Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 42
F2 16 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Fimmtudagur...
... í hádeginu geta menn átt notalega
stund í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, þar
sem Steinn Erlingsson bariton syngur í
tilefni af 40 ára afmæli skólans. Agnes
Löve leikur með honum á píanó.
... klukkanfjögur flytur breski leikar-
inn og fræðimaðurinn Nigel Watson
fyrirlestur um Shakespeare. Hann spyr
hvort Shakespeare sé
enn samtímamaður
okkar og fjallar um
nokkrar nýlegar bresk-
ar uppfærslur. Fyrir-
lesturinn er fluttur í
Öskju, náttúrufræða-
húsi Háskóla Íslands, á vegum Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum.
... á Sinfóníutónleikum í Háskólabíói
má heyra fiðluleikarann Akiko Suwanai
leika á eina frægustu fiðlu heims, „Höfr-
unginn“ svokallaða, sem sjálfur Antonio
Stradivari smíðaði árið 1714. Suwanai
flytur ásamt
hljómsveitinni
fiðlukonsert
númer 2 eftir
Prokofíev, en
hljómsveitin
flytur líka sjöttu sinfóníu Haydns og sjöt-
tu sinfóníu Sjostakovitsj. Hljómsveitar-
stjóri er Rumon Gamba.
Föstudagur...
... í Glerár-
kirkju á Akureyri
verða hátíðartón-
leikar á föstu-
dagskvöldið í til-
efni þess að 110
ár eru liðin frá
fæðingu Davíðs
Stefánssonar.
Karlakór Akureyrar – Geysir flytur allar
helstu söngperlur Davíðs. Einsöngvarar
verða Alda Ingibergsdóttir, Hulda
Garðarsdóttir og Óskar Pétursson.
Sama dag verður opnuð sýning á verkum,
bréfum og munum úr fórum Davíðs Stef-
ánssonar á Amtsbókasafninu á Akureyri.
... leiklistarnemar
við Listaháskóla
Íslands frumsýna nýtt
leikrit eftir Kristínu
Ómarsdóttur í
Smiðjunni, Sölvhóls-
götu 13, Leikritið
nefnist Spítalaskipið og það er María
Reyndal sem leikstýrir.
... klukkan átta á
föstudagskvöld flytur
Magnús Skarphéð-
insson fyrirlestur um
álfa og huldufólk á
opnu húsi í Alþjóða-
húsinu við Hverfis-
götu. Magnús hefur rætt við fleiri hund-
ruð manns hér á landi sem segjast hafa séð
álfa og huldufólk, og þó nokkur fjöldi
þeirra segist hafa eignast góða vini í hópi
þessara vel földu vera.
Laugardagur...
... suður með
sjó opnar Kristín
G u n n l a u g s -
dóttir einkasýn-
ingu á málverk-
um í Listasafni
Reykjanesbæjar
klukkan 17. Sýn-
ingin ber heitið „Mátturinn og dýrðin, að
eilífu“ og eru flest verkanna unnin á árun-
um 2001-2004. Kristín lærði meðal ann-
ars íkonagerð í Róm og hefur síðustu
fimmtán árin tekið þátt í mörgum sýn-
ingum hér heima og erlendis.
... fyrsta leik-
ritið sem nýir
eigendur Loft-
kastalans sýna
verður frumsýnt
á laugardags-
kvöldið. Þetta er
leikritið Ég er ekki hommi eftir Daniel
Guyton verður frumsýnt í Loftkastalan-
um í leikstjórn Guðmundar Inga Þor-
valdssonar. Leikendur eru Gunnar
Helgason, Friðrik Friðriksson og
Höskuldur Sæmundsson.
... seint um kvöldið geta menn svo
brugðið sér á árslistakvöld Breakbeat.is
í Leikhúskjallaranum þar sem snúðarnir
Kalli, Lelli og Gunni Ewok líta yfir upp-
skeruna frá síðasta ári og spila bestu lög-
in. Heiðursgestur verður breski tónlistar-
maðurinn og plötusnúðurinn Tom
Withers, betur þekktur sem Klute..
3 dagar...
BÍÓ
Stórmynd
Olivers Stone
um Alex-
ander mikla
verður frum-
sýnd á morg-
un. Það þarf
sjálfsagt ekki
að kynna Alexander í löngu máli
en hann er án efa einn mesti hern-
aðarsnillingur sameinaðrar mann-
kynssögunnar, en þessi ungi
Makedóníumaður sameinaði
Grikki og tókst að leggja heiminn
að fótum sér fyrir þrítugt.
Aðalhlutverk: Colin Farrell,
Angelina Jolie, Val Kilmer,
Jared Leto, Rosario Dawson og
Anthony Hopkins.
Leikstjóri: Oliver Stone sem á
að baki fjölda umdeildra mynda
og nægir þar að nefna The Doors,
Nixon og Natural Born Killers.
Orðspor: Alexander hefur allt
sem alvöru risamynd þarf að
prýða en hún hefur fengið mis-
jafna dóma. Bandaríkjamenn hafa
ekki tekið myndinni nógu vel og
Stone er hundfúll yfir því en
bendir á að samkynhneigð Alex-
anders fari fyrir brjóstið á Banda-
ríkjamönnum og treystir á Evrópu-
menn sem hafa tekið henni betur.
Breska tímaritið Empire gefur
henni til dæmis 4 stjörnur af 5.
Gamanmyndin Sideways verður
einnig frumsýnd á föstudag en þar
segir frá
vín-
smökk-
unar-
ferða-
lagi
tveggja
fornvina
sem
farið er í í tilefni af væntanlegu
brúðkaupi annars þeirra. Ferðalag-
ið verður í meira lagi skrautlegt
þar sem hinn lífsglaði Jack reynir
að koma þunglynda vini sínum,
honum Miles, á séns.
Aðalhlutverk: Paul Giamatti,
Thomas Haden Church og Virg-
inia Madsen.
Leikstjóri: Alexander Payne
sem á að baki eðalmyndir á borð
við Election og About Schmidt.
Orðspor: Myndin hefur fengið
prýðilega dóma og landaði
Golden Globe-verðlaununum fyrir
bestu gamanmynd og handrit á
dögunum og er til alls líkleg í
Óskarsslagnum.