Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 58
FÓTBOLTI KR-ingurinn Grétar Hjartarson hélt til Englands á sunnudag til móts við enska 2. deildarliðið Doncaster. Grétar verður hjá félaginu fram á föstu- dag og þá kemur í ljós hvort félag- ið býður honum samning. Grétar spilaði æfingaleik með varaliði Doncaster gegn Scunthorpe á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3- 2 sigri Doncaster. „Ég spilaði alveg þokkalega og mér skildist að þeir hefðu verið ánægðir með mína frammistöðu,“ sagði Grétar í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Mér líst þokkalega á þetta félag. Þeir eru með gamlan 10 þúsund manna völl en þeir eru að byggja nýjan 25 þúsund manna völl sem á að vera tilbúinn í mars á næsta ári. Stefnan hjá félaginu er að fara beint upp í ár en liðið á góðan möguleika á að komast í umspil um sæti.“ Grétar samdi við KR í byrjun nóvember og hann var séður í samningagerðinni en í samningi hans við KR er klásúla um að hann geti gengið til liðs við erlent félag fyrir 1. febrúar og það án þess að KR fái krónu fyrir hann. „Það er rétt að ég get farið frítt til 1. febrúar. Það er líka ljóst að ég mun ekki semja við Doncaster nema ég fái mjög freistandi til- boð. Svo er líka mjög gott að vera í KR,“ sagði Grétar, sem er einnig undir smásjánni hjá skoska félag- inu Hearts og tveimur enskum 1. deildarfélögum. „Það getur vel verið að ég kíki á aðstæður hjá þessum félögum þegar ég er bú- inn að ljúka veru minni hjá Doncaster. Ég mun halda öllum möguleikum opnum.“ - hbg 26 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Við hvetjum... ... körfuboltaáhugamenn til að mæta í Keflavík í kvöld og styðja við bakið á Keflavíkurliðinu sem spilar gegn svissneska liðinu Fribourg. Keflavíkurliðið verður að vinna með níu stigum eða meira til að komast áfram en liðið getur náð besta árangri íslenskra félagsliða í sögunni ef því tekst að komast áfram. sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Enska bikarkeppnin HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Fimmtudagur SEPTEMBER Við vonum... ... að KR-ingar séu búnir að gera ráðstafanir varðandi Grétar Hjartarson. Hann skrifaði undir samning við vesturbæjarliðið í byrjun nóvember og hefur væntanlega fengið laun fyrir nóvember, desember og janúar. Það myndu varla kallast góð viðskipti ef Grétar hyrfi af landi brott með þriggja mánaða laun upp á vasann án þess að hafa spilað leik. HANDBOLTI Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landslið- inu á HM í Túnis. Einar hefur ver- ið meiddur síðan liðið æfði á Ís- landi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. „Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig,“ sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. „Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á mark- ið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum.“ Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. „Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt,“ sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. „Óli er kóngurinn og maður verð- ur að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fín- ar ábendingar sem vert er að hlusta á.“ henry@frettabladid.is Þetta er mikill léttir Einar Hólmgeirsson er allur að braggast og verður líklega klár í slaginn þegar Heimsmeistarakeppnin í Túnis hefst um næstu helgi. ■ ■ LEIKIR  19.00 Víkingur og KR mætast í Egilshöllinni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta.  19.15 Þór og KA mætast í Boganum í Powerade-mótinu í fótbolta.  19.15 KFÍ og Tindastóll mætast á Ísafirði í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 KR og Njarðvík mætast í DHL-höllinni í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 ÍR og Fjölnir mætast í Seljaskóla í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Snæfell og Hamar/Selfoss mætast í Stykkishólmi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Haukar og Grindavík mætast á Ásvöllum í 1. deild kvenna í körfubolta.  20.30 Keflavík og Fribourg mætast í Keflavík í Borgarkeppni Evrópu í körfubolta.  21.00 Leiknir og Þróttur mætast í Egilshöllinni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  17.30 Þrumuskot – ensku mörkin á Skjá einum.  18.00 Olíssport á Sýn.  19.15 Fótbolti um víða veröld á Sýn.  19.45 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  20.15 Þú ert í beinni! á Sýn.  21.30 Sterkasti maður heims 2004 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. LEIKIR GÆRDAGSINS DHL-deild kvenna í handb. Nánari upplýsingar og skráning hjá Úrval Útsýn í Hlíðarsmára í síma 585-4100 eða á tölvupósti smarinn@uu.is www.uu.is Manchester Utd. - Birmingham í beinu leiguflugi 4.