Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 54
Blóðug bankaútás Það eru ekki bara viðskiptabankarnir sem eru í út- rás. Blóðbankinn lætur sitt ekki eftir liggja og bankastjórinn Sveinn Guðmundsson vísaði til út- rásar bankanna þegar hann kynnti stofnfrumu- gjafaskrá. Stofnfrumur eru notaðar við meðhöndl- un alvarlega veiks fólks svo sem hvítblæðis- skjúklinga. Íslendingar hafa verið þiggendur þegar kemur að stofnfrumum. Blóðbankastarfsemi er ólík annarri bankastarfsemi enda leggja flestir inn í bankann með þá von í brjósti að taka innistæðuna aldrei út. Því ólíkt annarri bankastarfsemi er sælla að gefa en þiggja þegar Blóðbankinn á í hlut. Símafyrirtækin lækkuðu Töluverð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum und- anfarna daga um ýmis netforrit sem gefa notend- um kost á því að ræðast við án kostnaðar. Þekkt- ast þessara forrita er skype sem einnig býður notendum upp á þann möguleika að hringja í hefðbundin símanúmer, bæði landlínu og gsm númer, um heim allan, en greiða aldrei meira en innanlandstaxta. Meðal þeirra sem tekið hafa þessa tækni í notkun er utanríkisþjónustan sem eðli málsins samkvæmt þarf á greiðum símasam- skiptum á milli landa að halda. Í KB banka hefur um nokkurt skeið verið notað við þessa tækni en þar eru menn misánægðir með kerfið. Símafyrir- tækin sögðust í fréttum í gær að þau hefðu litlar áhyggjur af tekjutapi vegna þessarar nýju tækni þar sem reynsla af slíkum nýjungum væri sú að notkun ykist en tekjur drægjust ekki sam- an. Í Kauphöll- inni í gær lækk- uðu Síminn og Og Vodafone mest allra fyrirtækja og má leiða líkum að því að umfjöllun um hina nýju tækni kunni að hafa haft einhver áhrif. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.541 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 218 Velta: 795 milljónir -0,50% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Magnús Ólason verkfræðing- ur hefur tekið við framkvæmda- stjórn Marel UK í Bretlandi af Halldóri Magnússyni sem snýr til höfuðstöðva Marel og tekur við viðskiptaþróun á Asíumark- aði. Gengi krónunnar lækkaði um 0,09% í gær. Gengisvísitalan byrjaði í 111,50 stigum en end- aði í 111,60 stigum. Litlar sveifl- ur voru á gengi krónunnar í dag en gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,50-111,80 stig yfir daginn. Í gær lækkaði FTSE í Lundún- um um 0,12 prósent. Dax í Þýskalandi lækkaði einnig um 0,12 prósent. Í Japan lækkaði Nikkei um 0,16 prósent. 22 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Íslandsbanki telur að fasteignaverð kunni að hækka jafnvel meira í ár en í fyrra. Greiningar- deildir bankanna telja það hæpið en fasteigna- salar segja mikinn kraft í markaðnum. Greiningardeild Íslandsbanka tel- ur að fasteignaverð muni hækka jafnvel enn meira nú í ár en það gerði í fyrra. Þó segir deildin að fljótlega komi að því að markað- urinn mettist þar sem fólk vilji ekki standa í því að flytja búferl- um í sífellu. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kom fram að raunverð íbúða sé nú í sögulegu hámarki eftir miklar hækkanir á síðasta ári. Þá hækkaði verð sérbýlis á höfuð- borgarsvæðinu um fjórðung en íbúðir í fjölbýli hækkuðu um sautján prósent. „Tölurnar vekja upp spurningar um hve lengi þessi mikla velta og verðhækkanir geti haldið áfram,“ segir Íslandsbanki og segir takmörk hljóta að vera við því hversu oft fólk vilji flytja. Engu að síður er það mat Ís- landsbanka að verðhækkanir haldi áfram. „Gera má ráð fyrir að væntingar um frekari hækkanir á húsnæðisverði, góður aðgangur að lánsfjármagni, lækkun langtíma- vaxta og vaxandi kaupmáttur heimilanna muni viðhalda mikilli veltu á fasteignamarkaði á þessu ári að minnsta kosti og að húsnæð- isverð hækki verulega og jafnvel meira en á síðasta ári,“ segir í Morgunkorninu. Ingóflur Bender, forstöðumað- ur greiningardeildar Íslands- banka, segir að líklega verði hækkunin áfram mest í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Hann bend- ir einnig á að þótt hækkanir hafi verið miklar upp á síðkastið sé húsnæðisverð hér enn sem komið er lægra í hlutfalli við laun en er á ýmsum svæðum sem hægt er að bera Ísland saman