Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 36
Spaksmannsspjarasysturnar, Björg Inga- dóttir og Vala Torfadóttir, eru með fulla verslun af íslenskum fyrirsætum þegar blaðamann ber að garði. Nokkrum dög- um síðar á að mynda auglýsingu fyrir verslunina og hönnuðirnir vita nákvæm- lega hvernig hún á að líta út. Þær stjórna hópnum eins og skipstjórar á vertíð. Á þessu ári eru tólf ár síðan þær stofnuðu Spaksmannsspjarir. Þær eru einu íslensku hönnuðirnir sem hafa haldið úti fata- framleiðslu og verslunarrekstri öll þessi ár, en það hefur ekki alltaf verið auðvelt. „Við erum „original“ hönnuðir og þess vegna höfum við haldið þetta út allan tímann, en auk þess erum við miklir vinnuhestar. Við erum að hanna fatalínur út frá okkar konsepti. Við hlaupum ekki á eftir tískubylgjum sem við sjáum í öðrum verslunum. Rekstr- argrundvöllurinn hérna hefur þó oft verið mjög erfiður og við erum búnar að lenda í öllum vandamálum sem hægt er að lenda í hvað varðar framleiðslu og flutninga. Efni hafa týnst og fyrirtækin sem við höfum verslað við hafa farið á hausinn, skipt um eigendur og sum lokað,“ segir Björg og Vala tekur undir og bætir við: „Kostnaður við reksturinn er mjög mikill, húsaleigan er til dæmis mjög há og hönnunarferlið er mjög dýrt. Það þarf oft að sauma margar prufuflíkur áður en flíkin fer í framleiðslu.“ Aðspurðar um staðsetningu versl- unarinnar segja þær að það hafi oft komið til tals að flytja í verslunarmið- stöð en lokaniðurstaðan hafi alltaf orðið sú að Spaksmannsspjarir myndu ekki fúnkera þar. „Við viljum trúa því að þeir sem vilja versla við okkur komi á Laugaveginn enda viljum við efla miðbæinn,“ segir Björg sem vill meina að það sé aðeins að rofa til á Laugaveginum. „Það eru komnar margar litlar og skemmtilegar sérverslanir í miðbæinn. Því var spáð að miðbær Reykjavíkur ætti að verða rosa- lega trendí frá 2000 til 2010. Við erum greinilega bara enn þá seinna á ferð- inni,“ segja þær. Lítið fyrir glyðruföt Björg og Vala hafa mjög ákveðnar skoð- anir á klæðaburði kvenna. Þær segja sem dæmi að konur geti alveg verið í sama sparikjólnum árshátíð eftir árshátíð svo framarlega sem þær séu flottar í þeim og kjólarnir séu klæðilegir. „Það er endalaust hægt að stílisera upp á nýtt með skóm og fylgihlutum þó kjóllinn sé sá sami,“ segir Björg. „Línan hjá okkur er líka svo mikið í pörtum að það er svo auðvelt að breyta uppröðuninni. Konur geta létti- lega fengið 20 útkomur úr þremur dressum,“ segir Vala. Aðspurðar um hvort þær vinni út frá einhverju þema þegar þær eru að hanna segjast þær löngu vera komnar yfir slíkt vinnuferli. „Ég man varla hvað við vorum að hugsa í fyrra þegar við hönnuðum línuna. Við erum meira í því að vilja hafa konurnar flottar og sexí, ekki samt svona glyðrusexí,“ segir Björg og Vala kinkar kolli. „Við hugsum línurnar meira út frá konunum, sem eru náttúrlega bara þemað. Við skoðum efni og spáum í snið og þannig fáum við fílinginn. Og svo byggjum við á því sem við erum með. Þó við hugsum alltaf hverja línu í heild sinni erum við mikið í því að mixa saman. Og þegar línan kemur í hús blandast nýja línan við það sem fyrir er,“ segir Björg. Pink í æðardúnskápu Yfir kaldasta vetrartímann finnst kven- fólki oft erfitt að klæða sig og mörgum konum finnst ekkert þokkafullt við dúnúlpur, húfur og vettlinga. Þessu eru Björg og Vala algerlega ósammála. „ Mér finnst miklu erfiðara að vera í skvísufélaginu á sumrin. Á veturna hefur maður allavega alltaf eitthvað til að vera í,“ segir Vala og brosir út í annað. Meðhönnuður hennar gæti ekki verið meira sammála. „Við förum í skvísukjólinn, setjum á okkur húfu, reimum á okkur grófa skó og látum kjólinn dragast eftir götunni,“ segir Björg. Vala segir að þeim finnist ekkert skvísulegt að vera ekki í neinu. „Við setjum á okkur rúllukragana setjum perlufestar yfir og höfum ullar- nærbolinn upp úr korsilettinu,“ segir Björg. Þær stöllur hafa um nokkurt skeið verið að gera tilraunir með æða- dún og hafa tilraunirnar heppnast gríð- arlega vel. Erlendar konur virðast þó vera spenntari fyrir æðardúnsflíkunum en þær íslensku. Síðasta sumar heim- sótti söngkonan Pink Spaksmanns- spjarir og fjárfesti í æðardúnskápu. „Það sem við höfum selt af æðar- dúnsflíkunum