Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 1
ÍRAKSMÁLIÐ Veturinn 2002 til 2003 voru málefni tengd Írak einungis til umræðu á tveimur fundum utanríkismálanefndar. Á hvorug- um þeirra var ræddur hugsanleg- ur stuðningur Íslendinga við inn- rásina í Írak heldur var einungis rætt um tiltekin mál er vörðuðu skýrslu vopnaleitarmanna og þingsályktunartillögu Vinstri grænna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins sat Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, fund utanríkismálanefndar 19. febrúar. Hann gerði nefndinni grein fyrir skýrslu Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlits Samein- uðu þjóðanna, til öryggisráðs SÞ. Ekki var rætt um það á fundinum hvort Íslendingar ættu að styðja innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak ef til hennar kæmi. Síðari fundurinn fór fram 2. mars þar sem rætt var um þings- ályktunartillögu Vinstri grænna um að ríkisstjórnin beitti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland stæði utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak. Ekki var rætt um það á fundinum hvort Íslendingar ættu að styðja innrás Bandaríkja- manna og Breta í Írak ef til henn- ar kæmi. „Ég hef farið yfir málið í mín- um gögnum og fæ ekki betur séð en að umræður um ástandið í Írak hafi farið fram tvisvar sinn- um í nefndinni þennan vetur. Hinn einfaldi sannleikur er sá að það var aldrei rætt um stuðning við innrás Breta og Bandaríkja- manna í nefndinni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. - sda sjá síðu 4. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR KR MÆTIR NJARÐVÍK Fjórir leikir verða í Intersport-deild karla í körfubolta klukkan 19.15. KFÍ mætir Tindastól, KR tek- ur á móti Njarðvík, Fjölnir sækir ÍR heim og Snæfell mætir Hamari/Selfossi. Í 1. deild kvenna mætast Haukar og Grindavík klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 20 janúar 2005 – 18. tölublað – 5. árgangur ● óvissa með ingva hrafn Starfsfólk talmáls- útvarps þegir Helga Vala yfir á Gufuna: ▲ SÍÐA 38 EFTIRLAUN SENDIHERRA Fyrrverandi utanrík- isráðherra og núver- andi sendiherra í Finnlandi hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendi- herrastöðu sinnar. Sjá síðu 2 FÍNA FÓLKIÐ NOTAR KÓKAÍN Yfir- lögregluþjónn í Reykjavík segir fíkniefna- neytendur vera fjölbreyttari nú en áður. Margir kókaínneytenda séu þekkt og fínt fólk. Sjá síðu 6 NÝ SÓKN FYRIR EYJAGÖNGUM Árni Johnsen blæs til sóknar í dag í sam- göngumálum Vestmannaeyinga. Hann ætl- ar að kynna gjörbreyttar forsendur fyrir göngum til Eyja. Sjá síðu 8 225 ÞÚSUND LÁTNIR Ljóst er orðið að minnst 225 þúsund manns létu lífið af völdum flóðbylgjunnar í Asíu. Hún er því orðin að næstmannskæðustu náttúruham- förum í rúma öld. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 34 Tónlist 30 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 ● heimili ● matur ● tíska Gott að hugsa í þvottahúsinu Guðjón Rúnarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ÉLJAGANGUR NYRÐRA Bjart með köflum syðra. Frost víðast 1-8 stig. Sjá síðu 4. Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Stuðningurinn aldrei ræddur Utanríkismálanefnd fjallaði aldrei um hugsanlegan stuðning Íslendinga við innrás Bandaríkjamanna og Breta á fundum sínum veturinn 2002 til 2003. Málefni Íraks komu til umræðu á tveimur fundum. SIGURINN Í HÖFN Borghyltingar héldu ekki vatni eftir góðan sigur á Menntaskólanum í Reykjavík í Gettu betur spurningakeppninni í gær. Í liði Borgarholtsskóla eru frá vinstri: Björgólfur Guðni Guðbjörnsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson og Baldvin Már Baldvinsson. KJARAMÁL Fulltrúar ítölsku verkalýðshreyfingarinnar og