Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: 585 8330, dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga ENGINN SYKUR ALVÖRU BRAGÐ EKKI ÉG HELDUR MANSTU EFTIR SYKRI? E N N E M M / S ÍA / N M 14 8 8 5 Hugrekki Við erum svo oft bundin af því aðlanga til að gera svo margt en þora ekki. Það eru svo margir sem lifa ófullnægðu lífi vegna þess að þeir hafa ekki látið drauma sína rætast. Alltof margir hugsa sem svo: „Mig langar en ég get ekki af því að...“ Þetta er yfirleitt rangt. Ástæð- an er oftast einfaldlega sú að við erum hrædd. ÞETTA er eins og að sitja um nótt við varðeld úti í skógi. Allt í kring er myrkur og óvissa. Öðru hvoru heyr- ist eitthvert hljóð en maður veit ekki hvað það er. Hræðilegast er draugalegt ýl sem kveður við öðru hvoru. Maður óttast að það sé eitt- hvað hræðilegt en maður veit það ekki. Það er notalegt að sitja við varðeldinn en ekkert sérstaklega spennandi til lengdar. Mann langar að gera svo margt annað. En maður getur það ekki vegna þess að maður er hræddur. Og maður fer að róa sjálfan sig með því að finna ótal ástæður fyrir því að gera ekki neitt. Maður fer jafnvel að kenna skapara sínum um að hafa komið manni fyrir þarna og líka öðrum fyrir að koma ekki og bjarga manni. EF maður mundi láta verða af því að standa á fætur, labba frá öryggi varðeldsins og stíga í óttann mundi margt koma skemmtilega á óvart. Maður mundi komast að því að það var ekkert að óttast. Hljóðin voru bara trjágreinar sem blöktu í vindin- um. Og ýlið var bara ugla sem flýg- ur burt þegar maður nálgast. Maður yrði frjáls. ÞÚ getur gert það sem þú vilt. Þú getur látið alla þína drauma rætast. Þú getur orðið það sem þú vilt. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því nema þú. Það eina sem þú þarft er hugrekki. Hættu að hlusta á þínar eigin fortölur. Gerðu það sem þig hefur alltaf langað til að gera. Stígðu inn í óttann þinn. Og þú getur verið viss um að það er dýrmæt lexía falin þar fyrir þig. Óttinn hylur fjársjóð. HUGREKKI er ekki óttaleysi. Hug- rekki er að stíga fram þótt maður sé hræddur. Davíðssálmar eru gott dæmi og hollt nesti ef maður þarf að ganga frá einhverjum varðeldi og inn í óvissu. Höfundur sálmanna er skíthræddur en talar í sig kjark í sí- fellu. Og þannig fetar hann sig áfram og nær markmiði sínu. ÞÚ ert guðs barn. Guð skapaði þig ekki til að lifa í eilífum ótta og von- leysi eins og hræddur héri, heldur til að njóta lífsins og bera höfuðið hátt. Guð setur þig ekki í pattstöðu. Hann gaf þér sjálfstæðan vilja. Þú ert þinn eigin bjargvættur. JÓNS GNARR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.