Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 2
2 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hallgrímsson: Stofna minningarsjóð um dóttur sína MINNINGARSJÓÐUR Hjónin Þóra Hallgrímsson og Björgólfur Guð- mundsson hafa stofnað minning- arsjóð um dóttur sína, Margréti, og lagt fram stofnfé að upphæð 500 milljónir króna. Markmið sjóðsins er að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi og efla menntir, menningu og íþróttir. Sjóðurinn mun styrkja einstak- linga, verkefni og félög til mennta og athafna, ekki síst á alþjóðleg- um vettvangi. Áætlað er að styrk- veitingar nemi um 75 til 100 millj- ónum króna á ári. Margrét Björgólfsdóttir var fædd árið 1955 en lést af slysför- um árið 1989. Hún lauk meðal annars einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og lagði stund á nám í austurlenskum lækningum erlendis. Hún stofnaði og rak fyrirtæki sem framleiddi og dreifði hollustuvörum og rak um tíma matstofu hjá Náttúru- lækningafélagi Íslands. Eigin- maður Margrétar var Jónas Sen píanóleikari. Stjórn minningarsjóðsins skipa Björgólfur Guðmundsson, for- maður, Bentína Björgólfsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir hæsta- réttarlögmaður. Sjóðurinn auglýs- ir tvisvar á ári eftir umsóknum, nú fyrst í febrúar á þessu ári. - bs Opinberir starfsmenn með rétt á sérkjörum Samkvæmt útreikningum á Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi sendiherra, rétt á 630.000 króna eftirlaunum við 65 ára aldur. Það er óháð því hvort hann verður enn í starfi sem sendiherra. Jón Baldvin Hannibalsson á nú rétt á tæpum 400.000 krónum. KJARAMÁL Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráð- herra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mán- uði auk fullra launa vegna sendi- herrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján millj- ónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Lög um eftirlaun sem sam- þykkt voru á Alþingi í árslok 2003 gera ráð fyrir því að ráð- herrar og alþingismenn geti farið á eftirlaun um sextugt. Eftirlaun þeirra eru þá þrjú prósent af þingfararkaupi fyrir hvert ár á þingi og sex prósent af ráðherra- viðbót fyrir hvert ár á ráðherra- stóli. Með lögunum voru heimild- ir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast rétt- indi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn og fyrrverandi forsætisráðherra, á nú rétt á svipuðum eftirlaunum og Jón Baldvin en um 65 ára aldur á hann rétt á um 630.000 krónum, óháð því hvort hann verður enn í starfi á vegum hins opinbera. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi sendi- herra í Svíþjóð, á rétt á um 350.000 krónum á mánuði í eftir- launagreiðslur meðfram um milljón króna sendiherralaunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þessir einstaklingar hafa þegar nýtt sér rétt til eftirlauna. Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Sam- þykkt laganna var umdeild á sín- um tíma og taldi forusta Alþýðu- sambands Íslands að aukin rétt- indi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. ghg@frettabladid.is Ófært víða: Margir fastir á Hellisheiði ÓFÆRÐ Hjálparsveit skáta í Hvera- gerði var kölluð út um hádegi í gær til að aðstoða bíla sem voru í vand- ræðum á Hellisheiði. Margir bílar lentu í vandræðum í gær vegna ófærðar. Þá voru björgunarsveitar- menn úr Hveragerði beðnir um að- stoð innanbæjar í Hveragerði við að koma skólabörnum til síns heima og aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að komast leiðar sinnar. Hellisheiði var lokað í gær vegna ófærðar og þæfingsfærð var á Sandskeiði, í Þrengslum og víða á Suðurlandi. Þá var stórhríð á Kleifaheiði og vonskuveður á Stein- grímsfjarðarheiði. - bs SPURNING DAGSINS Skúli, hitti skrattinn þarna ömmu sína? „Nei, þetta var bara einhver aulabrand- ari hjá 10-11.“ Skúli Einarsson, formaður Matsveinafélags Ís- lands, hefur mótmælt auglýsingum verslana 10- 11 þar sem segir að Guð hafi skapað lambakjöt en djöfullinn kokka og segist ekki vera getinn af djöflinum frekar en aðrir kokkar. