Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 40
F2 14 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Arkarþorrablót Tökum að okkur þorrablót fyrirtækja, átthagafélaga, vinahópa og félagasamtaka. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 www.hotel-ork.is, info@hotel-ork.is Verð: 4.500,- krónur Verð með gistingu: 8.790,- krónur (á mann í tvíbýli) 29. janúar 2005 Ómar Ragnarsson og Haukur Heiðar Ingólfsson Glæsileg söng og skemmtidagskrá. Þorrahlaðborð hlaðið dýrindis mat úr smiðju matreiðslumanna Hótel Arkar, Tómasar Þóroddssonar og Jakobs V. Arnarsonar. Dansleikur með hinum einu sönnu Sölvum fram eftir nóttu. Hvaða matar gætirðu ekki lifað án? Mér finnst góður matur góður, vond- ur matur vondur. Þannig get ég ekki lifað án þess að hafa gott hráefni, ferskan fisk, gott kjöt, nýtt grænmeti og ávexti. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Allur þorramatur finnst mér veru- lega ógeðslegur. Mér þóttu ostrur góðar, en nú er ég, held ég, með ofnæmi fyrir þeim. Fyrsta minningin um mat? Ég held það séu vínber sem pabbi keypti handa mér í Silla & Valdabúðinni á Hringbraut á leiðinni úr Hagaborg. Ég kallaði það kúlur og búðin hét Kúlubúð – ég er enn sólginn í vínber. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Mér finnst fiskur eins og þeir grilla hann heilan í Grikklandi bestur. Eftirminnilegasta máltíðin er á stað sem heitir Caprice á Mykonos, niðri í fjöruborðinu undir vindmyllunum. Með stjörnubjartan himin og hafið fyrir framan sig. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Ég segi eins og margir sem svara í þessum dálki: íslenski þorra- maturinn. Það er ekkert skrítn- ara en súrsuð eistu og matur sem búið er að pissa á. Leyndarmál úr eldhússkápn- um? Ég er smátt og smátt að venja mig af öllum ósiðum. En leiðinlegt, kynni einhver að segja. Ég er meira að segja búinn að hreinsa brauð út úr matar- æðinu. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Jógurtið klárast held ég aldrei. Helst einhverja ávexti. Melónu, vínber, jarðarber. Hvað borðarðu þegar þú þarft að láta þér líða betur? Konan mín er snillingur að búa til salöt. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndirðu taka með þér? Ég myndi taka með mér grill, eld- spýtur og ólífuolíu til að matreiða all- an góða fiskinn sem ég myndi veiða. Sólginn í vínber Hver og hvar? Veitingastaðurinn Tilveran, Linnetsstíg 1, 220 Hafnar- firði. Hvernig er stemningin? Tilveran er þekkt fyrir ódýran en góðan mat. Í hádeginu er staðurinn oft þéttsetinn af þeim sem vinna í miðbæ Hafnar- fjarðar og er í boði sérstakur hádeg- ismálsverður á mjög góðu verði og fylgir súpa með réttinum. Á kvöldin breytist Tilveran í notalegan fjöl- skylduvænan stað, þar sem boðið er upp á mat við allra hæfi. Tilveran er í hjarta Hafnarfjarðar. Íburður er í lágmarki en þess í stað er lögð áhersla á að gera kvöldið sem allra notalegast. Matseðillinn Fiskur af ýmsum gerðum er áberandi á matseðlinum í bland við hefðbundnari rétti eins og lambafillet, grillaðan kjúkling, svína- kjöt og pasta. Ef börnunum líst ekki á neitt af þessu þá er í boði sérstakur matseðill fyrir þau með til dæmis pítsum og hamborgurum. Hvað er vinsælast Rauðsprettan er vinsælasti rétturinn, enda kemur hún fersk úr hafinu. Hún kostar í hádeg- inu 1290 kr. og fylgir þá súpa með. Réttur dagsins Í hádeginu er boðið upp á rétti dagsins, og kosta þeir frá 990 kr. og upp í 1290 kr.. Þá er einnig boðið upp á fisk kvöldsins á góðu verði Veitingastaðurinn Tilveran Heimilislegur og ódýr Mexíkönsk matargerð hefur notið vax- andi vinsælda á Íslandi, og flestir þekkja orðin tacos og fajitas. Mexíkönsk matargerð er byggð upp á mjög hollum og einföldum mat og segir Sævar Stein- arsson yfirkokkur á veitingastaðnum Tex Mex matinn hér á Íslandi jafnvel vera enn einfaldari. „Í Mexíkó baka þeir allar sínar kökur sjálfir, og eru þær þá gerðar á svipaðan hátt og flatkökurnar.