Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 56
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, Elín Katrín Guðnadóttir frá Rifi, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að kvöldi 17. janúar síðastliðins. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarni Gunnarsson, Helgi Már Bjarnason, Linda Rut Svansdóttir, Rúna Lísa Bjarnadóttir, Bjarki Heiðar Harðarson, Guðmunda Jónsdóttir, Hafdís Magnúsdóttir, Magnús S. Magnússon, Jóhanna Marteinsdóttir, Smári Hilmarsson og barnabörn. 24 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR JOHNNY WEISSMÜLLER (1905-1984) lést þennan dag. Upprisa en ekki afturganga BÆJARPÓSTURINN Á DALVÍK: BIRTIST Á NÝ EFTIR NOKKURRA VIKNA HLÉ „Almenningur fyrirgefur mér leikinn vegna vitneskjunnar um íþróttaafrek mín. Fólk veit að ég var ekki plat.“ - Weissmüller er þekktur fyrir sundafrek sín, en hann vann til fimm ólympíuverðlauna fyrir Bandaríkin, auk þess að hafa leikið Tarzan í kvikmyndum. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Baldur Jónsson prófessor er 75 ára í dag. Jón J. Hjartarson leikari er 63 ára í dag. Gísli Valur Einarsson hótelhaldari er 62 ára í dag. Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson, leikari og skemmtikraftur, er 58 ára í dag. Fritz H. Berndsen skurðlæknir er 58 ára í dag. Hörður Jónsson, Berghóli II, er fimmtugur í dag. Kristinn Johnsen eðlisfræðingur er 39 ára í dag. Pjetur St. Arason kennari er 38 ára í dag. ANDLÁT Eggert Ingimundarson, áður til heimilis í Sóltúni 28, lést fimmtudaginn 6. janúar. Gunnar Friðriksson, frá Látrum í Aðalvík, lést föstudaginn 14. janúar. Kristín María Magnúsdóttir, Háaleitis- braut 14, Reykjavík, lést föstudaginn 14. janúar. Steinunn Jóhannsdóttir, frá Glæsibæ í Sléttuhlíð, síðast á Háaleitisbraut 101, lést föstudaginn 14. janúar. Sigrún Gísladóttir, Álfhólsvegi 70, Kópa- vogi, lést laugardaginn 15. janúar. Elín Katrín Guðnadóttir, frá Rifi, lést mánudaginn 17. janúar. Steinunn Sveinbjörnsdóttir, frá Vegamót- um, Dalvík, lést mánudaginn 17. janúar. Vilborg S. Einarsdóttir, Digranesvegi 36, Kópavogi, lést þriðjudaginn 18. janúar. JARÐARFARIR 13.00 Eygerður Ingimundardóttir, frá Hrísbrú, Reykjabyggð 28, Mosfells- bæ, verður jarðsungin frá Mosfells- kirkju. 13.30 Sveinn Cecil Jónsson, dvalarheimil- inu Hornbrekku, Ólafsfirði, áður Ljósheimum 6, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 15.00 Ragnar Örn Fellsmúla 11. Minning- arathöfn fer fram í Grensáskirkju. Þennan dag árið 1926 réð David Marshall, hnykklæknir í Philadelp- híu í Bandaríkjunum, bílstjóra til að flytja pakka frá skrifstofu sinni. Þegar bílstjórinn tekur upp einn pakkann dettur úr honum fótlegg- ur. Marshall reynir án árangurs að múta honum til að fela pakkana. Bílstjórinn sneri sér samt ekki til lögreglu fyrr en eftir að hafa síðar lesið um dularfullt hvarf Önnu May Dietrich í dagblöðunum. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar 19. janúar og lögreglu bent sér- staklega á að kanna hnykklækninn vegna vinskapar við stúlkuna. Hann sagðist ekki hafa séð hana vikum saman. 