Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 30
F2 4 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Bóndadagurinn er rétti dagurinn til að vera al- mennileg við eiginmenn og kærasta og ekki er úr vegi að færa þeim ein- hvern glaðning í tilefni dagsins. F2 fékk þrjár val- kyrjur til að upplýsa hvernig þær koma sínum mönnum á óvart þennan dag. En hvernig vill karlpeningurinn láta koma sér á óvart? Rósa Björgvinsdóttir, eigin- kona Jónsa Í svörtum fötum: „Ætli ég eldi ekki einhvern góðan mat handa honum, einhvern mat sem vekur upp minningar. Við Jónsi höfum mjög ólíkan matarsmekk en yfirleitt elda ég eitthvað sem mér finnst gott. Á svona tyllidögum finnst mér gaman að dekra við hann og elda hans uppáhalds sem við köllum Sparipasta. Það inniheldur hvítlauk, sellerírót, sveppi, rækjur og pepperóní í piparrjómasósu. Ég eldaði þennan rétt handa honum þegar við fórum í fyrsta skipti til Reykjavíkur saman en þá vorum við búin að vera saman í mánuð.“ Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari Í svörtum fötum og eiginmaður Rósu: „Það væri örugglega alveg æðislegt að fá koss á kinnina um leið og við vökn- um og gott faðmlag. Leiðin að hjarta mínu liggur samt í gegnum magann. Ef hún splæsir í Sparipasta fer ég úr hnjáliðunum. Ef ég fengi úr frá henni fengi hún bíllyklana til eignar. Svo er geisladiskur alltaf góð gjöf.“ Gerður Kristný Guðjónsdóttir, rithöfundur og ritstjóri: „Þarfir Kristjáns eru einfaldar, ákavíti og hákarl myndu gleðja hann ósegjan- lega.“ Kristján B. Jónasson, þróunar- stjóri hjá Eddu og eiginmaður Gerðar Kristnýjar: „Ég tengi b ó n d a d a g i n n eiginlega bara við þorrann. Ég slæ e k k i hend- i n n i á móti neinu þorratengdu. En helst vildi ég fá dekur- dag í Laugum eða Nord- ica Spa. Ég myndi alveg vilja nuddtíma því ég æfi í plebbarækt vestur í bæ þar sem er bara táfýlusokka- stemmning.“ Bryndís Ásmundsdóttir leikona: „Ég ætla að vera stjarnfræðilega góð við hann, sem ég er reyndar hvern dag. Ætli hann fái ekki morgunmat í rúmið, og svo syng ég fyrir hann frumsamda lagið sem ég gaf honum í jólagjöf. Eftir það gef ég h o n u m axlanudd. Þ e g a r þessu er lokið ætla ég að til- k y n n a honum að hann þurfi ekki að gera neitt á heimil- inu allan daginn og megi bara horfa á fótboltann. Bónda- dagsgjöfin í ár verður síðan mánaðar- áskrift að Sýn.“ Atli Albertsson, leiklistarnemi og sambýlismaður Bryndísar: „Ég er svo rosalega nægjusamur að það þarf ekki mikið til þess að gleðja mig. En þar sem ég er að f r u m s ý n a um kvöldið væri rosa- lega gott að fá stuðning og um- hyggju um k v ö l d i ð . Svo væri reyndar líka gott að vakna við kaffiilm um morgun- inn og fá jafnvel morgunmat líka, þó ég borði þá máltíð ekki alla jafna.“ Hamingjan í hommaskap Ég er ekki hommi! er kolsvart grín- leikrit sem verður frumsýnt í Loft- kastalanum á laugardagskvöldið. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikstýrir þar þeim Gunnari Helgasyni, Friðriki Friðrikssyni og Höskuldi Sæmundssyni í krassandi farsa sem eflaust á eftir að verða umdeildur og skapa um- tal. Leikritið, sem heitir I’m Not Gay á frummálinu, er eftir ungan bandarískan höfund, Daniel Guy- ton, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann hefur aldrei valið sér „politically correct“ viðfangsefni fyrir leikritin sín. Auk I’m not gay! hefur hann skrifað verk um náriðil, mann sem skýtur skáta- stelpu og fellur svo fyrir hendi móður sinnar og verk um 15 ára ólétta stelpu sem á þroskaheftan föður. Ég er ekki hommi fjallar um afar „ferkantaðan“ mann sem er óham- ingjusamlega giftur fjögur hundr- uð kílóa þunglyndissjúklingi. Þau búa við hliðina á hommapari sem allt virðist leika í lyndi hjá. Mað- urinn ályktar út frá því að lífsham- ingjan sé fólgin í því að vera hommi, þvert á eigin fordóma. Þetta er fyrsta verkið sem nýir eigendur Loftkastalans framleiða og þetta er í fyrsta sinn í meira en tvö ár sem Gunnar Helgason leik- ur á sviði. Höfundurinn Daniel Guyton er ekki nema 27 ára en þó marg- verðlaunaður, hefur tvívegis unnið til Kennedy Center-verðlaunanna fyrir leikritaskrif. Þetta er Evrópu- frumsýning á verki eftir Guyton, og í fyrsta sinn sem verk eftir hann er sýnt utan Ameríku. Á heimasíðu sinni segist hann hafa óskaplega gaman af því að fá fólk til að hlæja að því sem það vill ekki hlæja að. Samt segist hann ekki vilja vekja upp hlátur ein- göngu til þess að skemmta fólki, heldur vill hann vekja fólk til um- hugsunar og koma af stað umræð- um um málefni sem fólk