Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 18
18 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Seinni hálfleikur að hefjast George W. Bush verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna í dag og þar með hefst hans annað kjör- tímabil. Efnahagsmálin og stríðið gegn hryðjuverkum munu taka mestan hans tíma næstu fjögur árin. BANDARÍKIN Síðara kjörtímabil George W. Bush hefst formlega í dag þegar hann sver embættiseið á nýjan leik. Bush mun reyna að treysta sína pólitísku arfleið á kjörtímabilinu en mörg verkefni eru fram undan. Heima fyrir eiga efnahagsmálin eftir að taka mest- an tíma hans en á sviði utanríkis- mála mun stríðið gegn hryðju- verkum halda áfram. Efnahagsmálin í öndvegi Þeir forsetar Bandaríkjanna sem ná endurkjöri eru yfirleitt að- gerðalitlir á sínu síðara kjörtíma- bili. George W. Bush ætlar sér hins vegar að verða undantekning frá þeirri reglu. Hann hefur lýst því yfir að hann vilji gera Banda- ríkin að besta landi í heimi til að stunda viðskipti og því hafa frek- ari breytingar á skattalögum verið boðaðar. Silja Bára Ómars- dóttir stjórnmálafræðingur segir að skattalagabreytingarnar hafi einkum gagnast auðmönnum og fyrirtækjum og búast má við að haldið verði áfram á sömu braut. Svonefnt eigendasamfélag, þar sem fólkið en ekki ríkið er eigend- urnir í þjóðfélaginu, er tískuorð á meðal repúblikana og því býst Silja við að áherslan verði á að bæta hag eignafólks. Angi af þess- um meiði er hugmyndir Bush í líf- eyrismálum, sem gera ráð fyrir að komið verði á fót séreignar- sjóðum í stað gegnumstreymis- sjóða, ekki ósvipað og gert hefur verið hérlendis. Efnahagsmálin munu hins veg- ar taka drýgstan tíma forsetans. Fjárlagahalli ríkisins er mikill og hefur verið um langt skeið, vöru- skiptajöfnuðurinn er afar óhag- stæður og atvinnuleysi er meira en Bandaríkjamenn eiga að venj- ast. Steinn Jóhannsson stjórn- málafræðingur bendir hins vegar á að lágt gengi dollarans sé gott fyrir bandaríska útflytjendur, auk þess sem ferðamenn streymi til landsins. „Bráðlega ættu skatta- breytingar ríkisstjórnarinnar að fara að hafa áhrif og þá er bara að sjá hvort hlutirnir fara á þann veg sem hún spáði fyrir um.“ Steinn býst hins vegar við að erfitt verði að vinna bug á fjárlagahallanum á meðan á stríðsrekstrinum í Írak stendur. Ekkert lát á stríðsrekstri Silja Bára og Steinn eru sam- mála um að áherslubreytinga sé tæpast að vænta í stríðinu gegn hryðjuverkum enda þótt stjórn- völd kappkosti nú að bæta sam- bandið við sína gömlu bandamenn í Evrópu. „Bush er fyrst og fremst kosinn vegna þess að þjóð hans treystir honum best til að fást við hryðjuverkaógnina,“ seg- ir Steinn. Silja telur skipan Condoleezzu Rice í embætti utan- ríkisráðherra ekki benda til þess að mildari stefna sé á dagskránni. „Rice er mjög íhaldssöm og er tvímælalaust í hópi hinna svo- nefndu hauka, á meðan Colin Powell var dúfan í ríkisstjórn- inni.“ Alberto Gonzales, sem setj- ast mun í stól dómsmálaráðherra, hefur lýst því yfir að réttlætan- legt geti verið að pynta hryðju- verkamenn þannig að ljóst má vera að þessi mál verði sem fyrr tekin föstum tökum. Bush mun leggja allt kapp á að leiða Íraksmálið til farsælla lykta en auk þess búast sumir stjórnmálaskýrendur við að hann muni reyna að leggja sitt af mörkum til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafsins, ekki síst fyrst nýr leiðtogi Palestínu- manna hefur verið kosinn. Þetta gæti gefið Bush aukinn trúverð- ugleika