21. janúar komst málið í hámæli þegar kona nokkur fann í úthverfi borgarinnar fóta- og höfuðlausan konubúk. Síðar, þegar höfuðið og fótleggirnir fundust, kom í ljós að þarna var Dietrich komin. Þá fyrst sneri bílstjórinn sér til lögreglu með vitneskju sína. Marshall var handtekinn, fluttur í líkhúsið og spurður út í málið yfir sundurlimuðu líkinu. Hinn róleg- asti neitaði hann allri vitneskju, en breytti sögu sinni síðar. Hann vildi meina að stúlkan hefði drepið sig með eitri á skrifstofu hans og hann reynt að fela líkið til að leyna ástarsambandi þeirra. Við réttarhöldin var horft til sönn- unargagna og svo siðferðisvitundar látnu stúlkunnar að leggja lag sitt við giftan mann. Þannig spilaði trúlega inn í andúð kviðdómsins á fórnarlambinu þegar Marshall var bara dæmdur fyrir manndráp, en ekki morð. Hann fékk svo reynslu- lausn eftir 10 ár í fangelsi. ■ BÍLSTJÓRINN NEITAÐI AÐ FLYTJA BÚTAÐ LÍK ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR Hvarf Önnu May Dietrich Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynheiður Ketilsdóttir frá Ketilsstöðum, Mýrdal, Austurgerði 1, Vestmannaeyjum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja aðfaranótt þriðjudagsins 11. janúar, verður jarð- sungin frá Landakirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14. Jarðsett verður í Skeiðflatarkirkjugarði. Arnfrið Heiðar Björnsson, Guðlaugur Grétar Björnsson og aðrir ástvinir. 1868 Wilhelm Schafer rithöfundur 1888 Leadbelly blústónlistarmaður 1896 George Burns gam- anleikari 1910 Ennio Porrino tónskáld 1920 Federico Fellini kvik- myndaleikstjóri 1921 Bernt Engelmann rit- höfundur 1928 Martin Landau leikari 1931 Sawako Ariyoshi rithöfundur 1946 David Lynch kvikmyndaleikstjóri 1947 Malcolm McLaren stofnandi Sex Pistols 1949 Ivana Trump fyrrum eiginkona Donalds Trump 1952 Paul Stanley gítar- leikari Kiss 1956 Bill Maher spéfugl 1970 Skeet Ulrich leikari Fyrstur til að fá tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Byrjað á hápunktinum Flautukonsert Atla Heimis Sveins- sonar var lýst sem nútímalegu verki, í senn rómantísku og súrr- ealísku. Konsertinn samdi Atli Heimir árið 1973 fyrir Robert Ait- ken, en árið 1976, þann 20. janúar, hlaut Atli tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir verkið, fyrstur Íslendinga til að fá slík verðlaun frá ráðinu. Síðan hafa þrír Íslend- ingar bæst í hópinn; Hafliði Hall- grímsson árið 1986, Björk Guð- mundsdóttir árið 1997 og svo Haukur Tómasson sem verðlaunin hlaut í fyrra. „Það er í þessu venjuleg dramatísk uppbygging, nema það er byrjað á hápunktinum,“ sagði Atli Heimir til útskýringar á verki sínu og þótti um margt gefa ein- leikaranum óvenjuleg fyrirmæli. „Fyrst koma nótur, síðan koma teikningar og loks eru bara orð og í endanum er sólóistinn skilinn einn eftir með bambusflautu og tón- skáldið kveður með „goodbye“ og lætur sólóistanum eftir að ljúka verkinu.“ Atli Heimir Sveinsson er fædd- ur árið 1938. Hann stundaði nám í píanóleik hjá Rögnvaldi Sigurjóns- syni við Tónlistarskólann í Reykja- vík og nam síðan tónsmíðar, hljóm- sveitarstjórn og píanóleik við Rík- istónlistarháskólann í Köln. Þaðan lauk hann prófi árið 1963. ■ ATLI HEIMIR SVEINSSON TÓNSKÁLD FÆDDUST ÞENNAN DAG 1841 Jörundur hundadagakon- ungur andast í Hobart í Tasman- íu. 1942 Nasistaforingjar halda Wannsee-ráðstefnuna í Berlín og leggja á ráðin um „lokalausnina“. 