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Sendiherra í Finnlandi. Þingmaður Al- þýðuflokks 1982 til 1998, fjármála- ráðherra 1987 til 1988 og utanríkis- ráðherra 1988 til 1995. Eftirlaunarétt- ur um 370.000 krónur. ÞORSTEINN PÁLSSON Sendiherra í Kaupmannahöfn. Þing- maður Sjálfstæðisflokksins 1983 til 1999. Fjármálaráðherra 1985 til 1987, forsætisráðherra 1987 til 1988, sjávar- útvegsráðherra og dómsmálaráðherra 1991 til 1999. Núverandi eftirlauna- réttur um 360.000 krónur. 42 pró- senta skerðing til 65 ára aldurs. Eftir það verður eftirlaunarétturinn um 630.000. FRIÐRIK SOPHUSSON Forstjóri Landsvirkjunar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1978 til 1998. Iðnaðarráðherra 1987 til 1988 og fjár- málaráðherra 1991 til 1998. Eftir- launaréttur um um 330.000 krónur. SVAVAR GESTSSON Sendiherra í Svíþjóð. Þingmaður Al- þýðubandalags og Samfylkingar frá 1978 til 1999. Viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags- og heilbrigðismála- ráðherra 1980 til 1983 og mennta- málaráðherra 1988 til 1991. Núver- andi eftirlaunaréttur um 350.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. GUÐMUNDUR BJARNASON Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Þingmaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1999. Heilbrigðisráðherra 1987 til 1991. Landbúnaðar- og um- hverfisráðherra 1995 til 1999. Núver- andi réttur um 330.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. EIÐUR GUÐNASON Sendiherra í Kína. Þingmaður Alþýðuflokks 1978 til 1993. Umhverfisráðherra frá 1991 til 1993. Eftir- launaréttur um 250.000 krónur. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands. Þingmaður Alþýðu- flokks og Samfylkingar 1974 til 1983 og 1987 til 2001. Fjár- málaráðherra 1979 til 1980, heilbrigðis- ráðherra 1991 til 1993 og 1994 til 1995 og viðskipta- ráðherra 1993 til 1995. Núverandi eftirlaunaréttur um 290.000 krónur. Tólf pró- senta skerðing til 65 ára aldurs. KJARTAN JÓHANNSSON Sendiherra í Belgíu. Þingmaður Al- þýðuflokks frá 1978 til 1989. Sjávarút- vegsráðherra 1978 til 1979 og sjávarút- vegs- og viðskipta- ráðherra 1979 til 1980. Eftirlauna- réttur um 210.000 krónur. TÓMAS INGI OLRICH Sendiherra í Frakklandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1991 til 2003. Menntamálaráðherra 2002 til 2003. Nú- verandi eftirlauna- réttur um 150.000 krónur. Átján pró- senta skerðing til 65 ára aldurs. MARGRÉT BJÖRGÓLFSDÓTTIR Margrét lést af slysförum aðeins 33 ára gömul. Hún var listhneigð og var annt um heilsu og vellíðan sína og annarra. Nígeríumaður látinn laus: Fór strax úr landi LÖGREGLA Nígeríumaður sem handtekinn var í tengslum við inn- flutning á tæpu kílói af kókaíni fyrir tveimur vikum hefur verið látinn laus. Sá sem flutti kókaínið inn er tæplega þrítugur Ungverji en hann situr enn í gæsluvarð- haldi. Ekki þótti ástæða til að halda Nígeríumanninum lengur og var hann látinn laus á þriðjudags- morgun. Hann fór úr landi strax sama dag. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Met var sett í magni innvortis- innflutnings þegar efnin komu til landsins en Ungverjinn hafði þurft að gleypa hluta þeirra aftur eftir að pakkningarnar höfðu skil- að sér niður úr honum. - hrs Eþíópíumaður dæmdur: Fjögurra mánaða fangelsi DÓMSMÁL Eþíópíumaður með sænskt ríkisfang var í dag dæmd- ur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að aðstoða par frá Eþíópíu við að komast ólöglega inn í land- ið. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð skömmu fyrir áramót ásamt fólkinu sem kom hingað frá Osló, en ferðinni var heitið áfram vestur til Bandaríkjanna. Parið var dæmt í mánaðarlangt fangelsi fyrir viku en maðurinn með sænska ríkisfangið var dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi fyrir sinn þátt í málinu. Eyjólfur Kristjánsson, lögfræð- ingur hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, segir að fólk- ið verði sent til heimalanda sinna að lokinni afplánun. -bs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.