Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 18
Orkuveituhúsið nýja er á leið með að verða Perla Reykjavíkurlist- ans: táknmynd um bruðl og vald- þótta – og kostnaðarvitundarleysi sem jaðrar við kostnaðaröngvit. Eðlilegri og málefnalegri gagn- rýni á kostnað er svarað með skætingi á borð við það þegar Al- freð Þorsteinsson kallaði Ólaf F. Magnússon „litla íhaldið“ í Kast- ljósinu og útúrsnúningi á borð við samanburð á fermetraverði „vandaðra“ grunnskóla í Reykja- vík og þessa húss, og þar með lít- ið gert úr helsta afreki R-listans, uppbyggingu í skólamálum. Fátt verður hins vegar um raunveru- leg svör þegar leitað er skýringa á umframkostnaðinum; muldrað um að gleymst hafi að gera ráð fyrir loftræstingu og að kostnað- aráætlunin hafi miðast við miklu minna hús – sem var víst VSO- ráðgjöf að kenna. Húsið sjálft var með öðrum orðum slíkt listaverk, með tilheyrandi áherslu á samspil flæðis og forms, birtubrigða og framsetningu hallandi skálína – eða eitthvað – að það gleymdist að gera ráð fyrir loftræstingu. Kannski vanti opnanlega glugga á það líka sem til skamms tíma var talið listrænt hástig í íslenskum arkítektúr, eftir að flötu þökin liðu undir lok. Kostnað við byggingu Orku- veituhússins á ekki að bera saman við fermetraverð „vandaðs“ grunnskóla í Reykjavík. Í vand- aðri stjórnsýslu á aðeins að bera kostnað við byggingar saman við eitt – skyldi maður ætla – og það er sjálf kostnaðaráætlunin. Sá plagsiður að nota kostnaðaráætl- anir sem áróðursplögg til að slá ryki í augu fólks áður en ákvarð- anir eru teknar um framkvæmdir er ekki Reykjavíkurlistanum sæmandi. „Ekkert að spara – ég borga“, sagði Bjartur í Sumarhúsum gjarnan af ómældu veglyndi í þeim veislum sem hann hélt og voru því miður oftast eftir að hann hafði jarðað einhvern heimilismann. Hann vildi ekki láta neinn halda að hann byggi ekki af sömu rausn og höfðingj- arnir. Óneitanlega finnst manni ýmislegt í stjórn Orkuveitunnar hafa þennan undirtón: „ekkert að spara, ég borga.“ Hamrað er á því hversu ríkt og stöndugt fyrirtæk- ið sé og látið að því liggja að lítið muni nú um nokkrar rangar fjár- festingu – nóg sé til frammi. Þarna er einhver endurómur stjórnarhátta Davíðs Oddssonar, en það var einmitt á hans dögum sem fyrirrennari Orkuveitunnar, Hitaveitan, stóð með ærnum kostnaði – og umframkostnaði – að byggingu Perlunnar, dular- fyllstu kirkjubyggingu 20. aldar- innar. Umsvifum Orkuveitunnar á sviði fjarskipta verður á hinn bóg- inn ekki líkt við neitt úr valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Vefstólar Línu nets voru alltaf tómir og því fyrr sem borgarfulltrúar Reykja- víkurlistans horfast í augu við það því betra. Lína net nærði hégóma- girnd stjórnmálamanna um að þeir hefðu vit á tölvum og fram- tíðinni. Það var ekki í verkahring borgarinnar að sjá heimilum fyrir netttengingum eða sjónvarps- tengingum – til þess voru nógir aðrir – og að líkja ljósleiðaralagn- ingunni við það stórkostlega ævintýri þegar heitt vatn var lagt í hús borgarbúa er móðgun við söguna og baráttuna við fátækt og vond hús. Flest heimili höfðu fyrir nettengingu og allt það sjón- varp sem hægt er með góðu móti að komast yfir að horfa á – og raunar miklu meira til. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert fylgi í Reykjavík. Áhrif flokksins á stjórn borgarinnar eru fráleit, einkum í ljósi þess að hann hefur augljóslega neitunarvald í flugvallarmálinu og öðrum fram- faramálum. Reykjavíkurlistinn sem slíkur virðist meira og minna liðinn undir lok og er nú ekki ann- að en nafn á kosningabandalagi. Við sitjum uppi með valdamenn sem standa að hækkunum á þjón- ustu Orkuveitunnar um leið og þeir segja okkur að hún eigi skítnógan pening og skimi eftir nýjum tækifærum á sviði fjar- skipta. Framsókn er eins og risa- rækja í stjórnkerfi borgarinnar, smælki sem breiðir sig út yfir allt, vex og vex... Nú er lag Frálslyndi flokkurinn er geðs- legur flokkur, talsmenn hans í borgarstjórn, þau Ólafur F. Magn- ússon og Margrét Sverrisdóttir, hafa verið málefnaleg og laus við þann greifabrag sem er yfir Framsókn um þessar mundir. Tímabært er að Samfylkingin og Vinstri grænir – og Dagur – kippi þeim Frjálslyndu inn í borgar- stjórn og leyfi Framsókn að deyja inn í Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er að gera á landsvísu. A lmenna svarið við spurningunni um hvar menn eigi aðbúa er þar sem þeir vilja búa. Til þess að bregða út afþessari meginreglu þarf mjög sérstök rök. Íslending- ar bjuggu um skeið við vistarband. Sú regla var sett til þess að forða þeirri lausung sem fylgdi breyttum atvinnuháttum og umhverfi. Stórbændur kepptu um vinnuafl við vaxandi út- gerð og lagðar voru hömlur á frelsi fólks til þess að flytja í sjávarbyggðirnar. Eins og ávallt þegar afturhaldsöfl streit- ast við að halda aftur af hjóli tímans, þá tafði vistarbandið einungis óhjákvæmilega þróun og olli meira tjóni en gagni. Í þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi síðustu ár spretta reglulega fram þeir sem sjá gamla tímann í hillingum og finna allt til foráttu þeirri lausung sem fylgir auknu frelsi. Hugsunarháttur vistarbandsins hverfur ekki, þótt enginn vilji snúa aftur til þeirra tíma. Nýlegt dæmi um þankaganginn að baki vistarbandinu skaut upp kollinum í umræðum um búsetu forstjóra Fjarðar- áls sem hefur tekið þá ákvörðun að búa í næsta sveitarfélagi við álverið, á Egilsstöðum. Viðbrögð einstakra sveitar- stjórnarmanna í Fjarðabyggð og nafnlausir póstar til for- stjórans vekja undrun. Gamaldags hrepparígur og forneskju- leg viðhorf til samfélags birtast í þeim makalausu viðbrögð- um sem komið hafa fram í kjölfar ákvörðunar forstjórans. Austfirðingar voru áfram um uppbyggingu stóriðju á svæðinu. Ýmsir höfðu samúð með sjónarmiðum þeirra, þrátt fyrir efasemdir um að virkjun Kárahnjúka væri skynsamleg framkvæmd og hvort verjandi væri að hið opinbera beitti sér fyrir slíku inngripi í efnahagskerfið til atvinnuuppbyggingar á afmörkuðu svæði. Byggðarökin sem sett voru fram voru um Austurland í heild sinni, ekki sveitarfélagið Fjarðabyggð. Frekja og ósvífni í viðhorfum sumra íbúa Fjarðabyggðar verða því afkáralegri þegar horft er til þessa. Tekjur af virkjun og álveri koma misjafnlega niður eftir sveitarfélögum á Austurlandi. Fjarðabyggð nýtur álversins og Fljótsdalshreppur með sína 261 íbúa fær stöðvarhús virkj- unarinnar. Fljótsdalshérað fær ekki beinar tekjur af virkjun og álveri, en þarf hins vegar að kosta nokkru til við uppbygg- ingu þjónustu vegna þess aukna umfangs sem framkvæmd- inni fylgja. Enginn ætti að sjá ofsjónum yfir einu forstjóra- útsvari til sveitarfélagsins. Stórar fjárfestingar á afmörkuðu svæði sýna vel bresti