hefur allt farið til útlend- inga, en það er líklega mest út af verð- laginu. Ég held að við Vala séum einu konurnar á Íslandi sem eigum svona jakka,“ segir Björg og hlær. Æðardúnskápurnar eru þó ekkert sérlega dýrar ef miðað er við pelsa og flokkast sem lúxusvara. „Það vilja ekki allar konur pelsa þó þær vilji klæðast lúxusvöru og margar kjósa að geta klæðast einhverju hlýju án þess að hafa það á samviskunni að dýr hafi verið depin fyrir stælinn,“ segir Björg. Pink er þó ekki eina stórstjarnan sem hefur hrifist af hönnun Spaksmanns- spjara. Uma Thurman, Drew Barrymore, Terry Hatcher og Helene Mirren eiga til dæmis allar flíkur frá Spakmannsspjör- um. Blaðamanni lék forvitni á að vita hverju stjörnurnar væru hrifnastar af en þær sögðu að það væri allur gangur á því hvað þær væru að versla. „Pink verslaði til dæmis bæði nýjar vörur og útsöluvörur og blandaði þessu öllu saman og var rosalega smart,“ segir Björg. Eftiröpun er þreytandi Það hefur borið töluvert á því að hönnun Spaksmannsspjara hafi verið stæld. „Okkur finnst þetta ferlega hallærislegt og þreytandi. En kúnnarnir okkar eru þó miklu viðkvæmari fyrir þessu en við sjálfar. Hönnuðir endast aldrei né verða metnir af verkum sínum ef þeir apa allt upp eftir öðrum. Við höfum oft hætt að framleiða flíkur vegna þessa. Við hljót- um bara að vera svona svakalega góðar, það getur ekki annað verið,“ segja þær og hlæja sínum smitandi hlátri. „Okkur finnst alverst þegar eftiröpunin er svona hrikalega ljót og illa gerð og sumir halda svo að varan sé frá okkur. Það finnst okkur alveg ömurlegt,“ segir Vala. Íslenskar konur í of þröngum fötum Talið berst að íslenskum konum og klæðaburði þeirra. „Ég held að íslensk- ar konur hugsi frekar mikið um útlitið. Í öllum löndum er þó alltaf bara lítill hluti kvenna virkilega flottur,“ segja þær. En hvað skyldu vera algengustu tískuslysin hjá íslenskum konum? „Íslenskar konur eru oft í allt of litlum fötum og allt of litlum skóm. Fatastærðirnar eru líka mjög viðkvæm- ar hjá konum. Þó þær fitni vilja þær alls ekki nota föt í Large, þær kaupa frekar í Medium. Þetta finnst okkur mjög kjánalegt því stærð er bara málband og málbandið breytist ekki neitt. Við gætum náttúrlega búið til öll fötin úr teygjuefni, en við erum ekkert í því. Íslendingar eru að fitna og við erum ekkert undanskildar því,“ segja þær „Fötin eru ekki teiknuð á blað og saumuð eftir því heldur eru þau mátuð af okkur og stelpunum sem vinna hérna. Ef buxur eru ekki nógu klæði- legar eru þær lagaðar til þangað til þær verða klæðilegar og passa á flesta. Þess vegna eru góðar líkur á að konur finni föt hérna því það eru konur sem eru að máta fötin,“ segir Vala en bætir við að of þröngar sokkabuxur geti búið til björgunarhringi á tággrannar konur og konur verði að varast það. „Mér finnst yfirleitt smartara að sleppa hjálpartækjum eins og „sjokköpp“ sokkabuxum og „wonder- bra“ brjóstahöldurum. Fyrir nokkrum árum var þetta voða vinsælt en ég held að konur nenni þessu ekki lengur. Konur eru meira niðri á jörðinni núna. Kannski er það bara af því sjálfsmyndin er orðin sterkari og kon- ur þurfa ekki á þessum hjálpartækjum að halda,“ segir Björg. Um þessar mundir eru þær að horfa yfir farinn veg. Þegar þær líta til baka finnst þeim þær hafa komið hrikalega miklu í verk á þeim tólf árum sem þær hafa starf- að. Þær hafa lært ógrynni af nýjum hlutum enda hafa þær oft þurft að upplifa mikinn mótbyr. Aðspurðar um hvernig þær vinni úr vandamálunum segjast þær yfirleitt alltaf leita til hvor annarrar og vaði í vandamálin strax. Þó róðurinn hafi oft verið erfiður hef- ur aldrei hvarflað að þeim að gefast upp. „Hvar ættum við að fá okkur föt ef við myndum hætta? Og hvað ættu viðskiptavinir okkar að gera? Þetta yrði bara ekki hægt,“ segja þær og hlæja enn þá meira. Spaksmannsspjara- systurnar Björg Ingadóttir og Vala Torfadóttir eru úthaldsmestu tískuhönnuðir Íslands og er fatn- aður þeirra eftir- sóttur langt út fyrir landsteinana. Þær horfa hér yfir farinn veg með Mörtu Maríu Jónasdóttur og framtíðin er björt. Ljósmyndir: Hari F2 10 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR STJÖRNURNAR SÓLGNAR Í HÖNNUNINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.