“ Hann segir að hér á landi hafi menn kannski kynnst eingöngu ákveðnum hlutum af mexíkanskri matargerð en hún bjóði upp á miklu fjölbreytilegri mat. „Í sumum héruðum, er fiskmeti eins og risarækja og koli mikið notað, á meðan í öðrum héruðum sé uppistaðan kjötbollur og svínakjöt.“ Hann bætir því þó við, að pönnukökurnar séu ein- kenni mexíkanskrar matargerðar, ásamt grænmeti og fersku chilli. „Þó hér sé hægt að fá kannski tvær gerðir af hinu rótsterka jalapeno þá eru yfir hundrað tegundir af chilli,“ segir hann. Mexíkanar nota mikið af olíu, og marínera matinn sinn. Þá fer einnig mikið fyrir ferskum koríander, límónu og djúpsteiktum mat. „Þeir gera líka mikið af súpum svo sem baunasúpur, hvítlauks- súpur, límónusúpur, avókadósúpur og krabbasúpur.“ Sævar segir þá sem hugsa um línurnar ættu að kætast, því mexík- anskur matur sé ekki mjög fitandi. „Til dæmis er salsasósan samansett úr tómöt- um, kryddi og vökva. Hana er síðan hægt að bragðbæta með olíunni úr jalapeno, án þess að það skaði bragðið.“ Mexi skins með baconi bökunarkartöflur beikon laukur salsasósa rifinn ostur Kartöflurnar eru bakaðar í ofni í 30 til 45 min, eftir stærð og kældar niður. Þær eru síðan skornar í tvennt og skafið úr þeim, um það bil fjórum mat- skeiðum, innan úr hvorum helmingi. Þá er settur fínsaxaður laukur í botninn, svo steikt beikon, salsa, og loks er rifn- um osti stráð yfir. Þetta er síðan hitað í ofni við 180 gráður í tólf til fimmtán mínútur. Sævar segir, að þetta ætti að gefa fólki hugmynd um hvernig hægt er að gera bökuðu kartöfluna að girnilegu meðlæti en að einnig megi setja hakk og í raun hvað sem fólki dettur í hug. Enchilades hveiti tortilla-pönnukökur kjúklingastrimlar . sósa og rifinn ostur ofan á salat laukur enchilada-sósa (má nota salsa) Tortilla-kökurnar eru hitaðar létt á pönnu eða í ofni. Svo er salatið, kjúklingurinn og laukurinn sett á og pönnukökunum rúllað upp. Sósan síðan pensluð á og osti dreift yfir. Þær eru síðan hitaðar við 150 gráður í fimmtán mínútur. Lárperumauk Guacamole 2 stk þroskuð lárpera (avocado) 1msk fínsaxaður laukur 1 stk ferskur chilli saxað og fræin tekin úr 1 lúka af söxuðum, ferskum kóríander safi úr 1 súraldin 1 tsk salt Lárperan er skorin í tvennt, steinninn tekinn úr og skorinn í teninga, allt sett í matvinnsluvél og maukað vel Gott er að bera þetta fram með nachos-flögum, sýrðum rjóma, fersku salati og kryddhrísgrjónum. Chateau Cantenac- Brown er eitt þekktasta vín Frakklands og hef- ur alltaf notið hylli vínáhugamanna og safnara hérlendis. Ekki spillir fyrir að dýr vín eru fremur hagstæð í innkaup- um hér á landi vegna hinna flötu áfengisskatta. Can- tenac-Brown höllin er byggð í breskum Tudor-stíl og sker sig því nokkuð úr frá nágrönnum sín- um í Margaux. Framkvæmdir voru hafnar á síðustu öld af John-Lewis Brown en hann var sonur bresks vín- kaupmanns. Líftryggingafélagið AXA festi kaup á Cantenac-Brown árið 1989 og endurnýjaði allan tæknibúnað auk þess sem vínekrur voru endurbættar og höllin endurgerð. Hún er nú notuð sem háskóli AXA-fyrirtækisins á sviði tryggingarfræða. Þetta er vín í klassísk- um Margaux-stíl úr þrúgunum caber- net sauvignon, merlot og cabernet franc. Verð í Vínbúðum 3.780 kr. Dýrari vín hagstæð á Íslandi Mexíkanskur matur. „Matur og meðlæti að hætti Mexíkana.“ Sævar Þorsteinsson yfirkokkur á Tex Mexíkönsk matargerð Pönnukökur uppistaðan Matgæðingurinn Egill Helgason FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.