Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 42
F2 16 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Fimmtudagur... ... í hádeginu geta menn átt notalega stund í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, þar sem Steinn Erlingsson bariton syngur í tilefni af 40 ára afmæli skólans. Agnes Löve leikur með honum á píanó. ... klukkanfjögur flytur breski leikar- inn og fræðimaðurinn Nigel Watson fyrirlestur um Shakespeare. Hann spyr hvort Shakespeare sé enn samtímamaður okkar og fjallar um nokkrar nýlegar bresk- ar uppfærslur. Fyrir- lesturinn er fluttur í Öskju, náttúrufræða- húsi Háskóla Íslands, á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. ... á Sinfóníutónleikum í Háskólabíói má heyra fiðluleikarann Akiko Suwanai leika á eina frægustu fiðlu heims, „Höfr- unginn“ svokallaða, sem sjálfur Antonio Stradivari smíðaði árið 1714. Suwanai flytur ásamt hljómsveitinni fiðlukonsert númer 2 eftir Prokofíev, en hljómsveitin flytur líka sjöttu sinfóníu Haydns og sjöt- tu sinfóníu Sjostakovitsj. Hljómsveitar- stjóri er Rumon Gamba. Föstudagur... ... í Glerár- kirkju á Akureyri verða hátíðartón- leikar á föstu- dagskvöldið í til- efni þess að 110 ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar. Karlakór Akureyrar – Geysir flytur allar helstu söngperlur Davíðs. Einsöngvarar verða Alda Ingibergsdóttir, Hulda Garðarsdóttir og Óskar Pétursson. Sama dag verður opnuð sýning á verkum, bréfum og munum úr fórum Davíðs Stef- ánssonar á Amtsbókasafninu á Akureyri. ... leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands frumsýna nýtt leikrit eftir Kristínu Ómarsdóttur í Smiðjunni, Sölvhóls- götu 13, Leikritið nefnist Spítalaskipið og það er María Reyndal sem leikstýrir. ... klukkan átta á föstudagskvöld flytur Magnús Skarphéð- insson fyrirlestur um álfa og huldufólk á opnu húsi í Alþjóða- húsinu við Hverfis- götu. Magnús hefur rætt við fleiri hund- ruð manns hér á landi sem segjast hafa séð álfa og huldufólk, og þó nokkur fjöldi þeirra segist hafa eignast góða vini í hópi þessara vel földu vera. Laugardagur... ... suður með sjó opnar Kristín G u n n l a u g s - dóttir einkasýn- ingu á málverk- um í Listasafni Reykjanesbæjar klukkan 17. Sýn- ingin ber heitið „Mátturinn og dýrðin, að eilífu“ og eru flest verkanna unnin á árun- um 2001-2004. Kristín lærði meðal ann- ars íkonagerð í Róm og hefur síðustu fimmtán árin tekið þátt í mörgum sýn- ingum hér heima og erlendis. ... fyrsta leik- ritið sem nýir eigendur Loft- kastalans sýna verður frumsýnt á laugardags- kvöldið. Þetta er leikritið Ég er ekki hommi eftir Daniel Guyton verður frumsýnt í Loftkastalan- um í leikstjórn Guðmundar Inga Þor- valdssonar. Leikendur eru Gunnar Helgason, Friðrik Friðriksson og Höskuldur Sæmundsson. ... seint um kvöldið geta menn svo brugðið sér á árslistakvöld Breakbeat.is í Leikhúskjallaranum þar sem snúðarnir Kalli, Lelli og Gunni Ewok líta yfir upp- skeruna frá síðasta ári og spila bestu lög- in. Heiðursgestur verður breski tónlistar- maðurinn og plötusnúðurinn Tom Withers, betur þekktur sem Klute.. 3 dagar... BÍÓ Stórmynd Olivers Stone um Alex- ander mikla verður frum- sýnd á morg- un. Það þarf sjálfsagt ekki að kynna Alexander í löngu máli en hann er án efa einn mesti hern- aðarsnillingur sameinaðrar mann- kynssögunnar, en þessi ungi Makedóníumaður sameinaði Grikki og tókst að leggja heiminn að fótum sér fyrir þrítugt. Aðalhlutverk: Colin Farrell, Angelina Jolie, Val Kilmer, Jared Leto, Rosario Dawson og Anthony Hopkins. Leikstjóri: Oliver Stone sem á að baki fjölda umdeildra mynda og nægir þar að nefna The Doors, Nixon og Natural Born Killers. Orðspor: Alexander hefur allt sem alvöru risamynd þarf að prýða en hún hefur fengið mis- jafna dóma. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið myndinni nógu vel og Stone er hundfúll yfir því en bendir á að samkynhneigð Alex- anders fari fyrir brjóstið á Banda- ríkjamönnum og treystir á Evrópu- menn sem hafa tekið henni betur. Breska tímaritið Empire gefur henni til dæmis 4 stjörnur af 5. Gamanmyndin Sideways verður einnig frumsýnd á föstudag en þar segir frá vín- smökk- unar- ferða- lagi tveggja fornvina sem farið er í í tilefni af væntanlegu brúðkaupi annars þeirra. Ferðalag- ið verður í meira lagi skrautlegt þar sem hinn lífsglaði Jack reynir að koma þunglynda vini sínum, honum Miles, á séns. Aðalhlutverk: Paul Giamatti, Thomas Haden Church og Virg- inia Madsen. Leikstjóri: Alexander Payne sem á að baki eðalmyndir á borð við Election og About Schmidt. Orðspor: Myndin hefur fengið prýðilega dóma og landaði Golden Globe-verðlaununum fyrir bestu gamanmynd og handrit á dögunum og er til alls líkleg í Óskarsslagnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.