Fréttablaðið - 10.01.2005, Síða 63

Fréttablaðið - 10.01.2005, Síða 63
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Vegna þess að liðið gerði jafn- tefli við utandeildarliðið Exeter. Um 25%. Palestínu. 34 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR Félag íslenskra radíóamatöra hef- ur ákveðið að gefa tveimur mun- aðarlausum drengjum frá Úg- anda, þeim Muwango og Peter, nýtt útvarp. Tilefnið er grein sem birtist 16. október í Fréttablaðinu um hátt hlutfall alnæmissmitaðra í Úganda. Fyrir vikið er fjöldinn allur af börnum munaðarlaus, þar á meðal þeir Muwango og Peter. Í greininni kom fram að Muwango hafði útbúið loftnet úr reiðhjóla- gjörð og gaddavír og gat þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar en hann hefur mikinn áhuga á frétt- um og umheiminum. Hingað til hefur hann notast við gamalt og lúið útvarpstæki sem er tengt frumstæðum hátalara úr vatns- brúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöð- um sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Haraldur S. Ólafsson, formað- ur Félags íslenskra radíóamatöra, segir að Muwango sé ekta amatör. „Þetta er akkúrat það sem þetta snýst um, að prófa sig áfram og finna út að eitt er betra en annað. Við hrifumst að þessari grein og ákváðum að gefa honum nýtt út- varp og rafhlöður,“ segir Harald- ur. Félagið hefur þegar afhent Jónasi Þóri Þórissyni, fram- kvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, pening sem hann mun síðan nota til að kaupa stutt- bylgjuútvarp í Úganda, því þau eru mikið notuð í Afríku. Félag íslenskra radíóamatöra, Í.R.A., var stofnað árið 1946 og verður því 60 ára á næsta ári. Meðlimir eru um 120 talsins og til að fá inngöngu þarf að taka próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun sem eru haldin tvisvar á ári. Félagið er til húsa í gamla Skeljungshúsinu í Skerjafirði. „Sumir eru í loftinu, þ.e. í sam- böndum um allan heim. Aðrir spjalla um tæknimál og bara um daginn og veginn líka,“ segir Har- aldur um starfsemina og vill minna á heimasíðuna ira.is. Hún tengist ekkert hryðjuverkasam- tökunum alræmdu eins og ein- hverjir kynnu að halda. freyr@frettabladid.is Gleraugnaverslunin Optic Reykja- vík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand’M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar „skreytiklemmur“ til þess að lífga upp á til- veruna. „Hugmyndin kem- ur frá franskri konu, Pat- riciu Charmoille, sem er sjónfræðingur að mennt. Henni leiddist meðal- mennskan í gleraugum og ákvað að hanna sína eigin línu. Hún byggði hug- myndina á því að taka um- gjarðir sem væru í senn „zen“, klæðilegar og yfir- vegaðar og djassa þær upp við ólík tækifæri,“ segir Axel Örn Ársælsson, sjónfræðing- ur og annar eigenda Optic. Af þessari hugmynd er „Zenka“ gleraugnalínan sprottin og ásamt eiginmanni sínum, Lionel sem er líka sjónfræðingur, hafa þau Pat- ricia rutt af stað bylgju um alla Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. „Fólk er alltaf að veigra fyrir sér að kaupa dýr og áberandi gler- augu í skærum lit. Ástæðan er sú að fólk vill ekki ganga með áber- andi gleraugu alla daga og langar þá jafnvel að eiga tvenn eða þrenn, en þyrfti þá að kaupa fleiri umgjarðir og ný gler í hverja einustu. Með tilkomu Zenka gleraugnanna hefur þetta breyst því fólk getur breytt um útlit á gleraug- unum án þess að þurfa að kaupa sér önnur. Gler- augun koma í títaníum, málmi og plasti og skreytiklemmurnar eru allar úr stáli. Auðvelt er að smella þeim á og taka þær aftur af og ætlun Zenka línunnar er að koma með nýjar klemm- ur á tveggja mánaða fresti.