í núverandi fyrirkomulagi sveitarfélaga. Áður en ákvörðunin var tekin um framkvæmdirnar fyrir austan hefði átt að vera búið að tryggja að sveitarfélög sameinuðust á svæðinu. Það er ólíðandi að fámennir hreppar geti haldið sig sér af þeirri einföldu ástæðu að einni stórri fjárfestingu er plantað í hreppinn. Þar við bætist að starfsemin er ekki til eilífðar eins og Mývetningar hafa fengið að kynnast. „Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meina- lausu“, er þulan sem sveitarstjórnarmenn Fjarðabyggðar ættu að hafa yfir ef þeir vilja ekki verða steinrunnin nátttröll. ■ 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Hrepparígur og músarholusjónarmið birtast í við- brögðum við búsetu forstjóra Fjarðaráls. Fornaldarhugsun í Fjarðabyggð FRÁ DEGI TIL DAGS Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga Risarækjan Á Grund? Fréttamyndir af fundi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra með sjálfstæðismönn- um í Valhöll á laugardaginn benda til þess að flokkurinn sé að eldast. Þarna var varla nokkurt ungt fólk að sjá – en unga fólkið var áður fyrr burðarásinn í flokks- starfinu. Gárungar segja að myndirnar hefðu allt eins getað ver- ið teknar á Elliheimilinu Grund. Í mánaðarfrí Davíð Oddsson utan- ríkisráðherra var óvenju önugur í við- tölum við sjón- varpsstöðvarnar eftir fundinn í Valhöll. Það er Íraksmálið sem veldur þessu, ekki síst sú niðurstaða Gallup könnunar að yfir 80% lands- manna eru andvíg stefnu ríkisstjórnarinn- ar og stuðningi við innrás Bandaríkja- manna. Það er auðvitað ekki uppörvandi fyrir stjórnmálamann að fá slíkt vantraust á sig. Annars hefði kannski mátt ætla að ráðherrann væri í léttu skapi því hermt er að hann sé nú kominn í mánaðarfrí frá ráðherrastörfum. Enginn mun verða sett- ur í embættið á meðan og fer því Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra líklega að mestu með málefni ráðuneytisins þenn- an tíma. Umhugsunarvert er hvort þetta sé heppilegur tími fyrir ráðuneytið til að vera ráðherralaust í ljósi þess að viðræð- urnar við Bandaríkjastjórn um framtíð varnarliðsins eiga að hefjast innan tíðar. Rove að kenna Pétur Gunnarsson, starfsmaður Fram- sóknarflokksins, lét athyglisverð orð falla um Íraksmálið í Silfri Egils í gær. Hann talaði um að stuðningur ís- lenskra stjórnvalda við Íraksstríðið hefði falist í að heimila bandarískum herflugvélum að fljúga um íslenska lofthelgi og lenda í Keflavík. Hinn frægi listi yfir „staðfastar þjóðir“ væri verk Karls Rove, helsta ráðgjafa og hug- myndafræðings Bush Bandaríkjafor- seta. Ekki var hægt að skilja Pétur öðruvísi en svo að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hefðu aldrei verið beðnir um leyfi til að setja Ísland á list- ann sem slíkan. Þetta hefur ekki komið fram áður og nauðsynlegt er að á þessu atriði fáist nánari skýringar. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG FRAMSÓKN OG REYKJAVÍKURLISTINN GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Við sitjum uppi með valdamenn sem standa að hækkunum á þjónustu Orkuveitunnar um leið og þeir segja okkur að hún eigi skítnógan pening og skimi eftir nýjum tæki- færum á sviði fjarskipta. Framsókn er eins og risa- rækja í stjórnkerfi borgar- innar, smælki sem breiðir sig út yfir allt, vex og vex...... ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.