Fréttablaðið - 10.01.2005, Page 56

Fréttablaðið - 10.01.2005, Page 56
MÁNUDAGUR 10. janúar 2004 27 ÚTSALAÚTSALAÚTSALA FÓTBOLTI Mario Sergio, yfirmaður knattspyrnumála hjá einu stærsta félagsliði Brasilíu, Gremio, kvart- ar sáran yfir því hversu þarlendir knattspyrnumenn séu orðnir frekir til fjárins og segir næsta ómögulegt að verða sér úti um nýja leikmenn án þess að greiða fádæma fúlgur fyrir. Þetta kom fram í viðtalsþætti í Brasilíu og kom mörgum á óvart enda Gremio eitt fárra félaga sem eiga digra sjóði og hefur félagið sjálft grætt vel á leikmönnum sem halda þaðan til Evrópu. Segir Sergio að ekki einungis sé verð á leikmönnum gríðarlegt heldur eru launakröfur jafnvel meðal- manna í brasilíska boltanum komnar út í öfgar. Hann nefnir sem dæmi að nýlega hafi leikmað- ur úr annarri deild sem Gremio hafði áhuga á sett fram kröfur um tvær milljónir króna í vikulaun og hafi viðræðum lokið snögglega eftir það. ■ BRASILÍSKIR ÁHORFENDUR Þarlendir knattspyrnumenn hafa fært sig verulega upp á skaftið hvað varðar launakröfur þrátt fyrir að knattspyrnan sé eina leið margra unglinga úr gettóum og sárri fátækt víða í landinu. SÁTTIR MEÐ SITT Leikmenn Yeading gengu sáttir af velli í leikslok þrátt fyrir tap gegn Newcastle í enska bikarnum í gær. Tveir leikir fóru fram í ensku bikarkeppninni í gær: Naumt hjá Arsenal og Newcastle FÓTBOLTI Arsenal og Newcastle tryggðu sér í gær sæti í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Ekki var búist við því fyrirfram að liðin tvö myndu lenda í verulegum vandræðum með andstæðinga sína en annað kom á daginn. Bæði lið lentu í basli en höfðu að lokum sigur. Newcastle sótti utandeildarlið- ið Yeading heim á Loftus Road, heimavöll Queens Park Rangers og lenti í vandræðum. Fyrir leik- inn hafði stærsta dagblað Bret- lands, The Sun, lofað markverði Yeading, Del Preddie, nýjum Ford Focus ef honum tækist að halda markinu hreinu í leiknum. Preddie stóð vaktina vel í marka- lausum fyrri hálfleik og segja má að Yeading hafi fengið besta færi hálfleiksins þegar Stephen Harper, markvörður Newcastle, varði glæsilega aukaspyrnu frá David Clarke. Newcastle náði hins vegar að brjóta ísinn þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en þá skoraði Lee Bowyer eftir fallegan undirbúning frá Craig Bellamy. Shola Ameobi bætti síðan öðru marki við fyrir Newcastle tíu mínútum síðar en leikmenn Yead- ing gáfu ekki tommu eftir og komu í veg fyrir að leikmenn Newcastle skoruðu fleiri mörk. Johnson Hippolyte, knatt- spyrnustjóri Yeading, var í skýj- unum eftir leikinn og lýsti sínum mönnum sem hetjum. „Ég er mjög stoltur af strákun- um sem eru allir hetjur. Margir af þessum leikmönnum hafa orðið fyrir vonbrigðum á ferlinum en ég vissi að þeir hefðu þann karakter sem þeir sýndu í dag. Við vissum að við vorum áhuga- menn að spila við atvinnumenn en strákarnir stóðu sig frábærlega,“ sagði Hippolyte. Arsenal lenti einnig í vandræð- um gegn 1. deildarliði Stoke á Highbury. Varnarmaðurinn Wayne Thomas kom Stoke yfir eftir hálftíma leik en Arsenal hristi af sér slyðruorðið í síðari hálfleik og mörk frá Jose Antonio Reyes og Robin van Persie tryggðu þeim sigurinn. Leikmenn Arsenal voru þó stál- heppnir því Gael Clichy, varnar- maður Arsenal, bjargaði á marklínu og Ade Akinbiyi, sókn- armaður Stoke, átti þrumufleyg í þverslá. oskar@frettabladid.is Knattspyrnumenn frekir til fjárins víða um heim: Heimtufrekja í Brasilíu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.