við. „Þessi þáttur er ekki takmarkandi um verðlag á íslenskum fasteignum,“ segir hann. Hann segist hins veg- ar eiga von á að fasteignaverð lækki að raunvirði við lok núver- andi efnahagsuppsveiflu. „Það kann að verða árið 2006 eða 2007 en við teljum ekki að það verði í bráð,“ segir hann. Björn Rúnar Guðmundsson, hjá greiningardeild Landsbank- ans, tekur undir að spenna sé á fasteignamarkaði en segist telja ólíklegt að hækkunin verði meiri í ár en fyrra. „Áhrifin verða mest fyrst á meðan þessi kúfur er að fara í gegn en mér finnst ótrúlegt að hækkunin í heild verði meiri í ár en í fyrra,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort fasteigna- verð muni hækka meira á þessu ári en því síðasta en ég gæti trúað því að tólf mánaða hækkunin eigi eftir að ná hámarki á þessu ári,“ segir Snorri Jakobsson hagfræð- ingur í greiningardeild KB banka. Fasteignasalar verða ekki var- ir við annað en að markaðurinn verði áfram kraftmikill. Hákon Róbert Jónsson, sölumaður fast- eigna hjá Kletti, segir að það kæmi sér ekki á óvart þótt hækk- anirnar í ár verði meiri en í fyrra. „Það er að koma mikið framboð af nýbyggingum og menn eru að átta sig betur á því hvernig þessi lán virka,“ segir Hákon Róbert. Hann segir að aukið framboð ný- bygginga auki veltu á markaðnum og geti því orðið til þess að hækka verðið. Að sögn Hákonar hafa allar tegundir eigna verið að hækka í verði en áberandi sé að verðhækk- anir í úthverfum séu meiri en í miðbænum og vesturbænum. „Þar er minna svigrúm til hækkana,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,40 -0,98% ... Atorka 5,76 - 0,35% ... Bakkavör 24,90 +1,22% ... Burðarás 12,50 -1,57% ... Flugleiðir 11,55 +0,43% ... Íslandsbanki 11,20 -0,88% ... KB banki 484,00 -0,21% ... Kögun 47,00 -0,21% ... Landsbankinn 12,45 -1,58% ... Marel 52,40 - 0,38% ... Medcare 5,90 – ... Og fjarskipti 3,43 -1,72% ... Samherji 11,35 – ... Straumur 10,00 -0,50% ... Össur 81,50 +1,24% Spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Össur 1,24% Bakkavör 1,22% Flugleiðir 0,43% Síminn -2,35% Og fjarskipti -1,72% Landsbankinn -1,58% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Fyrir þorrablótið og árshátíðina Dúkar, servíettur og kerti í miklu úrvali Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 27 Lotus TexStyle dúkarúlla 1,2 x 50 m 5.696.- Bosíus kerti 24,5 cm, 30 stk. 598.- Lotus NexxStyle servíettur 39 x 39 cm, 80 stk. 276.- Verð frá Dregur úr atvinnuleysi Atvinnuleysi minnkar en óveruleg breyting er á atvinnuþátttöku. Atvinnuleysi minnkaði um 0,4 prósent á fjórða ársfjórðungi samanborið við sama ársfjórðung árið áður samkvæmt vinnumark- aðskönnun Hagstofu Íslands. Samkvæmt könnuninni voru 2,5 prósent vinnuafls án atvinnu eða í atvinnuleit á fjórðungnum. Könnun Hagstofunnar stefnir í sömu átt og tölur Vinnumálastofn- unar að atvinnuleysi fari minnk- andi. Hagstofan og Vinnumála- stofnun beita ólíkum aðferðum við mat. Hagstofan kannar stöð- una ársfjórðungslega, en Vinnu- málastofnun safnar mánaðarlega upplýsingum frá vinnumiðlunum vítt og breitt um landið. Atvinnuþátttaka breyttist hins vegar lítið sem ekkert. 156.300 manns voru starfandi á fjórða árs- fjórðungi og fjölgaði um 3.100 frá sama tíma í fyrra. Á sama tíma hefur fjölgað um 2.600 manns á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka eykst venjulega á þenslutímum en dregst saman þegar verr árar á vinnumarkaði. Núverandi upp- sveifla hefur því enn sem komið er ekki haft veruleg áhrif á at- vinnuþátttöku. - hh ÁFRAM VERÐHÆKKUN FASTEIGNA Þótt fasteignir hafi hækkað hratt í fyrra telja greiningardeildir enga kyrrstöðu í nánd. Íslandsbanki telur að verð muni jafnvel hækka hraðar í ár en í fyrra. INGÓLFUR BENDER Greiningardeild Ís- landsbanka. BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Greiningardeild Landsbankans. SNORRI JAKOBSSON Greiningardeild KB banka. HÁKON RÓBERT JÓNSSON Sölumaður fast- eigna. ÓBREYTT ÞÁTTTAKA Atvinnuleysið minnkar en atvinnuþátttaka breytist lítið sem bendir til þess að uppsveifla efnahagslífsins sé ekki farin að auka þenslu á vinnumarkaði að neinu ráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.