1957 Kjör íþróttamanns árs- ins fer fram í fyrsta sinn hjá Sam- tökum íþróttafréttamanna. Vil- hjálmur Einarsson frjálsíþrótta- maður hlaut titilinn og hélt hon- um sex ár í röð. 1977 Snarpir jarðskjálftar verða á Kröflusvæðinu. Starfsmenn virkj- unarinnar eru fluttir á brott og sprungur og hverir myndast í Gjástykki. 1991 Skíðaskálinn í Hveradölum brennur. Hann var svo byggður upp aftur ári síðar. Bæjarpósturinn á Dalvík kemur aftur út í dag eftir nokkurra vikna hlé, en í ár er blaðið tvítugt, hóf göngu sína árið 1985. Útgáfufélagið Rimar ehf., sem gefið hefur út héraðsfréttablaðið Norðurslóð síðan árið 1977, hefur tekið við útgáfunni úr hendi Guð- mundar Inga Jónatanssonar, en blaðið verður áfram prentað í prentsmiðju Víkurprents á Dal- vík. Blaðinu ritstýra Hjörleifur Hjartarson og Jóhann Antonsson. „Birgir Guðmundsson jarðaði Bæjarpóstinn í grein í Fréttablað- inu, en er svo aftur með uppris- una á okkar síðum [í dag]. Hann flytur fagnaðarboðskapinn um upprisuna,“ sagði Jóhann og hló og taldi fjarri að um afturgöngu væri að ræða. Hann segir að fyrir utan nokkrar útlitsbreytingar verði þær breytingar helstar á útgáf- unni að blaðið komi nú út þrisvar í mánuði. Fjórðu viku hvers mán- aðar kemur svo Norðurslóð út þannig að kaupendur blaðsins fá eftir sem áður sitt vikulega blað. „Með þessu móti teljum við að blöðin styrki hvert annað og góð- ur grundvöllur sé fyrir útgáf- unni,“ sagði Jóhann, en Guð- mundur Ingi lýsti því yfir þegar síðasta blað fyrir jól kom út að það yrði lokaeintakið, að minnsta kosti í hans útgáfu. „Við vildum að þessi útgáfa af Bæjarpóstinum héldi áfram og þótt þetta séu bæði héraðsfréttablöð, Bæjar- pósturinn og Norður- slóð, hafa þau alltaf verið með sínu sniðinu hvort. Við töld- um slæmt aðþráðurinn slitnaði í vikuútgáfunni.“ Jóhann segir út- gáfuna halda áfram með svipuðu sniði, Halldór Ingi Ásgeirsson, sem veriðhefur blaðamaður á Bæjarpóstinum í nokkur ár, verð- ur það áfram. Bæði eru blöðin áskriftarblöð, en kaupendur Norðurslóðar verða hins vegar ekki sjálfkrafa áskrifendur að Bæjarpóstinum þó svo að útgáfufélagið hafi tekið blaðið yfir og þurfa því að óska sérstaklega eftir því. Þá stefnir útgáfufélagið á frekari landvinn- inga í útgáfu, að þessu sinni á raf- rænu formi með vefútgáfunni rimar.is sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Útgáfa blaðanna á að mæta því sem ritstjórarnir nefna „knýjandi þörf fyrir vikulegan, lifandi frétta- og auglýsinga- miðil við utanverð- an Eyjafjörð og vettvang lýðræð- islegrar umræðu sem nauðsyn- legur er hverju samfélagi sem vill taka sig alvarlega“. Jóhann áréttar þó að fjárhagur héraðs- fréttablaða sé oft mjög veikur og ljóst ekki megi mikið út af bregða í slíkum rekstri. Þeir segja því ljóst að bæði verði áskrifendum að fjölga og áskriftar- og auglýs- ingagjöld að hækka til að blaðið fái staðið undir sér til framtíðar. „En við ætlum að gera þessa til- raun í að minnsta kosti hálft ár og teljum að grundvöllur sé fyrir út- gáfunni með þessum hætti, það er með samstarfi blaðanna.“ ■ BÆJARPÓSTURINN SEM KEMUR ÚT Í DAG Útgáfufélagið Rimar ehf. gefur út Bæjarpóstinn og Norðurslóð að auki. Þá stendur til rafræn útgáfa með nýjum vef, rimar.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.