“ ■ Hlutlaus gleraugu djössuð upp ZENKA GLERAUGNALÍNAN Býður upp á þann kost að hægt er að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun. FÁTÆKIR BRÆÐUR Bræðurnir Muwango og Peter búa við þröngan kost í Úganda. Muwango, til hægri, situr við loftnetið sem hann bjó til úr reiðhjólagjörð og gaddavír. Þeir fá brátt nýtt og glæsilegt útvarp frá Félagi íslenskra radíóamatöra. Í.R.A.: GEFUR MUNAÐARLAUSUM DRENGJUM Í ÚGANDA NÝTT ÚTVARP Muwango er ekta amatör Margir hafa væntanlega veitt því athygli að Rússar halda ekki jól á sama tíma og við. Þegar menn héldu upp á þrettándann hér á landi var kominn aðfangadagur í Rússlandi. Ástæðan er sú að rússneska rétttrúnaðarkirkjan og fleiri kirkjur í Austur-Evrópu notast enn við gamla júlíanska tímatalið, sem núna er þrettán dögum á eftir okkar tíma- tali. Þetta gerir það að verkum að í dag er 28. desember í dagatali rússnesku kirkjunnar, þótt kominn sé 10. janú- ar hér á landi. „Þessi ákvörðun kirkjunnar manna í Austur-Evrópu stafar náttúrlega af því að það var páfinn sem hafði forgöngu um að breyta tímatalinu, og þeim var illa við allt sem frá páfanum kom,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, ritstjóri Almanaks Háskóla Íslands. „Þetta hefur svo ýmsar afleiðingar. Þeir halda auðvitað upp á jól og þrettándann, en ekki á sama tíma og við. Svo koma páskarnir, en dagsetningarnar verða oftast nær allt aðrar. Páskadagur er mjög oft seinna hjá þeim, en þó ekki alltaf. Í fyrra var til dæmis páskadagurinn sá sami, en í ár erum við með 27. mars en hjá þeim 18. apr- íl, en sá dagur er reyndar 1. maí hjá okkur.“ Stjórnvöld og almenningur í Rússlandi hafa reyndar not- að sama tímatal og við í rúmlega áttatíu ár, þótt kirkjan þráist enn við gamla stílinn. Gregoríanska tímatalið hef- ur hins vegar marga kosti umfram hið júlíanska, en Þor- steinn segir samt langt frá því að það sé gallalaust. „Það tímatal sem við búum við er mjög nákvæmt í sjálfu sér. Samt er í því margt ruglingslegt, mismunandi langir mánuðir og páskarnir sem sífellt færast til. Margar tillög- ur hafa komið fram um að breyta þessu þannig að páskadagur verði til dæmis alltaf fyrsta sunnudag í apríl. En þessu er afar erfitt að breyta því við búum við svo langa hefð í þessum málum.“ Margvíslegar hugmyndir hafa verið settar fram um ný tímatöl, sem myndu einfalda útreikninginn til muna en erfitt gæti reynst að hrinda þeim í framkvæmd. Þorsteinn segir reyndar að gamla íslenska tímatalið standi alltaf fyrir sínu og hafi marga kosti, sem önnur tímatöl geta ekki státað af. „Mánuðirnir voru til dæmis allir jafn langir og byrjuðu alltaf á sömu vikudögum. Í staðinn fyrir að nota hlaup- ársdaga notuðu menn hlaupársviku, ef svo má segja. Einni viku var skotið inn í með reglulegu millibili. Fræði- lega má segja að þetta hafi verið betra tímatal, en ég er hræddur um að það geti orðið erfitt að taka það upp.“ SÉRFRÆÐINGURINN 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Bibbi Curver fyrir fyrsta al- íslenska raunveruleikasjónvarps- efnið. Vinnuferli tiltektargjörn- ings hans má sjá í lífsstílsþættin- um Innlit/Útlit á SkjáEinum. Ekki er vitað til þess að raun- veruleikasjónvarp af þessu tagi hafi verið framkvæmt annars staðar í heiminum. HRÓSIÐ Lárétt: 1 verslun, 5 bættu við, 6 gras- totti, 7 sólguð, 8 fantur, 9 spjall, 10 keyri, 12 fuglahljóð, 13 að utan, 15 sönghópur plús r, 16 heyhrúga, 18 tanna. Lóðrétt: 1 siðprýði, 2 keyra, 3 tveir eins, 4 viðbitstegund, 6 fíkniefni, 8 starfsgrein, 11 sterk, 14 eins um t, 17 félagasamtök. LAUSN Lárétt: 1kaup,5uku,6tó,7ra,8fól, 9rabb,10ek,12gal,13inn,15kó,16 sáta,18naga. Lóðrétt: 1kurteisi, 2aka,3uu,4sól- blóma,6tóbak,8fag,11kná,14ntn, 17aa. – hefur þú séð DV í dag? Kate Winslet Á djamminu í Reykjavík um helgina Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga HJÁLPARSTOFNUN FÆR PENING Har- aldur S. Ólafsson, formaður Félags ís- lenskra radíóamatöra, afhendir Hjálpar- stofnun kirkjunnar pening fyrir nýju útvarpi og rafhlöðum. Tímatal: Gregoríanska tímatalið er nákvæmt en ruglingslegt. Tímatöl rekast á ÞORSTEINN SÆMUNDS- SON Gamla íslenska tíma- talið hefur marga kosti umfram önn- ur tímatöl.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.