forðast yfirleitt að leiða hugann að. Hvað gerir kvenpeningurinn til að koma mönnunum sínum á óvart á bóndadaginn? Ákavíti, Sýn og Sparipasta Frá borginni minni Bernhard Valsson ljósmyndari París er náttúrlega mögnuð borg fyrir mann í minni vinnu. Ég er bú- inn að vera hérna í tuttugu ár og væri löngu farinn ef þetta væri ekki gott. París er í mannlegri stærð. Hér er gott samgöngukerfi og borgin er þægileg yfirferðar. Menningin býr í hverju horni og það er voðalega þægilegt að opna blað og sjá hversu mikið er í boði af sýningum og ýms- um menningaratburðum. Frakkar eru frekar hægir og það tekur tíma að venjast þeim. Þeir hafa haldið fast í lífsgæði eins og mat og eru lengi að matreiða hann. Þegar ég kom hingað fyrst var ég alveg að gefast upp á þessari skrif- finnsku sem er ríkjandi en var eigin- lega laminn til hlýðni. Svo kom líka á óvart að þegar ég fór á kaffihús í borginni þá var það þjónninn sem var stjarnan en ekki kúnninn. Margir af eldri kynslóðinni kunna ekki stakt orð í ensku,en unga fólk- ið hefur gert sér grein fyrir því að það er nauðsynlegt að kunna hana. Ef einhver ætlar að flytjast til Parísar verður hann að muna að þolinmæði er dyggð því eins og máltækið segir: „París er eins og hefðarfrú“. Fyrir þá sem vilja komast inn í franska menningu og forðast ferða- mannastaðina er sniðugt að leita uppi litla veitingastaði með fáum borðum. Þetta eru fríhafnir frá heimsvæðingunni og tíminn hjá þeim hefur algjörlega staðið í stað. Þegar ég fer út að borða fer ég á þessa staði enda eru þeir með heim- ilislegan og góðan mat og gott vín- úrval. Eigandinn er yfirleitt með konuna sína í eldhúsinu og rífur kjaft. Þeir sem koma til Parísar í fyrsta skipti fá sjálfsagt margir áfall og finnst íbúarnir örugglega mjög ókurteisir. Þetta er samt ekkert per- sónulegt heldur hafa Frakkar bara alveg rosalega litla þjónustulund. Hefðarfrúin París Katrín Júlíus-dóttir, þing-maður Sam- fylkingarinnar, er þessa dagana að búa sig undir átökin sem byrja í næstu viku en þá verður sett þing. „Á milli þessa reyni ég að hvíla mig, fara í ræktina og dúlla mér með syni mínum,“ segir hún. Katrín valdi þrjá ómissandi hluti. Trefill sem ég prjónaði í fyrra þegar ég lá á spítala. Hann er um það bil þrír og hálfur metri á lengd, grófprjónaður, langur og þykkur. Hann heldur vel á manni hita og er líka eins konar huggari. Ótrúlega gott að vefja honum um sig. Ilmurinn minn. Þetta er body spray frá Victoria’s Secret sem heitir Love Spell. Ég er algerlega háð þessari lykt þessa dagana. Daginn birtir þegar ég skelli henni á mig og ég get ekki verið án hennar. Hún frískar mann allan upp. Málverk með mynd af Kristjáni Júlíussyni, bróður ömmu minn- ar. Þetta er por- trett af prófílnum hans og ég er búin að eiga það í tíu ár. Myndin hefur fylgt mér í allar mínar íbúðir og mér þykir gríðarlega vænt um hana. Hún er líka mjög sérstök, lituð með svörtum lit og málað inn í, mjög flott. Hún á sennilega alltaf eftir að vera uppi á vegg hjá mér. Sigurður KáriKr is t jánsson,þ i n g m a ð u r Sjálfstæðisflokksins, er þessa dagana á fundarferð um allt landið ásamt fleiri þingmönnum flokksins. „Þess á milli er ég á skrifstofu minni að búa mig undir kom- andi þing,“ segir hann. Sigurður Kári valdi þrjá ómissandi hluti. Bindi. Karlkyns alþingismönnum er óheimilt að sækja þingfundi án þess að klæðast hálstaui og við megum búast við því að vera vísað úr þingsal ef við gerum það ekki. Ég ætti því afar erfitt með að sinna starfi mínu bindislaus, nema ég myndi setja upp þverslaufu, en ég hef ekki hugsað mér að gera það, að minnsta kosti ekki í bili. Ég þráaðist lengi við að fá mér gleraugu enda taldi ég mig sjá ágætlega. Svo þegar vinir mínir sem spila með mér golf voru komnir með nóg af því að horfa á eftir bo l tanum fyrir mig á golfvellin- um neyddist ég til þess að fá mér gler- augu. Eftir að ég fékk mér þau áttaði ég mig loksins á því hvað ég var farinn að sjá illa og get ekki án þeirra verið í dag. Kaffikannan. Mér finnst kaffi afar gott og finnst fátt betra en að fá mér gott kaffi á morgn- ana. Kærastan mín var síðan svo yndisleg að gefa mér dýrindis kaffi- könnu í jólagjöf sem gerir mér kleift að fá mér expresso og capp- uccino hvenær sem er. Trefillinn og kaffikannan Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson völdu þrjá ómissandi hluti. Hver vill sofa hjá hverjum? Höskuldur Sæmundsson, Gunnar Helgason og Friðrik Friðriksson fara með öll hlutverk verksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.