-6. febrúar Flugtímar 4. febrúar Keflavík Manchester 9:30 12:00 6. febrúar Manchester Keflavík 18:30 21:00 Man.Utd klúbburinn á Íslandi og Úrval Útsýn í Hlíðarsmára standa fyrir ferð í beinu leiguflugi á leik Man.Utd og Birmingham dagana 4.-6. febrúar nk. Gist verður í miðborg Manchester á Premier Travel Inn, Gmex hótelinu. 49.900 kr. á mann í tvíbýli KR - UMFN DHL – Höllin 20. janúar kl. 19:15 Keflavík og Benetton Fribourg Olympic eigast við í bikarkeppni Evrópu í kvöld Keflvíkingar ætla að toppa eigin árangur KÖRFUBOLTI Keflvíkingar taka á móti Benetton Fribourg Olympic frá Sviss í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Fyrri leiknum, sem fram fór í Sviss, lyktaði með sigri heimamanna, 103-95, og þarf Keflavík að vinna með 9 stigum eða meira til að tryggja sér áframhaldandi þátt- töku í keppninni. Keflvíkingar geta reyndar leyft sér að vinna með 8 stiga mun svo framarlega sem gestirnir skori minna en 95 stig. Falur Harðarson, aðstoðar- þjálfari Keflvíkinga, sá um að stýra liðinu í síðasta leik gegn Snæfelli þar sem Sigurður Ingi- mundarson lá veikur heima. „Siggi kallinn er allur að koma til. Hann fékk þessa landlægu flensu en verður risinn úr rekkju í kvöld,“ sagði Falur. Að sögn Fals leika liðin tvö mjög áþekkan körfubolta. „Fribourg býr yfir góðum skyttum fyrir utan og er með mjög góðan Bandaríkja- mann. Leikmenn liðsins eru að- eins stærri í flestum stöðum en þetta eru mjög svipuð lið.“ Tveir leikmenn Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson og Ant- hony Glover, skoruðu aðeins 5 stig samanlegt gegn Snæfelli í síðasta leik en sá síðarnefndi fór hamförum gegn Fribourg í fyrri leiknum og skoraði þá 44 stig og reif niður 12 fráköst. Falur sagð- ist ekki hafa miklar áhyggjur af köflóttu gengi einstakra leik- manna. „Menn hljóta að gíra sig upp fyrir þennan mikilvæga leik á morgun því ef við vinnum þá toppum við eigin árangur frá síð- ustu keppni.“ Falur fullyrti að Keflavík hefði ekki leikið nógu skynsamlega í fyrri leiknum. „Við vorum fljótir á okkur í sókninni og spiluðum vörnina ekki nógu vel. Við erum búnir að spila einn leik síðan, gegn Snæfelli á mánudaginn, þar sem vörnin var mjög góð en sókn- in lakari. Ef við tökum seinni hálf- leikinn úr þeim leik í kvöld, þá getum við ekki annað en verið bjartsýnir,“ sagði Falur. ■ EXETER–MAN.UTD 0–2 0-1 Ronaldo (9.), Rooney (88.) FULHAM–WATFORD 2–0 1-0 Volz (13.), 2-0 Radzinski (65.) BLACKBURN–CARDIFF 3–2 1-0 Thompson (9.), 1-1 McAnuff (24.), 2-1 Thompson (32.), 3-1 Pedersen (47.), 3-2 Collins (54.) BOSTON–HARTLEPOOL 0–1 0-1 Boyd (72.) Enska bikarkeppnin: United áfram FÓTBOLTI Úrvalsdeildarliðin þrjú unnu öll sína leiki í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Manchester United lenti þó aftur í nokkrum vandræðum með lið Exeter en hafði sigur að lokum með tveimur mörkum frá Ronaldo og Rooney. Heiðar Helguson og félagar hans í Watford eru úr leik eftir 2-0 tap fyrir Fulham. ■ FRAM–STJARNAN 24–20 Mörk Fram: Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Sara Sigurðardóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Elísa Viðarsdóttir 3, Eva Harðardóttir 3, Guðrún Halfdánsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Ásdís Sigurðardóttir 8, Kristín Clausen 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Rut Steinsen 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Harpa Eyjólfsdóttir 1 1. deild kvenna í körfu KR–NJARÐVÍK 55–54 KR: Jerica Watson 17 (14 fráköst, 7 varin), Helga Þorvaldsdóttir 13 (8 frák., 4 stoðs.), Gréta María Grétarsdóttir 10 (6 frák., 5 stoðs.), Georgia Kristiansen 8, Hanna B. Kjartansdóttir 4.. Njarðvík: Jaime Woudstra 19 (7 frák., 4 stoðs.), Vera Janjic 12 (10 frák., 4 stolnir), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 9 (4 stolnir, 4 stoðs.), Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir 8, Petrúnella Skúladóttir 3, Díana B. Jónsdóttir 3. Grétar Hjartarson er til reynslu hjá Doncaster: Getur farið frítt frá KR GRÉTAR HJARTARSON Sést hér skrifa undir samning við KR í nóvember. Hann mun hugsanlega ekki ná neinum alvöru- leik með félaginu. Fréttablaðið/Vilhelm EINAR HÓLMGEIRSSON Byrjar að æfa af fullum krafti um helgina og verður með á Heimsmeistaramótinu í Túnis en fyrsti leikurinn er gegn Tékkum á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.