Alþjóðasambands bygginga- verkamanna komu til Egilsstaða í gærkvöld. Ítalarnir eru fjórir og skoða þeir aðbúnað verka- manna hjá Impregilo í dag. Marion Hellmann, fram- kvæmdastjóri Alþjóðasam- bandsins, sagði við komuna til Egilsstaða í gærkvöld að þeir myndu láta skoðun sína í ljós eftir skoðunarferðina í dag. „Við verðum ekki hlutlausir en við munum heldur ekki blanda okkur í deiluna. Við munum hinsvegar segja skoðun okkar hreinskilnislega í lok dagsins,“ sagði hann. Heimsókn Ítalanna var skipu- lögð í framhaldi af rammasam- komulagi sem þeir náðu við Impregilo í lok nóvember. Mark- mið þess var að auka gagnsæi í aðstæðum verkamanna. „Íslenska verkalýðshreyfing- in tilheyrir alþjóðasamtökunum, hún er hluti af fjölskyldunni. Við komum fyrst hingað til lands því að hér er erfiður tími fyrir verkamenn, allar aðstæður erfiðar og veðráttan sömuleiðis. Síðar munum við skoða aðstæð- ur í öðrum löndum,“ sagði Hell- mann. - ghs Framkvæmdastjóri Alþjóðasambands byggingaverkamanna skoðar aðstæður í dag: Ætlar ekki blanda sér í deiluna Inni í Fréttablaðinu í dag Allir í Laugum ■ Bóndadagsóskir ■ Göturnar í lífi Ágústs Einarssonar prófessors ■ Frönsk sælkeraveisla á Vox Matgæðingurinn Egill Helgason ■ Dóri vinur: með gítarinn í annarri og golfkylfuna í hinni F23. TBL. 2. ÁRG. 20. 1. 2005 Framkvæmdaglaðir Íslendingar Tíðarandinn í innanhússhönnun Matur og heilsa Kemíska kryddið MSG leynist ótrúlega víða í Spaksmannsspjörum Hafa klætt Drew Barrymore, Teri Hatcher og Umu Thurman Vala og Björg Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 69% 49% Hætt við innrás: Ísraelar ræða við Abbas ÍSRAEL, AP Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, aflétti í gær sam- skiptabanni við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Í kjölfarið fund- uðu yfirmenn öryggismála Ísraels og Palestínu um hvernig hægt væri að sporna við auknu ofbeldi. Sharon bannaði ráðamönnum að hafa samskipti við Abbas eftir sjálfsmorðsárás palestínskra öfga- manna í síðustu viku. Mikil spenna ríkti fyrir botni Miðjarðarhafs í gær. Um miðjan dag heimilaði Sharon hershöfð- ingjum Ísraelshers að hefja undir- búning innrásar á Gaza-svæðið. Þau áform voru lögð í salt eftir að fregnir bárust af því að Abbas væri að ná samkomulagi við leið- toga Hamas og Jihad um að hætta árásum og óskaði einnig eftir við- ræðum við ísraelsk stjórnvöld um að binda enda á óöldina. Þessi við- leitni Palestínumanna og sú ákvörðun þeirra að senda hundruð lögreglumanna að landamærunum varð til þess að Sharon hætti við undirbúning innrásar. ■ Gettu betur: MR úr leik SPURNINGAKEPPNI „Þetta var góður sigur og við ætlum að vinna keppn- ina í ár,“ segir Steinþór H. Arn- steinsson úr spurningaliði Borgar- holtsskóla sem sló lið Menntaskól- ans í Reykjavík út úr spurninga- keppninni Gettu betur í gærkvöld. Lið MR kemst því ekki áfram í fjórðungsúrslit í sjónvarpi en það hefur ekki gerst síðan 1991. Borghyltingar náðu mest fimm stiga forystu en MR-ingar náðu að saxa á muninn og þegar fjögur stig voru eftir í pottinum skildi eitt stig liðin að. Borgarholtsskóli tryggði sér þá sigurinn með því að fá tvö stig fyrir að svara spurn- ingu með tóndæmi rétt. Borghyltingar slógu MR einnig út í keppninni í fyrra en fyrir það hafði lið MR unnið keppnina ell- efu ár í röð. Borgarholtsskóli komst í úrslit í fyrra en tapaði þar fyrir Verzlunarskóla Íslands. - bs Á EGILSSTAÐAFLUGVELLI Þrír fulltrúar ítölsku verkalýðshreyfingar- innar og einn fulltrúi Alþjóðasambands byggingaverkamanna á tali við blaða- mann Fréttablaðsins á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöld. Þeir skoða aðstæður á Kára- hnjúkum í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.