í arabaheiminum, sem aftur gæfi Bandaríkjamönnum svigrúm til að ráðast gegn Írön- um. Innrás í Íran kæmi hvorki Silju né Steini á óvart. „Íran er klerkaveldi þannig að það er auð- velt að selja Bandaríkjamönnum að þar sé hætta á ferðum,“ segir Silja. sveinng@frettabladid.is Áfengissýki er fyrst og fremst heilasjúk- dómur, segir Gísli Stefánsson dagskrár- stjóri göngudeildar SÁÁ, um þennan lúmska vágest sem virðist læðast aftan að fólki og læsa klónum í það, oft án þess að það uggi að sér. SÁÁ og Ís- lensk erfðagreining hafa nú tekið höndum saman um að rannsaka erfðaþætti áfengissýki og fíknar. Hvað er áfengissýki? Fagaðilar hafa sett upp ákveðinn ramma um einkenni áfengissýki. Hið fyrsta er stjórnleysi í neyslu áfengis. Viðkomandi ræður ekki hvenær hann drekkur né hve mikið. Hann fer yfir strikið í drykkjunni og gerir jafnvel hluti sem í rauninni stríða gegn eðli hans. Hann fer að þjást af vanlíðan eftir drykkju, bæði líkamlegri og andlegri. Hann svitnar og skelfur. Hann er með sektarkennd, finnur til kvíða, skammar og jafnvel þunglyndis. Minnistap í og eftir drykkju er förunautur þessa ein- staklings. Hann fer að verða var við fjölskyldu- vandamál, peningavandræði, á í erfið- leikum með samskipti við annað fólk, missir jafnvel vinnuna eða dettur út úr skóla. Hann veit innst inni að þetta gengur ekki til lengdar og ákveður að draga úr drykkjunni eða hætta henni alveg. En hann fellur alltaf aftur. Hættuástand? Aukið áfengisþol fylgir tíðri drykkju, þannig að viðkomandi sýnir mun minni áfengisáhrif en ætla mætti út frá því áfengismagni sem er í heilanum. Þegar slíkt þol hefur verið myndað leiðir það venjulega til auk- innar drykkju, sem aftur leiðir til skemmda á líffærum og taugakerfi. Svo getur farið að heilinn vinni ekki eðlilega nema að hann hafi áfengi. Ef neyslu er skyndilega hætt þegar þarna er komið sögu koma fram fráhvarfs- einkenni. Um leið og einstaklingur fer að hafa áhyggjur af drykkju sinni, eða að að- standendur eða vinir benda honum á að hann stefni í ógöngur, á hann að leita sérfræðings. Á göngudeildum meðferðar- og heilbrigðisstofnana er hægt að fá greiningarviðtöl. Þá má benda á fræðslufundi á göngudeild SÁÁ, Síðumúla 3-5, um áfengissýki. Þeir eru á hverjum miðvikudegi klukk- an 17 og eru opnir almenningi. Fyrst og fremst heilasjúkdómur FBL – GREINING: ÁFENGISSÝKI Inni í Fréttablaðinu í dag Allir í Laugum ■ Bóndadagsóskir ■ Göturnar í lífi Ágústs Einarssonar prófessors ■ Frönsk sælkeraveisla á Vox Matgæðingurinn Egill Helgason ■ Dóri vinur: með gítarinn í annarri og golfkylfuna í hinni F23. TBL. 2. ÁRG. 20. 1. 2005 Framkvæmdaglaðir Íslendingar Tíðarandinn í innanhússhönnun Matur og heilsa Kemíska kryddið MSG leynist ótrúlega víða í Spaksmannsspjörum Hafa klætt Drew Barrymore, Teri Hatcher og Umu Thurman Vala og Björg ÚLFALDI TIL SÖLU Jórdanskur úlfaldahirðir bauð þennan stæðilega úlfalda til sölu á búfjármarkaði í Amman í gær. Ekki fylgir sögunni hversu mikið dýrið kostaði. M YN D /A P 2004 2001 7.874 -25.606 FJÁRLÖG RÍKISINS Í milljörðum króna. 2001 2004 4,2% 5,7% ATVINNULEYSI Mælt í janúar. 2001 2004 132,4 130,2 HAFA VINNU Milljónir borgara. Mælt í janúar. 2001 2004 319,3 319,3 LÁGMARKS- TÍMAKAUP Í krónum. GEORGE W. BUSH Bush hefur haft í mörgu að snúast síðustu fjögur árin en ólíkt mörgum forverum sínum ætlar hann ekki að sitja auðum höndum á kjörtímabilinu sem nú fer í hönd. STEINN JÓHANNSSONSILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.