upptökum frá fyrstu árum Ríkisútvarpsins, enda tæknin til þess frumstæð og erfið í notkun. Áður en Ríkisútvarpið tók til starfa höfðu nokkrir ein- staklingar efnt til útvarpssend- inga en það fyrirtæki varð ekki langlíft. Ríkisútvarpið hóf sjón- varpsútsendingar 1966, að líkind- um til þess að stemma stigu við því sem menn töldu vera óholl áhrif Kanasjónvarpsins. 1986 var einkarétti ríkisins til þessarar teg- undar fjölmiðlunar aflétt og einkastöðvar hófu að keppa við hið opinbera. Á síðustu tímum hefur ríkið þó verið að sækja í sig veðrið í þessum efnum og rekur nú tvö fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisút- varpið og Landssímann.GAMALT ÚTVARPSTÆKI ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1930 Landspítalinn tekur til starfa. 1946 Ho Chi Minh og félagar hans hefja vopnaða upp- reisn gegn Frökkum. 1960 Þjóðfrelsisfylkingin stofnuð í Víetnam. 1963 Berlínarmúrinn opnaður í fyrsta sinn. 1975 Kröflueldar hefjast. 1979 Olíukreppan að ná há- marki. Bensínverð nær 370 krónum gömlum og hefur tvöfaldast á tíu mánuðum. 1983 Lög um kvótakerfi í fisk- veiðum samþykkt á Al- þingi. 1989 Bandaríkjamenn ráðast inn í Panama. Ríkisútvarpið tekur til starfa Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Lilja Ólafsdóttir Sörlaskjóli 78, Reykjavík, sem lést 11. desember, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudag- inn 23. desember kl. 13.00. Björn Þ. Þórðarson, Þórunn B. Björnsdóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigurður H. Björnsson, Þórunn Ólafsdóttir, Bryndís Anna Björnsdóttir, Edda Björnsdóttir, Jakob Pétursson, Páll Björnsson, Lilja Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Uppruni tegundanna kemur út á íslensku TITILBLAÐ „UPPRUNA TEGUNDANNA“ EFTIR CHARLES DARWIN Bókin kemur nú út í flokki lærdómsrita Bókmenntafélagsins. GUÐMUNDUR BJARNASON BÆJAR- STJÓRI Í FJARÐABYGGÐ Skugginn hvílir enn á bænum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.