Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR NEYÐARHJÁLP Í NORÐRI Land- söfnunin Neyðarhjálp úr norðri hefst í dag. Söfnunin er til styrktar fórnarlömb- um hamfaranna í Asíu. Hámarki nær söfnunin með beinni sjónvarpsútsend- ingu á laugardaginn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 10. janúar 2005 – 8. tölublað – 5. árgangur ● ekta amatörar Gefur munaðarlausum drengjum nýtt útvarp Í.R.A.: ▲ SÍÐA 34 ● elsti fréttaritari ríkisútvarpsins Kominn á tíræðisaldur Grímur Gíslason: ▲ SÍÐA 22 ÓTTAST KLÓRGASSLYS Í KÓPA- VOGI Ekki er vitað hve mikið klórgas er á svæði Mjallar-Friggjar í Kópavogi. Íbúar eru áhyggjufullir. Bæjaryfirvöld taka ákvörun um miðjan mánuð. Sjá síðu 2 YFIRBURÐASIGUR MAHMOUDS ABBAS Mahmoud Abbas er nýr forseti Palestínu. Hann ætlar endurvekja friðarvið- ræðurnar við Ísraela eins fljótt og auðið er. Það eru erfiðir tímar framundan að sögn Abbas. Sjá síðu 4 HÆKKANIR LANGT UMFRAM VERÐLAG Alþýðusamband Íslands hefur áhyggjur af hækkunum ríkis og sveitar- félaga á gjaldskrám og áhrifum þeirra á verðbólgu. Sjá síðu 6 IMPREGILO FÆR EKKI SÉRMEÐ- FERÐ Talsmaður Impregilo er ósáttur við gagnrýni á fyrirtækið síðustu daga. Hann telur flestar fullyrðingar verkalýðshreyfingar- innar rangar. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 Andri Ingólfsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Þegar menn byggðu eins og karlmenni ● fasteignir ● heimili 20-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 61% 37% SNJÓKOMA um sunnanvert landið. Stöku él annars staðar. Frost víðast 1-10 stig, kaldast til landsins. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 STJÓRNMÁL Nýir frambjóðendur þurfa að leiða lista Framsóknar- flokksins í næstu borgarstjórnar- kosningum ef árangur á að nást, að mati Gests Gestssonar, for- manns Framsóknarfélags Reykjavíkur-norður. Hann segir persónulega hagsmuni Alfreðs Þorsteinssonar innan Orkuveitu Reykjavíkur tekna fram yfir hagsmuni borgarbúa og Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna innan Reykja- víkurlistans, segir eðlilegt að ein- staklingar í flokkum geti haft sín- ar skoðanir. Hann sé hins vegar ósammála Gesti. „Ég efast um að hann tali fyrir hönd almennra framsóknarmanna í Reykjavík því ég hef ekki orðið var við að hann haldi fundi hjá Framsóknar- félagi Reykjavíkur-norður. Ann- ars skilst mér að Gestur sé ein- hver angi af Hvítasunnusöfnuð- inum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Fram- sóknarflokknum í Reykjavík.“ Gestur Gestsson segir um- mæli Alfreðs sérlega ósmekk- leg. Það lýsi vel fátækri málefna- stöðu Alfreðs að aðalatriðið í málflutningi hans sé í hvaða trú- félagi menn séu. „Það er víst trú- frelsi á Íslandi,“ segir Gestur. Hann segir það ekki rétt hjá Al- freð að fundir séu ekki haldnir hjá félaginu því síðasti félags- fundur hafi farið fram í október en á hann hafi Alfreð hins vegar ekki mætt. „Borgarfulltrúar flokksins njóta ekki trúverðugleika borgar- búa og fylgi við þá talar sínu máli,“ segir Gestur. „Það fer alltaf neðar og neðar og það segir mér að það sé ekki rétt fólk við stjórnvölinn. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er nánast ekki til í huga borgarbúa.“ Framsókn- arflokkurinn í borgarstjórn mældist með tæplega fimm pró- senta fylgi í nýlegri skoðana- könnun sem gerð var fyrir sjálf- stæðismenn. ghg@frettabladid.is BRUNAÐ NIÐUR BREKKUNA MEÐ BROS Á VÖR Margir nutu útiveru á höfuðborgarsvæðinu í gær og ýmist gengu eða renndu sér á snjóþotum líkt og stöllurnar á myndinni sem tekin var á Miklatúni. Hæglætisveður var víðast hvar á landinu en kuldaboli beit í kinnar. Gert er ráð fyrir snjókomu, vindi og kulda í dag og næstu daga en hlýnandi veðri á fimmtudag. Aftur kólnar á laugardag. Hvítasunnusöfnuður stýrir ekki Framsókn Alfreð Þorsteinsson er harðorður í garð flokksbræðra. Formaður Framsóknarfélags vill nýja forystu en Alfreð segir hreinar línur að Hvítasunnusöfnuðurinn eigi ekki að stjórna flokknum. ● hefur frest til kvölds til að tilkynna sig Týndur og tröllum gefinn Jaliesky Garcia: ▲ SÍÐA 26 Óveður á Norðurlöndum: Tré féllu á fólk NORÐURLÖND Ellefu manns létust í óveðrinu sem gekk yfir í Dan- mörku og Svíþjóð um helgina. Flestir létust þegar tré féllu á bíla þeirra. Í Suður-Svíþjóð fór vindur mest upp í 42 metra á sekúndu og rifnuðu þar tré upp með rótum. Rafmagn fór af 411 þúsund heimilum í Svíþjóð og 60 þúsund heimili voru án rafmagns í Dan- mörku, þar mældist vindur allt upp í 49 metra á sekúndu. í kjölfar óveðursins urðu mikil flóð og í bæjum á Vestur-Jótlandi mynd- uðust víða þriggja metra djúp vötn. Óveðrið náði einnig til Bret- landseyja og flæddu árnar yfir bakka sína vegna mikillar úrkomu en þar létust þrír og tveggja er saknað. Einnig þurftu þúsundir manna hjálp björgunarmanna við að yfirgefa heimili sín og voru 76 þúsund heimili án rafmagns. - keþ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Klórgasverksmiðja: Vill banna starfsemina KLÓRGAS Ómar Stefánsson, fram- sóknarmaður í bæjarráði Kópa- vogs, er mótfallinn því að klór- gasverksmiðja fái starfsleyfi í Kópavogi. Hann vill að umhverf- isráðherra beiti sér fyrir því að banna klórgasverksmiðjur í byggð. Ómar undrast að Heilbrigðis- eftirlit bæjarins nýti ekki heim- ildir sínar til að beita sér gegn framleiðslu Mjallar-Friggjar en fyrirtækið starfar án leyfa. Ingvar Árnason, prófessor í raunvísindadeild við Háskóla Ís- lands, segir að slyppi klórgasið sem geymt sé á svæðinu út yrði meiriháttar stórslys: „Klórgas hefur varanleg áhrif á fólk. Í fyrri heimsstyrjöldinni var klórgas notað sem eiturgas í hernaði. Það ertir slímhúð, bæði augu og önd- unarfæri. Það endar með því að menn kafna.“ - gag Sjá síðu 2 GESTUR GESTSSON OG ALFREÐ ÞORSTEINSSON Harðar deilur eru komnar upp innan Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.